Morgunblaðið - 21.03.1962, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.03.1962, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. marz 1962 Talið lengur við okkur NÚ ER inflúenzan í rén- un og léttir því fargi af mörgum heimilum. Þótt ekki verði sagt að inflú- enzan sjálf hafi verið mjög hættuleg eða þungur faraldur að þessu sinni, gerði hún, og gerir raunar í nokkrum mæli enn, strik í reikning ýmissa heimila. Fréttamenn blaðsins not- uðu tækiíærið í fyrradag og skruppu út að Miðbæjar- bamaskólanum meðan frí- mínútumar stóðu yfir og Gleraugnaglámurinn Steini. heilsuðu upp á krakkana, sem þar voru að ærslast og leika sér. Það var hreint engin deyfð eða drungi yfir ungl- ingunum þar. Inni í skóla- garðinum léku hópamir sérí boltaleik og námum við stað- ar við bárujárnsgirðinguna norðan skólaportsins og fylgdumst með leik krakk- anna. Lítill snáði í grænni peysu vakti fljótt athygli okkar og þá fyrst og fremst fyrir hve snar hann var í snúningum og skotharður með boltann. Raunar fékk fréttamaðurinn að vita af einu skota hans, því markið var við girðing- Við náðum brátt tali af 11 ára snáða, sem var hinn kot- rosknasti. — Hvað heitir þú? spyrj- um við formálalaust og þríf- um upp blað og blýant. Það var eins og snáðanum litist ekki meira en svo á þau verkfæri, sem hann er þó í nónustu samstarfi við þessa dagana. — Hvað ég heiti? — Já!? — Ég, — ég heiti Einar. — Fékkst þú flenzuna? — Nei. Og nú lifnaði held- ur yfir Einari. — Hvað áttuð þið langt frí? una. Sævar litli skaut í eitt skiptið svo hátt að beint stefndi á höfuð fréttamanns- ins, sem á síðustu stundu tókst að verja nef sitt. — Rúma viku. — Hvað gerðirðu í fríinu? — Ég bara lék mér. Hjálp- aði svolítið til að bera út blöð. ★ Nú fjölgar strákunum í kringum okkur. Þeir eru orðnir forvitnir. Boltaleikur- inn leggst niður og nú eru það fréttamennirnir, sem fá spumingarnar á sig og þær svo háværar og úr svo mörg- um áttum að það er hvorki hægt áð komast til að svara eða leggja fyrir nýjar spum- ingar. Okkur tókst þó að ná í einn, sem hafði fengið flenz- una. Hann heitir Karl. Var hins vegar svo lánsamurmeð óláninu að hann fékk veik- ina fyrir fríið og gat því not- ið þess í ríkum mæli. Jóhannes ræðst a Kamillu og kallar: — Heyrðu Ijosmynd- ari, hún er svo sæt þessi. (Myndirnar tók Sv. Þormóðsson) Skyndilega stendur ægileg- ur gleraugnaglámur fyrir framan okkur og okkur lízt ekkert á blikuna. Hann rang- hvolfir augunum hroðalega meðan hann skeggræðir við okkur, aðallega um stelpum- ar, sem hann biður okkur endilega að taka myndir af. Það kemur hins vegar í ljós von bráðar að gleraug- un eru „plat‘, en strákurinn er ekkert plat. Hann heitir Steini og er kátur í bezta lagi. Telpuhnáturnar koma einn- ig á vettvang en þær eru eitthvað skrítnar í göngulag- inu, helmingurinn haltur eða svo til. Þetta átti þó allt sína skýringu. Það hafði verið rænt ffá einni þeirra skón- um og til þess að þurfa ekki að ganga á sokkunum fékk hún lánaðan annan skóinn hjá vinkonu sinni og svo hopp- uðu báðar á öðrum fæti. Sú er skónum hafði rænt var nefnd Bóthildur, stór með hárlubba, sem gaf í engu eftir faxinu á Brigittu Bardot. Þegar við litum yfir öxlina á henni sáum við að skrifað stóð á vegginn að baki henni „Jens spinnigal“. ★ Við tókum að þoka okkur i áttina frá skólanum. Það var búið að hringja og kenn- ararnir stóðu á tröppunum. Við sáum að við vorum fam- ir að tefja óeðlilega lengi fyr- ir krökkunum. En við feng- um á því skýringu rétt í þann mund er við fórum. Pattara- legur strákur, fremstur í hópi fjögurra jafnaldra, sagði við okkur: — Blessaðir talið þið svo lítið lengur við okkur, svo við þurfum ekki að farastrax inn í tímann. Svona! Þið getið tekið mynd af okkur og skrifað eitthvað á blaðið. Þarna hafði snáðinn séð leik á borði og fundið fram- bærilega skýringu fyrir að koma of seint í tímann. svo við þurfum ekki að fara strax í tímann Einar brosir breitt. 9ann fékk ekki flenzuna. Karl var svo heppinn að veikjast fyrir fríið. Sævar er efnilegur handboltamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.