Morgunblaðið - 21.03.1962, Page 11

Morgunblaðið - 21.03.1962, Page 11
Miðvikudagur 21. marz 1962 MORCVNBLAÐIÐ 11 Jón Pálmason, Akri: Ræktunarsjdður - Bygg- ingarsjóður sveitanna Viðreisnartillögur rikisstjórnarinnar ÞÆR miklu framkvæmdir, sem| orðið hafa í sveitum landsins á síðustu áratugum byggjast að miklu leyti á tilveru og starf- semi Ræktunarsjóðs og Bygg- ingarsjóðs sveitanna. Þær stofn- anir 'hafa frá upphafi vega sinna veri ðþýðingarmestu lánastofnan- ir bændanna. Stórfelldar bygg- ingar og allar hinar miklu rækt- unarframkvæmdir, sem orðið Ihafa í sveitum landsins á síðustu tímum, eru að miklu leyti afleið- ing af gæfuríku starfi þessara sjóða. Engin almenn stórvirki komust þó í framkvæmd á þessu sviði, fyrr en eftir 1945, að Ný- sköpunarstjórnin. breytti lögum j>essara sjóða og margfaldaði ótök þeirra og hjálpsemi. Og sem jafnframt studdist við hin áihrifa xniklu lög um ræktunar- og bygg- ingarsamiþykktir í sveitum lands ins er samþykkt voru snemma á valdatíma sömu ríkisstjórnar. Þessi þrenn lög orsökuðu algera byltingu til umibóta í sveitum okkar lands. A þeim hefir það byggst að okkar landbúnaður er risinn upp úr aldagamalli niður- lægingu handverkfæra og þrot- lauss erviðis, og hefir orðið að ræktunarbúskap með öruggri að- 6toð af vélamenningu nútímans. Fornir atvinnuihættir þekkjast nú ekki í okkar landbúnaði nema í örfáum afskektustu byggðar- lögurn, sem orðið hafa aftur úr vegna ónógra samgangna og fleira. En öll þau stórvirki, sem kom- lst hafa í framkvæmd hafa kost- að mikið fé, mikla vinnu, og mikið erfiði, sem þó er að flestu leyti ólíkt því, sem áður tíðk- aðist. Og því er ekki að leyna, að skýflókarnir frá fjármálaóstjórn landsins, hafa stöðugt verið að þéttast og dökkna kringum hina þýðingarmiklu lánasjóði land- búnaðarins. Hefir af þeim sök- um hvergi sést hreint loft kring- lun þessar stofnanir á allra síð- ustu árum. Hafa margir sem ekki fylgjast með samhengi orsaka og afleiðinga viljað kenna stjórn Búnaðarbankans um það hvernig farið hefur. En þar er um mik- inn misskilning að ræða. Þó sú stjóm hafi ráðið útlánum og framkvæmdum þessara sjóða. þá 'hefur hún að nálega öllu leyti verið bundin af löggjöfinni og ekkert ráðið við það að standa gegn því öfugstreymi íslenzkra fjármála, sem kastað hefur öllu 'heilbrygðu fjármálalífi úr eðli- legum skorðum, og niður í sí- vaxandi hallarekstur og öng- þveiti. í því efni eru þessir lána sjóðir engin undantekning. Vísitöluskrúfan og aðrar öfga- kröfur launastéttanna á landi voru hefir orðið landbúnaðinum þyngst í skauti, að viðbættum karakúlpestum og minkaplágu. Af þessu hefir leitt sem óhjá- sneiðanleg fylgja hvert gengis- fallið á fætur öðru og af því leitt sívaxandi vanda á allri fram leiðslu og fjármálastarfsemi. Má segja að örlagaríkasta ógæfu- sporið á þessari leið væri það þegar uppreisnin gegn þjóðfélag- inu var hafin og kölluð verkfall vorið 1955 og sem var undirbún- ingur að því, að sundra ríkis- stjóm Sjálfstæðismanna og Fram sóknarmanna á árinu 1956. Fram haldið var, að þverbrjóta stjórn- arskrá og kiosningalög og hefja síðan til valda hina svokölluðu Vinstri stjóm. sem að réttu lagi átti að heita Kommúnistastjórn- in, af því þar réði sá flokkur mestu. Núverandi ríkisstjórn er al- mennt kölluð Viðreisnarstjórnin. Og hún ber nafn með rentu, því meginhlutinn af starfi hennar og örðugleikum er bundið við það, að fást við það allsherjar gjald- þrot, sem Vinstristjórnin lét eft- ir sig. Og eitt hið fyrsta af verk- um þessarar stjórnar var, að við urkenna í framkvæmdinni þann sannleika. að gengi íslenzku Anglomac regnkápur Aligafor regnkápur Danimac regnkápur Valmeline regnkápur Stærðir 10 — 12 — 14 — 16 — 18 — 20. Markaðurinn Laugavegi 89. krónunnar var fallið mjög stór- kostlega. Um annað var ekki að gera. Nálega allt annað, sem nú- verandi ríkisstjóm hefir fengist við og er að fást við er af sama toga spunnið, og allsstaðar blasa við örðugleikar eins og efni standa til. Að gegn þeim örðug- leikum sé ráðist með hreinskilni og djörfung, er þó og hlýtur að vera gleðiefni fyrir hvern drengi leganog heiðarlegán mann í landi voru. Framihjá sannleikanum á aldrei að ganga. f>ó að hann sé dökkur á blettum verður að taka því eins og það er. Að hefja lánasjóði landbúnað- arins upp úr þvi fórarsvæði, sem þeir eru í komnir, af þeim orsök- um, sem hér hefur verið að vik- ið, er eitt af hinum þýðingar- meiri viðreisnar ráðstöfunum, sem núverandi ríkisstjóm þarf að vinna. Og að hún skuli nú ráðast gegn þeim vanda í fullri alvöru hlýtur að vera öllum land búnaðarmönnum gleðiefni og þó okkur 'helzt, sem því stöndum næst, að fást við þann mikla vanda, sem við hefir verið að etja. Að gera á því sviði yfir- boðstillögur á kostnað ríkissjóðs er létt verk og löðurmannlegt. I>að ferst öllum illa. en þeim þó verst, sem höfuðsök eiga á því fjármálaástandi, sem komið er í, svo sem ór.eitanlega er um þá málefnalegu bræður og starfsfé- laga, sem nú eru í stjórnarand- stöðunni. í stjórnarandstöðunni ganga ölþþeirra verk út á það, að yfirbjóða tillögur ríkisstjórn- arinnar og flokka hennar á öll- um sviðum. Flest af því öllu sam an yfirstígur gersamlega tillög- ur þessara sömu manna þegar þeir réðu enda þó of langt væri 'þá gengið um öll útgjöld. f»á var ihrunstefnan í algleymingi. En hið mikilsveða frumvarp um lánasjóði landbúnaðarins, sem nú er komið til meðferðar Allþingis frá ríkisstjórninni verð ur að afgreiða afdráttarlaust, þó í því séu sumar ráðstafanir nokk uð örðugar eins og við mátti bú- ast og svo sem efni stóðu til. Aðalatriði þessa frumvarps eru þessi: 1. Ræktunarsjóði og bygg- ingarsjóði á að steypa í eina stofnun, sem bera skal nafnið: Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Hún verður deild í Búnað- arbanka Islands og hefur hið sama verksvið sem Ræktunar- sjóður og Byggingarsjóður hafa haft. 2. Stofnfé deildarinnar er: a. Eignir Ræktunarsjóðs og Byggingarsjóðs eins og þær verða þegar lögin taka gildi. b. Lán sem ríkissjóður veitti sjóðunum 1960, kr. 34.9 millj. króna. c. Skuldabréf sem rikissjóður afhendir deildinni til eignar samtals kr. 9 millj. 142 þús. d. Fé sem ríkissjóður eða Ríkisábyrgðasjóður greiðir af er lendum lánum Ræktunarsjóðs og Byggingarsjóðs fyrir árin 1961, ’62 og ’63, að upphæð 16.5 milljónir króna. 3. Tekjur deildarinnar eru: a. Fast árlegt framlag ríkis- sjóðs, 4 millj. kr. b. 1% ólag á söluvörur land- búnaðarins. c. Framlag frá ríkissjóði ár- lega, jafnhátt og álagið á sölu- vörurnar, sbr. b. lið. d. Hækkun á útsöluverði land búnaðarvara á innlendum mark aði er nemi árlega 0.75%. e. Vaxtatekjur af öllum lán- um og eignum. 4. Lán til bygginga ræktunar- framkvæmda og margra ann- arra framkvæmda eiga að verða með nálega sama sniði og nú er. 5. Heimilt sé að taka erlend lán allt að 300 milljónir króna með samþykki ríkisstjómar. Sé það notað til útlána með gengis tryggingu fyrst og fremst til stofnana og vélakaupa. Auk þess eru í frumvarpinu ákvæði um vexti, tryggingar fyrir lánum, greiðslutíma o. s. frv. Lögin um „landnám, rækt- un og byggingu í sveitum" eru og tekin upp í frumvarpið. Eru þau í öllum aðalatriðum á sömu leið, sem þau eru nú. í stuttu máli sagt er höfuð- atriði þessa stóra máls það, að rétta sjóðina við úr því öng- þveiti, sem yfir þeim hefur hvílt síðustu árin. Gera stofn- unina sjálffæra um að fullnægja sínu verkefni, án nýrrar ölmusu árlega. Af aðfinningum í þessu frumvarpi er það einkum tvennt sem ég hef séð: !>að er í fyrsta lagi 1% álagið á útsölu- verð söluvara landbúnaðarins, og í öðm lagi það, að vextir skuli ekki vera lægri en þeir em nú. Um þetta hvort um sig mætti margt segja. En ég vil taka þetta fram: Að taka hundr aðshluta af útsöluverði fram- leiðsluvörunnar mundi ekki gert ef eigi væri út í vandræð- in komið. En þar hefur áður verið riðið á vaðið og það til mikla ónauðsynlegri hluta en hér er um að ræða, þ. e. til Búnaðarmálasjóðs M>% og í hallarbygginguna á Reykjavik- urmelum Vz%. Þetta hið síðara er nú niður fallið og verður vonandi ekki framlengt. Nóg er vitleysan á því sviði, þó eigi verði út í það farið. Að taka fé með þessum hætti til að tryggja framtíðargengi landbúnaðarins. er gersamlega ólíkt og ósambærilegt við hallar flanið. Og úr því sem komið er og fyrst búið er að fara inn á þessa leið, í miklu stætti stíl, við sjávarútveginn, þá gátum við bændur varla búizt við öðm, en að einhver slík skil- yrði væru sett, fyrir hinum miklu fjárframlögum, sem af mörkum verður að láta til að rétta við okkar nauðsynlegustu nytjastofnanir. I>á eru það vextirnir. Og um þá verð ég að segja það, að þeir ættu sízt að láta sér sæma allt rammakveinið út af vöxtum, sem mestan þátt hafa í því átt, að koma öllum okkar fjármálum úr eðlilegum skorðum. Úr því sem komið var varð að hækka vextina. Hjá því var ekki hægt að komast. Meðferðin á því fólki, sem i N. k. föstudag verður Skugga i Sveinn sýndur í 37. sinn í Þjóðleikhúsinu. Uppselt hefur verið á allar sýningar og hafa þá um 23 þúsund leikhúsgest- ir séð þessa vinsælu sýningu. Þetta leikrit er mjög mikið sótt af fólki úr nærliggjandi byggðarlögum. Á næstunni verður leikurinn sýndur síð- degis á sunnudögum, en sá sýningartími virðist mjög vin- sæll hjá leikhúsgestum, því að þetta er leikrit allra í fjöl- skyldunni. Myndin er af Valdimar Örnólfssyni og Snæ björgu Snæbjarnardóttur í hlutverkum. sinum. ekki eyðir öllu sínu, en leggur fé í banka og sparisjóði, hefur verið hroðaleg á niðurlægingar- tíma íslenzkra fjármála. Enda skipti fljótt og ánægjulega um þegar vextir voru hækkaðir. Og bændur og - sveitamenn geta ekki búizt við því, að þeirra lán hlýti ekki í aðalatriðum sömu lögum, sem hjá öðrimi landsmönnum. Eins og ástatt er, þá er líka yfirleitt gengið fram- hjá því hvernig ástandið er I þeim lánastofnunum okkar sem hér er um að ræða. Það var þannig um síðustu áramót: I Ræktunarsjóði voru útlán þá með 2%% vöxtum, 50 millj. kr. Með 4% vöxtum 166 millj. kr. og með 6 V2 % vöxtum 76 millj. kr. I Byggingarsjóði voru útlán þá með 2—4% vöxtum rúmlega 95 millj. kr. og með 6% vöxt- um 11 millj. kr. Þetta sýnir að lágu vextimir eru enn á miklum hluta lán- anna og koma aldrei til að breyta samningum í þvi efni. Fjöldi bænda hefur lán af báð- um og jafnvel öllum flokkum vaxtanna. En þeir eru lika til, sem eingöngu hafa hærri vaxta- lánirt. Þeir verða að gjalda ó- stjórnar fjármála okkar. Hjá því verður eigi komizt. Og svo er það og verður fyrst um sinn með allar stéttir þessa lands. Að lána fé til stofnana og til kaupa stórvirkra véla með gengisákvæði kemur vel til mála. En að sú aðferð verði látin gilda fyrir lán til ein- stakra bænda má ekki verða. Heimild til þess ætti ekki' að setja í lög. En þó hún verði til, þá mun verða staðið fast gegn því að hún sé notuð. En í stuttu máli sagt, er þetta þýðingarmikla frumvarp þakkar vert og mikilsvert spor í rétta átt, bændastéttinni til hagsbóta á komandi tímum. Ef einhverjir alþingismenn eða aðrir verða til þess, að tefja það eða stöðva, þá vinna þeir óþarft verk. Mál- ið verður að afgreiða. 16. 3. 1962. Jón Pálmason,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.