Morgunblaðið - 21.03.1962, Síða 15
Miðvikudagur 21. marz 1962
MORGVTSBLAÐIB
15
!~>orain
ohlzcir
ÞEIM, sem kvarta undan mann-
úöarlausu útsvari, er bent á að
það eru sálarlausar vélar, sem
Ikiomizt hafa að þeirri tölulegu
niðurstöðu hugarvíls og hrell-
inga, en að vísiu hlýðir hún regl-
ium niðurjöfnunarnefnidarinnar
og hafa áður verið fræddar uim
aðstæður gjaldandans, framtal,
itekjur, gjöld og frádrætti.
l>að eru þessar sömu vélar,
sem reiikna út kaup borgarstarfs
manna og rita um leið launa-
miðana, reikna út og stkrifa reiikn
inga borgarsímans og Rafmagns-
veitu Reytkjavíkur, leggja á fast
eignagjöldin og vinna ýimis önn-
ur smærri störf fyrir bökihald
Reyk j arvíkurborgar.
Þetta allt gerist með hjálp
vélasaimistæðu Skýrsluvéla Ríkis-
ins og Reyfkjavíkurborgar, sem
eru tiil húsa við Skúlatún.
Sparnaður þúsunda dagsverka.
BLAÐAMAÐUR og ljósmynd-
ari Mibl. skunduðu þarna inn
eftir á dögunum og gægðust um
gáttir. Þar varð fátt ljósara
leikmannsauga, en vélar stórar
rnuldu út úr sér pappír með
itölum og áletrunum, en átu með
lítil pappaspjöld, þakin smáum
Stdrvirkar vélar
reikna og skrifa
Skyrsluvélar spara þusundir dagsverka
götum. Við gengum því fyrir
forstjóra stofnunarinnar, Bjarna
P. Jónsson, og greiddi hann ljóst
og fúslega úr spurningum o*kk-
ar.
Skýrsluvélar voru stofnaðar
haustið 1952. Vélasamstæðurnar,
sem eru sameign ríkisins og
Reytkjarvikurborgar eru meðal-
stórar á t.d. mælikvarða Norður-
landa og reynt er að fylgjast með
nýjustu tækni á þessu sviði. Nöfn
vélanna kunna að koma lesend
um spánskt fyrir sjónir, en þær
eru: 3 útskriftar- og töflugerðar-
vélar, 3 raðarar, 3 samraðarar, 2
„rei'kni“-vélar, 2 áritunarvélar, 2
markalestursvélar og sjálfvirkir
gatarar, auik venjulegra skrif-
stofuvéla við alþýðuSkap.
Hjá fyrirtæikinu vinna 10
manns, sem með notkun vélanna
spara þúsundir dagsverka.
Reykjavíkurborg hefur sér-
staka götunardeild þar innra,
starfsfólk hennar er 2 karlmenn
ög 3 stúlkur, stundum nefndar
götustúikur í spaugi. Verkefni
þessarar deildar er að gata spjöld
hvers einstaklings í samræmi við
bókhald borgarstofnananna, en
síðan lesa vélarnar upplýsingar
úr þessum götum og færa sér
þær í nyt.
Að reikna og skrifa alla launa
miða borgarinnar.
BJARNI skýrir ókfcur frá því,
að vélarnar reikni til diæmis út,
Skrifi launamiða Og dxagi saman
heildarniðurstöður og sundurliði
vinnulaun alls vikukaups fólks og
mánaðarkaupsfóik, fyrir borgina,
hvort um sig á einum til tveim-
ur dögum með örfárum starfs-
mönnum. Auk þess er öryggið og
nákvæmnin xniiklu meiri, en með
gamla laginu, blaði og blýanti,
ef svo mætti að orði komast. Þá
er órætt um hinn gífurlega vinnu
sparnað, sem vélarnar gera kleif-
Bókhald borgarinnar fær svo
ýmsar upplýsingar og niðurstöðu-
tölur frá okkur, sem langan tíma
og æma fyrirhöfn þyrfti til að
reikna út með aðstoð venjulegra
reiknivéla, t.d. gefa vélarnar lauin
Skýrsluvélarnar létta störfin. — Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.
Klemenz Tryggvason, hagstofustjóri, stendur við spjaldskrána
með nöfnum allra íslendinga.
borgarstarfsmanna upp til skatts
og útsvars o.m.fl.
VIÐ urðum að hafa okfcur alla
við að skilja og melta þessar upp-
lýsingar Bjarna, en hann sýndi
ofckur engin grið og hélt áfram:
— Nú verður þessi tækni úr-
elt eftir ndkkur ár. Þá vinna vél-
arnar ekki eftir spjöldunum, held
ur eftir seguiböndum, sem tekið
hafa upp þann fróðleik, sem hin
mismundanidi göt á spjöldunum
hafa að geyma. Við eigum nú
þegar eina slíka vélasamstæðu
í pöntun.
Að lokum biðjum við Bjarna
að draga saman á einfaldan hátt,
hvernig vélarnar vinna álkveð-
ið verk, t.d. útreifcning á út-
svari hins alkunna píslavotts og
tilraiunadýrs, Jóns Jónssonar.
— Nú Jón veslingurinn fær
sérstakt spjald, sem merkt er hon
um. Á þetta spjald eru sett göt
eftir vissum reglum, sem veita
upplýsingar um framtal hans,
heimilishœtti, tekjur og annað,
sem skiftir miáli. Næst er „útsvars
heilinn" settur í eina vélina, þ.e.
einákonar tengiborð, sem stiilt
hefur verið tíl þass að reikna út-
svör eftir ákveðnum reglum.
Síðan eru spjöldin mötuð inn í
vélina og út úr henni rennur
útsvarsseðill herra Jónis ásamt
öðrum, útreiknaður og skrifaður,
tilbúinn tiil innheimtu. Með sér-
stökum röðurum eða -eellatorum
getum við á stuttúm tíma stolkk-
að útsvarsgreiðendur upp í ýmsa
flokka eftir götunum á spjöldun-
um, t.d. eftir aldiri, heimilia-
fangi, frádrætti, tekjum o.s.frv.
Lán í ólálni.
VIÐ kveðjum síðan Skýrsluvél-
ar með nokkrum óhugnaði. Ein-
hversstaðar í þessum spjaldbunk
um er spjaldið okkar. Ef því er
rennt í gegnum eihhverja þess-
ara véla, þá getur komið út miði,
merktur okkur, og þar með er
ókveðið það gjald, sem okkur er
ætlað að greiða fyrir að vera
löggildir borgarar Reykjaivíkur-
borgar.
Ein huggun vermir þó f jármóla
líf okkar á leiðinni niður í bæ.
Sparnaðurinn við notkun þessara
stórvirku véla gerir gjald oikkar
til borgarrebstursins léttbærara.
— J. R.
Kynnið yðnr hið ótrúlega hagstæða verð.
MÝTT frá
NÚ GETIÐ ÞÉK FENGIÐ FORD THAMES
TRADER vörubílinn með VENJULEGU
eða frambvggðu bílstjórahúsi, að burðar-
magni IV2 til 7 smálestir á pall.
Diesel eða benzínvél.
★
nmboðlð
KR. KRISTJÁNSSON HF.
Suðurlandsbraut 2 — Sími: 3-5300.