Morgunblaðið - 23.03.1962, Page 12

Morgunblaðið - 23.03.1962, Page 12
12 MORGVTSBLAÐ1Ð Föstudagur 23. marz 1962 Otgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: ÓJðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. AUKNAR IBUÐA- BYGGINGAR Ttl'ikið kapp hefur hér á landi verið lagt á það að aðstoða menn til að eign- ast eigin íbúðir. í höfuðborg- inni voru byggingarfram- kvæmdir í hámarki árið 1955. Þá voru 1808 íbúðir í smíð- um í Reykjavík og miklu fleiri en þörf var á vegna fólksfjölgunar. Ríkisstjóm þeirri, sem þá var við völd, tókst að treysta efnahag landsins um skeið eftir gengisfellingu og marg- háttaðar aðrar ráðstafanir, sem meðal annars leiddu til þess, að mikil sparifjáraukn- ing varð. Þessu aukna spari- fé var m.a. varið til hins al- menna veðlánakerfis, sem starfaði átta mánuði á stjóm artíma þeirrar ríkisstjórnar og lánaði þá út á hverjum mánuði 8,7 millj. kr. Þegar vinstri stjómin tók við völdum 1956 snerist hins- vegar allt á ógæfuhliðina. Engar ráðstafanir vom gerð- ar til að tryggja hinu al- menna veðlánakerfi nægilegt fjármagn, enda minnkuðu mánaðarlegar fjárveitingar niður í 3,9 millj. á tímum vinstri stjórnarinnar. Vegna ræfildóms vinstri stjórnarinnar dró jafnt og þétt úr byggingarfram- kvæmdum, enda kippti hún stoðum undan heilbrigðu efnahagslífi og þeirri spari- fjáraukningu, sem nauðsyn- leg er til þess að miklar bygg ingarframkvæmdir geti átt sér stað. Á tímum vinstri stjórnar- innar hækkaði byggingar- kostnaður líka gífurlega. — Þannig kostaði venjuleg 100 fermetra íbúð 280 þús. kr., þegar sú stjóm tók við völd- ttm, en 375 þús. kr., eftir 2Vz árs valdatíma hennar. Eitt mikilvægasta atriði viðreisnarinnar er að auka á ný íbúðarbyggingar. Fyrir- fram var þó vitað, að það mundi taka 2—3 ár að snúa hjólinu við. Fyrst þurfti að rétta við fjárhaginn út á við og gryrma á lausaskuldum Islendinga við útlönd. Sam- hliða þurfti aukna sparifjár- myndim, sem yrði grundvöll ur að nýjum lánveitingum til íbúðabygginga. Þessu marki hefur nú verið náð, eins og opinberar skýrslur bera með sér. Nú er þess vegna skapað- ur grundvöllur til stórauk- inna íbúðabygginga. Á þessu ári munu hefjast miklar byggingarframkvæmdir í höfuðborginni og víða um land og síðan munu slíkar framkvæmdir aukast jafnt og þétt næstu árin, þar til því marki er náð, að hús- næðisvandræðum sé útrýmt. EIGIN ÍBÚÐIR átt er mikilvægara fyrir heilsu manna og lífs- hamingju en gott íbúðarhús- næði fyrir sérhverja fjöl- skyldu. Þess vegna á að leggja meginkapp á að út- rýma heilsuspillandi hús- næði og húsnæðisskorti al- mennt. Ekki er þó sama, hvemig að þessu er farið. Vinstri menn aðhyllast yfirleitt þá skoðun, að bæjarfélög eða jafnvel ríkið eigi að byggja leiguíbúðir og sem allra flestir eigi að búa í slíku húsnæði. Kom þetta m. a. glöggt fram í álitsgerð þeirri og frumvarpi, sem vinstri stjórnin hugðist lög- festa um byggingarmálefni og nefnt var „Gula bókin“. Þegar Morgunblaðið skýrði á sínum tíma frá efni þess- ara tillagna, snerist almenn- ingsálitið svo gjörsamlega gegn þessum áformum, að vinstri stjórnin þorði ekki að fylgja fram lögfestingu þeirra þvingana og eigna- skerðingar, sem ráðgert var. 'Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur lagt megináherzlu á nauð- syn þess, að sem allra flestir ættu sjálfir sínar eigin íbúð- ir. Mjög hefur á undanförn- um áratugum miðað í þessa átt. Enn þarf þó stórátak til að fleiri fái notið þess að búa í sínum eigin íbúðum. Er nú unnið að því að tryggja aukið fjármagn til íbúðabygginga, og að sjálf- sögðu auðveldar hin mikla sparifjáraukning þær að- gerðir, sem framundan eru, til að tryggja öllum lands- mönnum viðunandi húsnæði og sem allra flestum eigin íbúðir. AFNÁM KOSN- INGARÉTTAR ¥71113 og menn minnast ^ skýrði Morgunblaðið frá því, að siglfirzkir kommún- istar hefðu skrifað öðrum flokkum og óskað eftir því að einum lista væri stillt upp við bæjarstjómarkosn- ingamar á Siglufirði að austrænum hætti og menn þannig sviptir kosningarétt- inum. MOLAR Stærsta skip heimsins STÆRSTA skip heimsins er olíu- skipið „Manhattan". Það liggur þessa dagana við Slagentangen í Vestföld og dælir þar upp hrá- olíu til hreinsunar í eimingar- stöð Esso á Slagentangen. Hafði það með sér 100.000 tonn af hrá- olíu, en var þó ehki alveg fullt. Því að „Manhattan" lestar 106.500 tonn og er stærsta skip í heimi. Þessi jötunn er 286 metra lang- ur, eða álíka og Austurstræti og kringum 40 metrar á breidd. Full hlaðið ristir „Manhattan" 49 fet eða nær 15 metra. Skipið hefur tvær túrbínuvélar, sem eru sam- tals 43.000 hestöfl, og gengur 19 sjómílur. Á skipinu er 60 manna áhöfn — allra þjóða kvikindi — en að eins einn maður norskur. Það er skipstjórinn Haldór G&söe. ætt- aður frá Molde en fór út í heim í siglingar 17 ára gamall og er nú Bandaríkjaþegn og er farinn að ryðga í norskunni. Nú fékk Áð sjálfsögðu svaraði Sjálf stæðisflokkurinn þessu bréfi á viðeigandi hátt og segir í svarinu: „Fulltrúaráðið varar ein- dregið við þeirri hættu, sem því er samfara, að félags- málahópar semji sín á milli um, hverjir taki sæti í bæj- arstjórn og að sniðgengnar séu almennar kosningar og réttur hins almenna borgara til að hafa áhrif á fulltrúa- val; til að nota óumdeilan- legan, lýðræðislegan rétt sinn í almennum, leynileg- um kosningum, til að kveða upp sinn dóm um störf og stefnur manna og flokka um leið og hann markar að sínu leyti framtíðarstefnuna, þ. e. a. s. það, sem talið hefur ver ið grundvöllur borgaralegs lýðræðis í landinu. Fyrir því hann að sjá föður sinn og systur eftir 15 ára fjarvist. Gásöe telur lítinn mun á að stýra svöna skipi og skipum sem eru tíu sinnum minni. Helsti munurinn er sá að stórt skip er lengur að hægja á sér Og kómast á fulla ferð en þau sem minni eru. En þó að skipið sé stórt get- ur það oltið í slæmum sjó og urðu skipverjar varir við það núna á leiðinni yfir Atlantáhaf- ið en þetta er fyrsta ferðin þess. Félagið sem á skipið heitir Manhattan Tanker 'Co. í New York og skipið er skráð í Wilm- ington í Delaware. Það tekur aðeins rúma tuttugu •klukkutíma að tæma fullfermi úr skipinu. Sjálfstæði nýlendna 17-MANNA nefnd sú, sem Alls- herjarþingið setti á laggirnar í nóvember s.l. í því skyni að rann saka að hve miklu leyti yfirlýs- ing Allsherjarþingsins frá 1960 um sjálfstæði til handa nýlendu- svæðum og íbúum þeirra hafi verið hrundið í framkvæmd, kom saman til fyrsta fundar síns í New York 20. febrúar. Formað- ur hennar var kjörinn Ohandra S. Jba frá Indlandi, varaformað- ur Sory Coulibaly frá Malí og telur ráðið, að það geti hvorki tekið þátt í umræð- um um né samið um einn framboðslista, er nokkrirfor- ystumenn flokkanna komi sér saman um uppstillingu á, og ætlað er að verða sjálf- kjörinn, án kosninga og af- skipta almennings; og telur heppilegra að bæjarmálasam starf byggist á heilbrigðari grundvelli en að sniðganga íbúa bæjarins“. Kommúnistar verða því að heyja bæjarstjórnarkosning- ar á Siglufirði og annars staðar, ef þeir þá ekki gefast hreinlega upp eins og í bif- reiðastjórafélaginu Frama, þar sem þeir ekki treystust til að bjóða fram, þótt þeir hefðu áður haft bar mikið fyigi- Úlfalda-at er mjög vlnsæl „íþrótt“ í Tyrklandi. Mynd þessl er tekin á Izmit sléttunni skammt frá Istanbul. Þar er mannfjöldi saman kominn til að horfa á úlf- alda-at. „Leikurinn“ er í því fólg- inn að annar úlfaldinn verður að leggja hinn. Mikið er um veðmál í sambandi við úlfalda-at og er þar oft veðjað háum upphæðunr* Sjaldan kemur það fyrir að úlf« aldar bíði bana í atinu, þótt þeir noti óspart tennurnar hvor á annan. ritari Najmuddine Rifai frá Sýr« landi. f nefndinni eiga sæti eftirtalin ríki: Ástralía, Bþíópía, Bandarík- in, Bretland, Indland, Ítalía, Júgóslavía Kambódía, Madagask ar, Malí, Pólland, Sovétríkin, Sýr land, Tanganyika Túnis, Uruguay og Venezuela. Nýr framkvæmda- stjóri IMCO GRÍSKI lögfræðingurinn Konst- antínos Stavropoulos, sem verið hefur æðsti lögfræðiráðunautur Sameinuðu þjóðanna síðan 1955, hefur verið tilnefndur fram- kvæmdastjóri Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar (IMCO) í stað Danans Ove H. Nielsen, sem lézt 20. nóvember í fyrra. ÞaS var stjórn IMCO, skipuð 16 mönn um, sem ákvað þetta. Stofnunin er ein af sérstofnunum Samein- uðu þjóðanna og hefur aðalstöðv« ar sínar í Lundúnum. Aðild að henni eiga alls 49 ríki — þar með talin öll Norðurlönd — og eitt ríki að óbeina aðild að henni. Síðan Ove Nielsen lézt hefur að« stoðarframkvæmdastjórinn, Will« iam Graham, gegnt störfum fram kvæmdastjóra. Stavropolos var tilnefndur á fundi stjórnarinnar 20-22. febrúar sl., en endanleg skipun hans verður ákveðin 4 aðalfundi stofnunarinnar í Lund- únum 30. apríl. Stavropoulos, sem er fæddur f Aþenu árið 1905, hefur verið dóm ari í hæstarétti Grikklands, og 4 árunum 1942-1946 var hann for« seti gríska sjóréttarins í Bret- landi, og 1943-46 formaður grísku siglinganefndarinnar. Árið 1948 gekk hann í þjónustu Sameinuðu þjóðanna. Meðal hinna mörgu verkefna, sem hann hefur leyst af hendi fyrir SÞ, mó nefna að hann var lögfraaðilegur ráðu- nautur bæði fyrir Folke Berna- dotte og dr. Ralph Buneh þegar þeir voru að reyna að leysa Palestínu-vandann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.