Morgunblaðið - 23.03.1962, Side 24
Fi et tasí mar Mbl
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
íslenzk myndlist
Sjá bls. 13.
69. tbl. — Föstudagur 23. marz 1962
Leitað að Ingólfs-
bæ í Reykjavík
Á ÞRIÐJUDAG var samþykkt í
borgarráði að styrkja með fjár-
veitingu jarðboranir til könnun
ar í miðbænum í Reykjavík. —
Boranimar skulu framkvæmdar
með samráði við þjóðminjavörð,
enda eru þær ætlaðar til könn-
unar á bústaðaleifum manna
Reykjavík.
Boranirnar hefjast í maímán-
uði. Borað verður með bor fró
Jarðborunum ríkisins, sem tekur
kjarna-sýnishorn neðan úr jarð-
lögum. Oddurinn er gerður fyrir
tvær viddir; þá gildari fjóra cm
í þvermál.
i>orkell Grímsson, fornleifa-
fræðingur, og Þorleifur Einars-
son, náttúrufræðingur, vinna að
borununum.
Mbl. átti tal við Þorkel Gríms-
son í gær, og skýrði hann frá þvá
að borað yrði á eftirtöldum
fimmtán stöðum:
1. Sundíð milli Herkastalans og
Steindórsprents.
2. Lóðin við Suðurgötu 3.
3. Garðurinn við Suðurgötu 5.
4. Túnblettir og bílastæði vest-
an við norðurenda Suður-
götu.
5. Tjarnargta 8 (auða lóðin
sunnan við Steindórsprent).
6. Svæði, sem afmarkast af
Vonarstræti, Thorvaldsens-
stræti (Baðhússundi), Kirkju
stræti og norðurenda Tjarn-
argötu.
7. Vesturhluti Austurvallar
(fyrir framan Landssímahús
ið). —
8. Auðir blettir í kringum
Dómkirkjuna.
9. Portin milli Bæjarfógeta-
garðsins og Hótels íslands.
10. Svæðið bak við Aðalstræti
10 (hjá Silla og Valda).
11. Auða svæðið milli Aðal-
strætis 12 og 16 (bílasvæðið
í Grj ótabrekkunni).
2 ný frímerki í dag
í DAG verða gefin út tvö ný fri-
menki. Eru það blómamerki að
verðgildi kr. 3,50 og 50 au. Frí-
merkin eru prentuð hjá Cour-
voisier S/A, La Ohaux de Fonds
í Sviss.
12. Bletturinn fyrir ofan Upp-
sali (Aðalstræti 18), neðst
við Túngötu.
13. Lóðin fyrir norðan og vest-
an staka húsið við Tjarnar-
götu 11
14. Auð svæði fyrir norðan
gatnamót Hafnarstrætis, Að-
alstrætis og Vesturgötu.
15. Háhæð Arnarhóls, fyrir
norðan og vestan styttuna.
S/ö innbrotsþjófnaðir að
upplýsast á Akranesi
Þrír menn í gæzluvaröhaldi
UNDANFARNA 16 mánuði hafa
verið framin á Akranesi 7 inn-
brot, sem nú eru um það bil
að upplýsast. Þrír ungir menn
sitja þar í gæzluvarðhaldi og
hófust yfirheyrslur hjá bæjar-
fógetaembættinu 7. marz og
standa enn. Af þessum sökum
Stefán Bjarnason með fingrafara-
safn yfir nær alla Akurnesinga
16—60 ára að aidri.
Mesti afladagur í
Þorlákshöfn i vetur
ÞORLÁKSHÖFN, 22. marz: —
f gær var hér mesti afladagur á
vertíðinni. Þessir bátar komu
hingað (aflamagnið í lestum í
svigum). ísleifur (30), Krist-
ján Hálfdánsson (29), Leo VE
(29), Friðrik Sigurðsson (24),
Dux (24), Páll Jónsson (24),
Klængur (24), Þorlákur II (21)
og Þorláikur I (7).
Þá kom Víðir II með 30 lestir
af ýsu, sem hann hafði fengið í
þorskanót. Ýsunni var ekið til
Tryggva Ófeigssonar í Reykja-
vik.
í dag hafa komið að Huginn
VE með 7 lestir, Stígandi VE
með 18, Páll Jónsson með 17 og
Klængur 23. Vitað er, að þeir
Þorlákshafnarbátar, sem enn eru
úti kl. 19, hafa aflað vel, og von
er á þrernur Vestmannaeyjabát
itm hingað að auki. — M. Bj.
hefur orðið að ráiða sérstakan
fangavörð, því fangahúsið er
lélegt og ekki í sambandi við
lögregluvarðstofuna. — Fengur
innbrotsþjófanna í þessum inn-
brotum er að vísu ekki mjög mik
Hl, „en þetta lá á okkur eins og
farg, meðan það var óupplýst",
sagði Þórhallur Sæmundsson,
bæjarfógeti í viðtali við frétta
mann Mbl. í gær.
Samhliða leit yfirvaldanna á
Akranesi að innbrotslþjófunum,
hefur Stefán Bjarnason, yfirlög
reglulþjónn, tekið ríflega þús-
und fingraför af nær öllum Ak
urnesingum á aldrinuim 16—60
12.419 sóu sýn-
íngunu
í Louisinnu
Einkaskeyti til Mbl. frá
Kaupmannahöfn, 22. marz.
ÍSLENZKU listsýningunni
í Louisiana-safninu er nú
lokið, en hún var opin í
einn mánuð. Samtals sáu
12.419 manns þessa sýn-
ingu og þykir það mjög
góð aðsókn. Stjóm safns-
ins segir, að íslenzka sýn-
ingin hafi staðið tiltölu-
lega skemur en venja er
um heildarsýningar í
Louisiana-safninu en fjöldi
sýningargesta verið áþekk-
ur og á öðrum sýningum
safnsins.
ára. Þetta fingrafarasafn, sem á
sér enga hliðstæðu annars stað
ar á landinu, hefur að vísu ekki
íkomið að miklu gagnj við að upp
lýsa þessi innbrot, en er ómetan
legt fyrir framtíðina, að því er
bæjarfógeti sagði.
Fréttamenn Mbl. fóru upp á
Akranieis í gær og fengu hjá
bæjarfógeta yfirlit yfir þetta
mál. Innbrotin, sem um er að
ræða, hófust 5. janúar 1961. Þá
var brotizt inn hjá Sigurði Hall
bjarnarsyni og stolið nofckur
Framh. á bls. 23.
Fangahús lögreglunnar á/
Akranesi er steinkumbaldi '
með fjórum klefum, og venju-
lega er þar engin gæzla. Nú
hefur orðið að ráða þar sér-
stakan fangavörð, þar eð þrír
menn sitja þar í gæzluvarð-
haldi í sambandi við 7 innbrot.
Sjálfstæðisbingó
á Akureyri
Sjálfstæðisfélögin á Akureyrl
halda síðasta bingókvöldið að
þessu sinni sunnudaginn 25. marz
kl. níu að kvöldi á Hótel KEA.
Margir glæsilegir vinningar eru
á boðstólum, og allt Sjálfstæðis-
fólk er hvatt til að mæta vel og
stundvíslega.
Hólamenn notasf
v/ð vararafstöb
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við Ævar Hjartarson, kenn-
ara á Hólum í Hjaltadal. Sagði hann, að til bráðabirgða hefði
vararafmagnsstöð verið sett í gang. 10—15 kw., sem sæi búinu
fyrir ljósi og hita. Stöðin nægðt ekki fyrir mjaltavélar,
ásamt hinu fyrrtalda, en ef til vill yrði hún notuð til m.jalta
meðan lokað yrði fyrir ljós og hita.
Mbl. átti ennfremur í gær-
kvöldi tal við Björn Rögnvalds-
son, byggingameistara, sem hefur
haft yfirumsjón með framkvæmd
um og lagfæringum á Hólum,
þ. á m. á rafmagnsvélum. Sagð-
ist Björn ekki vilja fullyrða
neitt um hvað gera þyrfti í þessu
máli, fyrr en hann hefði sjálfur
gert sér grein fyrir ástandinu. Þó
kvaðst hann hafa grun um, að
álag hefði verið fullmikið á raf-
magmsvélunum.
Fundnar leifar 14 millj.
ára gamallar veru
Washington, 22. marz:
— AP —
Hin víðkunni brezki mann-
fræðingur dr. Louis Laky
hefur í Kenya fundið leifar
af veru, sem hann telur muni
varpa Ijósi á eina af stærstu
„eyðum“ í sögu þróunar
mannsins. Leifar þessar telur
hann vera um það bil 14
milljón ára gamlar.
Það var sem kunnugt er dr.
Leaky sem fann leifar „Aust
ur-Afríkumannsins“, sem eru
nærri tveggja milljón ára
gamlar. Hann tilkynnti um
hinn nýja fund sinn á blaða-
mannafudi í Washington í
dag, — kvaðst hafa grafið
upp tvo gómhelminga og tönn
af lífveru, sem hvorki hefði
verið maður né api, en henti
greinilega til þróunar mann-
verunar.
Röng frétt
Loks má geta þess, að frétt I
„Tímanum“ i gær þess efnis að
landbúnaðarráðuneytið hafi neit
að um fé til rafmagnsfram-
kvæmda á Hólum hefur ekki við
rök að styðjast, enda var fjár-
veiting til Hóla rnjög rífleg að
þessu sinni, en undanfarin ár hef-
ur fé til framtovæmda þar ekki
verið veitt og þess vegna ýmis-
legt gengið úr sér á staðnum,
þ, á m. rafstöðin.
Borgormála-
ráðsteína
Borgarmálaráðstefna Helmdall.
ar verður haldin um helgina og
hefst hún kl. 14 á laugardag. Hér
er um. að ræða fræðsluráðstefnu
um málefni Reykjavíkur og þal
verða flutt erindi, kynnisferð
verður um borgina, umræðui
fara fram og að lokum verður ráð
stefnunni slitið í kvöldverðarboði
borgarstjóra á sunnudagskvöld.
Skráning til þátttöku fer fram
í skrifstofu Heimdallar (sínú
17102) í dag.