Morgunblaðið - 31.03.1962, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIO
Laugardagur 31. marz 1962
Fer langt með að greiða úr
mestu fjárhagsörðugleikunum
Á FUNDI neðri deildar Alþingis
í gær urðu töiuverðar umræður
Um frumvarp ríkisstjórnarinnar
um aflatryggingarsjóð sjávarút-
vegsins. Samþykkt var að vísa
frumvarpinu til 3. umræðu.
STARFSEMI SJÓÐSINS
FÆRÐ Á VÍÐARA SVIÐ
Birgir Finnsson (A), fram-
sögumaður meirihluta sjávarút-
vegsnefndar, skýrði nokkuð frá
efni frumvarpsins, en það felur
í sér þá breytingu á skipulagi
— Dýrmæt tæki
• Framih. af bfl,s. 2.
efni enn sem komið er aðeins
verið notuð við þrjá skjald-
kirtilssjúklinga, til að draga
úr starfsemi skjaldkirtilsins.
Mikillar varkámi gætt
Tækið, sem notað er til að
mæla geislamerkt efni í
mannslíkamanum, verður
seinna fært í eitt af her-
bergjtinum i nýja spítalan-
um. Við hliðina á því, er her
bergi með tækjum til að
mæla efni i blóði, þvagi og
saur. í þriðja herberginu eru
sýnishom útbúin og loks er
herbergi, þar sem isotopam-
ir eru geymdir og útbúnir til
inntöku.
1 síðastnefnda herberginu
er mjög vel einangruð þró,
þar sem hægt verður að
geyma um 100 mc af geisla-
joði. Einnig eru til staðar
blýklumpar, sem notaðir
verða til öryggis og hlaðið
upp milli isotopanna og
mannsins, sem með þá vinn-
ur. Þá eru blýhylki til að
setja utan um glösin er þau
eru í notkun, og margskon-
ar tengur til að taka á siíku
með. Er allt miðað við að
starfsfólk þurfi ekki að
snerta á neinu því sem er
mjög geislavirkt. Annars full
yrðir próf. Davíð, að hættan
af geislavirkni í rannsóknar-
stofu sem þessari sé mjög
lítil og sé fjarlægð með ein-
Um saman þrifnaði. Eru t.d.
í rannsóknarstofunum skápar
til að vinna I, þar sem loftið
er alltaf s«gað út og endur-
nýjast þannig. Einnig eru
vinnuborð öll þannig að
hvergi eru þar samskeyti
eða sprungur.
— Næstum öll geislamæl-
ingatæki eru nú komin upp,
sagði dr. Bluhm að lokum,
þ. e. a. s. ég hafði með mér
nokkur lánstæki, sem við
höfum notað meðan beðið
var eftir komu réttu tækj-
anna. Er það geysilega mikil
vægt fyrir kennsluspítala,
eins og Landspítalann, að
hafa fengið þessi dýrmætu
tæki til að vinna með.
við tveim nýjum deildum: al-
mennrí deild togaraflotans og
jöfnunardeild. Togaradeildinni er
ætlað að veita togurunum bæt-
ur vegna aflabrests, að undan-
skildum minni togskipum, sem
eiga eins og áður rétt til bóta
úr hinni almennu deild báta-
flotans. Hlutverk jöfnunardeild-
ar á að vera að veita hinum
deildunum lán eða styrki, er
svo stendur á. Stofnfé hinnar
almennu deildar togaraflotans
á að vera 37,5
millj., sem ríkis
sjóður leggur
fram, og greið-
i s t upphæðin f§
með jöfnum ár-
legum greiðsl-
um á 15 árum.
— Hin almenna
deild bátaflot-
og síldveiðideild
in taka við fé hlutatryggingar-
sjóðs, eins og það verður við
gildistöku laganna.
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði
er gert ráð fyrir útgáfu skulda-
bréfa, að upphæð allt að 30
millj. kr., er skuli notuð til að-
stoðar to'gurunum vegna afla-
brests á árinu 1960. — Verði
skuldabréfin innleyst a árun-
um 1963—1968, og því aðeins
skulu þau látin af hendi, að
tryggt sé, að þau skuli gjald-
geng til greiðslu á skuldum tog-
aranna. Bæturnar fyrir árið
1960 verði veittar samkvæmt
nánari ákvörðun sjóðsstjórnar
og ráðuneytis. Fyrir árið 1961
er áætlað áð greiða þurfi svip-
aðar bætur vegna togaranna. Er
þannig gert ráð fyrir, að togar-
arnir verði aðnjótandi bóta úr
sjóðnum, er nemi alls um 60
millj. kr. fyrir bæði árin.
Komið hefur fram, að þessi
aðstoð til togaranna hrökkvi of
skammt, en þá ber á það að
líta, að fleira hefur verið gert
þessum atvinnuvegi til hjálpar
heldur en það, sem í þessu
frumvarpi felst. Gerðar hafa
verið ráðstafanir til að greiða
að fullu tryggingariðgjöld fyrir
árin 1960—1961, og er þar um
að ræða 70 millj. samtals. Enn
fremur hefur ríkissjóður orðið
að greiða miklar upphæðir
vegna stofnlána togaraflotans.
Kvað þingmaðurinn þess að
vænta, að allar þessar ráðstaf-
anir samanlagt geti farið langt
með að greiða úr mestu fjár-
hagsörðugleikum togaraútgerðar
meðinnar, ef ekki haldi áfram
að síga enn meir á ógæfuhlið-
ina með aflabrögðin.
Kvað hann meirihlutann
þeirrar skoðunar, að sú skipu-
hlutatryggingarsjóðs, að bætt er
• London, 29. marz AP
MONTGOMERY lávarður hef
ur tilkynnt, að hann hafi á-
kveðið að fresta fyrirhugaðri
ferð sinni til Kúbu.
lagsbreyting að veita togurun-
um réttindi í aflatryggingarsjóði
sé eðlileg þróun þeirrar trygg-
ingarstarfsemi, er sjóðurinn hef-
ur rekið fyrir sjávarútveginn.
AÐSKILINN FJÁRHAGUR
Gísli Guðmundsson (F) gerði
grein fyrir breytingartillögu
minnihluta nefndarinnar. Helzt-
ar þeirra voru þær, að felld
verði niður ákvæði um sérstaka
jöfnunardeild, en hins vegar
geti ein deild veitt annarri lán,
eins og tíðkazt hefur hingað til,
enda sé tryggt, að féð verði
handbært, er sú deild þarf á
því að halda. Þá skuli aflatrygg
ingarsjóðsgjald verða mishátt
eftir deildum og tekið fram, að
bótagreiðslur togaradeildar hefj-
ist ekki fyrr en á árinu 1962,
þ. e. vegna aflabrests á því ári.
Uúðvík Jósefsson (K) kvaðst
algjörlega andvígur þeirri leið,
sem í frumvarpinu væri farin,
til að styðja togarana.
Tekjusíofnar sveitar-
fél. til efri deildar
Á FUNDI neðri deildar aiiþingis
í gær var frumvarp ríkisstjórn-
arinnar um tekjustofna sveitar-
félaga samþykkt við 3. umræðu
og sent efri deild til afgreiðsilu
ásamt fylgifrumvörpum þess að
undanskildu frumvarpi um Síld-
arverksmiðju ríkisins, en um-
ræðum um það var frestað. Breyt
ingartiliaga meirihluita heilbrigð-
is og félagsmálanefndar við frum
varþið um tekjustofnana var og
samiþykbt, en hún er þess efnis,
að aðstöðugjadd af rekstri fiski-
skipa og hvers konar starfsemi
við fiskvinnslu má eigi nema
hærri hundraðshluta, miðað við
tegund gjaidstofns, en veltuút-
svar var á hverjum stað árið
1961. Heimiit skal þó sveit-arfé-
lögum, sem ekki lögðu á veltu-
útsvör, eða lögðu á lægri veltu-
útsvör á árinu 1961 miðað við
tegufld gjaldstofns, en lögð voru
á í Reykjavík það ár, að hækka
aðstöðugjald allt að þeim hundr-
aðshluta, sem • veltuútsvör þar
voru þá á lögð.
Sigurður Bjamason (S) gerði
grein fyrir þeirri breytingartil-
lögu heilbrigðis- og félagsmála-
nefndar við frumvarp um Síld-
arverksmiðjur ríkisins, að sveit-
arstjórnum sé heimilt að inn-
heimta aðstöðugjald af öllum
öðrum rekstri verksmiðjanna en
síldarbræðslu, þar á meðal vegna
seldrar vinnu vélaverkstæða
þeirra. Frekari umræðum var,
eins og fyrr greinir, frestað.
Þá var og frumvarp um lands
höfn í Keflavíkurkaupstað og
Nýtt skip til
Sandgerðis
NÝLEGA kom til Sandgerðis
nýtt skip í flotann þar. Skipið
heitir Hamar, GK 32, og hefur
hann verið endurbyggður upp úr
Aski, sem brann og sökk í höfn-
inni í Keflavík í desember 1960.
Dráttarbrauf Keflavíkur hf. end
ursmíðaði bátinn Þetta er hið
vandaðasta skip, 86 tonna, og
verður búið öllum nýtízku sigl-
inga- og veiðitækjum. Skipstjóri
er Birgir Erlendsson og vélstjóri
Friðrik Sigurðsson. Eigandi Ham
ars er Páll Ó. Pálsson.
g g £ | S ' " "V
Njarðvíkurhreppi samþykkt við
3. umræðu og sent efri deild til
afgreiðslu. En frumvarp um
skólakostnað var samþykkit við
2. umræðu og vísað tiil 3. um-
ræðu.
Á fundi efri deildar Alþingis
í gær gerði Magnús Jónsson (S),
framsögumaður alisherj arnefnd-
ar, grein fyrir breytingartililög-
um við frumvarp um Hæstarétt
íslands. Gat hann þess m. a., að
sumar breytingartillögurnar eru
filuttar sakir þess, að sýnt þykir,
að frumvarp um nýja einkamála-
löggjöf nær ekki fram að ganga
á þessu þingi. Helzta breyting-
artillagan fjallar um, að tveir
síðusitu málsliðir 32. gr. frum-
varpsins falli niður, Lögmanna-
félagið hefði lagt mjög gegn
ákvæðum þeim og talið að með
þeim væri burt fallinn munnleg-
ur málfilutningur. Var frumvarp-
ið með breytingartiHögum nefnd
arinnar samþykkt og vísað til
3. umræðu. Enn fremur voru
firumvörp um stofnlánadeild land
búnaðarins, um þjóðskrá og al-
mannasfcráningu, um félagslegt
öryggi og um ættaróðal og erfða-
ábúð samþykkt við 2. umræðu
og vísað til 3. umræðu og sent
efri deild til afgreiðslu.
• Boston, 29. marz AP
ANTHONY Eden fyrrum for-
sætisráðherra Bretlands og nú
jarlinu af Avon, var í dag
útskrifaður af sjúkrahúsinu í
Boston, þar sem hann gekkst
undir uppskurð vegna góð-
kynja æxlis í brjóstholinu.
GRÍMA frumsýndi • sjónleik-
inn „Biedermann og brennu-
vargana“ eftir Max Frisch í
Tjarnarbæ si. fimmtudags-
kvöld. Húsið var þéttskipað
áhorfendum, sem fögnuðu
leiknum vel, en hér er um að
ræða allnýstárlegan og ó-
venjulegan sjónleik. — Hið
gamla Tjarnarbíó er nú orð-
ið að aillra skemmtilegasta
leikhúsi, og „Biedermann og
brennuvargarnir" er fyrsta
heila leiksýningin á hinu
nýja leiksviði. Önnur sýning
er í kvöld. Myndin er af
Flosa Ólafssyni í hlutverki
brennuvargsins Schmitz.
66 gamálmenni sáu
f Kviksand
Á LEIKHÚSDAG þjóðanna, sL
þriðjudag, bauð Leikfélag
Reykjavíkur vistmönnum á
elliheimilinu Grund á sýningu
á „Kviksandi“. Þágu um 60
gamalmenni boðið og skemmtu
sér mjög vel. Hefur forstjóri
Elliheimilisins beðið blaðið um
að færa Leikfélaginu þakkir
gamla fólksins fyrir góða
skemmtun.
— Aætlunarbifreið
Framh. af bls. 6.
í bílnum aftur í og höfðu farið
frá foreldrum sínum, sean sátu
inni í veitingasalnum. Drengina
sakaði ekki og voru hinir brött-
ustu eftir þessa stuttu bólferð.
Vörugej'msian ásamt vörum
skemmdist mikið, en afgreiðslu-
maðurinn sem var skammt frá
þar sem bíllinn lenti inni, slapp
ómeiddur
Bifreiðin K-260, sem er 37 far-
þega, skemmdist talsvert, fram-
rúður brotnuðu, bretti rispuðust
og þakið framan til skemmdist,
en á því stöðvaðist bifreiðin i
vör u geymslunni.
Unglingur 15—16 ára
óskast strax til starfa á skrifstofu okkar.
A
ABYRGDP
Tryggingarféla| bindindismanna
Laugav. 133 símar 17455 og 17947.