Morgunblaðið - 31.03.1962, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.03.1962, Qupperneq 20
20 MORCV1SBL4Ð1Ð taugardagur 31. marr 1962 GEORGE ALBERT CLAY: Saga samvizkulausrar konu ----------- 23----------- hann nýja álmu handa sér og fjölskyldunni og aðra fyrir eld- hús og matsal, en lét hjúunum eftir þá gömlu, en hann hafði byggt nýja húsið með sama forn lega laginu. Löngu seinna tengdi hann þessar tvær álmur með einni nýrri, svo að húsgarður varð milli álmanna, þar sem fjöl- skyldan hafðist við eftir föngum, til þess að forðast kuldann af steininum. Svo höfðu komið upp útihús, sem voru tengd við aðal- bygginguna með löngum, glugga lausum rangölum og loks hafði verið reistur múr kring um ailt saman, til varnar gegn stöðugum, blóðugum árásum villtra manna frá Malaja og Borneo, sem kom í ránsferðir, til þess að ræna þrælum og spænskum konum í kvennabúr sín. Vicente ók inn um breiða hlið- ið í múrnum hindrunarlaust, því að nú stóð hliðið opið dag og nótt og engir vopnaðir varðmenn voru lengur á múrunum. Þetta hús gæti sagt okkur sitt af hverju, ef það mætti mæla, sagði Vioente, því að saga þess er saga ættar okkar og saga ættar okkar er saga Filipseyja. Húsagarðurinn var svo lítill, að stóri bíllinn komst þar varla fyr- ir, og þar voru engin blóm, ekk- ert nema troðin mold. Kínverji beið við opnar dyrnar. Um leið og þau gengu inn, sá Gina rétt í svip móttökusalinn og setustof- umar Loksins kom Vicente að stof- unni, sem hann var að leita að og hratt upp hurðinni. Stofan var stór og dimm, þar voru aðeins tveir gluggar og svo glerhurð út að húsagarðinum. Gina tók eftir arni þarna, sem leit út eins og hægt mundi að nota hann. Him- insæng, sem var að minsta kosti átta fet á breidd, stóð á upphækk uðum palli á miðju gólfi og trón aði yfir hin rauðviðarhúsgögnin, sem voru dökk og skuggaleg. Þessar dyr eru út í baðher- bergið og svo er herbergi Önnu hinumegin við það. Mamma lét gera þetta baðherbergi forðum, — þegar hún átti von á mér. — Og hún lét líka mölva gat á vegginn og búa til þessar garðdyr. Og hún lét líka setja upp bjölluna til að kalla á þj ónustufólkið. Herbergið var dimmt og það lítið sólskin, sem komst inn um gluggana, háði vonlausa baráttu til að hita það upp. Gina fann til skjálfta við tilhugsunina tun að verða látin ein í þessu herbergi. Hún þráði hlýju og Vicente. Ég get ekki verið héma. Hún fleygði sér í faðm hans, Ég hata það. Æ. Vicente, taktu mig aft- ur með þér til borgarinnar. Vicente strauk hár hennar. Það er ekki hægt, Gina, því að það er föst venja, að bömin fæðist héma. Mér er alveg sama um allar venjur, æpti hún. Ég get blátt áfram ekki hafst hér við. Og ég get ekki verið svoma ein. >ú verður ekki ein sagði hann. Það eru að minnsta kosti tuttugu vinnukindur, hérna. — Hann kyssti hana blíðlega. — Þú verður að aðgæta, Gina, að þú hefur gifzt ættarvenjum, sem ekki má bregða út af. Og nú ætt um við að heilsa uppá frý Tíu. Hún hlýtur að vita, að við erum komin. Hver er frú Tía? spurði Gina og reyndi að stöðva tárki. Ég hélt, að faðir þinn ætti þetta hús og ég vil alls ekki vera hjá ókunnugu fólki. Vioente hló. Þetta er dálítið erfitt fyrir þig að skilja, sagði hann. Auðvitað á faðir minn hús- ið og ég væntanlega seinna, en frú Tia stjórnar öllu hér. Jafn- vel móðir mín er ekki húsmóðir hér og það verðúr þú heldur ekki. Það er enn ein erfðavenj- an, sem þú verður að kynnast. Ég skal segja þér frá henni á leiðinni til íbúðar frúarinnar. Hann tók hönd hennar og þau gengu út úr dimma svefnsalnum út í ennþá dimmari gangana. Endur fyrir löngu, sagði hann, var grimmilegur ófriður hér á eyjunum milli innlendra manna og Kínverja. I þá daga bjargaði frú Tia fjölskyldu minni frá bráð um bana og við gáfum henni þetta hús fyrir griðastað eins lengi og hún þarfnaðist þess. Þetta var fyrir meira en. heilli öld og við höfum staðið við lof- orð okkar. Þá er frúin ekki sú uppruna- lega, sagði Gina. Það segist hún vera, sagði Vi- cente. Frú Tia er, nákvæmlega reiknað, eitt hundrað sextíu og sjö ára gömul. Þetta er eins og hver önnur vitleysa. Nei, það er erfðakenning. íbúð frú Tiu var í gamla hús- inu með þykku veggjunum og rifunum í glugga stað. Vicente sagði Ginu, að frúin ætti marga húsagarða og garða handan við álmuna, en þar eð þeir væru umgirtir háum múr hefði hann aldrei séð þá, og þar eð fjöl- skyldan virti svo mjög yfirréð gömlu konunnar, byggist hann aldrei við að gera það. Og það hafði aldrei heyrzt, að frú Tia færi út fyrir sína eigin garða. Stóru vængjadyrnar voru með rauðlökkuðum hurðum og kín- versk stúlka opnaði, þegar Vi- cente barði að dyrum. Þama var stór stofa, gluggalaus og lýst af olíulömpum, og birtan var ekki meiri en svo, að Gina gat lítið séð, en hún fann þykka gólfá- breiðu undir fótunum, og hún gat skynjað silkidúkana, sem þöktu veggina. Lágt rauðviðarborð stóð í einum krók, og á því skál með blómum í. Svart lakkað borð, lágt og langt, var í miðri stofunni, með stoppuðum bekkjum á þrjá vegu. Þar settust þau og biðu. Hún er farlama, sagði Vicente. Hún varð fyrir hræðilegum meiðslum, þegar hún bjargaði foreldrum mínum. Ég held bara, að þú trúir, að þetta sé allt sama konan: sagði Gina' hissa. .Hann svaraði aðeins með því að yppta öxlum. Þau töluðu ekki meira, því að nú komu tveir Kínverjar inn og báru frú Tiu, og Vicente benti konu sinni að segja ekki neitt. Gamla konan sat í burðarstól, sem þeir settu niður við borðið og fóru síðan út. Gina hafði aldrei áður séð svona ótrúlega gamla konu, og hún fann ellina uppmálaða, þar sem hún stóð við hlið Vieentes, því að það var ómögulegt að sitja, þegar frú Tia kom inn. Velkominn, Vicente. Röddin var lág, næstum óheyranleg, en hún talaði lýtalaust ensku. Má ég kynna konuna mína, frú? Frú de Aviles er líka velkom- in. Gamla konan lyfti hendi með nokkrum erfiðsmunum, til þess að benda þeim að sitja. Hún var lítil og grönn og virt ist vera lágvaxin, en annars var ekki hægt að dæma um það, því að hún var svo bogin og svo álút, að höfuðið bar lágt, og hún átti bágt með að lyfta augn- lokunum nægilega til þess að geta séð ungu hjónin. Hún var í buxum og treyju úr kínversku silki, eins og kínverskar konur nota. Ég vissi um amerísku stúlk- una, sagði hún við Vicente. Það er gott. Blóð de Aviles er spænskt og þunnt. Herbergin eru til reiðu. Hennar var vænzt. Frú Lolyta hefur sagt yður það? spurði Gina Gamla konan leit hægt til hlið ar og á Ginu. Það var eins og hún vildi mæla hana með augun- um. Það þarf ekki að segja mér neitt. Ég veit allt, sem gerist hjá fjölskyldunni. Te var borið fram í næfur- þunnum postulinsbollum og Gina horfði fast á gömlu konuna, því að henni fannst allt þetta vera sett upp til að gera hana hissa. Hún velti því fyrir sér, hvort gamla konan mundi vita, að hér var kominn andstæðingur henn- ar, sem mundi ekki gleypa hráa þessa sögu um hana, sem fjöl- skyldan virtist trúa eins og nýju neti. Konan mín er hingað komin til þess að gefa mér frumburð, sagði Vicente alvarlega. Það er hétíðlegur viðburður. Og mikilvægari en þú heldur, sagði gamla konan. Það er tími til kominn að tryggja sér erf- ingja, því að nú eru erfið ár fram undan. Ár, þegar það verður erf itt að hafa ofan í sig. Hún and- varpaði. eins og þessi langa ræða hefði þreytt hana, og Vi- cente vildi ekki halda umræð- unum lengra en komið var. Kannske ættum við nú að fara, sagði hann. Við þreytum yður, frú. Ég skil eftir komma mína í varðveizlu yðar. Þú getur verið rólegur, sagði gamla konan. Ég og húsið berum ábyrgð á henni og munum ekki bregðast skyldu okkar. Snöggvast varð Gina gripin hræðslu. Ætlaði gamla konan að vera sjálf Ijósmóðir. Datt henni í hug, að .... Vitanlega viljum við ekki ónáða yður Röddin í Ginu vai of hvell þarna inni. Það koma hjúkrunarkonur og læknar, þeg- ar að þessu kemur. Vicente þaggaði niður í henni. Frú Tia sefur, sagði hann, og þau læddust út úr stofunni. Þú venst henni með tímanum, svo að þú bæði elskar hana og virðir, sagði Vicente við konu sína. Og nú þarf ég að snúa aft- ur til borgarinnar. Hann leit á hana og bjóst við, að hún færi að grátbæna hann um að fara ekki, og var feginn þegar ekki varð úr því. Ég hef hér þjón, sem heitir Mario og getur farið út að sigla með þig, sagði hann. Hann og Anna munu ganga þér til handa og þú getur haft allt eins og þú vilt héma, en mundu bara, að þó að þú sért tilvon- andi húsmóðir hér, þá er frú Tia stjórnandinn hér í húsinu Ég býst ekki við, að okkur lendi neitt saman. Gina reyndi að hlæja, þegar hún gekk út að biln um með honum. Ég mundi ekki ganga alla þessa löngu ganga til íbúðarinnar hennar, hvað sem í boði væri, og hún getur ekki gengið alla léið til mín. Hún veit það, sem hún þarf að vita, án þess að hreyfa sig, sagði hann, en Gina hlustaði ekki á hann. Ég sakna þín og ég ætla að kema eins oft og ég get..Elsk aðu mig alltaf, Gina. Hún stóð í litla húsagarðinum þegar hann var farinn, og hikaði því að hún vildi helzt ekki fara inn í skuggalega húsið. Sóiin. var að setjast. en hún varpaði engum rósrauðum bjarma á grá- kalda steinveggina. Hún hafði þama lítinn félags- skap, því að frú Lolyta hafði búið þannig um hnútana. Gina var orðin of digur í marz til að hafa gift sig í septemiber. Henni leiddist líkamsskapmaður sinn og enda þót hún þráði barn ið, þá fannst henni alltof mikill tími fara í þetta frá öðrum skemmtunum. Eina huggunin hennar var Mario, sem stýrði seglbátnum hennar. Hann virtist taka mjög alvarlega þetta hlut- verk, sem húsbóndi hans hafði falið honum, hlæjandi, sem sé að vernda Ginu. Hún var ekki sæl nema meðan stuttar heimsóknir Vicentes stóðu yfir. Hún hafði fundið það, sem hún hafði alltaf þráð: ríkan mann, sem hún elskaði og sem elskaði hana. Því var það, að þegar hún fann barnið hreyfa sig, þá gladdist hún af þeirri dásemd að finna lífið í sér og hún bað þess innilega, að hún eignaðist glæsilegan son, til að erfa de' Avilesættina og full- komna þannig draum hennar. XVI. Einn bjartan aprildag fæddist barnið og það var drengur, Hann kom aðeins fyrir tímann og það var hennar eigin heimsku að kenna — að hafa farið ein út að sigla með Mario. Hún hefði alls ekki farið, ef ekki gamla konan hefði sent henni skilaboð þess efnis, að tíminn væri farinn svo mjög að nálgast, að það væri hættulegt fyrir hana að fara út á sjó, og hún yrði að halda sig sem mest innan húss eða í næsta nágrenni þess. Gina hafði orðið ofsareið. Hún hafði húðskammað litlu ringluðu SJJlItvarpiö Laugardagur 31. man. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.), 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — 15:00 Frétti* 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson) 16:00 Veðurfregnir — Bridgeþáttur Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvaldg* son). 17:00 Fréttir — I>etta vil ég heyra; Pétur Jónsson bifreiðastjóri vel ur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dag skrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að loftsteininum" eftir Bern« hard *Stokke; VI. (Siguður Gunnansson). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar 1 léttum tón. — 19:10 Tilkynningar. — 20:00 Fréttir. 20:00 Fiðlutónleikar: Igor Oistrakh leikur vinsæl lög. 20:15 Leikrit: „Dánarminning", kóm edía fyrir útvarp eftir Bjarna Benediktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. 20:45 Léttir hljómsveitarþættir: Don* ald Voorhees og sinfóniuhljóm sveit hans leika. 21:15 „Úr endurminningum kattaring Murr" eftir E.TJ\.. Hoffmann (Þorsteinn Ö. Stephensen þýðip og flytur ásamt Lárusi Pálssyni) 22:00 Fréttir og veðurfregnir — 22:10 • Passíusálmur (35). 22:20 Dánslög: I>á leika m.a. Svavap Gests og hljómsveit hans danS- lög eftir íslenzka höfunda (Áður útv. 6. jan. s.l.). Söng- fólk: Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason. 24:00 Dagskrárlok. Eigrum við að koma í kvikmyndaleik? Ég verð Marilyn Monroe, þú getur verið Jul Brynner! >f X' X- GEISLI GEIMFARI X- X- X- WELL/ VANDAL TOLD ME T0STALL ROSEKS... ANt> I DIO ! WHILE H£'S CHASIN6 OUT TO / ^— Geimskip mitt er sennilega hrað fleygara en skip Vandals. Hvar er rannsólaiarstöð mannsins yðar heit- ins frú Preston? — Ha, hérna.......Ég held hún hafi verið á litlu fylgistj ömunni rétt hjá plánetunni Sircon! Jæja, Vand- al sagði mér að tefja Geisla, og ég gerði það. Meðan hann skundar til Sircon, er Vandal á leið þangað, sem rannsóknarstofan er skammt frá Uranusi, til að annast um John Harvey.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.