Morgunblaðið - 03.04.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 03.04.1962, Síða 1
24 síður Tvær herforingjastjdrnir í Sýrlandi * Vii|<i báðar sameiningu við Egyptaiand — * Landamærunum lokað * IJtgoaigubann um nætur Lomdon, Kairo, Amman, 2. apríl AP. — • Mikil ólga er ennþá í Sýrlandi. Nú er svo kom- ið, að lýst hefur verið yfir myndun tveggja herforingja- SÍÐUSTU FRÉTTIR Síðustu fregnir frá NTB í gærkveldi hermdu, að Jþær óstaðfestu fréttir ij hefðu borizt til Beirut í Líbanon, að herinn í Sýr- landi hefði fengið stjórn Iandsins að nýju í hendur þeim mönnum, sem reknir voru frá með byltingu í síðustu viku. Samkvæmt þessum fregnum hefði Naz em el Kudsi aftur tekið við forsetaembættinu og ( þingið komið saman til fundar. Loks fylgdi það með, að leiðtogar bylting- arinnar hefðu sjálfviljugir farið úr landi. stjórna, sem báðar staðhæfa að þær eigi vísan stuðning hersins. Situr önnur stjórnin í borginni Aleppo — og krefst sú sameiningar við Egypta- land — en hin í Damaskus, — og er það sú herforingjastjórn in sem mynduð var á dögun- um, er Nazem Kudsi forseta og Maarouf Dawalibi forsæt- isráðherra var steypt af valda stóli. • Damaskusstjórnin hefur lýst yfir lokun allra landamæra að nýju, hernaðarástandi í nokkrum hluta landsins og útgöngubanni um gervallt landið á tímabilinu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 5 að morgni. • En það er ekki aðeins ný herforingjastjórn, sem stjórnin í Damaskus á í höggi við í borg- inni Aleppó, heldur einnig öflug- ustu stuðningsmenn fyrrverandi stjómar, Kudsi og Dawabili eru báðir frá Aleppó. • Síðdegis í dag höfðu orðið nokkur átök milli sýrlenzkra her- manna og landamæravarða skamm.t frá landamærum Sýr- Framh. á bls. 3 Jose Mario Guido forseti (í miðju) og tveir hæstaréttardómar ar, er Guido hafði unnið embættiseiðinn 29. marz sL Silfur Egils — aprílgabb AÐ venju brugðum við á leik 1. apríl og birtum aprílgabb um silfur Egils Skallagríms- sonar. „Frétt“ þessi var, að því er sjá má af viðbrögðum fólks, lesin með sérstakri at- hygli og létu margir gabbast. Nokkrir hringdu niður á blað í gær og spurðu, hvort rétt væri, að fréttin um Egils- silfrið hefði verið aprílgabb? Við svöruðum játandi, en þeir neituðu að trúa. Þegar setjararnir fengu fréttina til setningar á laugar- dagsmorguninn sögðu þeir: „Þetta er stórfrétt.“ Einn sagði: „Þetta hef ég alltaf sagt, íslendingasögurnar eru heilagur sannleikur, það er alltaf að koma betur og betur í ljós.“ Þá gátum við ekki að því gert, að við brostum 'út í annað munnvikið uppi á rit- stjórninni. 30. júní I fyrra birti Tím- inn á forsíðu „frétt“ með svo- felldri fyrirsögn: „Brot úr skála Skaililagríms?" Upphaf þeirrar „fréfctar“ var svohljóð- andi: „Sú fregn barst blaðinu I gær ofan úr Borgarfirði að fundizt hefði brot úr skála Skallagríms Kveldúlfssonar á Borg á Mýrum, þegar grafið var fyrir nýju prestshúsi á staðnum nú á dögunum." En í lok „fréttarinnar" segir blaðið svo: „Fomleifafengurinn var hins vegar ekki mikill, nokkr- ir viðarbútar úr skála. Þessiir viðarbútar eru sennilega frá miðöldum og gætu jafnvel ver ið frá síðari hluta þjóðveldis- aldar, en fornminjaverðimir töldu afar óliklegt að viður þessi væri svo gamall að hann gæti verið úr skála Skalla- gríms sjólfs, Einnig mun hafa orðið vart við gamla þró, sem erfitt var þó að henda reiður á“! Þegar við lásum þessa „frétt“ á sínum tíma, spurðum við hvert annað: Er 1. apríl í dag? En svo var ekki. Svo leið langur tími, eða fram í marz þetta ár. Hinn 21. þess mánaðar birtist á forsíðu Þjóðviljans „stórfrétt", sem hófst með þessum orðum: „í gær fékk Þjóðviljinn spurnir af því, að í vetur hefði prófessor Magnús Már Lárusson fundið í sóknarlýs- ingum Reykholtssóknar fró 1'842 heimild (leturbr. Mbl.) fyrir því að þar í kirkjugarð- inum í Reykholti hefði fund- izt steinkista, er verið var að taka þar gröf, en aðeins ein steinkista hefur fundizt í kirkjugarði hér á landi, kista Páls biskups Jónssonar í Skál- holti. Er hér því um merkan fund að ræða, ef rétt er frá greint og treysta má heimild- inni.“ Sannleikurinn var sá, að þessi Þjóðviljafrétt var ekkert annað en það, að Magnús Már Lárusson hafði fundið heim- ild fyrir því að prestur nokk- ur í Reykholti hefði í sóknar- lýsingu til Bókmenntafélags- ins sagt, að ónafngreindir grafarmenn hefðu fundið steinkistu einhvers- staðar í kirkjugarðinum í Reykholti, sem þó gat alveg eins verið hellugröf, að því er sagði í fréttinni! Síðan ræðir blaðið um það að líklegt sé að hér sé um steinkistu Snorra Sturlusonar að ræða!! Þegar við sáum þessa frétt, datt okkur aftur í hug að nú væri 1. apríl ltominn, en svo var ekki. Þá sagði einhver: „En ætli þeir fari ekki eftir rússneska tímatalinu." Upp úr þessu datt okkur í hug, hvort við gætum ekki birt í Morgunblaðinu 1. apríl- gabb, sem væri jafnmikil „fréfct" og þær tvær sem að framan greinir. Eins og sjá má af „fréttinni“ um silfur Egils eru margskonar heimild- ir fyrir því, að Egill hafi grafið silfur sitt í Mosfells- sveit. Það er því ekkert annað eftir en finna þetta siliur, en því miður hefur það ekki fundizt enn. Þannig er einnig um skála Skallagríms; auð- vitað hefur hann byggt sér skála, en skálinn hefur bara ekki fundizt ennþá. Og nú er fundin heimild um það, að „eitt sinn hafi menn, þegar gröf var tekin í Reykholts- kirkjugarði, hitt ofan á fóta- gaflsenda steinlíkistu,“ eins og Þjóðviljinn segir — en stein- kistan hefur bara ekki fundizt ennþá! ★ Það er von okkar, að les- endur Morgunblaðsins hafi haft ánægju af þessu vel- heppnaða aprílgappi. Fjöldi lesenda hefur haft samband við blaðið út af því, flestir ánægðir, en nokkrum fannst súrt í broti að hafa bit- ið á agnið. En vonandi verða þeir fljótir að fyrirgefa glens- ið. Meðal þeirra, sem hringdu, var maður nokkur, sem sagði: „Ég er einasti erfingi Egils Skallagrímssonar á lífi. Viljið þér gjöra svo vel og afhenda mér silfrið." Við svöruðum: „Ef þér eigið rétt á silfrinu, getið þér sótt það upp í Mosfellssveit. En þér verðið sjálfur að hafa fyrir því að finna það.“ Nicolin frá SAS f DAG kom framkvæmda- nefnd flugsamsteypunnar SAS saman til fundar í Stokkhólmi til þess að ákveða skipan í nokkrar mikilvægar stöður, ' þar á meðal stöðu aðatfor- stjóra, sem Kurt Nicolin skip ar nú. Hann hefur aðeins skipað þessa stöðu skamma hrið en hyggst nú taka aftur við fyrra starfi sínu sem að alforstjóri Sænska stórfyrir- tækisins ASEA. Nicolin mun þó áfram eiga sæti í fram- kvæmdanefnd SAS. Sem kunnugt er fór Nicolin héðan frá íslandi á laugardag irm var og hafði þá rœtt við stjórnir íslenzku flugfélag- ( anna, sem vörðust allra frétta í af viðræðunum. í NTB-frétt frá Stoikíkhólmi í gær segir, að hjá SAS þar í borg séu menn almennt þeirrar skoðunar, að viðræð ur framikvæmdanefndarinnar geti tekið nökikurn tiima, þvi að sikoðanir séu skiptar um þá menn, sem tii greina komi. Ennfremur segir NTB, að milk ið sé rætt uim, að í þefcta sinn verði ekki ráðinn sænstour maður í stöðu aðalforstjórans en hingað til hafa eingöngu Svíar Skipað þann sess. Meða-1 þeirra sem ti'lnefndir hafa verið í stöðuna, segir NTB, ber einna hæzt nafn Danans Eriik östbirk, yfir- manns danska flugfélagsins Nordair, en í Stokkhólmi er því neitað, að hann sé hinn líklegasti til að hreppa stöð- una. Berlingske Tidende skýrir sl. sunnudag frá fyrirhuguð- um fundi framkvæmdanefnd- ar SAS og ræðir nokkuð ufn Erik östbirk. Segir blaðið, að verði östbirk ráðinn aðalfor stjóri SAS megi gera ráð fyr I ir því, að lögð hafi verið á ráðin um að koma á náinni samvinnu norrænna flugfé- laga, — samvinnu, sem að Frh. á bls. 23. Jouhaud fyrir rétt París, 2. apríl (AP—NTB). FRA þvi var skýrt opinber- lega í París í dag, í fyrsta skipti, að það hefði verið OAS-foringinn Edmond Jou- haud, sem handtekinn var í Alsír í fyrri viku. Jafnframt var sagt frá því, að réttarhöld in yfir honum myndu hefjast 11. apríl. Ákæruskjalið var undirritað af De Gauille forseta, en jafnframt rituðu undir það Michel Debré, innanríkisráðherra, Bernard Chenot, dómsmálaráðherra og Pierre Mesmer, landvarnaráð- herra. Samlkvæmt skjalinu, sem lagt var fram í dag, er Jouhaud ekki aðeins gefið að sök, að hafa stað ið að hryðjuverkuim, sem einn af æðstu foringjum OAS, heldur er honum einnig stefnt fyrir þátt töku sína í uppreisn hensins í Alsír í fyrra. r* f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.