Morgunblaðið - 03.04.1962, Síða 2
2
MORGVJSBLAÐlh
Þriðjudagur 3. apríl 1962
OAS-menn færast
aftur í aukana
Morð og rán í Alsír I gær
París, Oran, Algeirsborg,
2. apríl — NTB — AP.
VOPNAÐIR menn í þjónustu
OAS-samtakanna, skutu í dag til
bana tvo franska liðsforingja,
annan þeirra einkennisklæddan,
í miðri Oranborg. Morðin eru
einn liður í aukinni hermdar-
verkastarfsemi OAS maniua, eftir
hlé það, er varð eftir handtöku
Jouhauds, eins aðalforsprakka
samtakanna, í siðustu viku.
Morðingjar liðsforingjanna
skildu eftir miða, festan við lík
annars þeirra, en á miðanum stóð
..Morðingi í þjónustu Rocher
Noir“. Boöher Noir eru liöfuð-
stöðvar þær, sem fransiki herinn
hefur komið sér upp, um það
bil 30 mílum fyrir austan Algeirs
borg.
Fleiri hryðjuverk hafa verið
unnin í Algeirsborg og Oran í
dag, meðan Ohristian Fouohet,
stjómarfulltrúi, og Jean Ailleret,
yfirmaður franska herstyrksins,
voru á eftirlitsferð í Constantine.
Tveir Serkir og tveir Evrópubúar
Sáttafundur
ekki boðaður
SÁTTASEMJARI ríkisins, Torfi
Hjartarson toilstjóri, hefur ekki
boðað fund að nýju með aðiljum
í deilunni um kaup og kjör tog-
arasjómanna, og er eíöki vitað,
hvenær það verður.
Söngur
kórs
S.V.F.Í.
KÓR kvennadeildar Slysavarna-
félags íslands hélt tónleika í
Austurbæjarbíói í gærkvöldi.
Stjórnandi kórsins er Herbert
Hribersohek og einsöngvarar á
þessum tónleikum voru Eygló
Viktorsdóttir og Sigurveig Hjalte
sted. Undirleik önnuðust Karel
Paukert á píanó, Mariluise
Draheim á hörpu og hornleik-
ararnir Herbert Buchner og
Wolfgang Múnchs.
Efnisskráin var skemmtilega
fjölbreytt, um helmingur við-
fangsefnanna voru íslenzk lög,
mörg þeirra smekklega raddsett
af söngstjóranum. Frumflutt var
geðlþekkt lag eftir Skúla Hall-
dórsson, „I harmanna helgilund-
um“. Önnur viðfangsefni kórsins
voru Mansöngur eftir Schubert
Og „Agneta og Hafmeyjarnar"
eftir Gade. Kór úr óperunni
Rienzi, eftir Wagner, og loks fjög
ur lög fyrir kvennakór hörpu og
tvö horn eftir Brahms.
Söngur kórsins er vel æfður
og samstilltur, en skortir nokkuð
öryggi og fyllingu á jöðmm tón-
sviðsins. Kom það einkum fram
í laginu eftir Wagner. Einsöngv-
aramir fóru vel með sín hlut-
verk, og er sérstök ástæða til
þess að nefna meðferð Sigur-
veigar Hjaltested á lögunum
eftir Schubert og Gade, svo og á
tveimur einsöngslögum eftir
söngstjórann. Karel Paukert er
óður kunnur sem ágætur organ-
leikari og allgóður óbóisti. Hér
sýndi hann að hann er einnig
dugandi píanóleikari. Hörpuleik-
arinn, sem einnig lék einleiks-
lag, átti við erfiðleika að stríða
með hljóðfæri sitt, sem virtist
vera í lamasessi, og vakti samúð
viðstaddra. Homleikararnir skil-
uðu sínum hendingum eins og til
stóð.
Jón Þórarinsson.
voru drepnir í Algeirsborg. í
Oran týndu þrír Evrópumenn og
tveir Serkir lifinu, og tveir Serkir
voru særðir að auiki.
Einnig voru framin mörg rón
í Algeirsborg í dag. Vopnaðir ræn
ingjar komust yfir um 300.000
nýfranka í bönkum og póstihús-
um.
Þá kom til óeirða í Algeirs-
borg milli franskra fallhlífar-
hermanna og Serkja, og var bar-
izt með ílöskum og hnífum. Sjö
Frakkar særðust í þeim átökum,
en enginn lét lífið, enda gripu
menn ekki til skotvopna.
Bifreiðin, sem valt í Mosfellssveit á sunnudagsmorgun. — Ljósm. Þórir Hersvelnsson.
Nýr Keflavíkurvegur í stað
nýrrar flugvallargerðar
UM sl. helgi hélt Samband ungra
Sjálfstæðismanna stjómmálanám
skeið í Keflavík, og lauk því sl.
sunnudag með því að Ingólfur
Jónsson samgöngumálaráðherra
flutti ræðu um raforku- og sam-
'göngumál og stjórnmálin al-
mennt.
í upphafi ræðu sinnar ræddi
lóðherrann um raforkumálin,
um hinar stórstígu framfarir og
framkvæmdir, sem átt hafa sér
stað sl. áratug og þær áætlanir,
sem verið er að vinna að. Minnt-
ist hann m. a. á athugun á gufu-
virkjun í Hveragerði og um virkj
anir í Hvítá hjá Hestfjalli, í
Þjórsá hjá Búrfelli og við Detti-
foss. Þá ræddi róðherrann og
rækilega um raforkumólin að
því leyti, sem sérstaklega snertir
Suðurnesin.
Því næst ræddi Ingólfur Jóns-
son um samgöngumálm og um
óánægjuraddir sem heyrðust út
af því, að mikið fé væri lagt í
samgöngumál þéttibýlisins, þ, á
m. að nú væri byrjað að leggja
steinsteyptan veg til Keflavíkur
og um sama leyti rætt um nýjan
flugvöll í nágrenni Reykjavík-
ur, en eins og kunnugt er
hafa að undanförnu verið sett-
ar fram hugmyndir um bygg-
ingu flugvallar á Álftanesi. Talið
er, að slíkt mannvirki mundi
koeta ekki minna en 500 millj.
krónur. Kvað ráðherrann þá
hugmynd að gera nýjan flugvöll
vera mjög fjarlæga, ekki sízt ef
sjó mætti, að só flugvöllur yrði
innan fárra áratuga inni í höfuð-
borginni, en hins vegar væri nú
ráðið að hraða lagningu hins
nýja Keflavíkurvegar og mundi
hann því koma í staðinn fyrir
nýjan flugvöll. Það fé, sem færi
í nýjan flugvöll mætti nota til
margs sem nú bíður og vantar
fé til. Kvað ráðherrann þennan
nýja steinsteypta veg gera það
fært að flytja allt millilandaflug-
ið til Keflvíkurflugvallar, þegar
tímar líða, en a.m.k. fyrst í stað
gæti innanlandsflugið notazt við
Reykjavíkurflugvöll, en vera
mætti, að það yrði einnig flutt
til Keflavíkurflugvallar síðar.
Taldi samgöngumólaráðherra á-
ætlað kostnaðarverð hins nýja
vegar ca. 130-140 millj., en ef
byggja ætti nýjan flugvöll,
mundi hann aldrei kosta undir
500-600 millj. og auk þess ætt-
um við þar sem Keflavíkurflug-
) AUSTLÆG átt var um allt
land í gær. Henni fylgdi víða
éljagangur við ströndina, en í
innsveitum vestanlands og
orðan var heiðskírt að kalla
og víða talsvert frost, t. d. 10
st. í Möðrudal kl. 12 á hádegi.
Djúpa lægðin suður af land-
inu hreyfðist ASA og olli
stormi á Rretlandseyjum með
miklu vatnsveðri, en hér á
landi mun hún hætt að hafa
áhrif. Norðanvert við Ný-
fundnaland sér á nýja lægð.
Vonandi kemur hún með
hlýrri loftstrauma, þegar hún
fer að nólgast landið á morg-
un.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi:
SV-mið: Austan og SA átt,
stinningskaldi og smáél aust-
an til, kaldi vestan til.
SV-land til Norðurlands og
Faxaflóamið til norðurmiða:
Austan og SA gola eða kaldi, •
bjart veður.
NA-land til SA-lands og
miðin: Austan og NA gola,
smóél á stöku stað.
Horfur á miffvikudag:
Austlæg átt, allhvasst á mið-
unum fyrir sunnan land, ann-
ars staðar hægari. Smáél á
NA-landi og við suðurströnd-
ina, annars bjart veður.
völlur er einn bezta flugvöll í
N-Evrópu.
Að lokum ræddi ráðherrann
stjórnmálaviðhorfin og talcLi á-
stæðu til bjartsýni í þeim efn-
um, ef haldið væri áfram á þeirri
alhliða uppbyggingu, sem við-
reisnarstjómin hóf.
Mjög góður rómur var gerður
að móli ráðherrans.
Alfreð Gíslason bæjarstjóri og
alþingismaður stjórnaði nám-
skeiðinu, sem í alla staði tókst
svo vel sem bezt var á kosið og
var það fjölsótt. Alls voru flutt
á námskeiðinu 6 erindi og verð-
ur þeirra nánar getið síðar.
Róin losnaði
og bíllinn fór út af
UM kl. sex á sunnudagsmorgun
var station-Chevrolet-bifreið á
leið til Reykjavíikur uppi í Mos-
fellssveit. Nálægt Korpúlfsstöð-
um losnaði ró í hægra framlhjóli,
svö að bíllinn fór út af veginum
og valt heila veltu. í bílnum
voru alls 12 manns, og meiddust
f jórir þeirra, en enginn alvarlega.
Ægir flytur fólk
til Grímseyjar
Á SUNNUDAG flutti varðskipið
Ægir farþega fró. Akureyri út í
Grimsey, en til Akureyrar kom
skipið frá Raufarhöfn með sjúkl
ing, eins og skýrt hefur verið
frá hér í blaðinu. Fólkið mun
hafa beðið flutnings út í eyna
vegna veðurs.
Skólavör&ustígur 11
fluttur að Árbæ?
Á FUNDI borgarráffs sl. föstu-
dag var lagt fram bréf frá Ljós-
mæffrafélagi Reykjavíkur um
flutning á steinbænum, sem
stendur á lóff nr. 11 viff Skóla-
vörffustíg, í byggðasafn Reykja-
víkur aff Árbæ.
Málinu var vrsað til umsagnar
skjala- og minjavarðar Reykja-
víkurborgar, Lárusar Sigur-
björnSRonar, og spurði Mbl. hann
um þetta mál.
Hann kvað húsið hafa mikið
menningarsögulegt og byggingar-
sögulegt gildi. Jörgen Guðmunds-
son byggði það árið 1357, og er
það fyrsti steinbær reistur í
Reykjavík. Hann er og merkileg-
ur fyrir þá sök, að hann er beinn
arftaki gömlu tómthúsanna.
Veggirnir eru hlaðnir úr óhöggnu
grjóti.
Ljósmæðrafélag Reykjavíkur
beitir sér fyrir þessu móli vegna
þess, að þar bjó Þorbjörg Sveins-
dóttir, hin nafnkunna ljósmóðir,
um langan aldur. Hún mun hafa
keypt húsið á árinu 1659 og átti
þar heima síðan. Bróðursonur
hennar var Einar Renediktsson,
Jón Pálmason
á Alþingi
JÓN PÁLMASON hefur tekið
sæti séra Gunnars Gíslasonar á
Alþingi, en Gurínar mun ekki
geta sinnt þingstörfum um
skeið sökum embættisanna.
skáld, og nam hann skólalær-
dóm sinn þar uppi á lofti. Síðar
eignaðist Ólafía Jóhannesdóttir,
hjúkrunarkonan fræga, húsið, en
Renedikt Sveinsson keypti það
árið 1903.
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis á húsið og lóðina nú.
Sjónvarp
með gervi-
tunglum
í sumar
LONDON, 31. marz. — Til-
raunir til þess að senda sjón-
varpsefni yfir Atlantshaf með
aðstoð gerfitungla munu hefj-
ast í júní í sumar. Er kostn-
aður við tilraunir þessar
greiddur af bandarísku firð-
skiptafyrirtæki, American
Telephone & Telegraph Co.
Verður gervitunglinu, sem
notað verður við tilraunirnar,
og gefið verður heitið Tele-
star, skotið upp frá Canaveral
höfða á Florida af geimferða-
stofnun Bandaríkj anna,
NASA. Brezka póst- og síma-
málastjórnin mun leggja fram
750 þúsund sterlingspund til
að koma á stofn sérstakri
móttöku og sendistöð í Com-
wall.