Morgunblaðið - 03.04.1962, Síða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. apríl 1962
Stofnlánatíeild landbúnaðarins og
tekjustofnar sveitafélaga
Þessi ir.ynd er af drengnum Joseph Boudreaux, sem er aðal-
persónan í hinni frægu kvikmynd Roberts Flatery „Louisiana
Story“ eða „Suðurríkjadrengnum", eins og hún er kölluð á
íslenzku. Æskulýðsráð sýndi þessa gömlu mynd í Tjarnarbæ á
sunnudag í samvinnu við Filmíu og sýnir hana aftur í kvöld.
A FUN'DI efri deildar á laugar-
dag gerði Gunnar Thoroddsen
fjármálaráðhcrra grein fyrir
frumvarpi ríkisstjómarinnar um
tekjustofna sveitarfélaga. —
Nokkrar umræður urðu um
frumvarpið, en var því síðan
ásamt fylgifrumvörpum þess
vísað til 2. umræðu og heil-
brigðis- og félagsmálanefndar.
Þá var frumvarp um stofnlána-
deild landbúnaðarins samþ. til
3. umræðu og sent neðri deild
til afgreiðslu með þeim breyt-
ingum, er landbúnaðarnefnd
lagði til, en Bjartmar Guð-
mundsson (S) skýrði frá því,
að þær miðuðu annars vegar
að því að tryggja, að ekki sé
lánað til byggingar og ræktun-
ar í sveitum með gengisáhættu,
en á hinn bóginn sé stofnlána-
deildinni heimilað að endurlána
erlent lánsfé til bygginga, er
reistar eru til sameiginlegrá
þarfa bændasamtakanna, enda
séu skuldabréf fyrir þeim lán-
um með gengisáhættu. Þá var
frumvarp um félagslegt öryggi
samþykkt sem lög frá Alþingi.
Dánarvottorð
Bjami Benediktsson dóms-
málaráðherra gerði í gær grein
fyrir frumvarpi ríkisstjómarinn
ar um dánarvottorð. Kvað hann
það eins konar fylgifisk frum-
varps um þjóðskrá og almanna-
skráningu og mjög tæknilegs
efnis. Frumvarpinu var vísað
til 3. umræðu og allsherjar-
nefndar.
Kjartan J. Jóhannsson (S)
skýrði frá því, að heilbrigðis-
og félagsmálanefnd legði til ein-
róma, að frumvarp um aðstoð
við fatlaða verði samþykkt, með
þeim breytingum þó, að Áfeng-
is- og tóbaksverzlun ríkisins sé
heimilt að setja merki Styrktar-
sjóðs lamaðra og fatlaðra á eld-
spýtustokka og greiða félaginu
allt að 20 aurum af hverjum
stokki, er verzlunin selur með
merki félagsins. Verðhækkun
þessi skuli vera undanþegin smá
söluálagningu. Þó kvað hann
mikið álitamál, hvort leyfa ætti
slíka skattlagningu, en meðal
ríkið sæi ekki fyrir þessum
brýnu þörfum á annan hátt
væri ekki hjá henni komizt. —
Kvað hann nauðsynlegt, að
fram færi heildarendurskoðun á
tekjuöflun slíkra félaga, bæði
hvað snerti slíka skattlagningu
og happdrætti. Frumvarpið v©r
samþykkt með breytingum þess-
um og vísað til 3. umræðu.
Auður Auðuns (S) skýrði frá
því, að menntamálanefnd mælti
með samþykki frumvarps um
vemd barna og unglinga og um
kirkjubyggingarsjóð. Þeim var
báðum vísað til 3. umræðu.
Bíkisábyrgðarsjóður
Magnús Jónsson (S) kvað með
lögum þeim um ríkisábyrgðir,
sem samþykkt voru í fyrra, hafa
verið lagðan grundvöll þess að
koma þessum málum í f ast f orm,
svo að fremur yrði unnt að
greiða fyrir vanskil. Frumvarp
þetta um ríkisábyrgðasjóð væri
frumhald af þeirri löggjöf. Og
þótt menn hafi ekki orðið á
eitt sáttir um gjaldstofn sjóðs-
ins, þ. e. gengishagnaðinn frá
síðustu gengisbreytingu, væri þó
eðlilegt að ráðstafa honum á
þennan hátt, þar sem segja
mætti, að þar með rynni hagn-
aðurinn til sjávárútvegsíns á ný.
Karl Kristjánsson (F) kvað
óþarft að stofna sjóð í þessu
skyni, þar sem vel mætti hafa
ríkisábyrgðir á sérstökum reikn-
ingi hjá ríkissjóði. Einnig taldi
hann, að með þessari ráðstöf-
un væri bankasjónarmiðum geyt
of hátt undir höfði hvað snerti
ríkisábyrgðir, en þær hlytu oft
og tíðum að vera veittar án þess
að trygging væri fyrir hendi,
sem tryggði endurgreiðslu. —
Loks lagði hann til, að frum-
varpinu yrði vísað frá með rök-
studdri dagskrá, þar sem deildin
teldi, að þetta mál þyrfti lengri
athugunar við, en tími væri til
á þessu þingi.
Björn Jónsson (K) kvað þessa
skipan mála til bóta og fullkom-
lega eðlilega, þótt hann á hinn
bóginn væri andvígur því, að
gengishagnaðurinn verði tekinn
til ríkisþarfa.
Magnús Jónsson (S) kvað ekki
eiga að veita ríkisábyrgðir fyrir
lánum, nema nokkurn veginn
sé tryggt, að lánin verði greidd,
annað væri ábyrgðarleysi í með
ferð ríkisfjár; miklu eðlilegra
væri, að annars yrðu beinir fjár-
styrkir veittir. Hins vegar gætu
ríkisábyrgðir að sjálfsögðu fallið
á ríkissjóð vegna áfalla, svo að
nauðsynlegt verði að leggja fé
fram í bili, en hitt hljóti þó og
eigi að vera meginreglan, að
ekki komi til taps af þessum
sökum. Þá benti hann á, að þótt
sjóðurinn yrði geymdur í banka,
væri bankanum ekki fengið vald
til að veita ríkisábyrgðir, held-
ur ætti hann að innheimta falln
ar ábyrgðir og hafa meðferð
sjóðsins á hendi, sem hvort
tveggja væri eðlilegt, enda hefði
bönkum verið falin innheimtan
um langt skeið.
Var frumvarpið samþykkt og
vísað til 3. umræðu.
Innflutningur búfjár
Bjartmar Guðmundsson (S)
skýrði frá því, að landbúnaðar-
nefnd legði til að frumvarp um
innflutning búfjár vérði sam-
þykkt. Þótt innflutningur búfjár
hefði ekki gefizt vel, kvað hann
með engu móti til þess ætlazt,
að lokað verði fyrir slíkt um
aldur og ævi, þar sem það gæti
verið slíkt hagsmunamál fyrir
þjóðina í heild. Búgreinum
þyrfti að fjölga og mál þetta
hefði verið lengi á dagskrá inn-
an bændasamtakanna og margt
mælti með, að nautakjötsfram-
leiðsla væri arðvænlegri í sum-
um héruðum landsins en dilka-
kjötsframleiðsla. En hvað sem
því liði, virtist fleira mæla með
en móti þvi, að tilraun verði
gerð með hreinræktun holda-
nauta á þann veg, sem í frum-
varpinu væri gert ráð fyrir. —
Allmikið gæti verið að vinna,
en lítil sem engin áhætta, eins
og um hnútana væri búið.
Páll Þorsteinsson (F) kvað ís-
lendinga hafa yfir miklu land-
rými að ráða og kvað það því
óviðeigandi, að þessi tilraun
verði bundin við forsetgsetrið.
Taldi hann, að endurskoða ætti
þá fyrirætlun, en yrði endan-
lega að því ráði horfið, væri þó
skárra að sú ákvörðun verði
tekin af ráðuneyti en bundin
með lögum.
Bjartmar Guðmundsson (S)
kvaðst hafa kýnnt sér, hvað
lægi að baki þessarar fyrirætl-
unar. í fyrsta lagi væru þar til
nauðsynleg hús og svo til öll
aðstaða til að setja þessa starf-
semi á fót á Bessastöðum, svo
að á þennan hátt verður veru-
lega dregið úr kostnaði við sótt-
varnarstöð, enda hefði þessi á-
kvörðun verið tekin með vitund
og samþykki forseta íslands. Á
Bessastöðum hefur verið kúabú
og er gert ráð fyrir, að sá stað-
ur verði algjörlega girtur frá
allri umferð. Gripirnir verða
einnig hafðir í girðingu á Bessa
staðanesi, en varp, sem í Bessa-
staðalandi er, girt frá, svo að
umgangur búfjár raski því ekki.
Kvað hann því ekki ástæðu til
að setja þennan stað fyrir sig,
enda lægi í augum uppi, að
stóraukinn kostnað mundi hafa
í för með sér, ef fyrst þyrfti
að koma öllum húsum upp.
Frumvarp um hæstarétt
í neðri deild
Á fundi neðri deildar gerði
Bjarni Benediktsson dómsmála-
ráðherra grein fyrir frumvarpi
um hæstarétt, en það hefur ver-
ið samþykkt í efri deild. Kvað
hann ekki um sjórfelldar breyt-
ingar að ræða, en horfi til góðs
og nánast leiðréttingar vegna
breyttra aðstæðna nú og 1920,
en þá voru lögin sett. — Frum-
varpinu var vísað til 2. um-
ræðu og allsherjarnefndar, svo
og frumvörpum um málflytjend
ur og um þjóðskrá og almanna-
skráningu, en þau hafa og ver-
ið samþykkt í efri deild.
Ingólfur Jónsson landbúnaðar-
ráðherra gerði grein fyrir frum-
varpi um ættaróðal og erfða-
ábúð og kvað hann það miðað
við að samræma ýmis atriði við
núverandi aðstöður.. Frumvarp-
inu var vísað til 2. umræðu og
landbúnaðarnefndar og hefur
það einnig verið samþykkt í
efri deild.
Nokkrar umræður urðu um
aflatryggingarsjóð sjávarútvegs-
ins. Gísli Guðmundsson (F)
flutti breytingartillögur við frv.
þess efnis, að heimilt verði að
veita togbátum aðstoð samkv.
ákvæðum frumvarpsins vegna
aflabrests 1960. Birgir Finnsson
(A) benti þá á, að togbátar og
minni togskip eiga rétt til bóta
úr almennu deild bátaflotans,
LEYNDUR dalur liggur milli
Mývatns og Aðaldals, — töfra-
dalur sögu, söngs og skéldsikapar.
Um dalinn rennur Laxá, feit, fög-
ur og fisksæl. Séð frá hlaðinu á
Halldórsstöðum, höfuðbóli Magn-
úsar, Þórarins, Páls, Hallgrímis og
Torfa, myndar þessi elfa svo hríf-
andi náttúru með grösugum engj-
um og hólum, að mig skortir orð
og hagleik þeim undrum að lýsa.
Þótt sérstætt megi teljast og
ekki gott till frásagnar, verð ég
að gera þá játningu, að þetta er
eina sveit landsins, sem mér hef-
ur bílvegur þótt óprýða. Hraun-
barmarnir beggja vegna árinnar
eru svo fagrir, að þeim miátti ekki
spilla. Dalurinn er ekki svo stór,
að hann þoli ferlíki tækninnar.
Hófar hestsins Og fætur þeirra
manna, sem þrá hvíld og fró í
náttúrunnar ríki máttu eiga í
friði þennan dásemdanna dal.
Páll Þórarinsson á Halldórs-
stöðum var gáfaður maður og
sérkennilegur. Hann fór á yngri
árum til Skotlands til að afla sér
menntunar og aukinnar víðsýni.
Hann lagði stund á fjárrækt.
Þingeyskir bændasynir voru
djarfir og framsæknir á þeim ár-
um. Sjálfsmenntun og félags-
málastörf voru leiðirnar til
þroska þeirra og manndóms.
Það þótti tíðindumi sæta í Þing-
eyjarsýslu um síðustu aldamót,
er Páll á Halldórsstöðum færði
sveit sinni unga og forkunnar
fagra brúði af kelitneskum ætt-
stofni úr Hálöndum Skoblands.
Konan hafði fleiri ein’ienni ætt-
stofns síns en fegurð- og yndis-
þokka. Hún var listamaður. Dal-
urinn og héraðið allit hafði eign-
ast söng, fegurri og dýrðlegri
tóna en menn áður höfðu heyrt
eða látið sig dreyma um. Lista-
konan eignaðist allt lífsins yndi
við nið Laxár, fegurð dalsins og
stritandi líf hins gáfaða og list-
elskaða bóndafólks í dalnum, sem
en það lægi í augum uppi, að
sömu skipin geta ekki verið í
öllum deildunum, kvaðst hann
því ekki geta mælt með sam-
þykki tillögunnar.
Loks var frumvarp um skip-
un prestakalla samþykkt við 2.
umræðu og vísað til 3. umræðu.
Af labrö gð
í Ólafsvík
Ólafsvík, 2. apríl.
HEÍLDARAFLI báta í Ólafsvík
frá áramótum til 31. marz er
3.596 tonn í 437 róðrum. Fimm
hæstu bátar eru: Jón Jónsson
með 399.5 tonn í 42 róðrum, Jón
á Stapa með 363 tonn í 40 róðr-
um, Hrönn með 314.5 tonn í 37
róðrum, Jölkull með 311.5 tonn
í 44 róðrurn og Valafell með
272.5 tonn í 23 róðrum.
Gæftir hafc verið slæmar í síð
ustu viku, stormur og kuldi, og
tregur afli. — H.G.
falinn er á bak við Hvítafell og
Þegjandadal.
Fyrstu fjóra tugi þessarar ald-
ar var Lizzí dáð og landsþekkt
söngkona. Það var bæði hljómur
og ylur í söng hennar og öllu
Lizzí með sonum sínum William
og Þór.
fasi. Hún var glöð og hlátunmild,
talsvert annarleg í þingeyzku um
hverfi, sem bar blæ alvöru og á-
byrgðar. f bernsku minni virtist
mér svipur allflestra Þingeyinga,
sem ég sá og kynntist, mótast af
alvöru lífsins og áhyggjum, Mér
fannst mennirnir oftast í svip
sínum vera að glíma við að
bjarga landinu öllu. Inni í þess-
um alvörunnar heimi lék Lizzí
á ails oddi, sagði og lók skrítlur,
söng og var mild, áhyggjulaus og
svo undur góð.
Lizzí flutti rovintýralegan svip
og venjur að Halldórsstöðum, en
þar er þríbýli. Þangað komu á
hverju sumri brezkir lordar til
veiðiskapar. William sonur henn
ar hafði bréfasambönd og við-
skipti úti um heim, safnaði eggj-
um, fuglum og öðrum dýrum og
seldi söfnum víða um lönd. Hinn
sonur hennar, Þór, sá um búskap-
inn. Ferðafólk, sem fór um Þing-
eyjarsýslu áður en bílar koimu til
sögunnar, fór ógjarnan framhjá
Halldórsstöðum í Laxárdal. Þetta
þrískipta heimili var landsþekkt
af menningu sinni. Ég minnist íir
bernsku sérstaklega komu
tveggja þeirra íslenzku söngvara,
HÁSKÓLA-
fyrirlestur
PRÓFESSOR Robert Y. Jennings
frá Cambridge-háskóla flytur
fyrirlestra í boði laga- og við-
skiptadeildar Háskóla íslands
miðvikudag 4. apríl kl. 5.30 e. h.
í 1 kennslustofu Háskólans. Fyr-
irlesturinn verður fluttur á
ensku og fjallar um aðiljaskipti
að réttindum og skyldum sam-
kvæmt milliríkjasamningum. Þá
flytur prófessor Jennings annan
fyrirlestur á sama s-tað föstudag
6. apríl kl. 5.30 e. h. á vegum
Lögfræðingafélags íslands. Fjall-
ar sá fyrirlestur um mikilvægi
alþjóðalaga nú á dögum.
Prófessor Jennings er einn
kunnas-ti þjóðréttarfræðingur
Breta og mikilsvirtur kennari í
fræðigrein sinni. Hann kemur
hingað samkvæmt sérstökum
samningi milli British Council og
Háskóla íslands um gagnkvæm
skipti á fyrirlesurum.
seim orð fór af í sönglistinni og
komu utan úr heimi, frægir »g
fra-maðir. Það voru Eggert Stef-
ánsson og Sigurður Skagfield
Hvor um sig kom með fríð-u föru-
neyti og báðir rí-ðandi hvítum fáik
um, fögrum.
Fyrst var að venju farið inn á
heimiili Pál-s og Lizzíar, o-g þar
var spilað og sun-gið, en á með-
an útbjó Bergþóra, húsmóðir mið
hei-mili-sins, rausnarlegan beina
gestum. Mér fannst spenna í loft
inu, það var sem listamennirnir
væru að keppa við akozku sóX-
skríkj-una, sem söng ak-ozka þjóð-
söngva af hjartan-s innlifun, ?át-
laus, hlý og hamingj-usöm. Svo
risu þessir stóru karlár app og
kyrjuðu miklum raustum af kuntx
áttu og karlmennsku. Þegar Lizzí
söng, dönsuðu blómálfar. Þegar
'beim-ssöngvarnir sungu, sögðu
bergrisarnir í Geita'fellishnúk:
Miikil feikn eru atarna.
Að fengnum veitingum og
sk-emmtun á h-eimili Hallgrím-3
Og Berþóru var farið inn í gamla
bæinn til Torfa og Kolfinnu og
þar haldið áfram söngskemmtun-
inni við undirspil húsfreyjunnar.
Með þessum svip voru fles-tir
sunnudagar á Halldórsstöðum á
þriðja tug aldarinna-r. Dalurinn
átti hversdagssvi-p og helgidags-
svip, og niður árinnar fór eftir
hugblæ fólksins, en það upphafna
í þeim hugblæ, hið listræn-a,
mi-lda og firrta öllúm áhy-ggjum
var að miklu leyti framlag Lizz-
íar.
Þessi k-eltneski hörpustrengur
íslenzkrar hljómlistar er brost-
inn. Ég veit, að nú er niður Lax-
ár dapurlegur, blómálfar hnýptir,
þögulir bergrisar í GeitaÆells-
hnúk.
Ég sendi kveðjur heim að HalX-
dórsstöðuim og í dal bernsku
minnar. Ríkar minningar og
þa-kklæti fyllir huga minn.
Hólum í Hjaltadal 26/3 1962.
Gunnar Bjarnason.
Lizzí á HalSdórsstöðum