Morgunblaðið - 03.04.1962, Side 10
10
MORGVNBLAÐIB
Þriðjudagur 3. apríl 1962
Unglingar
óskast iil að bera blaðið í eftirtalin hverfi
FLÓKAGÖTU
ÓÐINSGÖTU
Sími 22480.
Kventiiziiur — Kventðzkur
Höfum aftur fengið Hinar marg eftirspurðu
hollenzku og frönsku kventöskur: — Höfum einnig
fengið hálsfestar í fjölbreyttu úrvali.
Mjög fallegar fermingargjafir.
Domubúðin LAUF9Ð
Hatnarstræti 8
b_yggingavörur h.f.
Laugavegi 178 — Sími 35697.
SMIÐJUBÚÐIN
við Háteigsveg — Sími 10033
Blöndunartæki
nýkomnir
[Þerstorp- CPlatan
Úrvalsplastið á borð og veggi
Nýkomið í miklu litaúrvali
— Mikil verðlækkun —
Greiðslur fyrir
læknishjálp
VEGNA fréttar, sem birtist hér í
blaðinu fyrir nokkru hefir stjórn
Læknafél. Reykjavíkur óskað
eftir svofelldri skýringu. Lög þau
sem samþykkt voru á Alþingi í
fyrradag varðandi greiðslur fyrir
læknislhjáln (10 kr. fyrir viðtal
og 25 kr. fyrir vitjun) gilda að-
eins um samningsfoundna heim-
ilislækna. Um greiðslur til ann-
arra lækna og sérfræðinga fer
eftir texta Læknafélags Rvíkur
eða eftir sérstökum samningum,
er gérðir verða. Áðurnefnd lög
um greiðslu til heimilislækna
koma.því aðeins til framkvæmda
að samningar náist um störf
heimilislækna.
FYRIR helgina gerðist það
við Varmahlíð í Skagafirði
að stór áætlunarbíll rann
stjórnlaust af stað niður
brekkuna af hlaðinu og hafn
aði á söluskúr niður við veg-
inn. Voru tveir Iitlir snáðar
einir í bifreiðinni.
Efri myndin sýnir bílinn,
eftir að hann lenti á sölu-
skúrnum. Og sú neðri sýnir
hvemig umhorfs var í búð-
inni, eftir að þessi óvænti
gestur kom þar inn.
Einhver ónáttúra virðist
hafa gripið bíla í Skagafirði,
skrifar fréttaritari blaðsins.
Með stuttu millibili hafa tveir
bílar tekið sér vald bílstjór-
anna og ekið að eigin
annar í Héraðsvötnin og hinn
á söluskúrinn við þjóðveginn
við Varmahlíð.
Ásdís Andrésdótiir
írá Reykjavöllum
í D A G fer fram frá kapellunni
í Fossvogi útför Ásdísar Andrés-
dóttur. Hún var fædd að Reykja
völlum í Sltagafirði 10. maí
1901, dóttir hjónanna Guðrúnar
Jóhannesdóttur og Andrésar
Björnssonar bónda þar.
Þó eigi séu löng kynni okkar
af Ásdísi getum við eigi orða
bundizt, að þakka henni fyrir
þessi fáu ár, sem við nutum
ní.vistar hennar.
Fyrstu kynni okkar hjónanna
af Ásdísi hófust er við vorum
stödd í verzlun í nágrenninu;
og sonur okkar bað, eins og
börnum er títt, um girnilegt
leikfang í verzluninni. Víkur sér
þá að okkur roskin góðleg kona,
og segir, „ég get ekki hlustað
á lítið barn biðja svo vel, og fá
ekki það sem það biður um.“
Víkur hún sér siðan að af-
greiðslumanninum, og gefur
syni okkar leikfangið.
Þannig var Ásdís. Allt henn-
ar líf var ánægja við að gleðja
aðra.
Fram á síðustu daga vann Ás-
dís erfiðisvinnu, sem mörgum
imgum manninum hefði fundizt
erfið, en aldrei heyrðist hún
kvarta. Og ekki vann hún til
þess að safna veraldarauði, held
ur fyrir ánægjuna af að miðla
öðrum, og gleðja eftir beztu
getu.
Alltaf var hún boðin og búin
að hjálpa, ef eitthvað var að,
og ef hún hélt að hún gæti
orðið einhverjum að liði.
Við minnumst þess hve mikla
ánægju og yndi hún hafði af
blómum, og ótöld eru þau blóm
in, er hún kom með sem litla
afleggjara til okkar og gaf okk-
ur, og fylgdist hún síðan vel
með þeim, eins og um lítil börn
væri að ræða.
Enda munu fáar ömmur geta
hafa verið eins góðar og hún
var sonardætrum sínum tveim-
ur, og svo sannarlega missaþær
mikið, áð svo snöggt skyldi skor
ið á jarðnesku þöndin sem raun
varð á. En í þeim efnum er
hvorki spurt um stað né stund.
Við vitum að Ásdís hefði getað
gert svo margt enn, og glatt svo
marga bæði smáa og stóra.
Ásdís var mjög trúuð kona
og trúði á áframhaldandi líf af
einlægni og efaðist ekki.
Að loknum þessum fátæklegn
orðum, Asdís mín, viljum við
þakka hér af alhug viðkynning.
una og vináttuna, og þakka þér
fyrir að við fengum að kynnast
þínum góðu mannkostum, er þú
áttir í svo ríkum mæli.
Við vottum einkasyni þínum,
tengdadóttur og sonardætrum
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning þín.
G. E.
ggl^-lpHqsqlq
GUÐMUNDAR
BERGPÓRUGÖTU 3 • SÍMAR: 19032-36870
Plymouth station ‘55
tilsýnis og sölu í dag.