Morgunblaðið - 03.04.1962, Side 20

Morgunblaðið - 03.04.1962, Side 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 3. apríl 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu ------- 25------ Hvers vegna? sagði Gina. Hvað Fljótt, fljótt! öskraði hann og nú leyndi sér ekki skelfingin í röddinni og hún lagði þegar af stað að bátnum. Fljótt. Hákarl. Fijótt! æpti hann eins og vit- skertur. Nú skildi hún hvað á seyði var og þegar hún reyndi að synda, var eins og allir útlimir hennar væru máttlausir. Því meir sem hún reyndi, því minna fannst henni ganga og enn var bátur- inn langt burtu. • Nú voru öskrin í Mario orðin æðisgengin og þegar hún náði að veltikilnum gat hún ekki lyft sér upp úr vatninu og þegar hún lagðist á mjóa stöng, sem þarna var, sökk hún samstundis. Gina reyndi að skríða upp í Ekki þetta. í bátinn, frú! bátinn en féll aftur og greip dauðahaldi í borðstokkinn. Nú var Mario kominn að. veltikiln- um og loks gat hún með miklum erfiðismunum og fáti velt sér inn í bátinn, og æpti nú dauð- skelfd. Mario var alltaf að kalla til hennar, á leið hennar að bátn- um að hún skyldi busla sem mest í vatninu, áður en hún tæki aftur á sprett að bátnum. Gina greip nú einu árina, sem í bátnum var og barði henni í sjóinn og nú sá hún blika á hákarlana, sem virtust vera allt í kring um drenginn. En um leið og hann vatt sér yfir borð- stokkinn og kreppti sig til þess að bjarga íótunum sem allra fyrst um borð, fleygði hún ár- inni £ einn hákarlinn, sem var ekki nema í nokkurra feta fjar- lægð og lét síðan fallast niður í bátinn, því að nú fann hún, að fæðingarhríðírnar voru byrjaðar. Þegar svolítið l'át varð á verkj unum, sá hún, að Mario sat frammi í stafni á bátnum og hafðist ekki að, enda var líkast því sem hann væri kúguppgef- inn, og sat í hnipri. Komdu mér heim, Mario, kall- aði hún. Fljótur nú. Það er engin gola. Eóðu þá. Ég hef enga ár, hún er farin. Verkirnir júkust og urðu óþol- andi, og eftir að hún hafði enn einu sinni kallað til piltsins, sortnaði henni fyrir augum og hún vissi ekki framar af sér. Gina vaknaði, dimmt og heitt, og hún fann, að hún iá í rúmi Hana verkjaði í líkamann, en þó fann hún enn meir til þreytunnar en verkjanna. Hún fór að brjóta heilann um, hvar hún væri. Henni fannst hún hafa svo mikið ofan á sér. En um leið og hún reyndi að ýta því frá, sem ofan á henni var, stóð Vicente við hlið hennar. Elskan mín sagði hvíldu þig. Ég er hjá þér.. Öðru hverju var hún að vakna af draumlausum svefni, og stund- um var frú Lolyta hjá henni, stundum Oon Diego, eða þá lækn ir eða hjúkrunarkona, og — einu sinni — frú Tia. En Vicente var þar alltaf. Viku seinna, um miðja nótt, höfðu þau Vicente næði til að tala saman, og hún gat vakið máls á því, sem hann hafði aldrei þorað að nefna á nafn. Hvar er barnið mitt? Mér er sama um barnið sagði hann. Ég hef þig hjá mér. Ég er ánægður með það. Þú hefðir aldrei getað fætt lifandi barn, eftir það, sem kom fyrir þig, sagði hann lágt. Barnið var and- vana. Gina gat ekki grátið. Einhvern veginn hafði hún vitað þetta fyr irfram. Það er mér að kenna, sagði hún, lágt. Ég hefði ekki átt að fara út að sigla, og frú Tia var búin að vara mig við þvi. Það var hún, sem bjargaði þér, Gina, sagði hann, og fyrir það erum við henni þakklát. Hún gerði það ein, því að það var ekkert svigrúm til að fá hjálp annarsstaðar. Nú ert þú því í sömu þakkarskuldinni við hana og við öll hin. Ég vonast til, að hún sé örugg hér í húsinu næstu hundrað árin! Hann reyndi að hlæja. Ég býst við því. Hatarðu mig, Vicentéí fyrir að missa barnið okkar? Var það drengur? Frú Tia segir, að það hafi verið velvaxinn drengur, sagði hann alvarlega. Við sáum hann aldrei. Honum var komið fyrir áður en við komum. Frú Tiu fannst það ráðlegast, og við er- um henni sammála um það. Hún er mjög vitur. Ég vildi, að ég gæti séð hanh, sagði hún, þreytulega. Jafnvel nú mundi mig langa til að sjá bamið mitt Gina, sagði hann. Þú hefur verið veik í meira en viku. Þú færð aldrei að sjá hann. Vicente var hjá henni á hverri nóttu, gaf henni óteljandi loforð um, að hann ætlaði að verja því sem eftir væri ævinnar til þess að sjá um, að engin óhamingja henti hana, og brátt þurfti hún ekki lengur læknisins við, svo að aðeins Anna og hjúkrunarkonan urðu eftir hjá henni. Hún fékk að fara ofurlítið út að ganga og stundum gekk hún upp í hlíðina, Iþar sem tvær aldir af ættinni de Aviles hvíldu. Hún var stödd þarna einn dag, þegar frú Tia sendi eftir henni og það var greinilegt, að þessi skilaboð jafn giltu skipun. Þú eyðir tímanum. til einskis við þetta leiði, sagði Kínverja- konan þegar burðarmennirnir hennar voru farnir út. Barnið Iþitt er ekki þarna. Það er lif- andi. Er barnið mitt li'fandi? æpti Gina og gamla konan hrökk við af reiðinní og ákafanum. Hvern- ig dirfztu að taka það frá mér? Hún gekk til gömlu konunnar og næstum laut yfir hana, eins og hún ætlaði að berja hana, og skalf af reiðinni, sem hún gat engan hemil haft á. Hvaða rétt hefurðu til að taka drenginn frá mér og segja, að hann sé dauður? Sonur þinn er í góðum höndum og hann skal fá gott uppeldi, en þú færð aldrei að sjá hann svar- aði gamla konan dræmt. Ég hef fullan rétt á að gera það, sem ég gerði, því að hann er enginn de Aviles og ekki af Spánverja kyni. Gina hné niður í stól og reyndi að láta ekki grun sinn ná valdi á sér, en nú varð henni samt ljóst, hvernig í öllu lá. Barnið þitt hefur Kínverjablóð, blandað ýmsum öðrum þjóðernum, sagði frú Tia með áherzlu og leit und- irfurðulega á hana hálfluktum augunum. Hann hefur blóð eins og Marios eða einhvers slíks. Gina missti bollaparið á gólfið. Hún hafði ekki varað sig á nótt- inni góðu með Mario, og hafði nánast gleymt henni. Það getur ekki verið! sagði hún. Hefurðu sagt þetta nokkr- um Ég hef engum sagf það. Við skulum láta það vera okkar í milli. Anna hjálpaði mér, en hún sá bara ekki barnið. Hún heldur, að það hafi fæðzt andavana. Og kínverska konan, sem tók það að sér, veit engin deili á því. Við skulum því engum segja neitt og seinna eignaztu barn, sem verður af ætt de Aviles. Þú sjálf ert engin miikilvæg persóna, fremur en ég eða Vic- ente hélt gamla konan áfram, þegar Gina ætlaði að fara að þakka henni. Hún laut fram í stólnum í áttina til Ginu og rauðu neglumar lágu fram á svart borð milli þeirra. Það er ættin, sem er mikilvæg, og það sem eykur veg hennar ber að vernda og hitt, sem er henni til miska ber að drepa. Menn af ættinni hafa jafnan verið sterkir og hinir sterkustu hafa jafnan komið fram þegar þörfin hefur verið mest. Það hefur verið styrk ur ættarinnar. Nú eins og er þörfnumst við hins sterkasta þeirra allra en höfum þess í stað hinn veikasta. Vicente er eins og reyr af vindi skekinn. Hún beið eftir því, að Gina tæki til máls, eiginmanni sínum til varnar, en hún hafði engan mátt í sér til þess og gamla konan hélt áfram? þú ert sterk, Gina, og getur stjórnað honum og stutt hann og gefið honum sterka syni. Þassvegna ætla ég að varðveita leyndarmál þitt. Ef ekki svo stæði á, skyldi ég vera fljót að fieygja þér til hliðar. Eg á þá að lifa undir þessari ógnun, sagði Gina dræmt. Þú vili að það sé svo. En þú notar þér það ekki? sagði hún, biðjandi. Þú ætlar ekki að nota þér það? Aðeins ef það er ættinnj til gagns eða góðs. Þá hef ég.lítið um að velja. Ekkert, svaraði gamla konan og var samstundis sofnuð. Eftir nokkra daga var tími til kominn, að Gina sneri aftur til Cebuborgar og Anna var send á undan til þess að laga til í her- bergjum hennar. Gina fór að hlakka til að komast heim og fannst dagarnir aldrei ætla að líða. Hún varð vonsvikin þegar hún varð að draga heimför sína á langinn vegna þess, að Vicente hafði verið sendur til Manila í verzlunarerindum, en frú Lolyta heimtaði, að hann yrði heima þegar kona hans kæmi heim. En svo þegar hann kom heim, fór hann næstum tafarlaust til Tokyo og kom alls ekki við á búgarð- inum. Þá sagði frú Lolyta, að það væri alltof heitt í borginni og Gina ætti heldur að verða áfram í sveitinni fyrst um sinn. Loks stakk hún upp á því, að hún yrði þar allt sumarið og bauðst til að koma þangað sjálf og vera henni til afþreyingar. Ég vil ekki vera hér lengur, sagði Gina. Ég vil vera hjá mann inum mínum. Hann er fjarverandi og hefur svo mikið að gera, sagði frúin. Hann þarf svo margt að læra. Vicente hefur ekki komið heim í þrjár vikur, sagði Gina Ekki einn klukkutíma milli þessara | verzlunarferða. Það er eitthvað i að, frú Lolyta. Hvað er það? Frúin andvarpaði. Vicente er I ekki vel frískur. — Já, ég er á sama máli. Við skulum borga að jöfnu útgjöld kvöldsins. Þessi kjóll kostaði til dæmis þrjú þúsund krónur! >f X- >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f — Ég er feginn að þú komst hing- að strax, VandaL — Jæja, John.... Hvaða galla fannst þú á durabilium, sem okkur hafði yfirsézt áður? — Aðeins þetta.... Við vissar að- stæður kemur fram málmþreyta í Dlöndunni. Gina gekk fastar á tengda- móður sína. Ég elska Vicente og hann mig. Reyndu ekki að stía okkur í sundur. Segðu mér, hvað gengur að honum! Ég var að reyna að hlífa þér. Það skaltu ekki gera, sagði Gina. Hann starfar ekki Iengur hjá föður sínum, sagði Lolyta, og nú drekkur hann dag og nótt. Við höldum, að barnsmissirinn hafi komið honum úr jafnvægi. Það getur ekki verið ástæðan. Hann var kominn yfir það fyrir löngu Hver veit hvað það getur þá verið, sagði frúin og fórnaði höndum, eins og hún skildi ekki neitt í neinu. Ég fer heim í dag með þér, sagði Gina. Ég skal fljótlega kom ast að þessu. Lolyta hikaði en sá, að henni þýddi ekki að reyna að dyijast. Vicente er ekki heima, sagði hún Ég trúi því nú ekki sjálf, en Alverez segir, að hann sé í strandhúsinu, hjá þessari stelpu, henni Betetu. Og þar fann hún hann. Hún fór þangað jafnskjótt sem hún var komin til borgarinnar og SHÍItvarpiö Þriðjudagur. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar —8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar, — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. Tónl. — 16.30 Veðurfr. — Tónl. 17.00 Fréttir. — Endurtekið tón- listarefni). 18.00 Tónlistartími barnanna (Sigurður Markússon). 18.30 Þingfréttir. Tónl. 18.50 Tilkynn- ingar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.C0 Framhaldsleikritið „Glæstar von- ir“ eftir Charles Dickens og Old- field Box; tólfti og síðasti þáttur Þýðandi: Áslaug Árnadóttir. — Léikstjóri: Ævar H. Kvaran. Leik endur: Gísli AlfreðSson, Valur Gíslason, Helgi Skúlason, Bald- vin Halldórsson, Katrín Thors, Þorsteinn Ö. Stephensen, Gísli Halldórsson, Brynja Benedikts- dóttir, Indriði Waage, Karl Guð- mundsson og Jón Aðils. 20.50 Nýir straumar 1 amerískri tón- list: Leifur Þórarinsson tónskáldl flytur erindi með tónleikum; I. 21.20 Erindi: Dagur frímerkisins (Guð mundur Árnason forstjóri). 21.35 Tónleikar: Tríó í d-moll fyrir flautu, óbó og sembal eftir Bach (Kurt Redel, Helmuth Winsc- hermann og Irmgard Lechner leika). 21.50 Söngmálaþáttur þjóðkirkjunnar (Dr. Róbert A. Ottósso* söng- málastjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (37). 22.20 Lög unga fólksins (Guðrún Ás- mundsdóttir). 23.10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 4. apríl. 8.00 Morgunútvarp ^Bæn. — 8.05 Morgunlcikfimi — 8.15 Tónleikar —8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. Tónl. — 16.30 Veðurfr. — Tónl, 17.00 Fréttir. — Tónleikar) 17.40 Framburðarkennsla 1 dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að loftsteininum'* eftir Bernhard Stokke; VII. (Sigurður Gunnars- son þýðir og les). 18.30 Þingfréttir. — Tónl. — 18.50 Til- kynningar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Sigurður Jakobsson eftirlitsmaður talar um rafmagns notkun á verkstæðum og í verk- smiðjum. 20.05 Létt lög: Russ Conway leikur 4 píanó. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggj* saga; XV. (Helgi Hjörvar rit- höfundur). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Hall grím Helgason. c) Hallgrímur Jónasson kennarl flytur frásögu: „Slys á Skála- vatni" eftir Jón Árnason fr4 Lækjarbotnum í Landsveit. d) Jóhannes skáld úr Kötlum le* úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.lð Passíusálmar (38). 22.20 Veraldarsaga Sveins frá Mæli- fellsá; X, lestur (Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri). 22.40 Næturhljómleikar: Frá tónleilk- um Sinfóníuhljómsveitar íslande í Háskólabíói 29. marz. Stjóm- andi: Jindrich Rohan. Sinfónía nr. 40 í g-moll (K550) eftir Mozart. 23.10 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.