Morgunblaðið - 03.04.1962, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.04.1962, Qupperneq 23
Þriðjudagur 3. apríl 1962 MORGVNBLAÐIÐ £3 Kínverska þingið fyrir luktum dpm í Peking Takyo. 2. apríl — AP. KÍNVERSKA þjóðþingið hefur nú staðið í nokkra daga í Peking, og er mikil leynd yfir störfum þess. Hvorki erlendir semiiimenn, né fréttarnenn, hafa fengið að vera viðstaddir fundi þess. Engar tilkynningar hafa verið gefnar út um störf þingsins, og þykir þetta henda til, að efnahagsástandið sé nú mun verra en gert hafi verið ráð fyrir. Fram +il þessa hafa slík þing setíð verið naldin fyrir opnum dyrum, og langar fréttatilkynn- ingar verið gefnar út um störf þess, auk þess sem ræður þing- manna hafa verið birtar í smá- atriðum. Tvc ár eru nú síðan þingið var síðast haidið. ★ Samt sem áður eru aðalmál þau, sem bingið nú ræðir, ekki leyndarmál. aðeins smáatriðin. Frá því í marz 1960 hefur ríkt ihungursneyð í Kína, þar eð land búnaðarframleiðsla hefur hvergi nærri nægt ti! að brauðfæða þjóð ina. Þingið 1960 nefndi alþjóð margar tölur um það mark sem sett hefði verið í einstökum fram- leiðslugreinum. Síðan hefur verið tillkynnt í Peking, að einungis í stálfram- leiðslu hafi settu marki verið náð, en hins vegar hafi náttúruham- farir hindrað framgang á öðrum sviðum. Engar nákvæmar tölur hafa verið birtar um framleiðslu síðan. Ljóst ar af því, sem birt hefur verið opinberlega, að mesta vandamálið er nú að bjarga því, sem bjargað verður á sviði land- búnaðar. Setningar eins og: „þar til jafnvægi hefur aftur náðzt í landbúnaðinum, verður ekki stigið hið endanlega skref til iðnvæðingar“, hafa verið tíðar í opinberum skrifum. Ljóst má einnig vera, af þeim ummælum, sem að undanförnu hafa verið hófð um Krúsjeff, að sambúðin við Rússa hlýtur að vera ofarlega á dagskrá. Þingið er haldið í Aliþýðuhöll- inni, við torg hins himneska frið- ar. - íþróttir Frarruh. af bls. 22. • Litið farið fyrir Agli. — Eru ekki mikil læti, þegar mlörk eru skoruð í svona stór- Jeikj'um. — f>að eru ógurleg læti allan tímann. Mikill munur en hekna, þar sem varla heyrist í áhorfend um. Það hefði lítið farið fyrir Agli hér. ■— Höfðuð þið ekkert leyni- vopn, sem þið beittuð í leikn- um? Fékikstu ekkert sérstakt verkefni? — Nei, nei, engin leynitaktik, og mér var bara falið að leika Jcnattspyrnu. • Réttlát úrslit. — Voru úrslitin réttolát? ■ — Já, skilyrðislaust. Við lék lim betur og áttum að vinna. í fyrri hállfleik héldum við uppi Játlausri sókn, en lékum varnar leik í þeim síðari eins og ég #agði áðan. — Hvað iáið þið fyrir svona leik? — Hver leikmaður fær 75 pund ankalegia fyrir sigurinn, en við hefðum ekkert fengið, hefðum við tapað. — Hvað fáið þið svo fyrir úr *litaleikinn? — Það er «kki alveg ákveðið. en mér er sagt að þeir sem sigra muni flá um 150 pund hver, í eukaþóknun. • Áheitið. — Er það satt að þú hafir heitið á einhvern KR-ing að þjóða honum út til þess að sjá Úrslitaleikinn, ef þið ynnuð? — Já, það er satt, ég hét á Halla Gílsla, og það stendur. Eg hefi ekki komið skilaboðunum til hans ennþá, en þú gerir það kannSki fyrir mig. . _ Hvernig heldurðu að úr- Blitaleikurinn við Rangers fari? — Það er ekki gott að segja. Annars höfum við átt við erfiða »ndstæðinga að etja í bikar- Jcoppninni, t.d. IXindee, sem er í efsta sæti í deildarkeppninni og JDunfermline sem er biikarhafinn fré í fyrra — og núna Celtic, sem K í 3. ssetL UM síðustu helgi hófust vor- fertmingarnar, í Reýkjavík, voru yfir 230 börn fermd í hinum ýmsu kirkjum. Og næsfcu hel’gar má sjálfsagit lesa álíka mörg nöfn í fermingar- dálkunum 'hér í blaðinu. Fermingardagurinin er stór Fermingarmyndin dagur í lífi hvens unglings og sjálfsagt þykir að festa mynd- ina á filmu á þessum tímamót um. Við litum inn hjá ljós- myndastofunni Asis, einmitt þegar var verið að taka fyrstu fermingarmyndina á vorinu. — Við reynum að taka myndirnar þegar fólkinu kem ur það bezit og það er helzt meðan börnin enu í skrúðan- um, sögðu þær Adda Sigur- jónsdó'ttir, Ingibjörg Sigurðar dóttir og Hanna Brynjólfsdótt ir, eigendur Asis. Annars er þetta miklu auðveldara við- fangs síðan kirtlarnir komu. Því nú dreifist hópurinn meina. Áður komu allir beint frá altarisgöngunni í mynda- töku og sátu hér fram á nótt og biðu eftix að komast að. Nú höfum við kyrtla af ýms- um stærðum, sálmabækur, slaufur band'a strákunum og hvítan hálsklút handa stelpun um. Stelpurnar þurfa því að- eins að vera með hárið snyrti- legt og strákarnir að bregða greiðu í hárið á sér. Annars fá stelpurnar yfirleitt nýja kjóla og strákarnir ný föt og þá vilja foreldramir láta taka myndir af þeim í þeim skrúða lika. Ljósmyndasrtofan Asis er nú búin að taka fermingarmyndir í 15 ár. Á þeim tíma hefur klæðnaðurinn á fermingar- börnunum mikið breytzit. Áður voru stelpuxnar í síðum hvít- um kjólum og strákarnir í svörtum jakkafötum með harða flibba. í þessum skrúða urðu fyrirsaeturnar ákaflega settlegar og stífar, en fjöl- breyttnin í myndunum varð þá e.t.v. dálítið meiri, og einmitt 'þessvegna er líka höfð mynd af fermingarbarninu í sínum eigin fermingarfötum. — Eiturlyf Framih. af bls. 24. veggjum, þar sem engar voru. Enn eru þess dæmi, að þeir hafa stífnað app þar sem þeir hafa staðið að verki á þilfari og hefir þá orðið að bera þá í rúmið Og váka yfir þeim. Einnig hefir orðið að færa einstaka menn í bönd vegna þess að hlaupið hefir á þá æði. — Þá munu einhverjir hafa haft undir höndum lyf svip uð þessum hressingarlyfjum í formi drykkjar, en blaðið hefir ekki vitneSkju um hverkonar drykkur það er, nema það er ekki vínandi. Fæst aðeins út á lyfseðla. Blaðið hefir spurzt fyrir um þetta mál hjá einum fréttaritara sínum í Þýzkalandi og fengið það svar að hann hafi kynnt sér miálið hjá læknum og lyfjabúð- um í heimabæ sínum, sem er ann ar þeirra staða, sem íslenzkir togarar leggja upp afla í Þýzka landi. — Hann hefir fengið þær upplýsingar að skipsmenn af ís- lenzkum skipum hafi oft heim- sótt þessa aðila til þess að kaupa sér hressingarlyf. Þessi lyf fást aðeins út á lyfseðil og því hafa sjóimennimir leitað til lækna og fengið þau hjá þeim, en lyfin eru að sögn fréttamannsins: Rita lin, Pervitin og Prelodin. Sjómennirnir hafa jafnan stað hæft að þeir þjáðust af vertkju/m, sem þessi lyf bættu þeim. í sam bandí við magn það af þessum lyfjum, sem þeir hafa fengið hafa þeir sagt, að lyfin væru óíáan- leg á fslandi og því beðið um stærri skammta vegna langrar fjarveru að heiman. í nokkrum tilvikum hefir verið látið af hendi talsvert magn í svönefnd um „Klinikpaokung“, sem af- greitt er til sjúkrastofa. Hefir farið í vöxt. Skipstjórnarmenn þeir á tog- araflotanum, sem blaðið hetfir haft samband við telja, að þessi lyfjanautn hafi að undnförnu far ið mjög í vöxt og í sumum til- vikum horfi til vandræða af þessum sökum. Hitt er vitað að dæmi um þetta hafa fundizt um nokkurra ára bil, en auðvitað eru það aðeins fláir menn á tog urunum, sem hér hafa komið við sögu. — Læknar Framih. af bls. 24. læknum verða gert kleift, ef þeir óska, að losna við ónæði símhringinga, meðan þeir af- greiða sjúklinga á stofum sín- um. _ Varðandi sérfræðiþjónustu má taka fram, að greiðslur, sem sjúklingar greiða læknum, verða svipaðar þvl, sem tíðkaðist við bráðabirgðcisamkomulagið. Þar var það nýmæli tekið upp, að læknar, sem veita sjúklingum raðaðan tíma, og losa þá þann- ig að miklu leyti við biðtíma, fá nokkru hærri greiðslu. Þetta fyfirkomulag mun haldast í hin um nýja samningi, og á 'það að stuðla að þvf, að fólkið geti fengið sérfræðiþjónustu án langs biðtíma á lækxingastofum. Einn ig má líklegt telja, að biðtími hjá almennum heimilislæknum muni styttast eitthvað vegna þess, að ónæði í síma í stofu- tíma mimi minnka verulega, einkum þegar fram í sækir. Samningarnir, sem gengið verður frá að þessu sinni, verða varla fullbúnir fyrr en eftir næstu helgi, vegna þess að hér er um algerlega nýja samninga LÁIM Get lánað kr. 150—200 þús til 10 ára gegn öruggu fasteignaveði. Þeir sem hafa áhuga á þessu, leggi nöfn, heimilisföng, ásamt nánari upplýsingum um veð inn á afgr. Mbi. merkt: .,Lán — 4318“, fyrir n.k. fimmtudagskvöid. að ræða, þar sem hverri grein hefur verið breytt ,og mörg ný- mæli tekin upp. Þegar endan- lega hefur verið frá samningum gengið, mun almenningi verða gefinn kostur á að kynna sér efni þeirra. — Nicolin Framih. af bls. 1. minnsta kosti nái til félaganna Nordair, Scanair, sem er dótturfyrirtæki SAS, sænska flugfélagsins Transair og norska félagsins „Fred. OiSen“. Við hið síðasttalda hefnr SAS oft haft góða samvinnu og Nordair og Scanair hafa sömuleiðis oft unnið saman. — x x x x — Erik Östbirk er 41 árs að aldri. Hann starfaði hjá SAS í Danmörku í fimm ár og fékk mikla viðurkenningu fyrir störf sín. Eftir heimsstyrjöldina síð- ari hóf hann starf hjá banda ríska félagimu Air Transport Commands, en réðist síðan til American Overseas Airlines. Þegar Pan American World Airways tók yfir AOA fylgdi Östbirk með og starfaði þar til 1950, er hann réðist til Trahs World Airlimes, sem yifirmað ur Norðurlanda deildar félags ins. Til SAS réðist hann 1955, en 1960 kom hann ásamt nokkrum öðrum mönnum á fót flugfélaginu Nordair. Því félagi hefur vaxið svo fiskiur um hrygg á þessurn tveimur árum, að fyrir árið 1962 Jiggja þegar fyrir farmiðapantanir fyrir 22 milljónir danskra kr. og félagið er að ráðast í bygg ingu nýs gistihúss á Amager, sem áætlað er að kosti 15 miillj. danskra króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.