Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 1
24 siöur 19. árgangur 87. tbl. — Föstudagur 13. apríl 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eldhúsdagsumræðurnar í gærkvöldi: Þjóðarbúið hefur verið reist úr rústum Viðreisnin hefur lagt gruricfivöll hetri afkonvu og bættra lífskjara Meikvæður málatilbunaður stjörnarandstæðinga FYRRA KVÖLD eldhúsdagsumræðnanna á Alþingi var í gærkvöldi og hafði hver stjórnmálaflokkur til umráða 50 mínútur, sem skipt var í tvær umferðir. Forsætisráðherra, Ólafur Thors, og aðrir ræðumenn stuðningsflokka ríkis- stjórnarinnar gerðu þar ítarlega grein fyrir hinu víðtæka viðreisnarstarfi, sem hafið var eftir hið átakanlega og eft- irminnilega gjaldþrot vinstri-stjórnarinnar. Tekizt hefði að rétta hag þjóðarbúsins við og leggja grundvöll að heil- brigðri efnahagsþróun og traustri afkomu. Mætti því vænta síbatnandi lífskjara á næstu árum. Stjórnarandstæðingar leituðust við að gagnrýna einstaka þætti stjórnarstefnunn- ar, án þess þó að bent væri á nein þau úrræði, er betur hefðu mátt duga til að vinna bug á því ófremdarástandi, sem áður ríkti. Nánar er sagt frá rœöum þingmanna á bls. 17 ErEendar í stuttu máli Aberdare, Wales, 12. apríl (AP) ÁTTA námumenn fórust og átta mieiddust alvarlega er sprenging varð í kolanámu nálíegt Aber- dare í Wales í dag. Um 500 námu menn voítu að vinnu í námunni er sprengingin varð. Ekki er vit- að um ástæðuna fyrir sprenging- unni. Helsingfors, 12. apríl — (NTB) ENN var haldið áfram viðræð- um í Helsuigfors um myndun meiriiilutastjómar í Finnlandi. í dag ræddi Kekkonen forseti við leiðtoga íhaldsflokksins og Sænska þjóðarflokksins og skor aði á þá að gera enn eina tilraun til að ná samkomulagi um stjóm arstefnu þá, sem Karjalainen ut anríkisráðherra hefur lagt fram. Róm, 12. aprfl — (AP) — fTALIR hafa í hyggju að skjóta gervihnetti á loft snemma á næsita ári. Gervihnötturinn veg- ur um 100 kg. og er ætlaður til ' ýmis konar mælinga í igeimnum. Verður hnettinum skotið á lodrt *neð bandarískri eldflaug. Miinohen, V.-í>ýzkalandi, 12. apríl. — (AP) — LUDWIG Erhard, aðstoðar-for- sætisráöherra Vestur-Þýzkalands sagði í dag í ræðu, sem hann flutti í Miinchen, að etf þýzkir bifreiðaframleiðendur hættu ekki fyrirhugaðri hækkun á verk- smiðjuverði bifreiða, mundi rik- isstjómin lækka aiðflutnings- gjöld á bifreiðum frá öðrum lönd lun Efnahagsibandíifagsins. Kjarnorku* sprenging Washington, 12. apríl. ÍBANDARlSKA kjamorku málanefndin tilkynnti í dag að sprengd hafi verið orku- lítil kjarnorkusprengja neðan íarðar í Nevada. Þetta er 27.1 tilraun Bandaríkjanna frá því| tilraunir hófust neðanjarðar íl vetur. Ekki vom gefnar nánari upplýsinigar um sprengjuna En orka hennar mun bafa ver ið minni en sem svarar 20 þús. lestum af TNT sprengiefni. OAS menn sprengja flugturn Götubardagar í Oran Algeirsborg, 12. apríl. (NTB-AP) SKÆRULIÐAR OAS-leynhreyf- ingarinnar eyðiiögðu í dag flug- turninn á Madison Blanche- flugvellinum við Algeirsborg. — Komu þeir sprengju fyrir inni í turninum og eyðilögðust tvær hæðir hans er sprengjan sprakk. — Ekkert manntjón varð við sprenginguna, en þrír menn særðust. Um tíma stöðvaðist öll umferð um völlinn, en hófst fljótlega að nýju. í Oran í Vestur-Alsír kom til mikilla götubardaga milli OAS- manna og hersins. Fregnir af bardögunum eru óljósar, því að starfsfólk pósts og síma í Oran er í verkfalli. Bardagar hófust í miðborginni en breiddust út. — Samkvæmt þeim fregnum, er fyrir liggja, bendir allt til að mannfall hafi orðið töluvert. Lögreglan í Algeirsborg til- kynnti í dag að á fyrstu tíu Viðræður um Berlín Washington, 12. apríl. (AP-NTB). BANDABÍSKA utanríikisráðu- neytið táilkynnti í dag að á mánu diag yrðu teknar upp að nýju viðræður Bandia.rilkjanna og So- vétríkjanna um Berlín. Viðræð- urnar fara fram í Washington cng stjórna þeim Dean Rusk ut- anríkiisráðherra og Anatoly Do- bryrnin sendiherra Sovétriki- anna í Washington. dögum þessa mánaðar hafi 113 OAS-menn verið handteknir. — Þá skýrir franski herinn frá því að 20 yfirmenn úr franska hernum, sem gengið höfðu í lið með OAS hefðu verið handtekn- ir síðustu tvo mánuði. Þrir yfir- menn aðrir, sem gerzt höfðu lið- hlaupar, voru felldir á sama tíma. Nokkuð var um árásir OAS- manna í dag. Meðai þeirra, sem féllu fyrir skotum OAS, var franskur majór, Marcel Bour- gogne. Ráðist var á majórinn er hann var á leið til herbúða Frakka í Algeirsborg. Hlaut hann skot í hálsinn og lézt samstundis. Vitað er um a.m.k. átta menn aðra, sem féllu í á- tökunum í dag, en allmargir hafa særzt. Vill Djilas lausan Genf, 12. apríl (NTB) BANDARÍSKI bókaútgefandinn William M. Jovanovic kom til Genf í dag á leið til Belgrad. Meðan hann dvaldist í Genf sagði Jovanovic að tilgangurinn með ferðinni tii Belgrad væri að reyna að fá rithöfundinn Milo- jan Djilas leystan úr haldi. Djilas var handtekinn að nýju s.l. laugardag og á miðvikudag var skýrt frá því að ástæðan fyrir handtökunni væri sú að ritverk hans, sem birt hefðu verið erlendis, gætu skaðað Júgóslavíu. Von er á nýrri bók eftir Djilas, sem gefin verður út í Bandaríkjunum, og heitir hún: Viðtöl við Stalín. Jovanovic segir að í þessari nýju bók Djilas sé ekkert, sem telja megi að beint sé gegn Tito forseta eða Júgósiavíu. f bókinni sé hinsvegar farið mjög lofsam- legum orðum um stefnu Júgó- slavíu varðandi Stalín. Kvaðst Jovanovic ekki skilja hvað stjórn Júgóslaviu hefði á móti Djilas. Fyrir nokkrum árum var Djilas dæmdur til níu ára fang- elsisvistar, en látinn laus í janú- ar í fyrra eftir að hafa setið í fangelsi í fjögur ár. Þegar Jovanovic kom til Bel- Framh. á bls. 2. Móðir telpunnar á mynd- inni var búin að leita að henni og var komin á fremsta hlunn með að hringja til lögreglunnar, er lögreglan kom með þá litlu heim. Sjá grem um reglunnar bis. 3. barnaeftirlit lög- í Reykjavík á Alþjóðlega fisk- veiðivörusýning- in í Höfn HINN 14. þ. m. verður opnuð í Forum 4. alþjóðlega vörusýning- in á sviði fiiskveiða- og segir „Danmarks Handels- & Söfarts- tidende“ að aldrei hafi verið safnað á einn stað á Norður- löndum svo mörgum nýjungum á sviði fiskiveiða og fiskiðnaðar. Þar sýni nú fyrirtæki frá 14 þjóðum, alls 200 sýnendur, þar af helmingur frá Danmörku. 36 eru frá Englandi, 18 frá Vestur- Þýzkalandi, 11 frá Noregi, 8 frá Svíþjóð, 7 frá Japan og hin frá Tékkóslóvakiu, Frakklandi, Hol- landi, Belgíu, Ítalíu, Austurriki og Póllandi. Treysta ekki Rússum iil að standa við samninga um lilraunabann Genf, 12. apríl. (AP) VALARIAN Zorin, aðalfull- trúi Sovétríkjanna á afvopn- unarráðstefnu 17 þjóða í Genf, fagði í dag til að kjarn orkuveldin skuldbindu sig til að gera engar tilraunir með kjarnorkuvopn meðan á ráð- stefnunni stcndur. Fulltrúar Bandaríkjanna og Bretlands neituðu að fallast á tillögu Zorins. Tilkynntu þeir ráð- stefnunni að þeir gætu ekki treyst því að Sovétríkin héldu samninga um tilrauna- bann. Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.