Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 12
J MORGVNBTIWÐ Pöstudagur 13. apríl 1962 12 tJtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áT>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. £ Auglýsingar: Söluskattar í Bretlandi hafa nú verið lækkaðir ALÞÝÐUSAMBANDIÐ SLÍTUR VIÐRÆÐUM T^egar ríkisstjómin hafði til- kynnt Alþýðusambandi íslands, að hún legði áherzlu á framgang tillögunnar um raunhæfar kjarabætur, sem kommúnistar fluttu sjálfir á Aiþingi fyrir jól, annars veg- ar, og hins vegar að athuga kauphækkanir til lægstlatm- aðra verkamanna, þá svarar Alþýðusambandið með þvi að tilkynna, að viðræðum af þess hálfu sé lokið. Fram að þessu hafa kommúnistar haldið því fram, að ráðherr- arnir vildu alls ekki við Al- þýðusambandið ræða. Er engu líkara en þeir hafi gert sér vonir um þá afstöðu rík- isstj órnarinnar. En þegar stjómin tilkynnir þeim á- kveðnar tillögur til kjara- bóta, þá er allur áhugi horf- iim. Kátbroslegast er þó, að stjóm Alþýðusambandsins skuli snúa sér til ríkisstjóm- arinnar og óska viðræðna um kjarabætur til handa sambandsfélögunum í heild og nefna sérstaklega þá hugs un, sem felst í þingsályktun- artillögunni, sem áður var nefnd, en svara síðan, þegar ríkisstjórnin segist fús til að leggja sig alla fram um á- rangur af slíkum ráðstöfun- um, að allt sé þetta Alþýðu- sambandinu óviðkomandi, nú eigi ríkisstjómin að snúa sér til hvers einstaks verkalýðs- félags í landinu. Alþýðusam- bandið sé nokkurs konar um- boðslaus aulasamkunda. Um það má deila, hvort ríkisstjóm á að vera milli- gönguaðili milli heildarsam- taka vinnuveitenda og laun- þega eða hvort þeir eiga að semja sín á milli án afskipta rikisvaldsins. Hitt segir sig sjálft, að engin ríkisstjórn getur tekið upp samninga við hvert einasta launþegafé- lag landsins. Það vita jafnvel kommúnistar. Þess vegna er svar þeirra vísvitandi yfir- lýsing um það, að þeir vilji alk ekki kjarabætur launþeg um til handa, heldur verk- föll til pólitísks framdráttar heimskommúnismanum. I sögu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar hefur aldrei getið að líta jafnaumlega og fáránlega frammistöðu og þá, sem stjóm ASÍ nú er orðin uppvís að. Er því sannarlega tímabært að launþegar losi sig við forystu kommúnista í ASÍ og velji þá menn, sem vinna vilja að hagsmunum þeirra. Næsta haust gefst slíkt tækifæri og það mun sjálfsagt verða notað. KJÖR KENNARA rins og frá var skýrt hér í ^ blaðinu í gær hafa und- anfama mánuði staðið yfir viðræður milli samtakakenn ara og menntamálaráðherra um kjör kennara. Hafa allir stjómmálaflokkar verið sam mála um, að réttlætanlegt væri að bæta nokkuð kjör kennara, borið saman við laun annarra stétta þjóðfé- lagsins. Ríkisstjómin viðurkenndi, að sú breyting hefði orðið á stöðum kennara, að hún rétt lætti nokkra greiðslu þeirra fyrir aukastörf, og varð að samkomulagi milli kennara- samtakanna og hennar, að kennarar fengju greiðslu fyr- ir aukastörf, sem næmi laun- um fyrir fjórar kennslustund ir vikulega þá mánuði, sem skólar starfa. Því ber að fagna, að slíkt samkomulag skuli hafa náðst, enda munu allir vera sam- mála um það, að kennarar séu vel að þessari auka- greiðslu komnir. Góðir kenn- arar leggja á sig mikia heimavinnu og eiga að fá sómasamlega greiðslu fyrir hana. Á það hefur verið bent, að sérhver heilbrigður mað- ur legði á sig mikið erfiði til að búa börnum sínum sem bezta framtíð. Þess vegna ætti hann ekki að sjá eftir þeim hlut, sem hann leggur til greiðslu kennara- launa og verður til þess að hæfari menn fást til að ann- ast uppeldi og menntun barna hans en ella. SAMNINGS- RÉTTUR OG KJARADÓMUR 17iðreisnarstjc óminni hefur tekizt að ná samkomu- lagi við bandalag starfs- manna ríkis og bæja um fyr- irkomulag við ákvörðun launakjara opinberra starfs- manna, og hefur nú verið flutt stjórnarfrumvarp um þetta efni, sem gert er ráð fyrir að verði að lögum á þessu þingi. Meginatriði hins nýja frum varps eru þau, að opinberir starfsmenn fá nú samnings- EINS og frá hefur verið skýrt, í fréttum, flutti brezki fjármála- ráðherrann, Selwyn Lloyd, fjár- lag-aræðuna í brezka þinginu sl. mánudag. Fjárlagaræðunnar er ætíð beðið með nokkurri eftir- væntingu í Bretlandi, ekki síður en annars staðar. Einkum munu fjármálamennirnir í „City“ hafa verið eftirvæntingarfullir, því að frétzt hafði að í ráði væri að leggja nú í fyrsta sinn skatt á ágóða af kauphallarviðskiptum. Ýmis önnur atriði komu fram í ræðu ráðherrans, s. s. breyting- ar á söluskatti m. a. af bílum, gosdrykkjum og rjómaís. Hins vegar þykir sýnt, að nokkuð hafi brugðið til hins betra í brezku efnahagslífi undanfarið ár, þótt margir telji að meira hefði mátt gera tii þess að styrkja aðstöðu iðnaðarins. Engar sérstakar ráðstafanir til þess að bæta aðstöðu brezka iðnaðarins Það vakti nokkra athygli, að í fjárlagaræðunrii var ekki getið neinna sérstakra ráðstafana til þess að bæta saimkeppniaðstöðu iðnaðarins, á erlendum markaði. Þó er vitað, að brezka stjórnin Ihefur í hyggju að gera áætlanir um að veita iðnaðinum aukna aðstoð, bæði með tilliti til vænt- anlegrar þátttöku í Efnahags- bandalaginu, og ekki sízt með til liti til næstu kosninga. Bersýni- legt er, að fceðið er með að gera þessar ráðstafanir, þar til síðar. Hins vegar benti fjórmálaráð- herrann á, að nú hefði brugðið til batnaðar hvað snerti greiðslu jöfnuð, og væri það afleiðing stefnu ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálurn á sl. ári. Pundið nyti nú vaxandi trausts, og allar líkur væru á því, að Bretland fengi sinn hlut i auknum atþjóðavið- skiptum. Margir höfðu búizt við því, að skattur sá, sem í fyrra var lagður á brennsluolíu, að upphæð 10%, yrði nú afnuminn, þar eð olía er mikiil kostnaðarliður hjá sum- um stórum iðnfyrirtækjum. Myndi niðurfelling hans hafa miðað að þvá að ke-kka verð á út flutningsvörum. Svo fór þó ek'ki, og er sýnt, að sjónarmið stjórn- arinnar, þess efnis, að vernda beri kolar.ámurnar, með því að halda uppi. verði á olíu eigi enn fylgis að fagna. Sú breyting var þó gerð, á hög- um iðnaðarins, að felldur var niður skattur, er í fyrra var lagð ur á þá iðnrekendur, sem einik- um byggðu rekstur sinn á vinnu- krafti iðnverkamanna. Sá skattur miðaði að því, að fá iðnrek- endur til þess að bæta og auka vélakost sinn, og byggja frekar á honum, til að auka framleiðslu og útflutning, «n vinnukrafti ein- um saman. Neyzlu skal haldið niðri, — „rjómaísskatturinn“ Fjármálaráðherrann tók það fram í ræðu sinni, að aukin neyzla innan lands, gæti því að- eins orðið, að útflutningur ykist að sama skapi. Hann taldi kjarna brezks efnahagslífs vera heil- brigða, alþjóðlega samikeppni, án tillits til þess, hvört gengið yrði í Efnahagsbandalagið, eða ekki. Hann áleit það firru eina, að á árinu 1963, eða síðar væri hægt að auka tekjur einstaklinga, án þess að það héldist í hendur við almenna efnahagsþróun. Hann taldi, að hámark þeirrar tekju- aukningar, sem búast mætti við á næsta fjárhagsári, væri um 4%. Engar breytingar verða á tó- baksverði. Margir höfðu búizt viS því, að stiórnin myndi nota sér hinar nýbirtu læknaskýrslur, um skaðsemi reykinga, til þess að hækka söluskatt á tóbaki. Ráð- herrann lýsti því yfir, að vindl- ingar yrði ekki gerðir það dýrir, að almenningur yrði að hætta reykingum. Hins vegar kom fram, að sölu- skattur á rjóaís, súkkulaði, kexi Og gosdrykkjum, hækkar 1. maí, og er áætlað að það getfi um 30 milljón punda aukatekjur í ríkis- sjóð á þessu ári, en um 50 mill- jónir árlega, eftir það. Þetta vakti mikinn kurr, og risu menn í stjórnarandstöðunni upp, og töldu. að hér væri verið að leggja skatt á vasapeninga barnanna. Er fréttin barst til „City‘“, þar sem helztu fjármála- menn landsins, og banikar, hafa aðsetur, var fjárlagafrumvarpið þegar skírt „rjóaíssfrumvarpið“. Lægri söluskattur á bílum, kæll- skápum og sjónvarpstækjum — tekjur ríkissjóðs þó óbreyttar Tilkynnt var, að felldur yrðl niður sérstakur aukasöluskattur, sem lagður var á flest allar neyzluvörur í fyrra. Hins vegar verður venjulegar söluskattur hækkaður um sömu upphæð, þ. e. 10%, svo að engar breytingar verða á verði vindlinga, áfengij 0. fl., sem framleitt er í Bret- landi, og tekjur ríkissjóðs af þess um liðum haldast óbreyttar. Hins vegar verða gerðar nobkr ar athyglisverðar breytingar 4 þremur hæstu flökkum sölu- skatts. Þannig verður söluskattur á bifreiðum, útvarps- og sjón- varpstækjum laakkaður úr 55% í 45%. Söluskattur af þvottavélum, kæliskápum og ýmsum öðrum heimilistækjum var áður 27,5%, en nú læk&ar hann 25%. Tveir flökkar söluskatts, 13%% og 5 % % voru felldir saman í einn flokk, 10%. Þær lækkanir, sem gerðar voru á söluskatti svönefndra „luxus- vara“, s. s. bifreiða og kæli- skápa eru taldar vera stjórnmála legs eðlis, og vera gerðar til þess að reyna að auika fylgi fhalds- flokksins meðal millistéttarfóks, og er það vísað til úrslita þeirra aukakosninga, sem fram hafa farið í seinni tíð. Ágóði spákaupmanna skattlagður í fyrsta skipti er nú gert ráð fyrir því, að lagður verði tekju- skattur á ágóða þeirra, sem hagn- ast á kauphallarviðskiptum. Slík- ur skattur hefur víðast verið lagður á, í Evrópulöndunum, og Bandaríkjunum, en aldrei í Bret landi. Vitað var, að slíkt ákvæði var væntanlegt, og hafði það lagzt Frh. á bls. 14. Selwyn Lloyd stendur á tröppum fjármálaráðuneytisins brezka, á mánudaginn var, og heldur á tösku þeirri, sem fjárlagaræðan er geymd í, er ráðherrann heldur til þingsins. Taskan á sér gamla sögu, eins og sjá má, hve snjáð hún er. rétt, en hins vegar ekki verkfallsrétt. Er gert ráð fyr ir því, að kjaradómur komi til skjalanna, ef ekki næst samkomulag milli aðila. Endanlegt ákvörðimarvald um kjör opinberra starfs- manna er því lagt í gerð og skal kjaradómur meðal ann- ars hafa hliðsjón af kjörum launþega, sem vinna við sam bærileg störf hjá öðrum en ríkinu, kröfum sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sérhæfni starfsmanna og afkomuhorfum þjóðarbúsins. Með þessari nýskipan má gera ráð fyrir að ljúki á- rekstrum milli opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins um launakjör. Þegar ekki næst samkomulag fellur úr- skurður óháðs aðila, sem báðir eru bundnir af. Hér er um að ræða viða- mikið mál, sem lengi hefur verið unnið að og skoðanir voru mjög skiptar um. Má telja það mikla gæfu, að sam komulag sikuli hafa náðst um flutning þessa frumvarps og byggist það sem önnur stór- mál fyrst og fremst á at- hafnasemi Viðreisnarstjómar innar og skilningi á þörfum þjóðfélagsþegna. Nú horfast menn loks í augu við vanda- málin og leggja til atlöguvið þau. Þess vegna hefur hinni þróttmikiu ríkisstjóm tekizt að koma hverju stórmálinu af öðru heilu í höfn. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.