Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 13. apríl 1962 MORGUNBLAÐIÐ 17 Eldhúsdagsumræðuinai Aðalfundur Sjálfstæðis- *' félags Oðins í Arnessýslu -■ Framh. aí bls. 1 /f Hinn nýorðni formaðui Fram- sðknarflokksins, Eysteinn Jóns- son, tók fyrstur til máls. Hann taldi ríkisstjórnina hafa ætlað sér tvennt, 1) að koma á varan- legu jafnvægi í efnahagsmálum og 2) gerbreyta þjóðfélagsháttun- um. Það fyrra hefði henni ekki tekizt, nsma síður vseri, en hitt væri hún á góðri leið með þjóð- inni til ills. Bætt gjaldeyris- staða nú ætti aðeins rætur að rekja til aukinna lausa- skulda og ekkert benti til i þess að heildarhagur þjóðarinn- ar hefði batnað. Aukin fram- leiðsla til sjávar óg sveita hefði ekki orðið veg ía efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar heldur þrátt fyrir þær einungis af því að vinstri stjórnin hefði árið 1958 verið búin að búa svo vel í hag- inn. Landhelgin hefði aldrei stækkað, ef núverandi stjórnar- flO'kkar hefðu fjallað um málið, þeir hefðu minnkað hana, eftir : að þeir komust til valda. Vísitölu farganið, sem gert hefði út af við vinstri stjórnina, hefði tekizt að afnema strax 1959, vegna þess hve Framsoknarmenrí hefðu hag- að sér vel í stjórnarandstöðunni. í>eir hefðu miðað allt við þjóðar- hag — and.stætt því, sem Sjálf- stæðismenn hefðu gert fyrrum. Þá kvað Ey.J. Alþýðuflokkinn xiú mjög breyttan og léti hann allt undan Sjálfstæðismönnum, sem fýrir bragðið færðu sig æ méir upp á skaftið. Skattaáþján, okurvextir Og tilbúinn fjármagns skortur stæði allri heilbrigðri uppbyggingu fyrir þrifum. í verkföllunum í fyrra hefði al- gjört öngþveiti blasað við, en þá hefðu Framsóknarmenn og sam- vinnufélögin fundið hógværa og raunhæfa lausn. Árangurinn hefði ríkisstjórnin í reiði eyði- lagt með ástæðulausri gengis- laekkun. Dýrtíðin hefði enn auk- izt og væri ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi af þeim laun- um, sem menn gætu unnið sér inn. Þegar svo væri komið þýddi ekki að ,,gorta af nokkrum gjald eyriskrónum". Með harðri bar- áttu hefði þrátt fyrir allt tekizt að þóka nokkrum málum ríkis- stjórnarinnar til betri vegar en ekki dygði minna en að svipta flokka hennar þingmeirilhlutan- um og ta'ka upp „framleiðslu- stefnu“ á ný. ★ ' 1 Þá tók forsætisráðherra, Ólafur Thors, til máls. Lýsti hann ástand inu, þegar vinstri stjórnin hröikikl aðist frá völdum,. Sjóðir voru tæmdir, lánstraust horfið erlend- is, og við blasti öngþveiti og upp- lausn inn á við en gjaldiþrot út á við. Forsætisráðherra þeirrar etjórnar sagði ekkent bíða nema óðaverðbólgu, þegar hann sagði af sér. Þeir, sem þá tóku við, gerðu sér ljóst, að skjóbs .bata gat ekki verið að vænta. Báð- 6tafanir, sem gerðar voru til bjargar, hafa sannað gildi sitt. Gjaldeyrissj óðir hafa vaxið, spari Jnnstæður stóraukizt og álit þjóð arinnar endurreist. Því reið ó að eyðileggja efcki þann grund vöil, sem lagður hafði verið, held- ur treysta hann betur. — Þá var komið fnam með óraunhætfar kaupkrötfur og verkföll skuillu á. Að þeim loknum numu kaup- hækkanir 13—19%, sem útilok- að var, að atvinnuvegirnir gætu Iborið. Sjávarútvegur var illa farinn af völdum stórkostlegs verðfalls, eíldarvertíðar, sem brást, slæmr- ar vetrarvertíðar og aflaleysis togara, er var meira en það hafði verið um 20 ár. Sjávarútvegur- inn gat ekki tekið á siig auknar Jaunabyrðar nema að fimmfödduð um afköstum. Iðnaður, verzlun Og siglingar, atvinnugreinar, sem háðar höfðu vérið verðlagseftir- liti um árabil, áttu allt í einu að igreiða aukin laun af „gróða“ sin- um. Kaupgreiðslugeta þessara at- vinnuvega var athuguð gaumgæfi lega, Og var niðurstaðan sú, að afkoma þeirra leyfði ekki aukin vinniulaun, nema afurðir þeirra hiækkuðu í verði að sama skapi. Þetta átti og við samrvinnuhreyf- inguna, enda hækkuðu fyrirtæki hennar afurðir sínar eins og aðr- ir. í kjölfax þessa hlaut síðan gerígislækfcun að fylgja. — Þá heldur stjórnarandstaðan því stöðugt fram, að stjórnin ráði yfir e.k. kínalífselixír, sem allt geti bætt. Það sé vaxtalækkun. Með því tali andar ósktljanlega köldu til sparifjáreigenda. En að auki er þetta vaxtalækkunartal tóm firra. Allar vaxtagreiðslur i öllum lánastofnunum á öllu land- inu allt sl. ár námu 400 millj. kr., en launahækkanirnar námu 550 til 600 millj. kr. Nú er því haldið fram, að með vaxtalæfckun sé at- vinnuvegunum unnt að greiða alla kauphækkunina, jafnvel þótt hún væri ekki nema t.d. 70 millj. kr. á ári! Hér væri um augljós falsrök að ræða. Atvinnuvegirnir voru með öllu ófærir að taka kauphækkanirnar á sig, og ein- hver vaxtalæfckun gat aldrei orð ið nema örlítið brot launagreiðslu hækkananna. — Þá gerði ræðu- maður samaniburð á nýiegum launasamninigum Svia til tveggja ára, þar sem samið var um 2—3% hækkun á ári, og kaupkröfum hér lendis. íslenzkur þjóðarbúskapur væri ekki fær um að veita miklu meiri kauphæfckanir en hinn sænski. Sænska verkalýðshreyf- ingin skildi, að of stórstígar kaup hækkanir leiða alltaf til ófarnað ar og gengislækkunar. — Ríkis- stjórnin myndi ekki hika við að vinna að jákvæðum árangri við- reisnarinnar, sem kæmi æ betur í ljós. Stjórnarandstaðan hefði fyrst sagt, að viðreisnin væri að fara út um þúfur, síðan að hún færi að fara, svo að hún myndi gera það, en nú væri hún svo ágæt, að þjóðarbúið eigi að þola meiri kauphæfckanir. — Stjórn- arflokkarnir tóku við þjóðarbú- inu í rústum, héldu rétt á málum og reistu það við með viðreisn- araðgerðunum, en siðan átti að leggja allt í rústir að nýju með nýrri kaupskrúfu. Tekið hefði verið á móti á réttan hátt, og nú væri viðreisnin búin að sanna, að rétt stefndi. Stjórnin kappkost aði að finna rétt úrræði og þyrði að framifylgja þeim, í stað þess að lyppast niður eins og vinstri stjórnin. ★ Af hálfu kömmúnista eða Al- ’iýðubandaiagsins talaði við fyrstu umræðu Karl Guðjónsson. Hann sagði, að þótt látið hefði verið í veðri vaka, að stjórnin fylgdi nýrri stefnu, viðreisnar- stefnunni svonefndu, væri nú að endurtaka sig gamla sagan, þ. e. reynt væri að ná vaxandi auði á vald hinna ríku á kostnað hinna efnaminni, úr höndum framleiðenda í hendur allskyns milliliða. Þetta ætti sér þó stað með nokkuð breyttum hætti, vegna breytingar á atvinnuhátt- um, en þar væri erlendum aðil- um ætlað mikið hlutverk. Rík- isstjórnin hefði staðið í vegi fyr- ir sanngjötnum kaupkröfum verkalýðsins. Framleiðsla befði aukizt og söiumöguleikar batnað, en þá hefði verið gripið til geng- islækkunar Og í því sambandi brotin stjórnarskrá landsins. Jafn framt hefðu svo tollar og aðflutn- ingsgjöld, sem renna í ríkissjóð, hækkað. Karl Guðjónsson kvað nú allt benda til þess að ekki ætlaði að linna þeim vinnudeil- um, sem jafnan leiddu af órétt- látum kjörum. Vinnustöðvan- irnar nú væru ekki „vélráð kommúnista“ og hefðu engan pólitískan tilgang. Þó að flestar aðstæður hefðu batnað hefðu lífs- kjörin rýrnað í tíð ríkisstjórnar- innar. Taldi Karl Guðjóns- son stjómina hafa unnið sér til óhelgi með margkyns ávirð- ingum, sem of langt væri að telja til enda. Gjaldeyrisstaðan hefði að vísu batnað nokkuð, en það hefði aðeins tekizt með óeðlileg- um ráðstöfunum, sem bitna mundi á þjóðinni síðar. Aukins viðskiptafrelsis nytu aðeins heild salarnir, sem réðu nú hvar þeir keyptu vörurnar og þyrftu ekki að taka tillit til þess, hverjir keyptu af okkur. Máli sínu lauk Karl Guðj með því að líkja að- gerðum ríkisstjórnarinnar við rán og ofbeldi OAS hreyfingarinnar í Alsír, og kvað hvorki mega spara krafta né íyrinhöfn í viðureign- inni við þá fyrrnefndu. ★ Þá tók sjávarútvegsmá’laráð- herra, Emil Jónsson, til máljs. Hann minnti á, að gjald- eyrisstaðan hefur batnað mjög verulega hjá núverandi stjórn. Á einu ári hefðu gjaldeyrissjóðir vaxið úr 123 millj. kr. í 703 millj. kr. Sparifjáreign hefði stóraukizt, eða á sl. 12 mánuðum um 622 millj., þar af um 90 millj. í jan. og febr. á þessu ári. Þegar við- reisnin hófst, þurfti að gera ýms- ar allharkalegar ráðstafanir til björgunar, svo sem gengisrétt- ingu og vaxtalækkun. Andistæð- ingarnir spáðu samidrætti atvinnu vega, vinnuleysi og versnandi af komu almennings. Ekkert hefði rætzt. Fnamleiðslan vaxið, eftir spurn eftir vinnuafli mjög mikil, enda hefðu t.d. bótagreiðslur at- vinnuleysistryggingasjóðs árið 1960 numið 800 þús. kr., en nettó- tekjur sjóðsins á sarna tíma voru 66.7 milljónir. Gengislækkunin hlaut að hafa í för með sér hækk- að verð á erlendum vörum, en jafnvægi í þeim efnum náðist á einu ári. Um kauphæfckanirnar og afleiðingar þeirra væri það að segja m.a., að útiiokað hefði verið að launagreiðendum tækist að hrista mörg hundruð milljóna kr. hækkun fram úr erminni, enda hefðu jafnvel fulltrúar samvinnu hreyfingarinnar skömmu áður sagt, að 4% hækkun til kvenna væri meiri en fyrirtæki þeirra gætu borið .— Allt stefndi nú í rétta átt, viðreisnin stæði föst- um fótum, og þegar væri farið að draga úr bráðabirgðaráðstöfun- um; t.d. hefðu vextir þegar lækk- að, og vonir stæðu tiil, að þeir lækkuðu aftur innan tíðar. ★ Önnur umferð umræðnanna hófst með ræðu Ágústs Þorvalds sonar, þingmanns Framsóknar- flokksins, sem gerði afkomu bændastéttarinnar einkum að umtalisefni. Saigði hann meðal annars helztu landibúnaðaratfurðir hefðu hvergi nærri hækkað tiil samræmis við annað. — Ættu hinar gífurlegu gengislækkanir mikla sök á því, hvernig komið væri. — Þá taldi Ágúst Þorvaldsson öll lánakjör hafa hríðversnað og stofnlárlasjóðina verið eyðilagða. Nú hefði verið hafizt handa um að rétta þá við en þá brygði svo við, að bænd- um sjálfum væri ætlað að greiða til þeirra mikið fé — í stað þess að taka af fé þjóðar- innar allrar. Ekki kvaðst ræðu- maður ætla að spá neinu um það, hve lengi bændur fengju risið undir þeim margvíslegu klyfjum, sem á þá hefðu verið lagðar, en þeir væru mjög farn- ir að láta á sjá. Svo virtist sem ríkisstjórnin stefndi að því að fækka bændum verulega. Slíkt væri ekki þjóðinni til heilla. — Þvert á móti þyrfti að fjölga þeim að mun. ★ . Síðari helmingurinn atf þess- um ræðutíma Framsóknarflokks ins kom í hlut Ingvars Gíslason- ar, sem í upphatfi máls síns kvað forsætisráðherra hafa gert of lítið úr þunga vaxtabyrðar- innar. — Strax í ársbyrj- un 1960 hefði stefna stjórn- arinnar verið mörkuð og hún lýst yfir þeim ásetningi sín- um að losa þjóðina við styrkja- og uppbótakerfið, erlenda skulda söfnun og viðskiptahalla. — Um þetta hefðu allir getað verið sammála, en aftur ágreiningur um leiðir. Og með því að fara þá leið, sem ríkisstjórnin valdi, hefði hún ekki getað efnt lof- orð sín. Samdráttur hefði kom- ið í stað uppbyggingar. Gróði fárra einstaklinga og bankanna hefði verið aukinn á kostnað almennings. Ægileg flóðalda verðhækkana á nauðsynjavörum hefði skollið yfjr og allar fram- kvæmdir herpzt saman. Þrátt fyrir viðreisnina væri þó „víða AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags ins „Óðins“ Selfossi var hald- inn 14. þ.m. Þorsteinn Sigurðsson form. flutti skýrslu fráfarandi stjórnar. Axel Jónsson, fulltrúi framkvæmdastjóra Sjáltfstœðis- flokksins ílu’tti erindi um skipu lagsmál Sjálfstæði'SÆlokksins. Þá voru samiþ. lagabreytingar sam kvæmt bi-eyttum skipulagsregl- um flokksins. Fólagssvæði SjáM stæðisfélagsins „Óðins“ var á- kveðið Gaulver j abæjarhreppu:i\ Sandvíkurhreppur, Hraunprýðis hreppur, Viillingaholtsihrep'pur ög Selfoss. í sjórn voru kosnir: Þorsteinn Sigurðsson, Selfossi, form. Vig- fús Einarsison, Seljatungu, Einar Sigurjónsson Selfossi Bjarni Ó1 aflsson Króki og Runólfur Guð mundsson ölversholti. Varastjórnarmenn: Skúli B. Ágústsson Selfossi Sigurður Guð mundsson, SeMossi, Einar Sigur jónsson, Miklaholtshellir, Páll Jónsson, Selfossi og Gunnar Sig urðsson, Seljatungu. Endurskoðendur: Einar Páls son, Selfossi og Sigurður Ás- björnsson, Selfossi. Þá fór fram kosning fulltrúa í fulltrúaráð Sjálfstœðistfélag- ann í Árnessýslu og kjördæmis ráð SjáiMstæðisflokksins í Suður landsikj ördæmi. Að loknum aðaMundarstörfum flutti Sigurður Óli Ólaflsson, al þingismaður yfirlit yfir gang helztu þingmála, voru síðan al- mennar umræður og tóku marg ir til máiis. Kom í ljós hjá ræðu- mönnum mikill áhugi fyrir Stotfn lánadeild . landibúnaðarins og var land'búnaðarráðherra sér- staklega þökkuð forusta hans í því miikla hagsmunamiáli bænda stéttarinnar. fjör í atvinnulífinu", en það væri vegna góðs árferðis, ein- stakra aflabragða og hagstæðs söluverðs — svo og fyrir ráð- stafanir Framsóknarflokksins meðan hann var við völd. ★ Næstur talaði Jónas Pétursson. Ræddi hann fyrst um vega- mál og nauðsyn þess að búa í haginn fyrir aukna vegalagn- ingu. Síðan talaði hann um land búnaðarmál og þá aðallega um Stofnlánadeild landibúnaðarins. Kvað hann löggjöfina um hana gerbreyta allri afstöðu bænda og mikilsvert að breyta lausa- skuldum bænda í föst lán. Með- alvextir af stofnlánum bænda myndu nú vera tæp 5%. Stofn- lánadeild landbúnaðarins fengi 65 mi'llj. kr. stofnframilag úr rík- issjóði, en einnig væri vel séð um fastatekjur hennar. Myndi hún að 14 árum liðnum ráða yf- ir 500 milljónum króna. ★ Þá tók Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, til máls. Sagði hann það vera inntak ræðna stjórnarandstæðinga, «ð allt hefði verið í lagi hjá vinstri stjórninni, nema hvað hún réð ekki við vísitölu og verðlag. Þetta minnti á það, er Benedi'kt Gröndal skáld sagði á banabeði, að hann gæti hvorki genigið né andað, en an.nars liði sér vel! Fjár málaráðherra rakti síðan ýmis dæmi þess, hve mjög hefði brugðið til batnaðar frá dögum vinstri stjórnarinnar. Á s.l. ári hefði t.d. verið á 3. hundrað milljón króna hagstæður greiðslujöfnuður við útlönd. Gjaideyrisstaðan hefði á tveim- ur árum batnað u-m 920 millj. kr. Áður var jafnan greiðslu- halli en nú öfugt, og árið 1960 voru útgjöld ríkissjóðs í fyrsta iskipti lægri en áætlað hafði ver- ið. Þá hefðu umbætur verið gerðar £ opin'berum rekstri, sem spöruðu milljónir króna árlega. Beinir skattar hafa verið lækk- aðir stórlega, sveitarfélögum afl að nýrra tekjustofna, tollar lækk aðir o. s. frv. Allt stefndi að því að koma á réttlátari þjóðfélags- háttum. Komið yrði í veg fyrir stórfellt tap ríkissjóðs vegna vanskila á ríkisábyrgðum lén- um, sett um það ný löggjöf og eftirlit. — Vegna hárra innláns- vaxta, trausts almennings á efnahagi og fjármálum þjóðar- innar og mikillar atvinnu hefur sparifjársöfnun almennings auk- izt gífurlega, eða um rúman milljarð á tveimur árum. — Þótt allt þetta bætti kjör þjóð- arinnar á líðandi stund, þá væru ráðstafanir ' viðreisnarstjórnar- innar gerðar til að tryggja fram tíðina, tryggja, að æsfcan taki við betra landi og koma á fjár- hagslegu jafnvægi. — Þá minnt- ist fjármálaráðherra á það, hve styrkir og lán til námsmanna hefðu aukizt. — Frjálslynd og víðsýn stefna rifcti nú, sem veitti æskumönnum fleiri tækifæri en áður Finnbogi Rútur Valdimarsson talaði allan ræðutíma Alþýðu- bandalagsins í þessari umferð. Vék hann fyrst að landhelgis- málinu og ásakaði ríkisstjérn- ina fyrir að hafa „afsalað okkur rétti til að ákveða sjálfir víð- áttu landhelginnar“ fyrir „að hleypa Bretum og Vestur-Þjóð- verjum inn í hana“. Afskiptj rík isstjórnarinnar af þessu máli kvað hann „óiþarfasta og versta verk rí'kisstjórnarinnar.“ Minnstu hefði þó munað að hún hefði á síðasta ári unnið annað hliðstætt „afrek“ með þvi að „innlima" ísland í þá „pólitísku ríkjasamsteypu“ sem Efnahags- bandalag Evrópu væri og afsala þjóðinni þannig efnahagslegu sjálfstæði og sjálfsforræði um alla framtíð. Hefði verið beitt margvíslegustu blekkingum því til stuðnings að sótt yrði um inn göngu. Væri reynt að dylja fyrir almenningi raunveruleg mark- mið bandalagsins, og mundi inn- ganga í það hafa mun víðtækari áhrif en látið væri í veðri vaka, m. a. svipta íslendinga allri stjórn yfir sjávarútvegi sínum og atvinnulífi yfirleitt með öllu sem slíku fylgdi. Það væru því „fleiri en þjónar heimskommún- ismans“, sem mótfallnir væru aðild landa sinna að bandalag- inu, enda væru þar ráðamestir þeir menn, sem stutt hefðu Hitler á sínum tíma. Önnur mál ræddi þingmaðurinn ekki. ★ Að lokum tók 10. þingmaður Reykvíkinga, Eggert G. Þorsteins son. til máls. Ræddi hann í upp- hafi um vinstri stjórnina. Margir hefðu bundið vonir við hana í upphafi, þar á meðal ræðumaður, og væntu þess, að arðlausri verka lýðsbaráttu lyki. Flestra vonir brugðust þc, og að lokum andað- ist hún c-ftir langt dauðastríð. Henni reyndist erfifct að segja þjóðinni sannleikann um ástand- ið. Þrátt fyrir auknar álögur á almenning, versnaði hagur rík- isins á tímum V.-stjórnarinnar. Nú væru enn lagðar álögur, og almenningur hefði sýnt, að hann væri reiðubúinn að færa einhverj ar fórnir, þvi að landið gæti ekki búið við efnahagslegt sjálfstæði, án þess að fól'k legði eittihvað á sig. Nú væri stefnt í rétta átt til þess að tryggja öryggi og sjálf- stæði, og ástandið hefði batnað stórlega. Síðar ræddi ræðumaður að mestu um húsnæðismál, hvern ig lækka mætti húsnæðiskostnað og gera öllum kleift, einstakling- um og sveitaríélögum, að eignast eigið húsnæði. Unnið væri að endurskipulagningu laga um hús- næðismálastofnunina og um verkamannabústaði. Á því sviði hefði vanefndir V.-stjórnarinnar verið mjög miklar, og stjórnar- andstæðingar héldu nú fram á- byrgðarlausum fullyrðingum um þau mál, sem fólk gæti ekki tek- ið mark á. Rakti ræðumaður síð an hinar miklu umbætur í þess- um efnutn, sem auðvelda öllum að eignast mannsæmandi hús- næði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.