Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 8
8 MOPcrnvnr í»ib Fðstudagur 13. aprll 1982 Með því að gera ráð fyrir verkföllum um lausn deilumála er hvorki ríkinu né starfsmönnum greiði gerður 'A FUNDI efri deiidar Alþingis 'í gaer grerði Gunnar Thoroddsen, jf jármálaráðherra, grein fyrir jfrumvarpi ríkisstjórnarinnar um fcjarasamninga opinberra starfs- pnanna. Samþykkt var að vísa (frumvarpinu til 2. umræðu og Jfjárhagsnefndar. I' SAMÞYKKT EINRÓMA t STJÓRN BSRB i Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, kvað þetta mál eiga Oangan aðdraganda og langa teögu. Á morgum þingum BSRB hafa verið samþykktar ályktaii- Sr og áskoranir í þá átt, aiö opin- Iberir starfsmenn fái samnings- rétt um launa- og kjaramál sín til jafns við aðra launþega. — Skipan sú, er hingað til hefur jgilt um þessi mál, er sú, að Al- þingi ákveður með launalögum laun og önnur kjör opinberra starfsmanna. Að vísu hetfur þó sú orðið venjan við setningu hinna síðustu launalaga, að ítar- legar viðræður hafa farið fram milli fulltrúa ríkisstjómarinnar og fulltrúa BSRB. Og má raun- ar segja um nokkur hin síðustu skipti, er laima- lög hafa verið sett, að þau hafi í megin- atriðum verið byggð á sam- komulagi, sem orðið hefur milli rikisstjómarinn- ar og bandalags ins. Hins vegar hefur hér ekki verið um samn- ingsrétt að ræða og hin endan- Bifreiðaeigendur MUNIÐ HJÓLBARÐAVIÐGERÐINAR. Verkstæðið á horni Miklubrautai og Háaleitis (á móti bílaverkstæði NK Svane). Opið alla daga frá kl. 8 f. h. — 23 e.h. Skrifstofustúlka með vélritunarkunnál ta óskast á skrifstofu nú þegar. Einhver bókhaldsþekking æskileg. — Tilboð ásamt kaupkröfu sendist afgr Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „Skrifstofustúlka — 4497“. Ti1 fermingagjafa Myndavélar í ú r v a 1 i . Verð frá kr. 180.00. TÝLI H.F. Austurstræti 20 Veggflísar Stærðir: 10 x 10 cm og 15 x 15 cm. Litir: hvítt, svart, ljósblátt, ljósgrænt, blágrænt og gult fyrirliggjandi Einnig tilheyrandi flísalím og fúusement. Þ. Þorgrímsson & Co. Borgartúni 7 — Sími 22235. Údýror prjónovörur Vegna flutnings á prjónastofu O.FÓ. frá Borgartúni 3 að Grensásvegi 46, verður til sölu í dag, föstu- dag, eftir kl. 13 og næstu fösrudaga á sama tíma, mikið úrval af lítilsháttar gölluðum prjónavörum á mjög hagstæðu verði í Ullarvörubúðinni Þingholts- stræti 3. — Komið og gjörið góð kaup. Ullarvörubúðin. lega ákvörðun verið í höndum löggjafans. Rakti ráðherrann síðan nokk- uð sögu þessa frumvarps, frá því fyrst var skipuð nefnd til að vinna að því í nóvember 1959. Er nefnd þessi klofnaði um málið skipaði ríkisstjómin nefnd þriggja manna, er skildi vinna úr upplýsingum og álit- um þeim, er fram hefðu komið. Loks var svo sú leið valin, að kveða þessar nefndir báðar saman ásamt formanni BSRB og freieta þess að ná samkomu- lagi, og voru þessi vinnúbrögð viðhöfð í samráði við stjórn bandalagsins. Sl. mánudag tók svo ríkisstjórnin lokaákvörðun um þau atriði, er enn voru ó- leyst, og lagði málið þannig fyrir þandalagsstjómina og á fundi stjórnar bandalagsins sama dag var samþykkt ein- róma með atkvæðum allra níu stjórnarmannanna að mæla með því, að frumvarpið yrði lögfest, þar sem með því sé svo mark- verðum áfanga náð, þótt hún viðurkenni ekki réttmæti þess, að kjör launþega skuli ákveðin með lögskipuðum gerðardómi LAUNALÖG ÚR SÖGUNNI Varðandi mál þetta í heild sagði ráðherrann, að ríkisstjórn- inni og stuðningsflokkum henn- ar virtist einsætt að ganga til móts við óskir opinberra starfs- manna um að viðurkenna samn- FRAKKAR FRAKKAR FRAKKAR POPELIN - TERYLENE í páskaferðina SKÍÐABLÚSSUR SKÍÐABUXUR STRETCH VINDSÆNGUR ingsrétt, veita samningsrétt til handa hinum opinberu starfs- mönnum. Að vísu sé kunnugt, að ýmsum þyki í allmikið ráð- izt, er Alþingi afsalar sér því valdi, sem það nú hefur með setningu launaiaga og feli end- anlegt úrskurðarvald um launa- kjörin kjaradómi, ef samningar takast ekki. Þá er og kunnugt, að sumir eru þeirrar skoðunar, að opinberir starfsmenn eigi ekki aðeins að fá samningsrétt heldur einnig verkfallsrétt, eins og stéttafélögum er veittur eða viðurkenndur með lögum um stéttafélög og vinnudeilur. — Kvaðst ráðherrann ætla, að með^ frumvarpi þessu væri fund- inn og valinn hinn gullni meðal vegur. En hann er í stórum dráttum í því fólginn að veita hinum opinberu starfsmönnum samningsrétt. Og náist ekki samningar, skuli sáttasemjari fjalla um málið. Leiði slíkt heldur ekki til niðurstöðu, skuli kjaradómur, þar sem báð- ir aðilar eiga fulltrúa, en Hæstiréttur skipar þó meirihlut- ann í, útkljá málin tiil fullnað- ar. M.ö.o. er gert ráð fyrir með frumvarpinu, að launalög séu úr sögunni að því er snertir kjara- mál annars vegar, en hins veg- ar er því banni haldið, sem nú er í lögum gegn verkfalli. Mikið undir því komið, að samstarf sé gott Loks upplýsti ráðherrann, að frumvarp þetta snerti mikinn fjölda af íslenakum borgurum. Meðlimir BSRB muni vera um 4800 og gera megi ráð fyrir, að áður en langt um líði muni það ná til mikils fjölda sveitarfélag- anna. Að sjálfsögðu er skylda rík isvaldsins að haga starfsemi sinni á svo hagkvæman hátt, að hún kosti skattþegna ekki fé að ó- þörfu, en vei.ti þeim fyrirgreiðslu óg þjónustu, sem nauðsynleg er í nútíma þjóðfélagi. En jafnframt þarf að sjálfsögðu að búa svo að opinberum starfsmönnum, að þeir megi vel við una um launa- kjör sín. örvggi og allan aðbún- að. Sumum kann að virðast í fljótu bragði, sem þessi höfuð- sjónarmið hljóti að stangast á. En svo er þó ekki, þar sem oft- lega fer saman, að hægt er með skynsamlegu skipulagi og fyrir- kómulagi á störfum að spara rík- inu fé, veita almenningi betri þjónustu og um leið bæta kjör starfsmanna Ríkið á mikið undir því, eins og hinir opinberu starfs menn sjálfir, að samstarf sé gott og skilningur rúki milli þessara aðila. Eitt af hinum stærstu viðfangs- efnum að undanförnu hefði verið að finna form fyrir ákvörðun launa opinberra starfsmanna. Kvaðst ráðherrann telja, að hvorki ríkinu né starfsmönnum þess væri greiði gerður með því að taka upp þá skipun að gera ráð fyrir verikföllum um lausn launamála. En samnings- rétturinn væri sjálfsagður og kvað hann von sína og trú, að frumvarp þetta, sem gengur til móts við margítrekaðar óskir op- inberra starfsmanna muni verða bæði hinum opinberu sterrfs- mönnum og ríkisvaldinu Og þjóð- inni allri til heilla á komandi ár- um. Varhugavert að BSRB fari með fyrirsvarið Björn -Jónsson (K) kvað veru- legum áfanga náð með frumvarp- inu að því marki, að opinberir Ástœðu- laust að fresta af- greiðslu rík- isreiknings A FUNDI neðri deildar Al- þingis í gær urðu töluverðar umræður um ríkisreikninginn 1960. Af stjórnarandstæðingum tóku Skúli Guðmundsson (F), Einar Olgeirsson (K) og Hanni- bal Valdimarsson (K) til mála og lögðu þeir til, að afgreiðslu hans yrði frestað, þar sem við- hlítandi upplýsingar hefðu ekki fengizt varðandi útgerð togar- ans Brimness. Jón Pálmason (S) tók undir, að ýmislegt væri óupplýst um Brimnesmálið og um mörg fleiri mál. Hins vegar yrði allra upplýsinga krafizt við yfirskoðun næsta reiknings og væri því ástæðulaust að fresta afgreiðslu reikningsins þess vegna. starfsmenn fengju fullan samn- ingsrétt, en á hinn bóginn „geymdi það ýmist óhæf eða var- hugaverð atriði." Hið jákvæða við frumvarpið væri, að með því væri samningsréttur BSRB við- urkenndur, hins vegar væru þessi mikilsvirðu rétt- indi eyðilögð að verulegu leyti með ákvæðinu rm kjaradómþar sem opinberir starfsmenn ættu sem aðrir laun- þegar skýlausan rétt til verkfalla. Þá taldi hann óihæft atriði, að fjármálaiáðherra færi með fyrirsvar ríkissjóðs, en sjálfsagt að Alþingi eða þing- kjörin nefnd hefði það með hönd- um. Loks taldi hann varhugavert, að BSRB færi með fyrirsvar op- inberra starfsmanna, þótt það kynni að líta vel út á pappírnum. Kvað hann það einkaleyfi brjóta í bága við bin almennu lýðræð- islegu lögmál, er virða beri f lagasetningu sem þessari, en sjálf sagt væri að starfsgreinasambönd in færu með fyrirsvarið, svo sem væri með stéttarfélögin. Um mjög merkilegt mál að ræða Ólafur Jóhamnesson (F) kvsð kjarna þessa máls, að gert væri ráð fyrir, að ríkisstarfsmenn fái samningsrétt um launakjör sín. Hér væri því um stórmál og mjög merkilegt mál að ræða. Launamál opinberra starfs- manna væru nú komin í slíka sjálflheldu, að bæði væri skyn- samlegt og eðlilegt að stíga þetta spor, dómur reynslunnar yrði svo að skera úr, hvernig það gæf- ist. Hér væri á ferðinni stórmál Og því margs að gæta. Alþingis- menn mættu ekiki og gætu ekki litið á það aðeins frá sjónarmiði opinberra starfsmanna, heldur yrðu þeir einnig að meta önnur sjónarmið, sérstaklega þó skattþegana, hver greiðslugeta þeirra sé og bva langt sé unnt að ganga með hlið- sjón af þeim. Kvaðst hann þess vagna har.ma það mjög, að frum- varpið hefði svo seint verið lagt fyrir. Fruimvarpið kvað hann árang- ur langra samningaviðræðna milli BSRB og ríkisstjórnarinnar og væri því nánast eins konar samningur þeirra á milli. Fram- sóknarmenn myndu þvi þegar að þeirri ástæðu vinna að skjót- um framgangi þess í því formi og í þeim megindráttum, sem það væri, ella mundi grundvell- inum kippt undan samkomulag- inu og forsenda frumvarpsins har með bresta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.