Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl — eftir loknn — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Borgin okkar Sjá bls. 3. Flutningaskipið Sucrte frá Líbanon strandaði fyrir skömmu út af strönd Nova Scotia skammt frá Halifax. Skipið skemmdist mikið og var dregið á haf út þar sem það sökk. Var þetta gert til að brennsluolía skipsins blandaðist ekki sjónum við ströndina og grandaði fugl um. B j ör<íunarafrekið við Látrabjarg ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur og Slysavarnafélag íslands sýndu Björgunarafrekið við Látrabjarg í Tjarnarbæ sl. þriðjudag við góða aðsókn, en vegna óska margra verður sýn- ingin endurtekin í kvöld. Óvíst er að myndin verði sýnd oftar á almennum sýningum að sinni. A * Islandskort F.l. prentað hérlendis FERÐAFÉLAG Islands hefur sem kunnugt er gefið út Lit- prentuð íslandskort síðan árið 1943. Hafa þau verið prentuð erlendis, enda gerð í 10 mis- munandi litum. Nú hefur prent- un kortanna verið hafin hér heima, í Litho-prent, og er fyrsta upplagið komið í bóka- verzlanir. Er prentun slíkra korta mjög erfið, þar sem hvert blað þarf að fara 10 sinnum í gegnum prentvélina í nákvæm- lega sömu stillingu, svo að hin hárfínu strik- falli á rétta staði og hvergi sjáist smuga á miili Talsverð síld í gær 1 GÆR komu sildarbátarnir með talsverða síld til Reykjavíkur. Bergvík kom alveg fullhlaðin, með 1200—1300 tunnur af góðri síld, sem fór í íshús. Guðmund- ur Þórðarson kom með um 800 tunnur, Víðir II 8—900, Skimix frá Akranesi með 600 og Bjam- arey með 300 tunnur og rifna nót. Síldina höfðu þeir fengið skammt vestur af Vestmannaeyj um og á Sandvíkunum. Fanney varð vör við miklar torfur út af Snæfellsnesi í fyrra- kvöld og fóru bátar þangað, en í gær fór að hvessa á þeim slóð- um. Afli var tregur hjá netabátun- um frá Reykjavík í gær. í fyrra- dag fengu Vestmannaeyjabátar samtals 900 lestir en í gær var veiðiveður ekki sem bezt. Með 2600 tunnur Fréttaritari blaðsins á Akra- nesi símaði. Heildarafli báta hér i gær var 77 lestir og aflahæstux var Fiska skagi með 10,15 1. Rær hann með línu og var á annan sólarhring í róðrinum. Höfrung'ur II fékk 2600 tunnur af síld . í tveimur köstum austan við Vestmanna- eyjar í gærkvöldi og í nótt. Var Höfrungur svo hlaðinn og siginn að segja má að hann lægi á nef- inu. 4—800 tunnur af síldinni verður flakað og súrsað. Hitt fer í bræðslu. Skírnir fékk þar og 600 tunnur og landaði í Reykja- vík. Hringnótabáturinn Heima- skagi fékk 100 tumna kast á Sand vikinni undan Reykjanesi. — Oddur. þeirra flata, sem þau eiga að ramma inn. Hefur þetta vanda- sarna verk tékizt mjög vel. Þeir Sigurður Jóhannsson, for- seti Fí, Jón Eyþórsson, fyrrv. forseti, sem kom prentun kort- anna í þetta horf, og Agúst Böðvarsson, sem teiknaði þau og hefur séð um verkið, skýrðu fréttamönnum frá þessari nýj- ung í gær. 3—4 þúsund kort á ári Ferðafélagið hóf kortaútgáfu árið 1943 og voru tvö fyrstu upplögin prentuð í Bandaríkj- unum, en síðan tók Geodedisk Institut í Kaupmannahöfn verk- ið að sér. Seljast hér 3000—4000 kort á ári. Voru kortin alltaf prentuð í Höfn þangað til í fyrra, að Jón Eyþórsson og Ágúst Böðvarsson sömdu um það við Geodedisk Institut að fá filmurnar keyptar og síðan við Lithoprent um prentunina. Kortið er af stærstu gerð, sem hægt er að prenta hér heima í hraðpressu og luku forráðamenn Ferðafélagsins lofsorði á lipurð og nákvæmni Emils Vilhelms- sonar prentara, sem prentaði kortið. íslandskortið er komið í bókaverzlanir, en Almenna bókafélagið sér um sölu á því. Það kostar kr. 56.65. Færeyingar reiöir vegna dómsins í máli Red Crusader Einkaskeyti til Mbl. frá Khöfn, 11. apríl. — í D AG, miðvikudag, svaraði Poul Hansen, landvarnaráðherra Dana, fyrirpurnum í danska þinginu varðandi fiskveiðilögsög una við Færeyjar.. Saigði róð- herrann, að Danir hefðu ekki í hyggju að breyta uirn í þeim efn- um á næstunni. Það var færeyski þingmaður- inn og presturinn, Johan Nielsen, sem lagði fram spumingar fyrir róðherrann í tilefni af dómnum sem kveðinn hefur ve.ið upp í málinu Red Crusader — Niels Ebbesen. Á grundvelli skýrslu frá lögfræðingum þeim, sem fjölluðu um málið, spurði Johan Nielsen hverjar afleiðingar það myndi hafa fyrir landhelgis- gæzlu við Færeyjar ef varðskip gætu ekki skotið föstum skotum að togurum er ekki sinntu stöðv unarmerki. — Varðskipið Niels Ebbesen hafði skotið föstum skot um á Red Crusader en það var mjög gagnrýnt í skýrslu lög- fræðinganna. Ráðherrann sagði, að skýrsl- an hefði verið lögð fyrir sak- sóknara danska ríkisins til frek- ari athugunar. Johan Nielsen sagði í ræðu sinni, að dómurinn í þessu máli hefði valdið almennri óánægju í Færeyjum. Viðureignin við Red Crusader 29. maí 1961 hefði vak ið óhemju athygli í Færeyjum. Færeyingar hafa um langt ára- bil verið bitrir yfir því að brezk ir togarar gátu stundum legið alveg uppi í landsteinum og veitt án þess nokkuð yrði við gert, þvl ekki var alltaf svo auðvelt að komast í samband við varðskip- in. Sagði Johan Nielsen ekki megna að tjá með eigin orðum tilfinningar Færeyinga, þegar tal þeirra bærisit að framkomu brezkra togara við landið. Gamla bíó fær „Tvær konur“ í MIÐVIKUDAGSBLABINU var frá því skýrt að italska Ieikkonan Sophia Loren hefði fengið Oscarverílauinm fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Tvær konur“, sem Vittorio DeSica stjórnaði, en sú mynd þykir í heild mjög góð. Nú höfum við fengið stað- festar fregnir af þvi að þessi mynd verður sýnd í Reykja- vík á þessu ári. Hefur Gamla bíó tryggt sér réttindi á henni og á von á henni á árinu. Skeyfi ITF tafðist á leið til Cuxhaven UMBOÐSMAÐUR íslenzku tog- aranna í Cuxhaven sagði Mbl. í gær í símtali, að ekki hefði þótt neinum tíðindum sæta þar, er Karlsefni kom með fisk. Hefðu engin andmæli gegn löndun bor- izt. Þjóðverja hefði vantað fisk og íslenzkir togarar væru ekki vanir að sýna útflutningsleyfi er þeir kæmu. Togarinn væri nú í slipp og ekki vitað hvort hann héldi heim á laugardag eða eftir helgi. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambandsins, talaði við fulltrúa verkalýðssamtakanna í Cuxhaven í gær. Hafði þeim ekki borizt skeyti fra ITF fyrr en í gærmorgun eftir að Karls- efni hafði selt. Skeytið hafði farið á sínum tíma frá London, en verið sent gegnum höfuð- stöðvar flutningaverkainanna- samtakanna í Þýzkalandi í Stutt gart og síðan - gegnum skrifstof- una í Hamborg og tafizt á öðr- um hvorum staðnum. , Karlsefni hefur fengið oliu og kost til heimferðarinnar, en var ekki búinn að fá nýju björgun- arbátana í gær. Þá sagði Jón, að sjómanna- samtökin hér mundu ekkert að- hafast í málinu fyrr en skjps- menn kæmu heim. 200 erlendir skátar hafa tilkynnt komu sína UNDIRBÚNIN GUR að skáta- mótinu á Leirunum á Þingvöll- um í júlímánuði í sumar, í til- efni af 50 ára afmæli skáta- hreyfingarinnar, er nú í fullum undirbúningi. — Það stendur aðeins á ákveðnum tölum um þátttakendur og að snjóinn leysi þar innfrá, sagði Guðmundur Ástráðsson við fréttamann Mbl. Um 200 skátar hafa þegar til- Moskvu, 12. apríl — (NTB) — í DAG var ár liðið frá geimferð Yuri Gagarins og var afmælið haldið hátíðlegt í Moskvu. Þar kóm m. a. Krúsjeff forsætisráð- herra fram í fyrsta skipti eftir að fregnir bárust um að hann hefði sýkzt af inflúenzu. kynnt ákveðið um komu sína. Þeir eru frá Kanada, Banda- rikjunum, írlandi, Englandi (um 80), Hollandi og Sviss. Vitað er að á annað hundrað skátar vilja koma frá Noregi, en það er erf- iðleikum bundið, þar eð flugvél- in, sem leigð hefur verið í sam- vinnu við Lönd og leiðir, tekur aðeins 86 mánns. Einnig er vit- að að stórir hópar búa sig und- ir að koma fra hinum Norður- löndunum. Var í upphafi gert ráð fyrir að 400—500 erlendir skátar mundu koma. Reiknað er með að um tvö þúsund skátar, erlendir og inn- lendir, taki þátt í mótinu og verður þá mikil tjaidborg á Leirunum. Þannig leit fólksbíllinn út eftir áreksturinn við oliubíl skanunt frá Hafnará f Melasveit s.L þriðjudag. Köstuðust báðir bilarnir út af veginum. Þó merkilegt megi virðast, slösuóust bíl- stjórinn, Guðmundur Sveinsson, og tvær konur, sem voru farþegar i bílnum, aðeins lítilshátt- ar. Olíubíllinn var farinn, þegar ljósmyndarinn kom á staðinn og tók þessa mynd af iólksbílnum - á slysstað. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.