Morgunblaðið - 01.05.1962, Page 1
Þribjud. 1. ma'i 1962
1. MAÍ ÁVARP
ALÞJÚÐASAMBANDS
FRJÁLSRA VERKft-
LÝÐSFÉLAGA
*•
Verkamenn allra landa!
Enn einu sinni sendir Alþjóðasamband frjálsra verka-
lýðsfélaga ykkur sínar innilegustu bróður- og félagskveðj-
ur á þessum alþjóðlega hátíðisdegi verkamanna, þessum
degi, sem þið helgið minningunni um brautryðjendurna, er
ruddu leiðina til þeirra afreka, sem samtök frjálsra verka-
manna hafa unnið, þeim degi, er þið lítið af festu og hug-
rekki til framtíðarinnar og strengið þess heit að gera líf
ykkar og barna ykkar enn hamingjusamara og bjartara en
það nú er.
Nú eru liðin 12 ár síðan Alþjóðasamband frjálsra
verkalýðsfélaga þeytti lúður sinn og kallaði verkalýð allra
frjálsra landa til dáða í baráttunni fyrir brauði, friði og
frelsi. Á þessum árum hafa margir sigrar verið unnir fyrir
tilstilli sameinaðs máttar hinnar alþjóðlegu og frjálgu
verkalýðshreyfingar. Enn er samt margt óunnið Qg--4rwK£*
helgar Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga á nýjan
leik alla krafta sína þeirri baráttu, sem framundan er:
— baráttunni fyrir friði og afvopnun með alþjóðlegu
eftirliti, svo endir verði bundinn á martröðina af yfirvof-
andi eyðileggingu kjarnorkuvopnanna. Sú staðreynd að nú
hafa að nýju hafizt viðræður um afvopnun á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, hefur vakið nýjar vonir meðal þjóðanna
um að þetta megi takast. Látum leiðtogum heimsins skilj-
ast að verkamenn allra landa kref jast þess að þeir sýni nú
einhvejm árangur af viðræðum sínum.
— baráttunni fyrir frelsi og endanlegri útrýmingu síð-
ustu leifanna af úreltri nýlendupólitík í Afríku og Asíu,
baráttunni fyrir frelsi verkalýðshreyfingarinnar til þess að
verja réttindi verkamanna — því frelsi, sem á stundum
hefur kostað engu minni baráttu í sjálfstæðum löndum en
þeim nýlendum er lotið hafa yfirráðum annarra ríkja, bar-
áttunni fyrir frelsi undan þeirri plágu kynþáttakúgunar og
misréttis, sem enn hrjáir allt of margar þjóðir, einkum í
Suður-Afríku og nýlendum Portúgals.
— baráttunni fyrir nægri arðbærri atvinnu, sem hver
og einn velur sér af frjálsum vilja, baráttunni fyrir at-
vinnuöryggi, styttri vinnutíma, mannsæmandi húsnæði,
nægilegri vernd og tryggingu gegn þeirri áhættu, sem er
samfara elli, sjúkdómum og örkumlum, og baráttunni fyr-
ir batnandi lífskjörum allra verkamanna heims.
— baráttunni fyrir því að gert verði sameiginlegt og
alþjóðlegt átak til þess að hjálpa þeim löndum, er eiga við
algjöra efnahagslega stöðnun að búa, svo þau geti hafið þá
iðnvæðingu og viðreisn, og öðlast það efnahagslega sjálf-
stæði, sem hlýtur að vera forsendan fyrir auknu pólitísku
frelsi og félagslegum framförum.
Til þess að ná þessu takmarki verða hin frjálsu verka-
lýðsfélög að sameina krafta sína, efla samstöðu sína og
endurskoða baráttuaðferðir sínar þannig að þau standi enn
betur að vígi en áður til að leysa af hendi þau verkefni og
vandamál, sem hvarvetna steðja að samtökum verkamanna
og háð eru stöðugum breytingum í heimi nútímans. í
þessu efni er það nauðsynlegt að hin eldri félagasambönd
haldi áfram að veita fjárhagslegan styrk til yngri og fá-
tækari félaga, sem eru að berjast fyrir því að koma undir
sig fótum í vanþróuðum löndum.
Öll þessi vandamál, sem eru hin mikilvægustu fyrir
velgengni verkafólks um heim allan, verða tekin til ræki-
legrar athugunar og umræðna á T. þingi Alþjóðasambands
frjálsra verkalýðsfélaga: í Berlín, eftir tvo mánuði, koma
fullgildir verkalýðsleiðtogar frá 5 heimsálfum saman til
fundar á sannkölluðu heimsþingi verkalýðsins. Þar munu
þeir, á fullkomlega lýðræðislegan hátt, endurskoða ræki-
lega það fulltingi, sem þeim hefur verið veitt til þess að
standa í fylkingarbrjósti fyrir baráttu verkafólks í öllum
löndum fyrir brauði, friði og frelsi, og jafnframt munu
þeir þar ákveða í stórum dráttum hvernig haga skuli
þeirri baráttu, sem framundan er.
Verkamenn allra landa! Þetta er ykkar barátta. Fylk-
ið ykkur um frjáls samtök ykkar. Eflið Alþjóðasamband
frjálsra verkalýðsfélaga í sókn þess um víða veröld fyrir
BRAUÐI. FRIÐI og FRELSI til handa öllum þjóðum!
r
J