Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 4
4
MORGl’WRT 4 01Ð
Þriðjudagur 1. maí 1962
IMagnús Kjaran
stórkaupmaður
In Memoriam
Féll að velli kunnur kappi.
Konungborin hans var sál.
Enn má dauði hrósa happi
hampar tíðum banaskál.
Hljóðlát gerist harpan strengja
hún mun g-eyma dýran sjóð.
Gott er að minnast góðra *
drengja
Og göfugra, með vorri þjóð.
Stefán Kafn.
Við lát Magnúsar Kjaran verð
ur mér hugsað til persónulegra
kynna okkar, en þau hófust ár-
ið 1934. Ég var þá sautján ára og
vann við verzlun í miðbaenum,
og var mér falið að annast inn-
kaupin. Féll mér vel að eiga
viðskipti við heildverzlun Magn-
úsar Kjaran, og fann ég fljótt,
að þar fór drenglyndur maður
og skemmtilegur í senn. Nánari
kynni síðar sannfaerðu mig um
að slíkt var honum eiginlegt.
Fyrir tveimur árum, er Magn-
ús Kjaran var sjötugur, skrifaði
ég um ha-nn afmælisgrein og gat
ég hans þá sérstaklega sem bóka
manns og bókasafnara, og enn
vil ég minnast hans sem slíks,
því þau bönd tengdu okkur ná-
ið, og skal þó ekkert endurtekið
af því er fyrr var sagt.
Dýrmætar bækur voru Magnúsi
Kjaran sem helgir dómar.
Glampi augna hans er hann
handlék einhvern kjörgripinn
sagði oft meira en langt mál.
Það var falslaus ást. ,
Hann var svo lánsamur að
hafa efni á að velja bókum sm-
um góð klæði. Snillingurinn
Ársæll sál. Árnason, bókibands-
meistari batt mikið irm fyrir
hann, svo og systur tvær Stefáns
dætur, Eiríkssonar inns oddhaga,
sem eiimig gera við bækur.
Man ég hvað Kjaran dáðist að
viðgerð þeirra á maturtabók Egg
erts skálds Ólafssonar, er útgef-
in var í Kaupmannahöfn 1774.
(Fágæt). Eintakið sem hann
fékk þeim í hendur hafði verið
illa farið, og þótt það ætti að
heita complet var það alls ekki
stafheilt. En eftir að þær höfðu
þvegið, límt undir nokkur blöð,
teiknað nokkra stafi og loks
bundið bókina inn, var hún
óþekkjanleg. Enda var það sön-n
gleði, er speglaðist á andliti
Kjarans, er hann var að segja
mér frá þessu.
Magnús Kjaran eignaðist með
tímanum eitt dýrmætasta og
vandaðasta bókasafn í einkaeign
hérlendis, lagði hann sig eink-
um eftir fornum bókum, íslenzk-
um og um íslenzk efni á erlend-
um málum. Á ferðum sínum
erlendis hér áður, gerði hann
stundum góð kaup hjá fornbóka
sölum. Man ég t.d. eftir þvi að
eitt sinn er hann var staddur í
Hamiborg í Þýzkalandi datt hann
niður á úrvals eintak af Anr.ál-
um Bjarnar á Skarðsá (Stærri
útgáfunni með latneska tekstan-
um) útgefnum í Hrappsey
1774—75. (Mjög fágæt). Fékk
hann það fyrir lítið verð. Ein-
tak af því verki var selt nýlega
fyrir hálft sjötta þúsund krón-
ur, eða rúmlega það.
í bókfræði var Magnús Kjar-
an vel heima og gaman að ræða
við hann um slíka hluti. Hann
ibar ;einnig gott skynbragð á
skáldskap, jafnt í bundnu máli,
sem óbundnu, hafði þroskaðan
smekk og kallaði ekki allt ömmu
sína í þeim efnum. Sjálfur var
hann hagmæltur en fór dult með
það og ekkert birti hann eftir
sig af því tagi. Hins vegar liggja
frá hans hendi nokkrar greinar
| i blöðum og tímaritum þar á með
al ritgerð um tölusettar bækur,
sem birtist í Árbók Landsbóka-
safnsins fyrir árin 1957—1958.
Einnig sérprentuð.
Á sínum tíma var mælzt til þess
við mig að ég læsi handrit hans
yfir og endurbætti — ef þörf
gerðist — áður en það var prent
að. Varð ég undrandi en jafn-
framt glaður yfir því hversu
vel það var unnið, og verður
það höfundi sínum til ævarandi
sóma.
Magnús Kjaran var aðalstofn-
andi Bókfellsúsgáfunnar, sem er
þjóðþrifafyrirtæki hugsjóna-
manna og hefur gefið út mörg
öndvegisrit ýmislegs efnis. Er
gleðilegt að fyrirtækið er í ör-
uggum höndum sonar hans Birg-
is, sem kunnur er fyrir smekk-
vísi á íslenzkt mál j ræðu og
riti.
Magnús Kjaran var ágætur
ræðumaður þá sjaldan hann tók
til máls. Flutti hann mál sitt
skörulega enda var maðurinn
engi veifiskati. Minnist ég þess
að eitt sinn bauð hann mér til
hádegisverðar í Oddfellow.
Sagði það væri lokaður „klúbb-
ur“ (Lions). Hann hefði tekið
saman erindi um bækur, og ég
ætti að vera heiðurgestur, eins
og hann orðaði það. Hvort
tveggja var að fyrirlestur hans
var vel saminn og flutningur-
inn áheyrilegur, enda var gerð-
ur góður rómur að máli hans.
Magnús Kjaran var alla æfi
íþróttamaður — ekki í orði held
ur á borði. — Á yngri árum
glímumaður góður og á efrum
árum sínum snjall „golf“ iðk-
andi. Stundum er ég talaði við
hann í síma um hádegisbil á
sunnudögum sagði hann. „Ja, ég
er nú búinn að vera í „golfi“ í
allan morgun." Hann var gamall
ungmennafélagi og hugsjón sinni
trúr. Drenglyndi var hans aðals-
merki.
Með léttan mal en bjartsýni
hóf Magnús Kjaran verzlunar-
störf hjá Th. Thorsteinsson,
kaupmanni, unz hann varð með-
eigandi verzlunarinnar Liver-
pool, og um langt skeið aðaleig-
andi hennar. Unz hann árið 1930
stofnaði heildverzlun þá er ber
nafn hans og sem er með traust-
ustu og beztu fyrirtækjum sinn
ar tegundar hérlendis.
— Magnús Kjaran naut þess
-heiðurs að vera falin fram-
kvæmdarstjórn Alþingishátíðar-
innar 1930 og leysti það vanda-
sama hlutverk svo vel af hendi,
að athygli vakti meðal framandi
þjóða. Vararæðismaður Svía var
Magnús Kjaran um fjölmörg ár.
Hann flutti og til lands Lions
hreyfinguna, sem nú telur
marga „klúbba“ Einnig var
hann stjórnarnefndarmaður
Rauða kross íslands um langt
árabil, svo og Félags Lsl.. stór-
kaupmanna. Margt fleira mætti
um hann segja, en ljóst er að
hér var enginn meðalmaður á
ferð. Heldur drenglyndur hug-
sjónamaður, Einn af vormöim-
um íslands.
1 persónulegri viðkynningu
HVEITIÐ
sem hver reynd
húsmóðir þekkir
... og notar
í allan baksfur
var Magnús Kjaran skemmtileg-
ur maður. Af öllum þeim mörgu
skáldum sem ég hefi kynnst er
Stefán frá Hvítadal mér minnis-
stæðastur. En í stétt kaupsýslu-
manna Magnús Kjaran. Síðast
talaði ég við hann í síma nokkru
fyrir síðustu jól, kvaddi hann,
því ég var að flytja úr bænum.
Hann bað mig blessaðan að bíða
við á meðan hann sendi mér
eina eða tvær nýútkomnar bæk-
ur. Ég yrði þó að fá samtalsbók
þeirra Matthíasar Jóhannessens
og Páls ísólfssonar. Svona var
Magnús Kjaran. Hans mun ég
lengi minnast því hann var
drengur góður
Eftirlifandi eiginkonu hans,
börnum, og tengdabörnum sndi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hveragerði 1. maí 1962.
Stefán Rafn.
Ódýrasta
sælgætið
'ngr Ingimundarson
héraðsdomslógmaður
nálflutningui — lögfræðLstörí
Cjarnargötu 30 — Simi 24753.
Hreinlœtistœki
frá SPHINX, Hollandi
WC tæki og handlaugar
Mjög vönduð
og falleg vara
Kynnið yður
verð og gæði
Heimsþekkt
vörumerki
A. fJóUcUM&SOn &
Braufcarholti 4 — Sími 24244
NAUDUIMGARUPPBOÐ
sem auglýst var í 106., 107. og 108 tbl. Logbirtinga
blaðsins 1961 á vélskipinu Hratnkell NK-100, eign
h.f. Hrafnkels, fer, að kröfu Fiskveiðasjóðs íslands,
Landsbanka íslands, Útibúsins á Eskifirði, Stofn-
lánadeildar Sjávarútvegsins o. fl., fram í skrifstofu
embættisins, Miðstræti 18, Neskaupstað föstudaginn
4. maí 1962 kl. 14.
Bæjarfógetinn í Neskaupstað 18/4 ’62
Ófeigur Eiríksson.