Morgunblaðið - 01.05.1962, Side 14

Morgunblaðið - 01.05.1962, Side 14
14 MORGlHVnr, 4fílÐ t>riðjudagur 1. maf 1962 Endurkoma gamals vinar ÞAÐ er frekar sjaldgæft, að skrif að sé um barna- og unglingabæk- uir i islenzk blöð og tímarit. Mætti af þessu ráða, að íslend- iingar teldu það litlu nióli skipta, hvað uppvaxandi kynslóð er boðið til lestrar. Þessu er ekki á sama hátt farið í öðrum menningarlöndum. Þar vita sérfróðir menn um bók- menntir og uppeldismál, um barnabækur, og nefnd slíkra manna mælir með við bókasöfn skólanna þeim bókum, sem hún telur bezt hæfa nemendum. Þar er sem sé talið nauðsynlegt, að hver barna- og unglingaskóli eigi bókasafn til afnota fyrir ungu kynslóðina, heimildarrit í ýmsum fræðigreinum, lesbækur Um margvísleg efni og loks bæk- ur, sem orðið geti til hollrar skemmtunar. Þar er og kennt að safna heimildum um ýmis efni og vinna úr þeim og þá um leið reynt að komast að raun um, hvað þessu eða hinu barninu er hugleiknast. Loks veita mennta- málaráðuneyti ýmissu þjóða verð laun fyrir þær bamabækur, sem sérfróðir menn og smekkvísir dæma hæfastar handa börnum í frumvarpi til breytingar á lögum um almenningBbókasöfn, sem tvisvar hefur verið lagt fyr- ir Alþingi, en í hvorugt skiptið komið úr nefnd, er ákvæði um ríkisframlag tdl skólabókasafna og ennfremur gert ráð fyrir því hvoru tveggja. að hæfir menn leiðbeini um val bamabóka og að veitt séu verðlaun þeim höf- undum, sem rita — að dómi þriggja þar til vabnna manna — kostamestar bækur handa börn- um. En íslenzkir ráðamenn hafa ekki séð sér fært að leggja í þann kostnað, sem þetta og aðrar bráðnauðsynlegar umbætur, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, hefur í för með sér, enda um að ræða upphæð, sem nema mundi rúm- lega hálfri annarri krónu af hverju þúsundi ríkisteknanna og sem svarai svipaðri upphæð af hverjum hundrað krónum árlegs áfengisgróða ríkisins! Útgáfa bama- og unglingabóka hefur aukizit mjög mikið síðustu tvo áratugi, og margar þær bæk- ur, sem íslenzkir höfundar rita handa ungu kynslóðinni, eru vel samdar og skemmtilegar og fróð- iegar um atvinnuihætti, náttúru landsins, dýr, fugla og gróður. En út hefur verið gefin mergð þýddra bama- og unglingabóka, og þar hefur sannarlega verið ærið misjafn sauður í mörgu fé. Margar hafa verið á klaufalegu og stundum gölluðu máli, enda orðinn siður sumra útgefenda að láta ekki getið nafns þýðandans. Og margar hafa verið að efm til á borð við örgustu og vitlausustu reyfarana, sem út hafa verið gefnir handa íslenzkum lesend- um almennt. Þó að ráðamenn ríkisins treystist ekki til að fara að dæmi slíkra manna með öðr- um þjóðum um framlög tit skóla- bókasafna, eða leiðbeina um val barna- og unglingabóka og örva hæfa menn til að skrifa slíkar bækur. ætti að vera út- gjaldalítið að skylda útgefendur þýddra bóka til að geta nafns þeirra, sem fært hafa þær í is- lenzkan búning. . . . Árið 1939 kom út bama- og unglingabók, sem n»ér þótti mik- ill og góður fengur að. Hun var uppseld í mörg ár, en nú er kom- in af henm ný útgáfa. Þessi bók heitir Sumardagar. og höfundur- iim er Sigurður heitinn Thorla- cius. Nú las ég hana á ný og ekki með minni ánægju en í fyrra skiptið. f Sumardögum er sögð saga Forystu-Flekku og Brúðu, dóttur hennar, frá því að Brúða er í heiminn borin á kalsalegum maí- degi og þangað til þeim mæðg- um er komið í hús svo síðla hausts, að áfreðar banna alla beit. Ævi Brúðu kefst með því, að henni verður aðeins fyrir sér- stakt smarræði »g síðan nákvæma aðhlynningu bjargað frá að krókna úr kulda, en sannarlega lifir faún síðan marga sælustund- ina. Þegar Flekka telur hana orðna færa í að mæta misjöfnu, heldur hún af sitað með hana á brott úr heimahögunum. Þær synda stríðar ár og klífa bratta hjalla, og síðan veitir þeim frels- ið í faðmi ósnortimnar náttúru mikinn og margvíslegan unað. Brúða litla leikur sér við lömb, sem hún hittir, miðlar þeim af þeirri þekkingu, sem móðir henn hafa veitt henmi — og þau gjalda ar og stutt en notasæl reynsla henni í sömu mynt. Smátt og smátt lærist henni, hvaða grös eru gómsætust og kjammest og hvar þeirra er að leita og notar þekkdngu sina sér til vaxtar og viðgamgs. Þá eru það hætturnar, sem verða á vegi þeirra mæðgna. Grimmir hundar geta sannarlega reynzt skæðir. einn slíkur veld- ur því, að snemma á sumri geld- ist Flekka á öðru júgrimu, — og svo er nú ekkert spaug að vara sig á tófunni. Þær mæðgur kom- ast í kast við tápmikinn yrðlimga pabba, og hrein heppni bjargar lífi Brúðu litlu, sem fengið hefur sár á sína mjúku snoppu. Síðar má hún horfa upp á það, að refur ráðist á leifcbróður hennar, drekki úr honum blóðið, bíti af honum höfuðið og stökkvi síðan á brott með skrokkinn, og einnig verða þær mæðgur vitni að því, að tófa læðist í næturhúmi að grágæs, bítur hana til bana og svamlar með hana yfir árkvisl. En hættumar eru fleiri: Brúða vi'llist í ærslagáleysi frá móður sinni, og það má ekki tæpara standa. að hún finni hama aftur. Einnig er betra að vara sig á fjöllunum. Þau hafa til að lokka jafnvel slíka vitskepnu sem sjálfa Forystu-íTekku í gildiru. Hún fer í grannleysi með dóttur sína í mjóa klettahillu, þar sem er heillandi angangróður á dá- litlum bletti. Þær leggjaet mettar til svefns, en um nóttina frystir, og leiðin úr hillunni lokast þeim, sakir gierhálla og flárra svell- bólstra. Þær mega svo dúsa þarna í marga sólarhringa, eru orðnar ekki aðeins svangar. held ur beinlínis máttfamar af sulti, því óðar en varir er angangróð- urinn uppurrinn, og það eina, sem þarna er til skemmtumar og uppörvunar, er hagamúsarkríli, sem á sér bú í holu og starfar að söfnun vetrarforða. Loks.... loks kemur hellirigning og frelsar þær mæðgur. Flekka forðar þeim frá gangnamönnum og humdum þeirra af kænsku og snarræði. en þar kemur, að vet- urinn þrengir að. Furðuleg lífs- reynsla að sjá drífa úr loftinu hvítar flygsur dag eftir dag, hver þeirra lítil og svo sem ekki til mikils líkleg, en brátt þekja þær grös og lyng og yíði og fylla lautir og bolla, og það reynisit hreinasta strit að afla sér matar. Svo er þá heldur ekkert nota- legt, þegar vindurinn blæs þess- um flygsum saman í hvít ský er þjóta um loftið og landið og fylla öll vit á Brúðu litlu, svo að hún nær varla andanum. Loks gerir áfreða, og þá er’ekkj ann- ars kostur en halda heim. En D D Sími 12345 Flekka er orðin fjallstygg og fer ekki til fjárhúsa eða bæjar, held ur niður í fjöru. Þar leiðir freist- arinn hina vitru forystuskepnu fram á flúðir og sker, og sumar- ævintýrið endar með isköldu og söltu baði! Þessi ævintýralega saga maéðgn anna er sögð á fögru og hreinu máli, sem hvarvetna fellur vel að efninu, og höfundur notar sannarlega tækifærin, sem at- burðarásin veitir, til eðlilegrar fræðslu um íslenzka náttúru, um gróðurinn í hlíðum, hillum og á láglendi, notagildj hans og vaxt- arstaði. um líf ánamaðksins, haga músarinnar og refsins, um fjár- leitir, landslag, fjörugróður og flæðihættu, um háttsemi ísienzka fjárins, sem hefur um aldir fætt þjóðina þolað eins og hún ótal hörmungar og þrátt fyrir allt aldrei dáið út, aldrei einu sinni úrkynjast, heldur orðið gætt ó- trúlegrj seiglu og sótt á brattann á ný með hækkandi sól hvers vors, sem það og þjóðin hefur lifað á þessu landi. Þegar böm eða unglingar lesa Dessa bók, gefst foreldrum tæki- færi til að veita þeim mjög marg víslega fræðslu um sögu og lífs- kjör þjóðarinnar og náttúru landsins — og sannarlega væri ekki úr vegi, að skólaibörn læsu hana og kennarinn fræddi þau síðan af þeim tilefnum, sem hún gefur. Höfundur henn'ar skrifaði aðra hliðstæða. Hún heitir Um loftin blá og fcom út árið 1940. Hún segir frá lífi æðurinnar, sem er slíkur furðufugl, að til launa fyrir lítilfjörlega vernd manns- ins, skilur hún eftir gullfjaðrir í hreiðri sinu. í Sumardögum eru sérkennilegar og skemmtilegar daginn, sem verður að þessu sinni teikningar, en ef ég man rétt, 28. maí n.k. Næsta verkefni Mæðrastyrks- nefndar er að undirbúa mæðra- í henni í 18 ár, þar af 17 ár í stjórn. Guðm. G. Hagalín. Aðslfundur meistara- samband byggingar- manna AÐALFUNDUR Meistarasam- bands byggingamanna var hald- inn 18. marz sl. Form. Meistarasambandsins, Grímur Bjarnason setti fundinn og flutti skýrslu yfir starfsemi sambandsins og framtíðarverk- efni. Að svo búnu skýrði fram- kvæmdastj. sambandsins, Bragi Hannesson, frá starfsemi skrif- stofu Meistarasambandsins. — Hann gat þess, að efltirlitsimaður sambandsins ihefði unnið að því að gera spjaldskrá yfir allar ný- byggingar í Reykjavik, þar sem nöfn þeirra meistara, sem fyrir byggiingaframkvæmunum standa eru færð inn. Meistarasambandið hefur sent fulltrúa á námskeið það, sem Iðnaðarmálastofnunin heldur nú um vinnurannsóknir, og er það Þórður Jasonarson, bygginga- fræðingur. Miklar umræður voru á aðal- fundinum um ýms hagsmunamál byggingaiðnaðarins og m. a. var eftirfarandi tillaga samþykkt. Aðalfundur Meistarasambanda byggingamanna, haldinn 18» marz 1962, skorar á nefnd þá, sem skipuð var í nóv. 1959 af iðn aðarmálaráðherra til þess að semja reglur um útboð og til- boð, að hraða störfum sínum, svo að þeim verði lokið á þessu ári. Á fundi fulltrúaráðs Meistara- sambandsins, sem haldinn var 28. marz sl. voru kosnir í fram- kvæmdastjórn: Grírour Bjarna- son, pípulagningam., formaður, Vilberg Guðmimdsson, rafv.m., gjaldkeri, Halldór Magnússon, málaram., ritari. Aðrir í fulltrúa ráðinu eru: Ólafur Guðmunds- son, veggf.m., Ingólfur Finnboga son, húsasm.m. og Sig. Helgason, múraram. Fundarstjóri á aðalfundinum var Ámi Brynjólfsson, rafvm. Herrabuxurnar i serflokki DELTA eru betur sniðnar DELTA eru úr betra efni DELTA vekja mesta athygli X ma auglýaino h/.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.