Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 16
16 liGRGlllSni 4 ÐIÐ ÞriSii’daeur 1. maí 1962 Þýzk-ítölsku IMPERIAL-sjúnvarpstækin eru heimsþekkt fyrir gæði Verksmiðjurnar hafa yfir 30 ára reynzlu í allri radíó- tækni. Framleiða þær 1000 sjónvarpstæki á dag. Einnig framleiða þær 600 radíó-tæki ug radíó-grammófóna á dag. Nokkrar upplýsingar: 10% stærri myndflötur en á eldri mót- tökutækjum ★ skýrar og stöðugar myndir ÍC óvenjulega góð móttökuskilyrði frá öllum sendistöðvum ir 23“ skermir með 110° halla ★ hefur auka-últrabylgjur ÍT tengingar fyrir auka-hátalara (KOMIÐ SJÁIÐ TÆKIN í GANGI) Þér getið valið tækin í samræmi við húsgögn yðar. Tækin eru úr vönduðum harðviði. — Fjölbreytt úrval. Imperial veitir yður 1. flokks þjónustu. Mjö g auðvelt að breyta kerfinu yfir á Evrópu með litlum tilkostnaði. Hö fum í þjónustu okkar hér á landi góðan serfræðing í sjónvarpstækn i. F. inkaumboð á íslandi: Magnús Haraldsson umboðs- og heildverzlun Aðalstræti 8 Símar: 16401 og 14501 Söluumboð: Húsgagnaverzlun Austurbœjar kólavörðustíg 16, NATO og kommúnismi ÞRETTÁN ár eru nú síðan, að það heillaspor var stígið, er Norður-Atlantshafsbandalagið var stofnað af 12 friðelskandi lýðræðisþjóðum, og hafði hin mikla vestræna lýðræðisþjóð, Bandaríkin í Norður-Ameríku, forgöngu um stofnun þessara samtaka. Það var í aprílmán- uði 1949, að eftirtaldar þjóðir stofnuðu NATO, Bandaríkin í Ameríku, Stóra-Bretland, Kan- ada, Frakkland, Belgía, Holland, Danmörk, Portúgal, Ítalía, ís- land, Luxemburg og Noregur. Síðar gengu í samtökin Grikk- land 1952 og Tyrkland 1955, síð- asta ríkið sem í samtökin gekk var Vestur-þýzka lýðveldið. Að- ildarríkin eru nú 15. Á stríðsárunum og næstu ár- um eftir stríðið flæddi heims- kommúnisminn yfir Evrópu og lögðu kommúnistar hvert land- ið á fætur öðru undir jámhæl kommúnismans, svo sem til að byrja með, allgóða sneið af Finnlandi. Þá lögðu Rússar und ir sig Eystrasaltslöndin, Letland, Litháen, ELstland, þannig var haldið áfram að fótumtroða lýð- ræðið og hvert fórnarlambið af öðru svipt sjálfstæði sínu svo sem Pólland, Búlgaría, Rúmenia, Albania, Austur-Þýzkaland, Ung verjaland og Tékkóslóvakía. — Þannig lögðu Rússar undir sig á fimm ára tímabili landsvæði, nálægt 400.000 fermílur, með um níutíu milljónir íbúa, og þetta tókst peim án þess að hleypa af einu skoti. Vopn þeirra voru þá eins og ávallt síðar að skapa glundroða og upplausn innan þeirra þjóðfélaga, er kommún- ismanum urðu að bráð. Það má segja að máttur samtakanna sé mikill, því síðan Nato var stofn- að, hefur kommúnistum ekki tekizt að svæla undir sig nein- um fermetra lands hvað þá meira. Þegar við lítum yfir farinn veg, sjáum við fljótlega að starf- semi Nato er ekki aðallega hern aðarlegs eðlis, þó þess gæti að sjálfsögðu að nokkru, hinsvegar sjáum við að þessar friðelskandi lýðræðisþjóðir hafa náið menn- ingarlegt og efnahagslegt sam- band sín á milli, og vinna ör- ugglega að því að eyða tor- tryggni og ósamkomulagi þjóða á milli. Þessu göfuga takmarki hefur Nato náð, því meiri skiln- ingur, vinátta og bræðralag rík- ir nú meðal þjóða en þekkzt hef- ur áður. Þá má örugglega full- yrða, að Nato hafi með samtök- um sínum og styrkleika, forðað heiminum frá hræðilegum örlög um, sem hefði orðið þriðja heims styrjöldin, hefðu óvinir mann- kynsins kommúnistar fengið að ráða. Hér á íslandi hafa komm- únistar unnið leynt og ljóst að því að ófrægja Nato, reynt að gera samtökin grunsamleg, og telja fólkinu trú um að okkur stafaði hætta frá Nato. Þessir menn, kommúnistar, hafa ferð- azt um landið þvert og endilangt og gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að spilla fyrir Nato. Þeir hafa stofnað svokölluð hernámsandstæðinga- félög. Þá hafa þeir sett á fót hér- aðsnefndir, safnað undirskrift- um og þá oft á fölskum forsend- um. Þetta þjóðhættulega starf hafa kommúnistar fengið að vinna óáreittir og án þess að þeim væri verulega mótimælt, þar til á síðasta ári að með stofnun Varðbergs var stigið spor í rétta átt, en betur má ef duga skal. Nato-vina félög og nefndir ætti að stofna í hverjum einasta kaupstað, kauptúni og sveitum landsins, til þess að vinna upp á móti því sem komm únistum hefur tekizt að spilla fyrir þessum göfugu samtökum víðsvegar um landið. Sumir eru svo grunnhyggnir og ef til vill saklausir, að þeir •halda að íslenzkir kommúnistar séu frábrugðnir bræðrum sínum á Rússlandi, en slikt er hin mesta fjarstæða. Kommúnistar allra landa eru eins, og íslenzkir kommúnistar þar í engu frá- brugðnir. Fólk, sem stutt hefur kommúnista á undanförnum ár- uim, ætti nú að hugsa sig vel um áður en það gefur kommúnistum atkrvæði sitt við komandi sveita- stjórnarkosningar. íslendingar viljum við ödl vera, okkur ber því skylda til að vinna af alefli gegn heimskommúnismanum og tryggja þannig frelsi og sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar. Árni Ketilbjarnar. Félagslíf Knattspyrnufélagið Fram Knattspymudeild Athugið vel æfingatöfluna fyr ir sumarið. Mánudagur: 5. fl. C og 4. fl. C kl. 6.30. Meistaraflokkur og 1. fl. kl. 7.30. 2. fl. kl. 9. Þriðjudagur: 5. fl. A og B kl. 6.30. 4. fl. A og B kl. 7.30. 3,fl. A og B kl. 8.30. Miðvikudagur (Mélavöllur) • 2. fl. kl. 6.30—7.30. . Meistaraflokkur og 1. fl. kh , 7.30. Miðvikudagur (Framvöllur): 5. fl. C og 4. fl. C kl. 6.30. 5. fl. A og B kl. 7.30. 3. fl. A og B kl. 8.30. Fimmtudagur: 5. fl. A og B kl. 6.30. 4. fl. A og B kl. 7.30. 3. fl. A og B kl. 8.30. Föstudagur: 4. fl. A og B kl. 6.30. 2. fl. kl. 7.30. Meistaraflokkur og 1. fl. kl. 9. Laugardagur: , Knattþrautir KSÍ kl. 5.30. f Ath. ' Þessi tafla gengur í gildi I næstu viku. Allar æfingar verða á Framvellinum, nema á mið- vikudögum fyrir Meistara 1. og 2. fl. Nefndin. Frá stjórn K.D.R. hefst ’ ánudaginn 30. apríl hlI. 9 á Lindargötu 50. Vorar fyrir vestan ÞÚFUM, N.-ls, 26. apríl. — Hér er góð vorveðrátta dag- lega og gróðurnál farin að koma. Bændur eru famir að sleppa sauðfé, og er útlit hið bezta með árferði. — Sýslu. nefndarfundur Norður-lsafjarð- arsýslu hófst á ísafirði í gær, og liggja að venju mörg mál- efni fyrir fundinum. — P.P-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.