Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 18
18
M O R C V V n r 4 n l Ð
¥»riðjudagur 1. maí 1962
Eitt sullaveikistil-
felli á siðasta ári
Dró konu til dauða í haust
Þegar losna tók um ísinn á Blöndu, notaði fjöldi krakka tækifœrið, til þess að fleyfa sér á jök-
um á lóni við norðurbakka árinnar. Foreldrum er lítii þökk að slíku, en freistingin er of mikil
fyrir athafnasama drengi.
Ljósm.: Bj. Bergman.
Fréttir úr Austur-
Húnavatnssýslu
Blönduósi, 26. aprfl.
VETURINN gekk misjafnt yfir
í A-Hún. í austurhluta sýslunnar
var víðast næstum alger innistaða
á sauðfé £rá því seint í nóv. og
fram að sumarmálum. Fanndýpi
var þó yfirleitt eloki mikið en
svellalög Og hjarngaddur með
allra mesta móti. f Vatnsdal,
Þingi og Ásum var og oftast
snjólaust að kalla. Tíðarfar var
löngum 'óstöðugt og rysjótt og
sauðfjárbeit nýttist hvergi vel.
Hross voru óvíða tekin á hús
en sums staðar gefið á gadd. Jörð
kom allsstaðar upp um síðustu
vetrahhelgi. Veturinn hefur yfir-
leitt verið gjafafrekurogfjölmarg
ir bændur þyldu illa vorharðindi.
Mjólkurflutningar hafa aldrei
truflazt að neinu ráði síðan i
nóvember. Vegir spilltust talsvert
í sumarmálahlákuimi vegna
vatnsgagns í lækjum og aur-
bleytu, en stærri ár gerðu ekki
teljandi tjón og Langadalsvegur
kom óskemmdur upp úr flóðinu
Og ruðningnum í Blöndu. ís er
enn á Svínavatni, Laxárvatni og
Hópinu, en farið að lóna frá
löndum. Nokkrir bændur á
fremstu bæjum í Vatnsdal og
Svínavatnshreppi hafa sleppt
flestu sauðfé.
Kjartan Jóíbannesson, söngkenn
ari, var hér í sýslu frá miðjum
febrúar Og fram í marzlok Og
æfði fimm kirkjukóra. í lök
kennslu hans héldu fjórir þeirra
söngmót á Blönduósi. Var húsið
fullskipað og söngnum mjög vel
tekið. Mótinu lauk með kaffigildi
að Hótel B’önduósi. Þar voru ræð
ur fluttar og kórarnir færðu
Kjartani Jóhannessyni veglega
bókagjöf sem þakklætisvott fyrir
mikið og vel unnið starf.
Barna og unglingaskólinn á
Blönduósi gekkst fyrir þvi að fá
Ólaf Gunnarssön sálfræðing, til
að dvelja hér dagana 13.—14.
apríl. Flutti hann erindi um starfs
fræðslu fynr nemendur unglinga
skólans og elzta bekk barnaskól-
ans og sýndi litkvikmyndina Sjó
sókn og sjávarafurðir. í þessari
ferð fór nann einnig til Höfða-
kaupstaðar sömu erinda. Megin
þorri unglinga í báðum þorpun-
um leitaði upplýsinga um fjöl-
margar starfsgreinar og sérnám.
Ólafur Gunnarsson telur, að
þörfin fyrir starfsfræðslu sé ekki
minni í dreifbýlinu en í hinum
þéttbýlu stöðum eins Og t. d.
Reykjavík og Akureyri, en
Blönduós Og Höfðakaupstaður
séu fyrstu þorpin utan næsta ná-
grennis Reykjavíkur, sem hafi
óskað eftir slíkri fræðslu.
Blönduósi, 26. apríl 1962.
Mokveiði af síld
Akranesi, 28. apríl.
OFSAleg mokveiði var hjá bát-
unurn undir Jökli í nótt, á svip-
uðum slóðum og þeir fengu síld
ina í fyrrmótt. Aflahæstur var
Haraldur með 1900 tunnur,
Skírnir 1500, Sigurður AK 1100,
Höfrungur I 1000, Heímaskagi
650 tunnur, — Hér er Dranga-
jökull og lestar frosinn fisk.
— Oddur.
KjarvaSs-
málverk á
22,000 kr.
Sl. föstud. hélt Sigurður Bene-
diktsson síðasta listmunaupp-
boð sitt á þessum vetri í Sjálf
stæðishúsinu í Reykjavík, og
var þar ýmislegt á boðstól-
um. Hæst seldist málverkið
Haust við Þingvallavatn, eft
ir Kjarval, á 22.000 krónur.
Önnur Kjarvalsmynd, Hug-
mynd (Fantasi) var slegin á
10.000 krónur og þriðja Kjarv
alsmyndin, Hugmynd, lítil,
fór á 8,500 krónur.
Mynd eftir Ásgrím Jóns-
son, Frá Húsafelli með
Eiríksjökul í baksýn, seldist
á 21,000 krónur, og önnur
lítil mynd eftir Ásgrím, Skóg-
arjaðar, á 4000 krónur.
• Venus með græna greiðu,
ný mynd eftir Gunnlaug
Blöndal, var slegin á 10,500
krónur og tvær gamlar mynd
ir eftir Jón Engilberts fóru á
2.500 krónur hvor.
SULLAVEIKI var hér áður fyrr
einn algengasti sjúkdómurinn
sem hrjáði íslendinga, en nú er
sullaveiki liðin hér undir lok
að heita má.
Fyrir rúmu ári kom þó eitt
tilfelli. Sjúklingur reyndist vera
með sull í mjaðmarbeini og dró
það hann til dauða á sl. hausti.
Frá þessu segir Bjarni Jónsson,
læknir, í grein í síðasta hefti af
Læknablaðinu.
Kona kom utan af landi til
læknisins vegna verkja í hægri
mjöðm og var lögð inn á Landa-
kotsspítalann 7. marz 1960. Við
uppskurð fundust sullablöðrur
og þrátt fyrir annan uppskurð
til að fjarlægja allt hið skemmda
bein, sem var orðið eins og graut
ur, tókst ekki að bjarga henni,
lézt hún 10. október í haust.
I grein sinni rekur Bjami Jóns
Sænsk-íslenzk
orðabók verður
samín
AÐALFUNDUR íslenzk-sænska
félagsins var haldinn í Þjóðleik
húskjallaranum miðvikudaginn
25. apríl. Formaður félagsins,
Guðlaugur Rósinkranz, flutti
s'kýrslu um störfin á síðastliðnu
starfsári en á því ári voru
haldnir fjórir fræðslu- og
skemmtifundir. Hann gat þess
sérstaklega, að nú væri fjár-
hagslega tryggt með fjárfram-
son heimildir um sullaveki héi
á landi og segir hana hafa verið
svo útbreidda, áður en menn
vissu um orsakir hennar og gátu
gert ráðstafanir til úrbóta, að
álitamál sé, hvort ekki hafi
nærri allir landsbúar verið solln
ir, þer eru náðu fulloðinsaldri.
En sullur í beini virðist hafa
verið mjög sjaldgæfur hér. Eftir
að farið var að gera ráðstafanir
til árása á sullinn, m.a. með
hundahreinsun og að gæta þess
að gefa ekki hundum sollin
innyfli, fór að miða í rétta átt
og skv. krufningarskýrslum hef
ur varla fundizt sullur í nokkr-
um manni, sem fæddur er eftir
1890.
Um þessar mundir er rúmt ár,
síðan síðasti sullurinn kom íí
leitinar, segir Bjarni Jónsson i
lok greinar sinnar. Ef allir þeir,
sem á umliðnum árum hafa feng
izt við slátrun, hefðu gegnt ský-
lausri skyldu sinni, gert það,
sem þeir vissu að þeir áttu að
gera, að brenna eða grafa djúpt
í jörð öll sollin líffæri, svo að
hundar næðu ekki í þau, þá væri
ekki eitt ár, heldur áratugir, síð
an seinasti sulluinn sást.
-------------------- i
25. félagsbréf AB
komið út
ÚT er komið 25. hefti Félags-
bréfa Almenna bókafélagsins.
Er efni þess sem hér segir.
Kjartan Sveinsson, skjala-
_ --- vörður, ritar um dr. Hannes-
lögum frá Svíþjóð og Islandi að , Þorsteinsson, þjóðskjalavörð;
hafizt yrði handa um samningu Tómas Guðmundsson, skáld, rit-
sænsk-íslenzkrar orðabókar. Af
henti hann orðabókarnefnd fé
það, að upphæð nær 10000 kr.,
sem útvegað hefði verið fyrir
löngu í þessu skyni og verið
hefur í vörzlum félagsins.
Halldór Kiljan Laxness, sem
verið hefur í stjórn félagsins frá
stofnun þess, var kjörinn 1. heið
ursfélagi þess.
Stjórn félagsins skipa nú:
Guðlaugur Rósinkranz, þjóð-
leikhússtjóri, formaður, Vigdis
Finnbogadóttir, gjaldkeri, Guð-
mundur Pálsson, arkitekt, Hall-
dór Halldórsson prófessor, Jón
Magnússon. fréttastjóri, Sveinn
Einarsson, fil. kand.. dr. Sigurð
ur Þórarinsson, jarðfræðingur.
,Klerkar í klípu6 í llrútafirði
HINN 10. marz s.l. héldu nem-
endur Reykjaskóla árshátíð sína
var hún að vanda fjölsótt sótti
hana fólk víða að, enda bílfært
um allt.
Nemendur hafa ávallt lagt
mikla vinnu í undirbúning árs-
hátíðar sinnar. Var sitt af
hverju tagi tii skemmtunar s. s
upplestur, leikiþættir, söngur,
íþróttasýningar, þjóðdansar o. fl.
Hafði Skólinn fengið til starfa við
undirbúriing dagskrárinnar Eirík
Eiríksson frá Reykjavók, einnig
hvílir undirbúningur mikið á
kennurum skólans. Heilsufar hef
ur eigi verið sem bezt í skólanum
fná áramótum inflúenza herjaði,
einnig hettusótt, hafa veikindi
þessi að vonum tafið nemendur
frá námi.
1. og 2. bekks prófum lýkur
upp úr miðjum þessum mánuði
en landsprófsdeild skólans stend-
ur sem venja er fram í júní.
• Skáksveit frá skólanum tefldi
við lið Hrútíirðinga og sigruðu
Reykjaskólamenn eldri mennina.
í skólanum eru í vetur á annað
hundrað nemendur og er hvert
rúm skipað,
Ungmennafélagið Dagsbrún í
Hrútafirði hefur nú um nokkur
ár haldið uppi leikstarfsemi hér
í héraðinu, hefur þó háð starf-
semi þessari mjög húsnæðisleysi
félagsins, það sem hefur bjargað
félaginu í þeim sökum er sá
skilningur sem skólastjóri Reykja
skóla hefur á starfsemi félagsins
Hefur hann verið svo vinsam-
legur að lána félaginu hið nýja
íþróttahús skólans til leikæfinga
svo og til sýninga.
S. 1. tvö ár hefur félagið feng
ið til leiðbeíningar við leiksýn-
ingar Höskuld Skagfjörð og hefur
yfirleitt bótt vel takast með þau
viðfangsefni sem félagið hefur
valið sér, hefur félagið farið með
þau hér j nærliggjandi sveitir og
verið vel fagnað.
Nú í ár fékk félagið til leik-
stjórnar Erling Gíslason og var
frumsýning á leikritinu „Klerkar
í klípu“ eftir Philip King í Reykja
skóla s.l. sunnudag, voru áhorf-
endur um þrjú hundrtið. Var
leiknum ágætlega tekið, má
segja að leikhúsgestir hafi ekki
linnt hlátri leiksýninguna út enda
leikrit þetta sprenghlægilegt. Eitt
aðalhlutverkið í leiknum er leik-
ið af leikstjóranum Erlingi Gísla-
syni. Aðrir leikendur eru: Lára
Helgadóttir, Jón Jónsson, Þór-
björg Kvaran, Ragna Helgadóttir,
Jón Kvaran, Magnús Þorbergs-
son, Hanues Lárusson og Magnús
Gíslason.
Féligð hyggst sýna leikritið á
nokkrum stöðum næstu vikur og
óhætt mun vera að benda þeim
á sem vilja hlæja eina kveld-
stund að sjá „Klerka í klípu“
hjá Dagsbrún. — gg.
Afli glæðist
í Sandgerði
SANDGERÐI, 28. aprí'l. — Sára
lítill afli hefur verið hér að und
anförnu þar til í gær, en þá bár
ust hingað rúmlega 216 lestir af
19 bátum. Aflahæstir voru Mun-
inn með 33,1 lest, Þorsteinn Gísla
son 29,2 lestir og Jón Gunnilaugs
með 20 lestir. — Pá'll.
• Algeirsborg, 25. apríl (NTB)
Að minnsta kosti 14 menn voru
drepnir í ceirðum í Algeirsborg
í dag. Flestir hinna drepnu voru
Serkir. Tveir mannanna fórust er
plastsprengja sprakk í bifreið á
götu í Algeirsborg. Særðust þá
um 20 manns.
ar um skáldið Hannes Hafstein,
og Eiríkur Hreinn Finnbogason
ritar um Torfhildi Þorsteinsdótt
ur Hólm. Þá er þarna gamansag
an Brennivínshatturinn, eina sag
an, sem til er eftir Hannes Haf-
stein; tvö ljóð eftir Þórunni
Elfu. Alexander Jóhannesson
birtir þýzka þýðingu eftir sig á
Bikarnum eftir Jóhann Sigur-
jónsson, en um bækur skrfa þeir
Gísli Gestsson og Þórður Einars
son. Ennfremur eru þarna rit-
stjórnargreinar og nokkur sýnis
horn úr bók Torfhildar Hólm,
Þjóðsögum og sögnurn.
Fremst í heftinu eru tilkynn-
ingar um næstu félagsbækur
AB, en þær eru: Hannes Þor-
steinsson, — sjálfsævisaga (apríl
bók), Ítalía eftir Herbert Kubly,
þýðandi Einar Pálsson (maíbók)
og Fuglabók AB — Evrópufugl-
ar — í þýðingu dr. Finns Guð-
mundssonar (júníbók).
„SiVló“-síldin
„SIGLÓ“-SÍLDIN, sem getið
hefur verið um í blöðum, er nú
komin í verzlanir í Reykjavíik,
en hún er eins og kunnugt er
framleidd í hinni nýju niður-
lagningarverksmiðju á Siglu-
firði. Hún er seld í flökum eða
gaffalbitum í vínsósu, lauksósu,
dillsósu og ávaxtasósu. Dósa-
stærðir eru þrjár. Ó Johnson &
Kaaber hf. hafa heildsölubirgðir
af „Sigló“-síld.
467 millj. í umferð
f LOK marzmánaðar voru seðl-
ar í umferð að upphæð
467.975.000,00, skv. auglýsingum
Seðlabankans í síðasta tölublaði
Löbirtingablaðsins. Seðlaveltan
er tryggð með gullverði innan-
lands skv. gullverði í New York
og gildandi dollaragengi kr.
43.657.842,00, með erlendum
verðbréfum í frjélsum gjaldeyri
á markaðsverði og óveðbundið
kr. 801.102.495,00 og inneign I
erlendum bönkum í frjálsum
gjaldeyri kr. 187.045.913,00.