Morgunblaðið - 01.05.1962, Page 22
22
MORGI NBL AÐIÐ
Þriðjudagur í. maí 1962
— Kúba
jnannamótum, þar sem telur
larrismonnum trú um ofsókn
ír og glæpsamlegt athæfi
annarra þjóða, einkum Banda
ríkjamanna, hafa gert hann
*ð nokkurs konar þjóðar-
tákni. Hin misheppnaða inn-
rás í fyrra, hefur styrkt vald-
hafa í sessi, menn hafa misst
trúna á slíkar aðgerðir í
bili, og ekki líklegt að íbú-
amir geri byltingu gegn vel
vopnuðu herlði stjórnarinnar.
Hins vegar líta valdhafarn
ir í Sovétríkjunum efablöndn
um augum á þróunina í -'fna-
hagsmálum, sérstaklega, þar
sem Castro hefur hvað eftir
annað auglýst sig sem ,,Marx-
Leninista“.
Baráttam
bak við tjöldin
Bak við tjöldin á sér, hins
vegar barátta stað. Castro
hræðist Blas Roca, sem ætíð
hefur staðið nærri ráðamönn
um eystra. Roca og einn af
samherjum hans fóru til
Moskvu í september í fyrra,
og þar munu vandamálin í
sambandi við sérvizku og
„viðvaningshátt Castros í leit
að sósíalisma", hafa verið tek
in til umræðu.
Er Roca kom til baka, herti
hópur hans sóknina, og innan
tíðar var Castro settur af,
sem formaður „Landibúnaðar-
endurskipulagningarráðsins".
f>á greip Castro til þess, að
heimta nýskipan ráðsins,
bætti í það nokkrum persónu
legum stuðningsmönnum og
tryggði sér á ný meirihluta.
Margt hefur flogið fyrir um
það. hve hallaði undan fæti
fyrir Castro, m.a. orðrómur
um að hann hefði leitað til
erlendrar ríkisstjórnar (í
Brasilíu), ef til þess kæmi að
hann þýrfti að flýja land.
Frá 4. til 26. febrúar s.l.
kom Castro ekki opinberlega
fram, og þótti það benda til
þess, að ekki væri allt með
felldu, því að áður fyrr hvarf
hann aldrei almenningi úr
ir.
Síðan hefur hann gert ráð-
stafanir til þess að tryggja
eftirmann sinn, ef til kæmi.
Hann skal verða Raoul Cas-
tró, bróðir einræðisherrans.
Þá hefur Castró gert svo
harða hríð að einum af fylg-
ismönnum Roca, Anibal Esca-
Þórir Sigurðsson og Eggert Benónýsson
Bridge
ÍSLANDSMEISTARAR í tvi-
menningskeppni urðu þeir Egg-
ert Benónýsson og Þórir Sig-
urðsson og hlutu 3391 stig. —
Keppnin, sem var fjórar um-
ferðir, var mjög spennandi og
jöfn. Eftir fyrstu umferð voru
þeir Jóhann Jónsson og Stefán
Guðjohnsen í fyrsta sæti með
924 stig. I öðru sæti voru þeir
Einar Þorfinnsson og Gunnar
Guðmundsson með 916 stig, en
Ásmundur Pálsson og Hjalti
Elíasson í þriðja sæti með 910
stig. Þórir og Eggert voru þá í
5. sæti með 875 stig.
Að tveim umferðum loknum
voru þeir Stefán og Jóhann
efstir með 1839 stig, en Þórir
og Eggert voru í öðru sæti með
1838 stig og Ásmundur og
Hjalti í þriðja sæti með 1697
stig.
í þriðju umferð tóku þeir
Þórir og Eggert forystuna með
2623 stigum, í öðru sæti voru
Ásmundur og Hjalti með 2583
stig og í þriðja sæti voru þeir
Stefán og Jóhann með 2540 st.
Lokastaðan varð þessi:
1. Eggert Benónýsson og Þórir
Sigurðsson, 3391 stig.
2. Ásmundur Pálsson og Hjalti
Elíasson, 3316 stig.
3. Agnar Jörgenson og Róbert
Sigmundsson, 3298 stig.
4. Kristinn Bergþórsson og
Lárus Karlsson, 3242 stig.
5. Stefán J. Guðjohnsen og Jó-
hann Jónsson, 3169 stig.
FYRSTA heimsmeistarakeppnin í
tvímenmngskeppni hefst nú um
helgina í Cannes í Frakklandi.
Ekki er enn vitað nákvæmlega
um þátttöku, en vitað er um 80
pör frá 20 löndum, sem tilkynnt
hafa þátttöku í ópna flokknum
og 30 pör í kvennaflokknum. Ef
öll lönd innan Alþjóða bridge-
samíbandsins hefðu sent jafn-
marga keppendur og þau höfðu
heimild til, þá hefðu þátttakend-
ur getað orðið 350 pör. Þykir
því þessi þátttaka heldur léleg
Og benda til þess að spilarar vilji
heldur sveitakeppnir. ■
8 pör frá Bretlandi taka þátt
í keppni þessari og eru keppend-
ur m. a. Reese og Shapiro
Gardne og Rose, Goldstein og
Tarlö, Glint og Harrison-Gray,
Gordon og Markus.
Evrópumeistaramótið fer að
þessu sinni fram í Líbanon og
hefst 7. september n.k.
Að sjálfsögðu er enn ekki vitað
um þátttöku, en England, frland,
Sviss, Finnland, Þýzkaland,
Spánn Pólland, Belgía og Egypta
land senda crúgglega lið í opna
flokkinn. Gestgjafarnir eru mjög
rausnarlegir Og bjóðast til að
greiða 50% af fargjöldum allra
keppenda og þar að auki greiða
þeir hluta af uppihaldi.
í SÍÐUSTU uihferð fslandsmóts-
ins í bridge spilaði sveit Einars
við sveit Hilmars og var leikur-
inn sýndur á sýningartöflunni.
Spilið, sem hér. fer á eftir, var
spilað í byrjun þessa leiks. og
var afar slæmt fyrir sveit Hilm-
ars. Á því borði, þar sem Einar
Þorfinnsson og Gunnar Guð-
mundsson sátu N.-S. og Jón
Arason og Jakob Bjarnason
A.-V. gengu sagnir þannig:
Austur Suður Vestur Norður
pass pass 1 gr. pass
2 gr. pass 3 A pass
3 gr. pass pass pass
A 10 9 3
V K D G 9 4
♦ 10 5
4 9 84
4 Á K D 5
4
¥ 10 6 3
♦ Á 7 4
+ Á 10
4 G 6
¥ Á 7 5
♦ 9 8 6 2
♦ 7 6 5 3
Ekki er hægt að segja að loka
sögn A.-V. sé góð, enda tóku
N.-S. 5 fyrstu slagina á hjarta.
Sérstaklega er 3ja granda sögn
Austurs vafasöm, þar sem hann
á enga fyrirstöðu í hjarta. Aftur
á móti er það regla hjá mörgum
spilurum að opna ekki á grandi,
nema þeir eigi fyrirstöðu í öll-
um litum og kann að vera að
Austur hafi álitið það vera svo
í þessu spili. Á hinu borðinu
spiluðu Ásmundur og Hjalti
4 spaða og þar sem ekki var
komið út í hjarta unnust 7 spað-
ar. Sveit Einars fékk því sam-
tals 810 fyrir spilið eða 14 stig.
4 8 7 2
¥82
♦ K D G 3
* K D G 2
lente, að hann er nú í útlegð
í Tékkóslóvakíu.
Uppgjör
framundan ?
Kommúnistar vilja losa sig
við Castro. Hvenær rétti tím-
inn til þess kemur, er ekki
gott að segja. Castro fellir
sig ekki við alkommúnistisk-
ar starfsaðferðir, þótt hann
kenni sig við Marx og Lenin.
Hins vegar hefur honum ekki
tekizt það, í nafni þeirrar
og að honum skuli ekki hafa
tekizt það í nafni þeirrar
stefnu, sem hann segist
fylgja, er kommúnistum þyrn
ir í augum.
Báðir aðilar hafa sínar
sterku hliðar. Castro, mynd
hans, sem öll þjóðin þekkir,
nýtur víða vinsælda. Komm-
únistarnir hafa til að bera
meiri skipulagshæfileika,
hafa sýnt kaþólsku kirkjunni
meiri þolinmæði, og telja sig
vafalaust geta komið betra
lagi á efnahagsmálin, enda
trúaðir bókstafsmenn.
Sem stendur virðast báðir
aðilar þannig hafa nokkra
þörf fyrir hinn, þrátt fyrir
baráttu undir niðri. Hve lengi
það ástand varir, og hver
verða úrslitin er erfitt að
spá um.
Fundabann
Ndola, Norður Rhodesíu,
STJÓRNIN í Norður Rhodesíu
hefur lagt bann við öllum funda-
höldum og mannamótum í Ndola.
Bannið íekur gildi á laugardag
og stendur um óákvæðinn tíma.
f Ndola og nágrenni hafa nokkr
um sinnum i Iþessum mánuði orð
ið óeirðir og mokkrir Afríku-
menn látið lífið.
Neskaupstab
Þiljuvöllum 14
Kjörgarði — Laugavegi 57
Sími 16975
HornafirBi
Þorgeir Kristjánsson
MEZZINA
Gullfallegt. fyrirferðalítið,
sterkt og vandað sófasett.
Mezzina ber mjög hrelnan
og fagran svip og uppfyll-
ir því óskir ungu hjón-
anna, sem gera miklar
kröfur til smekks og þæg-
inda.
Mezzina-sófasettið ber
svipmót ítalskra hús-
gagna eins og nafnið
bendir til. Mezzina settið
hentar í allar stærðir af
stofum. Mezzina fæst með
mörgum mismunandi gerð
um og litum af áklæði.