Morgunblaðið - 18.05.1962, Síða 6

Morgunblaðið - 18.05.1962, Síða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Fðstudagur 18. maf 1962 Húkon Bjarnason: Það vorar Garðarnir í Reykjavík FRAM yfir iyrri heimsstyrjöld- ina þótti flestum Reykjavík Ijótt og eyðilegt þorp. Húsin voru mörg hver ljót og lág- kúruleg, umgirt grjótgörðum eða grindum, en kartöflugarð- ar, sem voru moldarflag 8 mán- uði ár hvert, voru ýmist fyrir framan, á hlið við eða á bak við húsin. Skrúðgarða bæjar- ins, sem nokkuð kvað að, mátti telja á fingrunum. ____ Lengi var það trú manna, að ekki þýddi neitt að fást við trjárækt í görðunum, enda væru trén svo lengi að vaxa, að enginn gæti beðið eftir slíku. Þá stóð Akureyri Reykja- vík langtum framar í öllu, sem að garðrækt laut. Mér er minn- isstætt þegar Valtýr Stefánsson ritstjóri, sem er borinn og barn fæddur Eyfirðingur, kvað upp úr með það nokkru eftir 1920, að í Reykjavík mundi auðveld- ara að rækta bæði tré og sitt- hvað fleira en á Akureyri. — Þótti ýmsum þetta spádómur gripinn úr lausu lofti. Engu áð síður hefur það reynzt rétt. — ★ — fbúum Reykjavíkur fjölgar mjög milli 1920 og 1930, og þeg- ar eftir 1925 hefjast miklar byggingar hér í bæ. Þá rísa upp mörg falleg hús með stór- um lóðum umhverfis, en sam- tímis kemur verulegur skriður á garðræktina. Sá skriður hélzt fram á stríðsárin, en þá dró verulega úr honum af ýmsum orsökum. Á þessum árum breytir Reykjavík um svip og verður æ vinalegri með hverju ári, sem líður. Þá var tæplega byggt hús, án þess að menn létu samtímis gera fallega garða við þau. Samtímis hverfa gömlu kartöflugarðarnir hver af öðrum undir tré, runna og blóm. Þetta geta menn hæglega séð á hverju vori og sumri, með því að ganga um gömlu göt- urnar og sjá Ijósgræn trén hvarvetna inni á milli gömlu timburhúsanna, bæði í austur- og vesturbænum. Það er því trjágróðurinn, umfram allt ann- að, sem hefur gefið Reykjavík hlýlegri svip en hún hafði fyrrum. — ★ — Á síðari árum hefur bæjar- félagið gert mjög mikið til þess að prýða bæinn, en sú starfsemi næði skammt til að gefa bæn- um öllum vinalegan svip. Slíkt verður ekki gert nema með garðrækt bæjarbúanna sjálfra. í’yrir því er það svo mjög und- ir húseigendum komið, að bær- inn okkar verði hlýlegur og fagur. Nú er loks svo komið, að garðyrkjumannastéttin er orðin sæmilega fjölmenn, og garð- yrkjuvinnan er ekki eins stop- ul og áður. Þess vegna má vænta að störf garðyrkjumann- anna nýtist betur en fyrrum, þegar þeir gengu atvinnulausir nema yfir vorið. Ennfremur er nú miklu meira trjá- og plöntu- val en áður var, svo að bæjar- búar eiga kost á betri aðstoð og fjölskrúðugri gróðri en nokk urn tíma áður. ■— ★ — í Reykjavík er mikill fjöldi garða vel hirtur og eru sumir þeirra svo fallegir, að unun er á að horfa. í sumum hverfum má sjá hvern garðinn öðrum fegurri. En ekki er hægt að loka augunum fyrir því, að á öðrum stöðum eru garðar manna svo illa hirtir að til vansa er. Stundum er þetta sameigin- legt fyrir heilar götur, eins og að hópur hirðuleysingja hefði safnazt saman í hverfið. Eigi Reykjavík að verða fall- egur bær, þegar fram líða stund ir, er einkum tvennt, sem at- huga þarf í tíma. í fyrsta lagi verða allir hús- eigendur undantekningarlaust að hirða vel lóðir sínar og koma upp fallegum görðum, þar sem þess er nokkur kostur. Stjórn bæjarins ætti að leggja þá kvöð á hverja einustu lóð, sem hún lætur af hendi til einstaklinga, að strax og húseigendur hafi lokið byggingu, skuli þeir hefj- ast handa um að ganga vel og sómasamlega frá lóð sinni og hafi þeir lokið því innan hæfi- legs tíma. Ef menn skytu sér undan kvöðinni, ætti að táka lóðirnar undir bílastæði, barna- leikvelli eða annað, sem bæjar- félagið þyrfti á að halda. (f nærri 20 ár hef ég séð stóra lóð við ágætt hús við eina af stærstu götum bæjarins ímestu órækt. Þetta er leigulóð áhorni tveggja fjölfarinna gatna. Er ekki nær að taka þessa lóð undir bílastæði en að láta eig- andann hafa sífellda skömm af hirðuleysi sínu?) í öðru lagi þurfa þeir, sem nú fara höndum um framtíðar- skipulag Reykjavíkurborgar, að taka fyllsta tillit til fagurra trjáa, sem nú standa á gömlu Framhald á bls. 23. Marzelíus Bernharðsson, skipasmíðam. Kristján Jónsson, skipstjóri. Efstu menn D-LISTAIMS á ísafirði Högnl Þórðarson, bankagjaldkeri. Samúel Jónsson, forstjóri. • 20 þús. manns á þremur vikum Vegna ummæla Velvakanda í blaðinu í fyrradag um að hann hefði heyrt fólk láta í ljós hve leiðinlegt væri að Tónabíó hefði ekki sýnt nægi- lega eftirsóknarverðar myndir til að það hefði tilefni til að skoða þetta nýja bíó, þá ósk- ar Guðm. H. Jónasson, fram- kvæmdastjóri bíósins, að fá eftirfarandi birt: í dálkum sínum 16. maí virðist Velvakandi hafa nokkf ar áhyggjur af því, að Há- skólabíó skipti ört um myndir og gefur þá skýringu, að bíó- ið sé of stórt. Vill hann auð- sjáanlega gera veg Háskóla- bíós sem mestan og skal það látið óátalið af mér. En í sömu andránni ræðst Velvak- andi lævíslega að Tónabíói, í því skyni að spilla fyrir að- sókn, og telur myndir, sem þar hafa verið sýndar, lítt eftir- sóknarverðar, og þykist hafa eftir fólki, sem ekki hefir í bíóið komið. Svo virðist sem ekki séu allir á sömu skoðun og þessir vinir Velvakanda, því að á þeim rúmum 3 vikum, sem bíóið hefir starfað, hefir tala bíógesta numið yfir 20 þús. manns. Því verður tæplega á móti mælt, að myndir, sem hljóta slíkar vinsældir, eru hvarvetna taldar eftirsóknar- verðar. En hins vegar efa ég ekki að herra Velvakandi kunni sjálfur vel að meta kvenlega töfra og að hann telji ekki eftir sér að eyða tveim kvöld- stundum við að horfa á tvær þekktustu kynbombur heims. Við leitumst við að haga vali mynda á þann veg, að þær falli sem flestum í geð og sem stendur telur bíóið sig ekki hafa efni á, að eyða fé í svo- kallaðar „prestige“-myndir, til að þóknast íámennum hópi. Með kærri kveðju til okkar ágætu viðskiptavina. Guðm. H. Jónasson, framkv.stj. Tónabíós. • Mikið var kalt Móðir skrifar: Enn einu sinni hafa verið valdar fegurðardrottningar úr hópi ungu stúlknanna okkar, og vonandi verður sá titill stúlkunum hamingjuauki, en ekki vonbrigða. En það er ný tilhögun á þessari keppni sem ekki má láta óátalið, og marga hefur hneykslað. Á ég þar við það skammarlega uppátæki for- ráðamanna keppninnar, að tefla í tvísýnu heilsu ungu stúlknanna, með því að láta þær aka um bæinn að kvöldi dags í kalsa veðri og rign- ingu í sundbol einum fata, en afrartækið var Loftleiða- trappa, sem dregin var af kranabíl frá Rafveitunni. Átakanleg er lýsing einnar stúlkunnar á líðan þeirra meðan á akstrinum stóð: „Mijc ið var kalt á vagninum á leið- inni niður eftir. Við vorum alveg að deyja á leiðinni, það var svo kalt á bílnum. Svo máttum við ekki hneppa að okkur kápunum. Þær urðu að slaksast frá. Ég var orðin stíf í frarnan". -9 Pl B q Ófögur er einnig myndin, sem birtist í dagblöðum af þessari píslarkeyrslu, en hún sýnir einn af forráðamönnum keppninnar kappklæddan fremstan á Loftleiðartröpp* unni, en ungu stúlkurnar næstum naktar í kringum hann, og eina skjól þeirra voru nokkrar útspenntar regnhlífar. Það undrar mig stórlega, að ungu stúlkurnar, sem allt snýst um, skuli láta meðhöndla sig á þennan hátt. • Skjóllausar á óvirðulegu faratæki Stundum gefur að líta í er. lendum blöðum myndir frá fegurðarkeppnum í heitum og sólríkum löndum, þar sem sjá má fríðar meyjar sitja á blóm- skrýddum vögnum, sem ekið er um götur borganna. Þetta munu hinir vísu forráðamenn hafa ætlað að leika hér eftir úti á hala veraldar, og ekki viljað taka tillit til kaldrar veðráttu, sem valdið getur heilsuleysi æfilangt, hjá þeim stúlkum, sem skipað var að sýna sig næstum klæð. lausar á þessu skjóllausa og óvirðulega farartæki. Ég er viss um að hvergl muni þokkadísum og fegurðar- drottningum hafa verið ekið um stræti borgar í slíkum tröppu-kranabil, sem þessum, og má segja, að ekki vanti auglýsingarskrumið og smekk- leysið. Slíkt sem þetta má ekkl endurtaka sig, og ber hreint að banna, stúlknanna vegna, slíkar striplingssýningar á göt- um útL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.