Morgunblaðið - 18.05.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.1962, Blaðsíða 13
Föstudagur 18. maí 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 13 Er að smíða 93 Ingi Guðmonsaon, skipasmiðui á Akranesi. sextugur í dag I TILEFNI þess að kunnur athafnamaður á Akranesi, Ingi Guðmonsson, er sextug- ■ur í dag, átti fréttamaður blaðsins við hann stutt við- tal. Ingi er fæddur að Kald- rananesi í Strandasýslu 18. maí 1902. Hann er sonur Guðmons Guðnasonar og konu hans Guðrúnar Kristj- ánsdóttur. í Kaldrananesi bjuggu J»au hjón til ársins 1905, en fluttust þá að Brú- ará og bjuggu þar í eitt ár. Síðan fluttust þau að Kol- beinsvík og bjuggu þar sam- fleytt í 22 ár. Þar elst Ingi upp og er hjá foreldrum sín- um til ársins 1927, að hann flytur að Drangsnesi og byggir sér nýbýlið Fiskines. Þar býr Ingi þar til 1941, en árið eftir fluttist hann til Akraness og hefur búið þar síðan. Hin. síðari árin hefur Ingi ein vörðungu stundað báta- og skipa smíðar og byrjum við því á að spyrja hann, hvar hann haifi lært þá iðn. — Eg lærði fyrst hjá Guð- brandi Guðbrandssyni í Veiði- leysu á Strönduim. Hann var nafn kunnur dugnaðarmaður og sjálf- menntaður með öllu. há vOru margir dugmi'klir athafnamenn á Ströndum og búið var á hverju koti, en nú eru sem kunnugt er margar jarðir þar nyðra komn- ar í eyði. Guðbrandur var kúnst ugur í háttum sínum og sér í lagi um val viðar í báta þá, er hann smiíðaði. —★— Faðir minn þótti harðsnúinn ejósóknari. Eitt sinn bað hann Guðbrand að byggja bát fyrir eig og hafði faðir minn sjálfur valið í hann viðinn, sagað nið- ur borð, eins og vera átrti, og notaði til þess hnéfilettu sem við köllurn svo, en það er lítii eög til langskurðar. Til þver- eikurðar notuðum við svonefnda bútasög, sem var öðruvísi tennt. í*á voru einnig notaðar svokall- aðar tvískeftur til að filetta við og unnu þá tveir menn við sög- ina. Nú kemur Guðbrandur og byrj er á verkinu. En þegar hann var «ð heflia fyrstu fjölina, sem kö" uð var stjómlborðsvinda, allt byrjaði stjórnborðsmegin, öll verk bafin sólarsinnis, blessað- ur vertu, þá féklk harun flís í hendina úr kvisti sem var í borð inu. Allt var þá byggt eftir aug anu, engar teikningar eða slíikt. Þegar Guðbrandur fær í sig flis ina, biður hann föður minn um að fá að sjá bakið á kubbnum eém flett hafði verið af, þegar byrjað var að saga við niður. Með því móti gat bann séð hvernig kvisturinn var vaxinn í viðnum. Væri kvisturinn vaxinn upp á við til ljóssins, þá var allt í lagi að nota viðinn. Væri hann hinsvegar vaxinn niður til neðri esnda trésins, var það talinn manndrápsviður og aidrei notað ur í báta. Guðbrandur sér að evo háttar til með þennan kvist og neitaði hann algjördega að nota nokikuð af iþessum viði í bát inn. Mátti því pabbi tafca ti'l og efna niður á nýjan leik. — Um nóttina eftir kom draumamaður til Guðbrands og eagði að hann hefði verið mikill lánsmaður að nota ekki þennan við, þvtí þetta hefði verð mann- drápsviður. Bátinn smíðaði Guð- brandur, þegar hann hafði feng- ÍS í hann við eftir egin vali og hefur þess bátur verið til fram undir þennan dag. —★— — Eg horfði á Guðbrand með lotningu, þegar hann var að smiíða bátinn. Eg mun þá hafa verið sjö ára gamall. Eg fór nú að stauta við það sjáifur að smíða smá'báta fyrir oklkur kratok ana, fyrst vOru þetta eintrjáning ar, sem éfe holaði að innan, en síðan tók ég að byggja bát á sama hátt og bátasmiðir gerðu. Er ég smíðaði fyrsta bátinn, þá var nákvæmnin ekki meiri en það að ég varð að hafa einni fjöl fleira í annarri síðunni til þess að báturinn væri jafn borð hár báðum megin. — Eg var heldur latur að læra. Vorið sem ég fermdist setti ég í fyrsta skipti vél í bát. Þetta at vikaðist þannig, að umferða- kennari hafði komið og sett okk- ur fyrir til lærdóms, en ég hafði sinnt lestrinum næsta lítið. — Mamma lofað þá að hún skyldi gefa mér gamilan, ónýtan vekj- ara ef ég lyki lestrinum fyrir til skilinn tíma. Eg getok strax að þessum kaupum og reif í mig það sem ég átti að læra til þess að fá vekjarann sem fyrst. Innmat- inn úr vekjaranum notaði ég svó til þess að búa til vól í einn af lifilu bátunum mínum. Þegar þessu var lokið hljóp ég niður að polli niður við sjó og hugðist setja bátinn fram. Eg setti vél- ina af stað, en þá vandaðist nú málið. Báturinn fór aftur á bak. En þetta tókst mér að leysa með því að breyta skrúfublöðunum, sem voru úr blýi. Næst þegar ég ýtti fram gekk allt eins og í sögu. Þetta þótti mikið undra- tæki, þessi litli vélbátur, og krakkar komu lang.t að til þess að skoða hann. —★— — Þú sagðir Ingi, að faðir þinn Guðmon hefði verið mik- ill sjósóknari. Er þér ekki minn isstæð einhver sjóferð með hön um? — Jú, mi'ki'l ósköp. Og þá yar ég hræddur. Eg hélt við mynd- um báðir farast. Það var þegar við fórum í verzlunarferð norð- ur á Reykjarfjörð. Eg mun hafa verið 19 eða 20 ára. Við sóttum verzlun til Carls Jensens og Jaköbs Thorarensens. Það var blíðuveður þegar við rerum nOrð ur en þangað er um 2% tirna róður í logni norður að Kúvíkum, þar sem verzlunin var. En á með an við stóðum við í verzlunar- erindum brast á með norðaust- an hvassviðri. Pabbi vildi for- takslaust halda hekn, þótt sjór væri orðinn mikilil og hvasst. Við lögðum frá, undum upp segl og var nú beitt út á opið haf, en síðan hléypt undan suður á bóginn. Mitt hlutverk var að passa vaðburðinn, sem kallað var. Það var kaðall, sem lá nið- ur hlémegin með seglinu og var notáður til þess að hleypa úr því vindinum. Með því að taka í vaðburðinn, kom brot í seglið og vindurinn hljóp úr því. Faðir minn sat aftur í skut við stýrið og hafði aðra höndina á stýrissveifinni en hina á skaut inu á seglinu. Stýrði hann og gaf eftir á skautinu, eftir því sem honum þótti þurfa. Mér gaf hann strangar fyrirskipanir um hve- nær ég ætti að taka í vaðburð- inn. Eg var svo hræddur að ég þorði ekki annað en gera ná- kvæmlega eins og hann lagði ■ fyrir mig. öldurnar voru svo háar, að ég sá þær ofan við segil ið bakborðsmegin. En pabbi var orðlagður siglari og undir ör- íiggri stjórn hans náðum við heilu og höldnu heim, í þetta sinn sem svo oiörg önnur, því aldrei hletoktist honvm. á alla sína formannstíð. . bátinn — Er nokkuð fleira, sem þér er sérstaklega minnisstætt frá þvi þú varst með föður þínum til sjós? — Já, það var þcgar við feng- um stóru sprökuna. Mikið djöf- U'll var ég þá hræddur. Mér blátt áfram féllust hendur, þeg ar ég sá ferlíkið koma upp að borðstokknum. Pabbi fék'k sprök una (lúðuna) á línu. Hann var hræddur um að hún yrði svo spretthörð, þegar hún kæmi upp undir yfirborðið, að bann skip- aði mér að standa við borðstokk inn og vera fljótur að koma ífærunni í hana. En þegar sprak an kom upp undir borðstokkinn, varð ég svo hræddur að mér féll ust algjörlega hendur. Faðir minn hafði nærtæka hneif og handfæri og gat brugðið hneif- inni milli kjálfcanna á skepn- unni, en ég aðeins klóraði lítil lega á kinnina með ífærunni. Það mátti heldur ekki seinna vera. Mikið andskoti var pabbi snöggur þá. Sprakan tók nú að djöflast, en pabbi gaf eftir á fær inu eftir því sem þurfti og loks dasaðist skepnan og var þá eng inn vandi að innbyrða hana. — En pabba var fleira til lista lagt. Hann var til dæmis ágætur söngmaður. Þær sögðu kerlingarnar þarna fyrir vestan Ingi Guðmonsson. að það hefðu alveg verið sæt hljóðin í honum Guðmion. Hann var um langt skeið forsöngvari í Árneskirkju. — O svo tókst þú sjálfur til við sjómennSkuna, Ingvi? — Já, ég fór í fyrsta skipti að heiman sautj'án ára gamall og þá vestur í Hnífsdal. Eg var svo heppinn að lenda strax hjá Hálf dáni í Búð, sem var stórútgerð- •armaður þar, og var ég þar sann arlega heppinn. Eg hafði 35 kr. á mánuði, var landmaður, og þótti það gott kaup fyrir ungl inga eins og mig. Frá HnífsdaJ á ég ágætar minningar. Þar leið mér vel og líkaði vel við fólk- ið. — Það láta margir af því Ingi, að fallegt sé á Ströndum? — Já, blessaður vertu, það er meira en fallegt. Eg á margar góðar minningar þaðan. Hugsaðu þér fegurðina, þegar sóliri flýt ur við hafið. Hér syðra sér mað ur ekki fjöl'l, þessar hundaþúf- ur, sem menn eru að dáðst að hérna. — Lærðirðu ekki meira tiil smíða en hjá Guðbrandi? — Árið 1926 var ég hér í Reykjavík hjá Einari Kristjáns- syni, trésmíðameistara, og þar lærði ég að fara með trésmíða- vélar. Einar sá um yfirbyggingu á Fordbílum, sem þá voru flutt ir inn og fóru víða um land. Eg man eftir að þennan vetur byggð um við yfir 80 Fordbíla. Þetta var sannkölluð fjöldaframleiðsla og mig minnir að húsið kostaði 500 krónur. — Þú sagðist hafa flutt að Drangsnesi 1927 og byggt þar ný býli? — Já, og 1928 eða árið eftir, þá giftist ég Guðlaugu Guðlaugs dóttur frá Geiradal í Barðastrand Einn af bátum Inga, sem sel dur var til Raufarhafnar. arsýslu en ég hafði einmitt kynnzt henni á ferð minni suð- ur. Við höfum eignazt þrjá syni Og eina stúlku, sem á lífi eru. — Og gerðust synirnir ekki skipasmiðir? — Nei, það er nú það. Allir urðu þeir samt iðnaðarmenn. Einn er flugvélavirki og divelst nú í Glasgow, ég ætla einmitt að heimsækja hann þangað í sumar, annar er matreiðslumað ur, lærður hér á kokkaskólanum í Reykjavík og síðan var hann þrjú ár í Danmörku við fram- haldsnám. Sá þriðji er svo vél- smiður heima á Akranesi, en telpan er nú bara fjórtán ára énnþá. — Kannski eignastu þá tengda son, sem verður skipasmiðuir eins og þú? Ingi hlær dátt að þessari at- hugasemid og segir: — Já, kannski það verði svo. — Og þú flyzt til Akraness 1942? — Já, fyrir norðan bafði ég stundað svona það sem til féll, allskonar smíðar, bæði á bátum og húsum, auk sjósóknar, sem var raunar aðalatvinnan. Þetta var basl á þessum árum, bless- aður vertu. Stundum átti maður ekki aura undir bréf. En ég hafði alltaf vinnu, en þá fétok maður oft eklkert borgað fyrr en seint og síðar meir og stund um aldrei. En um þetta var ekk- ert að fást. Þetta var vani að vinna svona hver hjá öðrum. -— Og svo hófstu skipasmíðina á Akranesi? — Já, ég hef eingöngu stundað skipasmíði þar. En ég varð að taka próf 1947, þá 45 ára gamall. Annað þótti ekki sæmandi vegna iðnílöggjafarinnar. Eg varð að teiikna undirstöðu á bát og leggja niður kjöl, kjalsíðu og stefni. Þetta gek-k allt saman vel. Eg þurfti að vísu að gera tvær tilraunir, en ég fékk mitt meistarabréf. Síðan ég korn ti'l Akraness hef ég lökið við að smíða 92 báta og var sá sein- asti afhentur hingað til Reykja- víkur núna á sunnudaginn var. 93. báturinn er í smíðum og þarf ég að flýta mér að ljúfca honum, því ég ætla að fara að byggja mér nýtt verkstæði. Það á að ske í sumar. Og næsta bát hef ég svo hugsað mér að byggja þar, en einar 3 eða 4 pantanir liggja nú fyrir. — Af hvaða stœrð hafa þess- ir bátar verið? — Þeir hafa verið þetta frá tveimur tonnum upp í tólf tonn, allur fjöldinn þetta svona 5—7 tonn. — Og þú segist eingöngu hafa stundað skipasmíði? — Já, ég tel það ekki, ég setti upp þvottahús í félagi við annan, síðan fékk ég mér stór viðarsög og sagaði mikið af rekaviði á stríðsárunum. Það var ágætt starf og með því kom ég fjárhagslega undir mig- fót- unum. Eg þurfti þá ekkert að afmarka mér vinnutímann og vinnudagurinn varð oft langur, en ég hafði gott upp úr þessu. — Og þú hefur orðið að skipta við marga útgerðarmennina um ævina, hefur það ekki gengið sæmilega? — Jú, blessaður vertu. Það hefur allt saman farið vel og ég minnist ekki að hafa tapað á nOklkrum manni, s‘«n viís mig hefur skipt. Sumum hefur verið einkar gam an að gera greiða, það hafa ver ið harðduglegir menn Og maður hefur reynt að draga í lengstu lög að krefja þá um greiðslu, ef þeir hafa sýnt dugnað og vilja til að bjarga sér. Aðrir hafa náttúrlega eins og gengur verið hálfgerðir drullusokkar. — En skipin þín, hafa þau reynzt happasæl? — Já, það held ég megi segja. Eg held að engum af þeim bát- um, sem ég hef smíðað hafi hlekkzt á, utan að einn mun hafa brotnað við landtöku fyrir Austurlandi, en slys hafa etoki orðið á mönnurn. — Hefur þú eittbvað sérstakt lag á bátunum þínum eða hef- urðu eitthvað á þeim, sem frá- brugðið er á venjulegum bátum? — Já, ég hef bátana sérstak- lega þunna að framan það sem niðri í sjónum er, og eins hef ég þá ákaflega þunna aftur til hælsins, þannig að skrúfan nái sem mstum sjó. Síðan snar- beygi ég þá út, eins Og þú getur séð hérna á myndum af henni Guðrúnu, sem ég byggði og seldi til Raufarhafnar. Þá er stýri á bátum mínurn öðruvíBi en gengur og gerist. Hugmynd- ina fétok ék frá Kanada. Stýrið er tvöfalt og sjórinn leikur í gegnum það, en það er stýri- stamminn sjálfur, sem ákveður hvað bilið er breitt mi'lli plat- anna. Þetta stýri þykir gera mun betur að heldur en stýri sem gerð eru með gamla iaginu. — Og síðasta spurningin, Ingi: Hvað ætlarðu að gera á afmæiis daginn þinn? — Eg veit það ekki ennþá, en ég ætla ekki að vera heima. vig. Listi Sjálfstæðismanna á Stokkseyri Helgi fvarsson, bóndi Steingrímur Jónsson, múrari Jósep Zóphóníasson, skipstj. Ásgeir Eiríksson, skrifstofum. Bjarnþór Bjarnason, bóndi Víglundur Guðmundsson, tré- smiður Sigurjón Jónsson, trésmiður Tómas Karlsson, sjómaður Bjarni Þorgeirsson, verkam. Þórarinn Guðmundsson, bóndí Guðmann Geirsson, verkam. Viktoría Ketilsdóttir, húsfrú Símon Sigmundsson, bóndi Bjarni Júníusson, bóndi Til sýslunefndar: Ásgeir Eiríksson, skrifstofum. og til vara Þorgeir Bjarnason, bóndi. Lestar sement AKRANESI, 16. maí: — Síldar- flutningaskipið Vimi kom hingað austan frá Eskifirði kl. 3:30 í dag. — Þríx línubátar, allir frá Heimskaga h.f. eru á sjó í dag, flutningaskipið Laxá lestar í dag 950 tonn af sementi Og flytur tiJ Skotlands. — Haraldur og Stoím ir fengu í gærtovöldi um 300 tunnur af síld, en toomu etoki inn. " — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.