Morgunblaðið - 18.05.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1962, Blaðsíða 22
22 MORGINBLAÐ1Ð Föstudagur 18. max 1962 Nýstárleg kynnisför til Neskaupstaðar Sjö ungir menn kynna skíðaíþrótt eystra SJO reykvískir unglingar úr röðum skíðamanna fara nýstár- lega ferð um næstu helgi. Þeir halda til Norðfjarðar, en bæj- arstjórn Neskaupstaðar býður þeim þangað. Tilefni fararinn- ar er, að bæjarstjórnin viU kynna fyrir yngri kynslóðinni í Neskaupstað skíðaíþróttina og hefur fengið beztu yngri skíða- menn hér syðra til að fara för- ina. ★ Sýning og tiisögn Unglingarnir munu dvelja eystra í 3—4 sólarhringa. Sýna þeir listir sínar og munu veita einhverja tilsögn eftir því sem hægt er. Bæjarstjórnin eystra vildi ekki fá beztu skíðamenn lands- ins í þessa för, heldur þá beztu meðal þeirra yngri, vegna þess að hún leit að með því myndi kynning skíðaíþróttarinnar bet- ur ná til hinna yngri íbúa þar eystra. ★ Sérstæð ferð För sem þessi er næsta sjaldgæf en hún er vel þess virði að í henni sé vakin at- hygli. Hún vebur áreiðanlega athygli þeirra sem kynningar- innar verða aðnjótandi og hin- um ungu sveinum sem valizt hafa til fararinnar, finnst mik- ið til uim förina og ánægjulegt að vera „ambassadorar" sinnar íþróttagreinar. Sumarbúðir ■ Reykholti AKVEÐIÐ hefur verið að starf- rækja sumarbúðir að Reykholti í Borgarfirði fyrir unglinga á aldrinum 10—14 ára. Að rekstr- inum standa íþróttabandalag Akraness, Ungmennasamband Borgarfjarðar og Héraðssam- band Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. — Haldin verða fcvö námskeið og standa þau bæði yfir í 40 daga. Fyrra námskeiðið hefst 13. júní og stendur til 23. júní, síð- ara námskeiðið hefst 25. júní og stendur til 7. júlí. Forstöðumaður sumarbúðanna verður Sigurður Helgason, skólastjóri í Stykkishólmi, og kennari ásamt honum verður Helgi Hannesson, sundlauga- vörður á Akranesi. Ráðskona hefur verið ráðin Steinþóra Stein'þórsdóttir, með henni munu starfa tvær sfcúlkur. — Þá hefur verið ákveðið að á hvoru námskeiði verði ráðnir tveir 16 ára piltar, sem verði kennurun- um til aðstoðar með það fyrir augum að þeir fái þjálfun sem unglingaleiðbeinendur. Sumarbúðirnar verða reknar að fyrirmynd Solmabúðanna í Noregi, sem eru fullkomnustu dréngjábúðir þar í landi. Sig- urður Helgason dvaldist þar eitt sumar fyrir nokkrum árum og kynnti sér starfsemina rækilega. í sumarbúðunum verða drengj- unum kennd leikfimi, sund, knattspyrna og frjálsár Iþróttir, auk þess verður farið með þá í göguferðir um nágrennið. — Drengjunum verður séð fyrir læknissskoðun. Allar upplýsingjar varðandi námskeiðið munu þeir veita, Sig urður Helgason, skólastjóri í Stykkishólmi, og Guðmundur Framhald á bls. 23. ------------------------------- Knattspyrna og kuSdahrolfur ÞAÐ getur jafnvel orðið kuldalegt verk að leika knatt- spyrnu. Svo er að minnsta kosti að sjá á markverði Reykjavíkurliðsins í leiknum við Keflvíkinga, Heimi Guð- jónssyni. Hann kom með lítið af fötum með sér á völlinn, hefur kannski búizt við að fá nóg að gera. En hann varð að fá lánaða peysu og það var ljósm. Vísis Ingim Magnússon sem létti af sér klæðum fyrir hann. En samt var Heimi kalt eins og sézt á litlu myndinni þar sem hann ræðir við Ingimund — sennilega um ágæti peysunn- ar þó myndin sé tekin meðan á leik stendur. Ljósm. okkar Sveinn Þormóðsson var sko ekki aðgerðalaus þó boltinn væri hvergi nærri. Stóru myndina tók Sveinn af fyrsta markinu. Grétar t.h. lyfti knettinum yfir mark- vörð Keflavíkur sem kominn var nokkuð iangt út án örugg is. Bakvörðurinn hljóp til en ýtti aðeins við knettinum sem stefndi í markið. Þriðja myndin er af Grétar sem skoraði 3 m.örk — og átti mestan þátt í því fjórða. Grét ar er miðherji Fram, — og Reykjavíkur þegar á þarf að halda. Hörð barátta um Pálsbikar forseta íslands um helgina kveða að Guðm. Gíslasyni, Herði Finnssyni, Árna Kristjánssyni, Guðm. Þ. Harðarsyni o. fl., en meðal kvenna er Hrafnhildur Guðmundsddóttir án efa í sér» flokki. Laugin í Hveragerði býður upp á 5 brautir svo keppnin er skemmtilegri en í Sundhöllinni ef um jafna keppni er að ræða. Ef vel viðrar er sundkeppni í útilaug sérlega skemmtileg. Pétur Bögn- vnldsson vinn- ui ufiek FRÉTTIR hafa borizt til FRÍ frá Pétri Rögnvaldssyni, sem dvelur við nám í University of Miami. Hefur hann verið í kappliði skólans og hefux^ náð ágætum árangri í nokkr- um greinum. M.a. hefur fcví- vegis fengið tímann 14,5 sek. í 110 m. grindahlaupi. í 200 m grind hefur Pétur náð 24,3 sek, í langstokki hefur hann stokkið 6,90 m, og í spjót- kasti hefur hann náð 61,77 m. — Samkvæmt blaðafrétt- um er Pétur sagður í ágætri æfingu og t.d. í síðasta skóla Jmóti milli háskóla á Florida, isigraði Pétur í þrem greinum, 1110 m grind, 200 m grind og langstökki. Ekki er búizt við að Pétur komi til landsins í SUNDMEISTARAMÓT íslands verður háð um relgina í Hvera- gerði. Er vel til mótsins vandað og þátttaka öllu meiri en verið hefur á sundmótum. Er það skemmtilegt að mótið skuli hald ið í Hveragerði, í 50 metra laug, enda getur árangur á þessu móti gilt sem aðgöngumiði að Evrópu meistaramótínu í sundi, ef .lág- Hörður (t, v.) og Guðmundur munu án efa berjast um af- reksbikar forseta fslands. mörkum SSU er náð. í mótslok fer fram Sundknattleiksmeistara mót íslaxids og er það í fyrsta sinn sem keppni í sundknattleik fer fram utan Reykjavíkur um íslandsmeistaratitil. ■jt Tveir keppnisdagar Á mótinu er á laugardag keppt í 8 greinum karla, kvenna og unglinga. Eru keppnisgreinar 100 m skriðsund, 100 m bringu- sund, 4x100 m fjórsund fyrir karla. 200 m bringusund Og 3x50 m þrísund kvenna auk unglinga- sunda. Keppnin á sunnudag hefst kl. 3 eins og á laugardaginn. Þá eru keppnisgreinar 400 m skriðsund, 1500 m skriðsund, 100 m bak- sund, 200 m bringusund og 4x100 m skriðsund allt fyrir karla, 100 m skrðisund kvenna og síðan unglingagreinar auk sundknatt- leiksins, en þar keppa Ármann og KR um íslandstitilinn. Bezta sundfólkið Meðal keppenda eru flest bezta sundifólik landsins að Margréti Ólafsdóttur undanskilinni. í greinum karla mun án efa mest Rússar á leiðinni RÚSSNESKA landsliðið i knatt- spyrnu er nú á leiðinni til Chile. Lagði það af stað flugleiðis árla dags í gær. Voru margir á vell- inum að veifa og hrópa hvatn- ingarorð til liðsins þó lítt væri á dag liðið. Þjálfari liðsins sagði við brott förina að hann teldi liðið all- miklu sterkara en það var 1958, Sérstaklega hvað hann liðsmöxm- um hafa farið fram í knatttækni og 5—6 þeirra væru nú á heims- flokki. Hann kvað liðið í mjög góðri þjálfun einkum Ivanov, Chislenko, Mamykin og Yashin Rússneska liðið á að leika við Júgóslafa, Columbíumenn og Urugauyliðið í riðlakeppninni. Á nýafistaðinni ferð um S-Ame- ráku unnu Riússar 3 landsleiki við Suður-Ameríkulið og þykja til alls Mklegir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.