Morgunblaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 1
■ ■ Or þróun í heilbrigðísmólum Byggmgu Borgar- sjúkrahússins hraðað, starfsemi Heilsuverndar- stöðvarinnar aukin og fæðingarheim- ili stofnsett HINAR stórstígu framfarir, sem orðið hafa í heilbrigðis- málum borgarinnar á undan- förnum árum, eru einhverjar hinar stærstu og þýðingar- mestu, sem orðið hafa á nokkru sviði. Hið myndar- lega átak, sem hér hefur ver- ið gert til að bæta aðbúnað hinna sjúku og auka heilsu- gæzlu hefur ómetanlega þýð- ingu fyrir alla íbúa bórgar- innar. Á þessu sviði sem öðrum á meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur stærstan þáttinn. Á sl. kjörtímabili hefur ver ið ötullega unnið að fram- kvæmd allra þátta heilsu- verndar- og sjúkrahúsmála, sem Sjálfstæðismenn hétu að beita sér fyrir í stefnuskrá sinni fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar, auk ótal- margs annars. Þar var því heitið að efla starfsemi Heilsuverndarstöðv arinnar, m.a. með því að setja á fót geðverndardeild og at- vinnusjúkdómadeild. Báðar þessar deildir eru nú starf- ræktar við stöðina, og auk þess mun innan skamms taka þar til starfa hjálparstöð fyr- ir heyrnardauf börn. Sjálfstæðismenn hétu því ennfremur að beita sér fyrir stofnun sérstaks fæðingar- heimilis til þess að bæta úr því vandræðaástandi, sem skapazt hafði vegna skorts á fæðingarrúmum. Þetta fyrir- heit var einnig uppfyllt með stofnun Fæðingarheimilis Reykjavíkur, sem tók til starfa í ágúst 1960. Aðstaða fæðandi kvenna til að komast á fæðingarstofnun hefur gjör- breytzt við tilkomu hins nýja, vistlega og vel útbúna Fæð- ingarheimilis, og nú eiga all- ar fæðandi konur þess kost að komast á fæðingarstofn- anir, þar sem þeim er veitt fullkomin þjónusta. Loks var því heitið að hraða byggingu Borgar- sjúkrahússins í Fossvogi. Hefur byggingu þess miðað vel áfram á s.l. kjörtíma- bili, enda varið til hennar nær 29 millj. kr. á tímabil- inu, en alls er kostnaðurinn Framli. á bls. 6. Byggingu Borgarsjúkrahússins í Fossvogi hefur miðað vel áfram á kjörtímabilinu. Hefur verið varið til þess á tímabilinu nær 29 millj. kr., en alls er kostnaðurinn við hana fram til þessa kominn upp , 47.9 millj. kr. Er stefnt að því, að húsið verði tekið í notkun í árslok 1964. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan, er byggingin hið mesta mannvirki — enda eitt af stærstu hús- um hér á landi. (Ljósmynd: KM) IMýjar upplýsingar um „þjóðfylkingaráformin46 Stdrlán átti að fá í Rússlandi MEÐ BIRTINGU á leyniskjölum kommúnista, „Rauðu bók- inni“, hefur Morgunblaðið sannað áform þeirrar klíku, sem ræður Framsóknarflokknum og kommúnista ti’l að koma hér á „þjóðfylkingu“, þ.e.a s. hlekkja íslendinga í þræl- dómsviðjar kommúnismans. Ekki eru síður athyglisverð ummæli Lúðvíks Jósefssonar á fundi í Sósíalistafélagi Reykjavíkur, 29. nóv. sl. og annarra forystumanna komm- únista, sem Morgunblaðið hefur vakið athygli á og Moskvu málgagnið hefur ekki gert minnstu tilraun til að mótmæla. Þar er því lýst, hvaða lærdóma „þjóðfylkingarmenn“ dragi af mistökunum í vinstri stjórninni, þar sem ekki tókust áformin um að láta þjóðfélagsástandið þróast upp í „al- þýðustjórn“. Vegna hins nána bandalags Framsóknarmanna og kommúnista að undanförnu, er gjörsamlega tilganslaust fyrir þá að gera tilraun til að neita þjóðfylkingaráform- unum, enda má segja að varnir þeirra séu algerlega mátt- lausar. En fleira er til vitnis um þá óhugnanlegu staðreynd að valdagræðgi Framsóknarleiðtoganna er svo mikil að þeir víla ekki fyrir sér að reyna að koma hér á landi á þeirri stjórnarstefnu, sem leitt hefur kúgun og áþján yfir fjölmörg þjóðlönd. Alþýðublaðið hefur skýrt frá því, að í vinstri stjórninni hafi Framsóknarmenn verið búnir að ákveða með kommúnistum að taka stórlán í Ráðstjómarríkjunum til að reyna að hlekkja okkur efnahagslega við kommúnistaríkin. 1 „Rauðu bókinni“ er það upplýst, að sam- særi hafi verið milli kommúnista og Fram- sóknarmanna á Genfarráðstefnunni um það að reyna að styðja tillögu Rússa um 12 mílna almenna landhelgi, í stað þess að berjast fyrir 12 milna fiskveiðitakmörkum og einangra okk- ur þannig frá öllum lýðræðisþjóðum og hætta á það að alls ekki næðust fram 12 mílna fisk- veiðitakmörk. Þessar tvær staðreyndir til viðbótar öllu því, sem áður hef- ur verið upplýst um þjóðfylk- ingaráformin, nægja til að sanna að fullu, svo að ekki verður um deilt, að Framsókn- arleiðtogarnir vinna vísvitandi að því að ná völdum með kommúnistum til þess að koma á þjóðfylkingarstjórn. í þeirri stjóm ætla þeir sér að nota þær aðferðir, sem þekktar eru frá þeim ríkjum, sem nú eru undir yfirráðum Rússa til þess að reyna að eyðileggja and- stöðuflokka og ná alræðisvaldi. Ef til vill halda Framsóknar- foringjarnir að slíkt vald yrði í raun og veru í þeirra eigin höndum og þeir yrðu í slíkri stjórn sterkari en kommúnistar og gætu sett þeim stólinn fyrir dyrnar, ef grípa ætti til full- kominnar undirokunar Islend- inga og yfirráða Rússa hér. Sú hefur þó hvergi orðið raunin og næsta ólíklegt er að Eysteinn Jónsson sé svo miklu meiri maður en allir aðrir, sem í fjöl- mörgum löndum hafa tekið þátt í kommúnískri þjóðfylk- ingu, að honum takist að snúa við því hjóli, sem hraðar sner- ist dag frá degi, þegar þjóð- fylkingin væri komin á lagg- irnar. GETA EKKI MÓTMÆLT ] Vika er nú liðið síðan Morg- unblaðið birti eftirfarandi upp- lýsingar, sem þjóðfylkingar- menn hafa ekki treyst sér til að andmæla einu orði: „f stuttu máli má segja, að „þjóðfylkingarmenn" dragi eft- irfarandi lærdóm af störfum vinstri stjórnarinnar: • í nýrri vinstri stjórn, sem Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.