Morgunblaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 14
14 MOJtGVMJLAÐIÐ Sunmidagur 20. maí 1962 — Reykjavíkurbréf Framhald af bls. 13. únista við vitneskju almennings um fyrirætlanir þeirra. Á mesta blómaskeiði, sem íslenzka þjóð- in hefur lifað, þegar velmegun hennar er meiri og sjálfstæði hennar tryggara en nokkru sinni fyrr, þá er sagt, að ástand ið sé verra en þegar drepsóttir og eld^'os, hafís og hungursneyð höfðu nærri komið þjóðinni fyr- ir ka tarnef! Æsingur þeirra manna, sem slíkt láta út úr sér, s. nir að þeir eru örvita. Hi reyndari forystumenn komn._nista finna, að í bili eru önnur viðbrögð skynsamlegri. Ekki er fjarri til getið, að meiri hófsemi þeirra í kaupgjaldsmál- um nú en áður, eigi rætur sín- ar að rekja til þess að þeir finna, að þeim ríður á að slitna ekki úr sambandi við þann hluta verkalýðsins, sem enn hef ur treyst þeim. Þess vegna þora þeir ekki að tefla á tæpasta vað. Bjargar Framsókn kommúnistum? Sú staðreynd, að gögnin hafa verið látin til birtingar, sýnir einnig ,að í röðum kommúnista eru til menn, sem óar við þeim villigötum ,er þeir hafa verið teymdir á. Kommúnistar eru nú hræddir og helzta von þeirra er sú að Framsókn láti ginnast til „Þjóðfylkingar" með þeim. — Horfurnar á slíkri samfylkingu virtust til skamms tíma vera Þakka af alíhug öllum þeim, sem á margvíslegan hátt glöddu mig á 80 ára afmælisdaginn minn 12. maí s.L Eiríkur Eiríksson, Grenimel 4. Eiginmaður minn JÓN GUÐMUNDSSON yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði lézt að morgm laugardagsins 19. maí. Steinunn Hafstað HALLDÓRGUNNLAUGSSON kaupmaður, Hveragerði, andaðist í sjúkralhúsinu Selfossi 18. þ.m. — Jarðarförin auglýst síðar. Eiginkona og böm Móðir mín HELGA JÓNSDÓTTHt Ásvallagötu 56, andaðist 11. þ.m. Jarðarförin hefir farið fram. Þakka auð- sýnda samúð. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Kristín Hannesdóttir. Bróðir minn INGI BJÖRGVIN SVEINSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 22. maí kl. 10,30. — AtJhöininni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Þorvaldur Sveinsson Útför eiginmanns og föður okkar VICTOR LOUIS STRÖM er lézt að heimili sínu Laugarnestanga 65, sunnudaginn 13. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. þ.m. kl. 1,30. Björg Jónsdóttir og börn Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu mér samúð við andlát móður minnar KRISTÍNAR KRISTJÁNSSON Sérstaklega vil ég þakka Sigurði Þórðarsyni og frú. Ósk Kristjánsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda saimúð við andlót og jarðarför GUÐLAUGAR ÁGÚSTU LÚÐVÍKSDÓTTUR Born tengdabörn og barnabörn. Af allhug þakka ég öilum þeim fjölmörgu, er sýndu mér og börnum mínutn hlýhug og samúð, í orði og verki vegna fráfalls eiginmanns roíns JÓNS H. JÖRUNDSSONAR skipstjóra er fórst með v/b Stuðlaibergi hinn 17. fébr. s.l. Sá vinarhugur sem mér hefur allstaðar mætt verður aldrei metinn sem vert væri. Þökkum sem í huga mánum býr verður ekki með orðum tjáð. Megi sá Guð sem allt sér og allt skilur endurgjalda ykkur með eilífri blessun sinnL. Ragnheiður Guðmundsdóttir. vænlegar. Hinn 1. maí stefndu forystumenn Framsóknar liði sínu til fundar með kommún- istum. Mánuðum saman vék Tíminn naumast óvinsamlegu orði að kommúnistum og athæfi þeirra. Hann hefur amast við birtingu leyniskýrslnanna og reynt að létta kommúnistum áföllin eftir föngum. Vinstri öflin eru augsjáanlega alls ráð- andi innan Framsóknar nú eins og undanfarin ár. En nú virðist jafnvel hik komið á SfS-herr- ana. Framsókn stendur augljós- lega á tímamótum. Ætlar hún til frambúðar að „þjóðfylkja" með kommúnistum eða hneygj- ast til þjóðhollra starfshátta? f Framsóknarflokknum eru áreið anlega margir, sem síðari kost- inn velja. Ef þeir vilja að mark sé á sér tekið, þurfa þeir að taka fast í taumana og veita flokksforystunni alvarlega á- minningu. 25 verzlunardeildir — SPARID SPORIN — Fjölbreytl úrval Giuggatjaldaefni Dúkar og handklæði Gluggatjöld Kjörgarði Ath. I nngangur og bílastæði H verf isgötumegin. GÍGI telpukápan er klæðilegasta telpukápan sem völ er á bæði hvað snertir efni og sniðið sem er sérstaklega þokkafullt og klæðir telpu- vöxtinn. Etfnið er gott tvíofið þýzkt ullar- efni sem þolir hina oft tillitslitlu meðferð sem börnum hættir til að viðhaía með fötin sin í hita leiks og starfs. GÍGI KLÆÐIK TELPIJMA Verzl. Sif Laugavegi — Verzl. Eros Hafnarstræti — Verzl Sóley Laugavegi — Verzl. Fons Keflavík — Verzl. Anna Gunnlaugsson Vestmannaeyjum — Sokkabúðin Laugavegi. Heildsölubirgðir Ylur h.f. sími 13591. Orðsending frá brautryðjendum álaveiði og útflutn- ings á ál í stórum stíl á íslandi um áframhaldandi ALAVEIÐI Þar sem okkur hefur tekizt að semja við stærstu álareykinga- verksmiðju Evrópu um sölu á ótakmörkuðu magnj af frystum ál á mjög hagstæðu verði kaupum við nú, sem áður, hvaða magn sem er af lifandi eða frystum ái á hæsta verði. Seljum gildrur og annað tilheyrandi. Jón Loftsson Hringbraut 121 — 10600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.