Morgunblaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 13
V'r Sunnudagur 20. maí 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Samið fyrir norðan Ljóst er að í röðum kommún- ista ríkir ágreiningur um stefn- una í kaupgjaldsmálum. Hanni- bal Valdimarsson, forseti Al- fjýðusambands Islands, hafnaði umsvifalaust þeirri hugmynd, sem sett var fram af hálfu rík- isstjórnarinnar í viðræðum við íulltrúa Alþýðusambandsins, reynt yrði að semja um nokkra kauphækkun til lægst launuðu verkamaima umfram 4% hækk- unina, sem taka á gildi hinn il. júní. ' Hannibal réði því, að talsmenn 'Alþýðusambandsins sögðu slík- ar hækkanir vera sér óiviðkom- andi og slitu viðræðunum. Síð- an lýsti Hannibal hvað eftir annað í alþjóðar áheyrn yfir því, að verkalýðsfélögin ættu að auglýsa taxta og hækka kaupið um 12% til viðbótar hinum ráð- gerðu 4% eða um 16% samtals, og átti sú hækkun að ná til allra en ekki einungis hinna lægst launuðu. Þegar nokkur verkalýðsfélög fyrir ^norðan aug lýstu nú í vikunni nýja taxta, yar svo að sjá semþau væru þar Uppskipun við Reykjavíkurhöfn. REYKJAVÍKURBRÉF með að fylgja ráðum Hannibals, þó að hækkanirnar væru að yísu mun minni og með allt öðrum hætti en Hannibal hafði mælt fyrir um. 1 fyrstu virtist svo sem forráðamenn SÍS ætl- uðu að una þessum aðförum og hugðu þá margir, að hér væri enn um samantekin ráð að ræða, svipað og um svikasamn- ingana í fyrra. SÍS-herrarnir sáu sig þó skjótlega um hönd og snerust að því ráði með öðrum atvinnurekendum að knýja fram samninga, sem og tókst, þegar sýnt var að menn vildu ekki hlíta einhliða vald- boði. Annað mál er, að umboðs- menn SÍS gerðu þetta ekki með glöðu geði og ýttu mjög á að samningsgerð yrði hraðað en ekki haft samflot um samninga við Dagsbrún, eins og eðlileg- ast hefði verið og vafalaust mundi hafa leitt til heillavæn- legri úrslita. Hóílegar að farið ' Enn verður ekki um það sagt, hvað réði því að SÍS-herrarnir kusu nú að hafa samflot með öðrum atvinnurekendum nyrðra, þótt þeir vildu hafa fljótaskrift á. Ef til vill hefur þeim óað við að gerast berir að þvi að ganga S „þjóðfylkingu" með kommún- istum, svo skjótlega eftir að fram höfðu verið lögð óyggj- andi gögn fyrir því hvers eðlis sú fylking átti að vera. Hitt er víst, að mikilsvert er, að til- raunin til einhliða ákvörðunar á kauptaxta skyldi þegar í stað brotin á bak aftur. Ef hún hefði heppazt, mundu þar af hafa hlotizt ófyrirsjáanlegar afleið- ingar til eflingar glundroða og upplausnar. Um kauphækkanirnar, sem um var samið, er það að segja, að þær eru mun hóflegri en yænta mátti eftir kröfunum, sem forseti Alþýðusambandsins hafði hvað eftir annað sett fram. Hæstu taxtarnir hækka einungis um 1% umfram 4%, sem taka áttu gildi 1. júní. — Lægri flokkarnir fá að visu meiri hækkun og er það í sam- ræmi við hugmynd ríkisstjórn- arinnar, sem Hannibal réði að ekki fékkst talað um, þegar hún var fyrst sett fram. Hér er því ólíkt heilbrigðar að farið en í fyrra og til var stofnað Laugard 19. maí af forseta Alþýðusambandsins. Lært af reynslunni Það verður því ekki um það villzt, að menn hafa lært af reynslunni, sem fékkst í fyrra. Nú gætir í fyrsta skipti um margra ára bil nokkrar við- leitni til að fara þannig að, að ekki þurfi allt um koll að keyra. Enn verður þó ekkert um það fullyrt, hvort þjóðarbú- ið fái vandræðalaust ’ staðið undir slíkum hækkunum. Víst er að því meiri sem hækkanir verða, því meiri líkur eru til, að örðugleikar, sem krefjast gagnráðstafana, skapist. En við- reisnin hefur nú þegar borið þann árangur, að miklu meiri möguleikar en áður eru til þess, að allt geti gengið vandræða- laust. Atvinnulíf er nú með miklum blóma, að togaraútgerð- inni undantekinni, þar sem sér- stakar ástæður koma til greina og valda því, að verkfallið á togurunum er illleysanlegt. Framkvæmdir eru miklar og víðast hörgull á vinnuafli. — Stjórnarandstæðingar, sem fyrir tveimur árum spáðu því, að hér yrðu á 4. þúsund atvinnuleys- ingjar og skömmuðust yfir, að eftirvinna mundi falla úr sög- unni, ásaka stjórnina nú fyrir vinnuþrælkun! Sparifjárinnlög stóraukast í hverjum mánuði, jöfnuði hefur tekizt að ná í utanríkisviðskiptum og gjald- eyrisaðstaðan fer síbatnandi. — Burðarþol þjóðfélagsins er þess vegna meira en áður. Eðlilegt er að launþegar, einkum hinir verst stæðu, njóti góðs af þessu, en á ríður að íþyngja atvinnu- vegunum ekki svo, að allt kom- ist í gamla ófremdarástandið. Baráttan harðnar Mönnum ber saman um, að baráttan fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík hafi hingað til verið óvenju friðsöm, enda segja flestir, að lítið sé um kosningarnar talað á meðal almennings. Eflaust á það sinn þátt í þessu, að almennt er gert ráð fyrir sigri Sjálfstæðis- manna. Meginþorra Reykvfc- inga finnst það blátt áfram o- hugsandi, að borg þeirra sé stjórnað af öðrum en Sjálfstæð- ismönnum. f sjálfu sér er þetta eðlileg skoðun, en hún magnast að þessu sinni við þann ísmeygi lega áróður andstæðinganna, að sigur Sjálfstæðisflokksins sé al- veg öruggur. En kosningaúrslit í frjálsu þjóðfélagi eru aldrei ör- ugg. Ef menn ugga ekki að sér og leggja sig ekki fram um að sigur fáist, er hætta á að ver fari en skyldi. Þess vegna má enginn liggja á liði sínu, heldur verða allir, sem vilja örugga stjórn borgarmálefna, að vinna vel til þess að forða borginni frá yfirráðum sundrungarafl- anna. Falskt öryggi má ekki verða höfuðborginni til falls. En það er ekki einungis, að áróður andstæðinganna hafi miðað að því að ala á fölsku öryggi, heldur hefur gagnrýni þeirra á stjórn borgarmálefn- anna aldrei verið aumari en nú. Aðfinningar þeirra hafa verið svo kraftlausar, að þær eru naumast umtalsverðar. Eins og gengur reyna þeir þó að sækja í sig veðrið, eftir því sem nær kosningunum dregur. Ekki svo að skilja, að það sem þeir segja sé nokkurs nýtt, en þeir eru þó að reyna að hafa uppi tilburði til baráttu. Sumir þeir tilburðir eru þó harla broslegir, eins og þegar Tíminn er farinn að lýsa Eysteini Jónssyni sem sérstök- um velgerðarmanni Reykjavík- ur! Og ekki eykur það fylgi kommúnista, þegar þeir ráðast með persónulegum brigslyrðum að Geir Hallgrímssyni, sem all- ir eru sammóla um, að er fram- úrskarandi duglegur og heið- virður maður. Launað lærdómslið Enginn efi er á því, að birt- ing Morgunblaðsins á leyni- skýrslum SÍA-manna, hefur vakið mesta athygli af því, sem prentað hefur verið undanfarnar vikur. Þangað til þessar skýrsl- ur birtust var flestum utan kommúnistaflokksins ókunnugt um félagsskap SíA-manna. — Hann er svo til kominn, að kommúnistadeildin hér á landi hefur valið nokkra „efnilega" unglinga og sent þá til náms- dvalar í Austur-Þýzkalandi. Þar eru þessir piltungar á launum hjá austur-þýzku leppstjórninni, flestir við nám á einhverjum fræðigreinum í austurþýzkum háskólum, jafnframt því, sem þeir leggja stund á kommúnísk stjórnvísindi. Þeir eru í nánum tengslum við austurþýzk yfir völd, undir beinni umsjá þeirra og hafa aðgang að háttsettum flokksbroddum þar í landi. — Skýrslur þeirra verða ekki skildar á annan veg en þann, að þeir taki þátt í heræfingum, og augljóst er, að þeir eru þjálf aðir til þess að taka við for ystuhlutverki, þegar þeir snúa aftur til heimalands síns. Ákefðin til áhrifa er svo mikil, að þeir geta ekki beðið heim komunnar ,heldur hafa þeir þeg ar, meðan á námsdvölinni stend ur, sótzt til yfirráða í komm únistadeildinni hér. Þarna er því á uppsiglingu hópur þaul æfðra manna, sem ætla sér fyrst að hremma yfirráðin kommúnistaflokknum á íslandi og síðan nota hann til þess að brjóta undir sig allan landslýð Alræði öreiganna Svo sem ungum mönnum er títt, þá sjá SÍA-menn missmíði á mörgu, sem hinir eldri gera, í skýrslum þeirra gætir gagn rýni á ýmsu í starfi komm únistaflokksins, bæði í Austur Þýzkalandi og á íslandi. Þeim finnst leppstjórninni í Austur- Þýzkalandi hafa tekizt margt óhönduglega, ekki sízt sá leik araskapur að láta sem lýðræði ríki þar í landi. í þeirra gagnrýni og frásögnum kemur ýmislegt athyglisvert fram. Athyglisverð ast af öllu er þó, að þeir finna ekki að því að lýðræðið sé of lítið. Nei, þvert á mtói, þá segja þeir af lofsverðri hreinskilni, að miklu nær væri að vera ekki að leikaraskapnum, heldur viður kenna að þarna ríki „alræði ör- eiganna". Á slíku alræði telj þeir sögulega nauðsyn. Hér er að vísu ofmælt, þegar sagt er að þetta sé gert af lofsverðri hreinskilni. Rétt væri að taka þannig til orða, ef skýrslurnar hefðu átt að birtast almenningi svo að hann fengi að vita, hvað í huga þessara pilta býr. En skýrslurnar eru ekki ætlaðar til birtingar, heldur einungis til gagnkvæmrar fræðslu innan leynifélagsskaparins. Þær eru skráðar til þess að herða huga hinna valdagírugu unglinga, reyra þá enn fastar í kommún- ískar viðjar og undirbúa þá til þess að gegna á íslandi sams konar hlutverki og hinir austur þýzku leppar vinna í sínu ó- gæfusama föðurlandi. Clöggt livað þeir vilja ' Birting leyniskýrslanna hefur grundvallarþýðingu. Með þeira fæst gleggri innsýn í starfs- hætti og fyrirætlanir kommún- ista hér á landi, en menn nokkru sinni fyrr hafa haft. — Þær sanna svo ekki verður um deilt, að forsprökkum kommún istadeildarinnar á íslandi er fullkunnugt um, hvílíkt á- stand ríkir í sams konar þjóð- félagi og þeir vilja koma á hér- lendis. Um þessa vitneskju hafa þeir þagað, og bregðast hið versta við, þegar frá þessu er skýrt opinberlega. Ætlun þeirra var því ótvírætt sú að halda áfram að þegja og ginna al- menning til þess að láta leiðast undir okið, þótt þeir sjálfir vissu hverjar hörmungar eru því samfara. Þetta er út af fyrir sig ærið alvarlegt. Enn alvarlegra er þó, að SíA-unglingarnir skuli ekki hafa fyllzt viðbjóði á því sem seir sáu, heldur bundizt leyni- samtökum til þess að ' eiða sams konar ógæfu yfir sína eigin þjóð. Nokkrir þeirra eru núþeg ar komnir heim, hafa smeygt sér í ýmsar áhrifastöður hér og eru að troða sér til vaxandi valda innan kommúnistaflokks- ins. Eftir nokkur ár verða þeir forystusveitin þar, sú, sem öllu ræður. Af skýrslum þeirra vita menn, hvers þá er að vænta: Purkunarlauss einræðis, hins grímulausa „alræðis öreiganna“, sem þeir helzt finna Ulbricht til foráttu, að hann hafi ekki haft kjark til að viðurkenna í Austur-Þýzkalandi. „Ilöfum reynt drepsóttir o» eldiíos44 Kommúnistar óttast að von- um aukna fræðslu um eðli stefnu þeirra og starfa. Hinn 18. maí skrifar piltur, sem er í framboði af hálfu kommúnista til borgarstjórnar Reykjavíkur, svo í Þjóðviljann: „Flest bendir til, að aukið frjálsræði einstaklinga muni senn færast yfir byggðir sósíal- ísku landanna, og sósíalismi mun áreiðanlega sigra í ein- hverri mynd um allan heim.“ Þarna er reynt að berja í brestina. Látið er í það skína, að „senn muni“ ástandið batna austur þar! Þetta er veigalítil huggun eftir lýsingar SÍA- manna á hinu raunverulega ástandi, sem þeir í trúnaði finna helzt að, að alræði öreiganna sé ekki látið ríkja alveg skefja- laust. Þjóðviljapilturinn óttast og áhrif sannleikans. Hann segir: „Undirstaða þessa einstæða pólitíska herbragðs er auðvitað hið magnaða kommúnistahatur, sem gengið hefur yfir Vestur- lönd frá stríðslokum eins og svartadauðafaraldur eða stóra- bóla. Og sannarlega hefur eng- in plága fyrri alda verið mann- skæðari hér á landi eða þjóð- hættulegri: Við höfum reynt drepsóttir og eldgos, hafís og hungursneyð, en ekkert eitur hefur bitið á okkur jafn-vel, enginn sjúkdómur gengið okk- ur jafnnærri og hinn brjálæðis- kenndi ótti við kommúnismann. í dag eru þúsundir ungra íslend inga tilbúnir að fórna öllu, sjálf stæði okkar, tungu, menningu og landi, ef slíkt má verða kommúnismanum til bölvunar." „Brjálæðis- kenndur ótti44 Þvílík skrif lýsa sannarlega „brjálæðiskenndum ótta“ komm Framhald á Kít 1 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.