Morgunblaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 12
12 MORGIJTSBLAÐIÐ Sunnudagur 20. maí 1962 isitMafrft Otgefandi: H.f Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: ASalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÆSKAN TIL HAG- NÝTRA STARFA |>eykvískt æskufólk hefur á undanförnum sumrum unnið gott starf við fegrun og snyrtingu borgarinnar og borgarlandsins. Starfsemi Vinnuskóla Reykjavíkur hef ur orðið umfangsmeiri með hverju árinu, og störfuðu t.d. á s.L ári nær 500 reyk- vískir unglingar að þessum störfum á vegum hans. Ungi- ingarnir hafa unnið við rækt- un og snyrtingu á íþrótta- svæðum borgarinnar, barna- leikvöllum, skrúðgörðum, gróðursetningu í Öskjuhlíð og Heiðmörk, og svo mætti lengi telja. Þannig hefur æska Reykjavíkur unnið gott starf við að rækta og fegra borgina sína. Á síðasta borgarstjórnar- fundi var samþykkt tillaga frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðismanna, sem miðar að því, að sem flestir ungling- ar komist til sumardvalar á hinum ýmsu stöðum atvinnu lífsins, þar sem starfskraft- ar þeirra geti nýtzt sem bezt Var borgarverkfræðingi fal- ið að vinna að því, að hægt verði nú í sumar og fram- vegis að taka unglinga til starfa innan borgarvinnunn- ar. Þó er gert ráð fyrir, að þess verði gætt við starf- rækslu Vinnuskólans, að haga henni þannig, að hún dragi ekki vinnukraft ungl- inganna frá ýmsum fram- leiðslustörfum, sem þeir hafa jafnan unnið, við. Það vakti mikla athygli á fyrrgreindum borgarstjórn- arfundi, að einn fulltrúi kommúnista bar þar fram tillögu, sem einnig miðaði að því, að unglingarnir verði settir í sérstaka vinnuflokka í borgarvinnunni eða dreift í aðra vinnuflokka hennar, en á undanförnum árum hafa þeir lagzt eindregið gegn því, að unglingavinnan fari inn á svið borgarvinnunnar. Þessari stefnubreytingu ber að fagna, en skýringar hennar er vafalaust að leita í hinu blómlega ástandi, sem hér ríkir nú í atvinnumál- um. ORÐ AÐ SÖNNU TTinn alþjóðlegi kommún- ■“■■*• ismi ógnar enn einu sinni heimsfriðnum. Framkoma leiðtoga hans í Austur-Asíu er leikur að eldi. Moldvörpu- starfsemi kommúnista í Laos og Suður-Vietnam, skæruhernaður þeirra og blóðsúthellingar sýna að takmarkið er hið sama og áður: Alger undirokun hins frjálsa heims. Réttarhöldin í Júgóslavíu og dómurinn yfir Diljas fyrr- verandi varaforseta landsins sýna einnig, hverskonar rétt arfar kommúnisminn býr þjóðunum. Vegna þess að Diljas hikar ekki við að skýra frá glæpaáformum Stalins er hann dæmdur í 9 ára tukthús! Fyrr á árum kölluðu ís- lenzkir kommúnistar allar fréttir af glæpaverkum Stal- ins „Morgunblaðslygi“. Síð- an liðu nokkur ár. Sjálfur Krúsjeff heldur ræðu á flokksþingi rússneskra kom- múnista í Moskvu og lýsir Stalin sem ótíndum stór- glæpamanni, múgmorðingja, sem nær hefði steypt rúss- nesku þjóðinni í algera glöt- un. Þar með var „Morgun- blaðslygin“ orðin óvefengj- anlegur sannleikur. Krúsjeff hafði talað og staðfest að allt það versta, sem Mbl. og önn ur vestræn lýðræðisblöð höfðu sagt um Stalin og stjórn hans var sannleikur. Hann hafði jafnvel gerzt sekur um miklu verri og fleiri glæpi en Mbl. hafði haldið fram. En þótt íslenzkir kommún- istar og leppar þeirra hafi orðið að kingja öllu lofinu og skruminu um Stalin og viðurkenna frásagnir Mbl. af glæpaverkum æðstu páfa hinna rússnesku kommúnista æDÍr Moskvumálgagnið hér í Reykjavík enn um „Morg- unblaðslygi“. Enn reyna ís- lenzkir kommúnistar að verja glæpaverk leiðtoga hins alþjóðlega kommún- isma. Guðmundur Vigfússon þakkaði Krúsjeff fyrir fram lag hans til sköpunar friðar og öryggis í heiminum á sama tíma, sem Rússar eru að sprengja 50 megatonna helsprengjur við bæjarvegg íslendinga og helrykið legg- ur yfir lönd og álfur. En yfirgnæfandi meiri- hluti íslenzku þjóðarinnar veit og skilur að hinn ógn- þrungni skuggi hins alþjóð- lega kommúnisma grúfir einnig yfir landi þeirra og ógnar framtíð og hamingju barna hennar. Þessvegna má enginn heiðarlegur íslending ur láta nokkurt tækifæri ónotað til þess að hnekkja áhrifum umboðsmanna Moskvuvaldsins á íslandi. Fólk Dalai Lama er að leggja síð- ustu hönd á bókina „Líf mitt og bjóðar minnar“, sem enska út- gáfufyrirtækið Weidenfeld gef- ur út. Reiknar hann með að foókin seljist mikið, jafnvel á foorð við æfisögu Churohills. Enski rithöfundurinn David Howarth, sem hefur hjálpað Dalai Lama með enskuna, seg ir að hann muni koma mörgum á óvart í bókinni, með kýmni- gáfu sinni. T.d. segir hann frá geysifeitum ábóta, sem gerðist sjálfkjörinn verndari hans á foinni erfiðu ferð á flóttanum fm Lhasa að indversku landa- mærunum. Hann hafði náð sér í miðaldasverð að vopni og það var svo þungt að hann varð að nota báðar hendur til a3 geta sveiflað því — og það gerði hann við hvern runna er varð á vegi þeirra, og hrópaði um leið: — Dirfizt ekki að snera hinn lif- andi Buddafo! Hann leit á hvern runna sem sigraðan óvin, segir Dalai Lama, en það var nú samt heppni að þetta voru runnar, ekki Kínverjar! Meðan furstafrú Grace keppir að því að ná leikkonuvexti með því að borða ekkert annað en skyr og salatfolöð, þá velta menn því fyrir sér í Hollywood hvaða nafn eigi að setja á hurðina á búningsher- bergi hennar, þ e g a r farið verður ag filma. Á að kalla hana Graee Kelly? Eða Grace furstafrú? Eða verður að nota öll nöfn hennar og titla? Þá yrði skiltið að vera nokkuð stórt, og á því að standa: Son Altesse Serenissime la OGNA FRAMTÍÐ OG HAMINGJU T Morgunblaðinu í gær var ■*■ vikið að fréttafölsunar- blaðinu Tímanum og sönnun fyrir því að ritstjóri þess, Þórarinn Þórarinsson, segði vísvitandi rangt frá fréttum hvenær sem hann teldi það þjóna þjóðfylkingaráform- um sínum og kommúnista. Orðrétt sagði Morgnblaðið: „Fer ekki á milli mála, að Þórarinn Þórarinsson hefur kynnt sér „þjóðfylkingar- J áróður“ vina sinna í Austur- princesse Grace de Monaco, de Folignae-Grimaldi, ducfoesse de Valentirois, de Mayenne, de Mazarin, princesse de Chateau Porcien, marquise de Baux, comtesse de Varlades, de To- rigni, de Ferette,, de Belfort, de Thann et de Rosmont, baronne de Saint-Lð, d’Altkircfo, de Hambye, de la Lutheriniere et du Buis, dame de Saint-Remy et d’Isenheim, marquise de Ef skattfrelsi verður í raun- inni afnumið í Monako, þá yrði lí'klega smáríkið Lichtenstein næsta skjól auðstéttarinnar. Að vísu hefur hinn sparsami fursti Franz Josef, aldrei fellt niður tekjuskattinn, eins og Rainier fursti, en margir fá vafalaust tár í augun þegar þeir frétta að skattar í hans landi eru aðeins 5% af tekjum. — Hér eru þau fojónin Franz Joseph og Gina furstafrú í LiOhtenstein. í frettunum Ohilly, oomtesse de Longjumeau, baronne de Massy, marquise de Guiscard. Alfred Hichcock lízt ekkert á blikuna: — Þetta er hrollvekja út af fyrir sig, segir hann. NÚ ÞEGAR kosningar standa fyrir dyrum á við að segja sög- una um Robert Kennedy, bróð- ur Bandaríkjaforseta, sem er mikill áróðursmaður. Hann kom sem dómsmálaráðherra í heim- sókn í St. Petro fangelsið og notaði tækifærið til að reyna að afla flokki sínum, demokrata- flokknUm, atkvæða. Hann hélt ræðu yfir föngunum, sem hafði verið safnað samn, og lauk foenni með þessum orðum: —» Eg vildi heilsa upp á ykikur og óska ykkur alls góðs. Og þegar þið komið út aftur gleymið þá ekki að gnga í demokrataflokk- inn. Robert Kennedy þykir slyngur að koma fyrir sig orðL Nýlega spurði blaðamaður hann fovort hann keppti ek'ki eftir að verða sjálfur forseti. — Jú, auð- vitað, svaraði Robert. Alveg eins og allir amerískir drengir. ★ ! Ameríski píanóleiikarinn Wladzu Valentino Liberace, þyk ir lifa all ífourðanmi'klu lífi. Ný- lega settist hann að í nýrri villu í Hollywood. Þar eru öll gólf lögð sérstaklega ofnum teppum með gullþráðum í og öskufoakk- ar og baðker eru í laginu eins og flyglar úr gulli. Auðvitað foélt Liberace mikið boð, þegar foann flutti í húsið og lét gestina fara úr skónum og ganga í gylt- um inniskóm. í þessari veizlu var nýtízku tækni beitt. Þjón- arnir höfðu talstöðvar, svokall- aðar wal’kietalkies, svo að hús- bóndinn gæti, hvar sem hann var staddur á grasflötunum fyr ir utan, gefið þeim skipun um að koma með veitingar. Þýzkalandi þegar hann var þar í boði Ulbrichts og dá- samaði síðan það þjóðfélags- ástand, sem SÍA-menn hafa nú lýst í skýrslum sínum, sem Morgunblaðið hefur birt. — Með hliðsjón af því kæmi víst engum á óvart þótt þessi staðhæfing, sem er dálítið feimnisleg í Tím- anum í gær, yrði orðin að aðalmáli Þórarins í dag.“ Var þarna um að ræða þá fullyrðingu að Sjálfstæðis- menn hefðu „lánað“ komm- únistum atkvæði í kosningu í stjórn Sogsvirkjunarinnar í borgarstjórn, staðhæfingu sem var þverðfug við um- mæli fulltrúa Framsóknar- flokksins í borgarstjóm og málflutning annarra banda- lagsmanna, bæði í borginni og síðan í blöðum. Og ekki stóð á því, að þessi spá Morgunblaðsins rættist, því að forsíða Tímans í gær er meira og minna undirlögð til að ræða þetta „atkvæða- lán“ sem staðreynd. Fer ekki milli mála, að Ulbricht, vin- ur og gestgjafi Þórarins, mun telja hann fremri í áróðurs- tækninni en SÍA-mennina, sem hann hefur verið að skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.