Morgunblaðið - 31.05.1962, Qupperneq 2
2
MORGWNnr/AÐIÐ
Fimmtudagur:31. maí 1962
„Litlu verður
Vöggur feginn“
TIMINN hefur verið mjög
kotroskinn yfir kosningaúr-
slitunum og m.a. státaS af því,
að Framsóknarflokkurinn sé
orðinn stærri en Alþýðubanda
lagið í kaupstöðunum. og því
næst stærsti stjórnmá.laflokk
urinn þar. Þjóðviljinn var
hinn versti yfir þessu í gær
og kallaði þetta „Furðulegar
reikningsfalsanir Tímans/' þar
sem fylgi kommúnista í Kópa
vogi og Ólafsfirði hefði
gleymst. Er nú um langt
skeið, sem alvarlega hefur
sletzt upp á vinskapinn hjá
þessum flokkum, enda við-
kvæmur blettur á báðum, hvor
eigi minna fylgi að fagna í
kaupstöðum landsins.
Endalaust má um það deila
hver sé hinn raunverulegi
mælikvarði, sem Ieggja beri
á úrslit kosninga. Þannig
leggur Tíminn út af bæjar-
stjórnarkosningunum 1958,
þegar hann talar um Sjálf-
stæðisflokkinn, vendir síðan
kvæði sínu í kross og talar
um alþingiskosninglarnar
haustið 1959, er hann talar
um fylgi Alþýðuflokksins.
Það sjá allir menn, að
þetta getur ekki gengið. En
sjálfsagt er þó að koma nokk
uð til móts við Framsóknar-
menn og miða við alþingis-
kosningarnar vorið 1959, þar
sem þær koma þarna á> milli
og eru því eins konar m.sðal-
tal. En í þeim kaupstöðum sem
Framsóknarflokkurinn bauð l
einn fram bæði þá og nú hef-
ur hann bætt við sig 500 at-
kvæðum. Má það sannarlega
ekki minna vera, til að verj-
andi sé að hafa fimm dálka
á forsíðu, eins og Tíminn
hafði á þriðjudag: „Þáttaskil
hafa orðið í flokkaskipan
landsins."
Nú er það svo, að menr.
vita það oft með sjálfum sér
og verða varir við það, er þeir
hafa viljandi tekið heldur
djúpt i árinni, svo ekki sé
meira sagt. Svo virtist þó
ekki með Tímam.enn á þriðju
daginn, þvi að þegar þeir sáu
hina glæsilegu forsíðufyrir-
sögn, fannst þeim ástæða til
að leggja út af henni með
þeim orðum í leiðara, að Fram-
sóknarflokkurinn væri senni-
lega orðinn „jafnoki SjáJfstæð
isflokksins í kauptúnunum
og vel það!“
Ekki er kyn þótt keraldið
leki!“
Leikararnir í Kviksandi, talið frá vinstri: Þorsteinn Gunnarsson, Steindór Hjörleifsson, ErU
ingur Gíslason, Bryndís Pétursdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Helga Bachmann, Helgi Skúla-
son, Birgir Brynjólfsson og Gísli Halldórsson.
L.R. fer með Kviksand út á
LEIKFÉLAG Reykjavíkur er að
Ieggja af stað í leikför um land-
ið með leikritið Kviksand, sem
sýnt hefur verið í Reykjavík í
vetur við mikla aðsókn. Frum-
sýning úti á landi verður n.k.
laugardag á Akureyri.
í leikflokknum eru 8 leikar-
ar. Aðalhlutverkin leika Stein-
dór Hjörleifsson, Helga Bach-
mann, Gísli Halldórsson, Brynj-
ólfur Jóhannesson og aðrir eru
Helgi Skúlason, Erlingur Gísla-
son, Birgir Brynjólfsson og Bryn
dís Pétursdóttir. Verður farið
með tjöld og allan útbúnað sem
notaður var í Iðnó.
Frá Akureyri verður farið
Rætt um hluta-
skiptin á
síldeiðununk
FULLTRÚAR útvegsmanna óg
sjómanna hittust í gær hjá sátta
semjara ríkisins, Torfa Hjartar
syni, til að ræða ágreiningin um
hlutaskiptin á síildveiðunum, en
hætt er við að síldarflotinn stöðv
ist um mánaðarmótin, náist ekki
samkomulag. Var skipuð sérstök
undimefnd til að athuga ágrein
ingsefnin. í henni eiga sæti Haf
steinn Baldvinsson og Svanur
Sigurðsson fyrir útvegsmenn, og
fyrir sjóm«nn Tryggvi Helgason
og Jón Sigurðsson. Sat nefndin
á fundi alian daginn í gær.
Humarveið-
in byrjuð
AKRANESI, 30. maí — Þr,V
humarbátar komu hingað inn af
veiðum í dag. Aflahæstur var As
björn með 7 lestir, Sæfaxi 4)6
og Ásmundur 3,2 lestir. Humar
inn er stór og fallegur. Auk hum
arsins fengu þeir slangur af
þorski, ýsu, skötusel og fleiri
fisktegundum. Mikil vinna verð-
ur kringum humarinn. Oddur.
Nýtt listasafn verður reist
í Kópavogi eðo Reykjavík
Lisfaverkabók getur gefið 7,5
millj. i byggingarsjóð
ER Ragnar Jónsson, forstjóri gaf
í fyrra Alþýðusambandi íslands
málverkasafn sitt, var það hug-
mynd hans að málverkin yrðu
stofn að alþýðulistasafni og
fylgdi gjöfinni fyrirheit um að
1 NA /5 hnúhr\ H Snjóioma 1 y SV 50 hnúhA * Úii Kf Skúrir K Þrumur W*£, KuUashi! ‘Zs' HiUtkH H Hm$ f, ,4at£.
.
Svart: Svein Johannessen, ósló
ABCDEFGH
m m. ■ r 4
ABCDEFGH
Hvítt: Ingi R. Jóhannsson
16. Rbl—d2
Eins og kortið ber með sér,
er háþrýstisvæði yfir austan
verðu Atlantshafi og norður
um ísland og Austur-Græn-
land. Hins vegar er regn-
svæði yfir sunnanverðu Græn
landshafi að þokast norðaust
ur á bóginn. N-áttin hér á
landi er að fjara út og suðlæg
átt verður sennilega ríkjandi
næstu daga — með hlýnandi
veðri. Um hádegið var 2 st.
frost á Grímsstöðum, um 7
st. hiti í Rvík.
Veðurhorfur kl. 22 í gærkvöld:
Suðvesturland og miðin: —
SA og síðan S stinningskaldi
og síðan rigning.
Faxaflói, Breiðafjörður og
miðin: Vaxandi SA-átt og
þykknar upp, kaldi eða stinn
ingskaldi og rigning þegar
líður á nóttina, sunnan stinn
ingskaldi og súld, þegar kem
ur fram á daginn.
Vestfirðir og miðin: SA-
stinningskaldi og rigning með
morgninum, S og SV-stinn-
ngskaldi og súld, þegar kem-
ur fram á daginn.
Norðurland og miðin: Hæg
suðlæg átt og skýjað í nótt,
kaldi og dálítil rigning á morg
un.
Norðausturland og Aust-
firðir og miðin: SV-goIa,
bjart veður.
Suðausturland og miðin:
Þykknar upp með S-kalda í
nótt, dálítil rigning eða súld
á morgun.
fyrirtæki hans Helgafell, mundi
gefa út 5000 eintök af yfirlitsbók
um íslenzka myndlist, og skyldi
andvirði bókarinnar renna til að
byggja safnhús. Er nú verið að
fara af stað með áskriftasöfnun
að bók þessari, sem kemur út
á næsta ári.
Stjórn Listasafns ASÍ, sem er
sjálfseignarstofnun, ræddi við
fréttamenn í gær, og skýrði for-
maður hennar, Hannibal Valdi-
marsson svo frá, að nefndin
hefði sótt um lóð fyrir listasafn-
ið bæðj til Reykjavíkurbæjar og
Kópavogskaupstaðar, og ekkj ein
ungis venjulega byggingarlóð,
heldur nokkurra hektara land,
til að mynda umgjörð um safnið,
þar sem yrði gróður og högg-
myndir úti, í samræmi við þá
stefnu sem nú er í byggingar-
málum listasafna í heiminum.
Lágar byggingar í fögrum garði
Hafa stjórninni borizt tilboð
frá báðum aðilum, Reykjavíkur-
bær býður 600 ferm. hornlóð á
gatnamótum Miklubrautar og
Háaleitisvegar. En Kópavogs-
kaupstaður alls tveggja hektara
lóð á utanverðu Kársnesi, við
sjóinn niðri við Fossvoginn. Er
sú lóð allt að 2 hektarar af góðu
landi, en rétt við hefur verið
sótt um leyfi til að reisa og
koma upp fiskasafni, sem stjórn-
in telur að mundi vera gott að
hafa í sambýli við safnið. Annars
hafa engar ákvarðanir verið tekn
ar um hvor staðurinn verður fyr
ir valinu.
Hugsar safnstjórnin sér að
miða bæði staðsetningu bygging-
ar við að þetta verði safnbygg-
ing í nútíma skilnimgi, lágar
byggingar, þar sem hægt er að
hafa hljómleika og fyrirlestra í
safnhúsinu og eins útistöðu fyrir
höggmyndir 1 garði, líkt og er
t. d. í Lousiana safninu danska,
sem er 34 km frá Kaupmanna-
höfn.
Framb. á bls. 23
austur um land og sýnt á öllumi
stærri stöðum. í bakaleiðinni
verður komið í stærri kauptún
á Norður- og Vesturlandi, þar
með taldir Vestfirðir.
Undanfarin ár hefur Leikfé-
lag Reykjavíkur farið í leikferð
ir um landið, en venjulega með
gamanleiki, Tannhvassa tengda-
mömmu, Deleríum bubonis o.fl.,
en Kviksandur er fyrsta leikrit-
ið alvarlegs eðlis, sem farið er
með slíka ferð á seinni árum,
Enda segir formaður félagsins,
Helgi Skúlason, að flokkarnir
hafi orðið þess varir á íerðum
sínum, að fólk óskar eftir að fá
að sjá einhverjar af betri sýn-
ingum félagsins. Og síðan „Allir
synir mínir“ var á ferðinni, er
þetta það leikritið, af þessu
tagi, sem bezt hefur gengið í
Reykjavík.
Leikförin er farin með stuðn-
ingi menntamálaráðs, sem þann
ig vill stuðla að kynningu á list
úti á landsbyggðinni.
Sjálíkjörið
í Garðahreppi
ER FRESTUR rann út hlnn 23.
þessa mánaðar til að skila fram-
boðslistum í Garðahreppi til
væntanlegra kosninga til sveit-
arstjórnar í júnílok varð Ijóst
að aðeins einn listi kom fram.
Listi þessi var borinn fram af
óháðum kjósendum í hreppn-
um, studdur af Sjálfstæðisfélag-
inu og fulltrúum annarra flokka
í hreppnum. Því verður um-
ræddwr listi sjálfkjörinn og
fara því kosningar til sveit-
arstjórnar eða sýslunefndar í
Garðaihreppi ekki fram að þessu
sinni.
Listinn er skipaður eins og
hér segir:
Aðalmenn í sveitarstjórn: Ein-
ar Halldórsson, Setbergi, Björn
Konráðsson, Vífilsstöðum, Sig-
ríður Johnsen, Marklandi, Guð-
mann Magnússon, Dysjum,
Sveinn Ólafsson, Silfurtúni.
Varamenn: Kristján Guð-
mundsson, Hrafnbólum, ólafur
Vilbjálmsson, Bólsstað, Skafti
Þóroddsson, Silfurtúni, Viktor
Þorvaldsson, Vífilsstöðum, Gisli
Guðmundsson, Hlíð.
Það var einnig einróma álit
allra, sem listann báru fram, að
tryggja bæri að núverandi sveit-
arstjóri hreppsins, Ólafur G.
Einarsson, gæfi kost á sér til á-
framhaldandi starfa sem sveit-
arstjóri Garðabre^-