Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7, júní 1962 MORGUNBLAÐIÐ 5 - Walther Ulbricht Framh. af bls. 1 vézka hernámssvæðinu. Árið 1950 varð hann aðalritari flokksins, og 1960 gerði hann sig að æðsta manni ríkisins og yfirstjórnanda hersins. Áður en hann gat þetta, varð hann losna við mótstöðu- menn sína. Þeir voru allir fangelsaðir og reknir í útlegð. Um leið tók hann hina fjóra, flokka, sem ekki voru komm- únískir og gerði þá að verk- færum Kommúnistaflokksins. Þeir sem veittu mótspyrnu hlutu sömu meðferð og and- stæðingar hans innan Komm- únistaflokksins og Sósíaldemó krataflokksins. Síðan fylgdi ógnarveldi leynilögreglunnar, endurhervæðing, samyrkjubú skapur og eignarnám verk- smiðja og verkstæða iðnaðar- manna. Þessi harka leiddi til upp- reisnarinnar 1953. Höfuðvíg- orð verkamanna var: „Niður með Geitskegg". Þessi dagur varð hinn svartasti í sögu Ulbrichts. en treysti hann um leið í sessi. Moskva þarfnaðist tryggasta og harðsvírasta mannsins, sem völ var á til að halda þessu landi niðri. Jafnvel nánustu samstarfs- mönnum Ulbrichts ofbuðu að- farir hans. Bæði 1950, 1953 og 1956 — 57 voru mynduð sam- tök gegn honum innan flokks- ins. Það er athyglisvert, að tveir fyrstu öryggismálaráð- herrarnir voru í slíkum sam- tökum, svo og framkvæmda- stjórar flokksvélarinnar. Þess- ir menn höfðu nefnilega gleggsta yfirsýn yfir ástandið í landinu og hug þjóðarinnar. Þeir vissu, að kommúnista- flokkurinn gat aldrei öðlazt stuðning almennings meðan Ulbricht væri æðsti maður flokksins. Þeir gátu bent á, að 3 milljónir manna væru flúnar. Eigi að síður var Ul- bricht metinn meira en þeir í Moskvn. Meðan Stalín lifði þurfti enginn að vera hissa á þessu. Ulbrieht var hlýðnasti og tryggasti lærisveinn Stalíns. Ulbricht ríkti með aðferðum Stalíns, og fékk orð fyrir að vera Stalín Þýzkalands. En eftir dauða Stalíns snerist hann til fylgis við hina nýju herra. Við dauða Stalíns sagði Ul- bricht: „Mesti maður vorra tíma er liðinn. En verk hans munu lifa og verða mannkyn- inu leiðarljós á komandi öld- um“. „Komandi aldir" þýddi í þessu tilfelli þrjú ár. Eftir 20. flokksþingið í Moskvu sagði Ulbricht stutt og lag- gott: „Stalín var vel menntað- ur marxisti, en hann var ekki meðal hinna sígildu spekinga marxismans“. Á dimmri þokunótt I nóv- ember síðastliðnum kom sveit manna hljóðlega inn á Stalin Allee í Austur-Berlín. Her- mennirnir unnu af kappi í nokkrar stundir og hurfu síð- an. Næsta morgun hét gatan Frankfurter Allee að austan- verðu, en vesturendinn Karl Marx Allee. Sömu nótt hvarf minnismerki Stalíns. En Ulbricht hefur ekki breytzt. Hann hefur notað hið aukna athafnafrelsi, sem Krú- sjeff hefur veitt leiðtogum leppríkjanna til að ávaxta pund Salíns. Enginn stalín- isti hefur verið settur út af sakramentinu í Austur-Þýzka- landi. Pólitísku fangelsin geyma milli 12 og 14 þúsundir manna. Ógnarstjórn blómstrar enn, og Ulbricht hæðir þjóð- ina. Hann segir Austur-Þýzka- land ríki. þar sem orð Goethes hafi rætzt: „Hér er ég maður, hér má ég maður vera“. Með- an fólk var að hætta lífi sínu til að brjótast út gegnum gaddavírsflækjurnar, stökkva af þökum og skríða gegnum holræsi til að öðlast frelsi, sagði hann hinn 18. ágúst: „Af aðgerðum okkar hafa orðið minni truflanir á ró borgarinnar en af venjulegum rock and-roll hljómleikum í Berlín. . . . Hinar vinnandi stéttir draga andann léttar . . . Öll þjóðin stendur einhuga að baki aðgerðanna". Vinalaus Allt, sem gert verður með ofbeldi, hefur hann gert. En hann vi!l meira. Hann vill vera dýrkaður sem landsfaðir og elskaður leiðtogi þjóðar- innar. En hann vantar allt sem til þess þarf. Hláleg mál- lýzka hans og skrækur rómur gera hann að athlægi. Hann hefur enga kímnigáfu og skil- ur aldrei gamansemi. Aldrei hefur skopmynd birzt af hon- um í a þýzku blaði. Aðalrit- stjóri gamanblaðs, sem eitt sinn ætlaði að reyna þetta. gjafir yrðu skildar sem veik- leikamerki. Hvers er sökin? Ber að dæma Ulbricht? Menn hljóta að efast um það, er þeir hugsa um ævi hans og skapgerð. Ulbricht gengur ekki hcill til skógar. Við get- um fylgzt með, hvernig þessi feimni og mannfælni drengur hlýtur háð og fyrirlitningu fé laga sinna. Hann flýr á náð- ir kommúnistahreyfingarinn- ar. Þar bíður hans hið sama. Hann verður heltekinn minni- máttarkennd og leitast við að öðlast völd til að breiða yfir hana. En hann er einnig orð- inn mannhatari. Þegar hann hefur hlotið völdin, notar hann tækifærið til að hefna sín á öðrum mönnum. Allt er þetta að vissu marki eðlilegt. En slíkur maður hefði aldrei átt að verða stjórnandi. Sökin hlýtur að liggja hjá því þjóðfélagskerfi, sem ekki verður framkvæmt, nema íneð þvingunum. Saga hinna velviljaðri kommúnistaleiðtoga hlýtur ávallt að verða hin sama og hinna þýzku: Þeir eru ekki færir um að fremja þau myrkraverk, sem þarf til að Ulbricht á fótstalli Stalíns. varð að leggja fram tíu upp- köst, og ekkert þeirra var sam þykkt. Ef Ulbricht væri ekki svo hataður sem hann er og vald hans væri ekki jafn skelfilegt, væru tilraunir þessa einmana manns til að reyna að sýnast góðgjarn stjórnandi átakan- legar. Hann fer á skíði og læt- ur ljósmynda alla ferðina. Hann fer á listsýningar og lætur taka þar af sér kvik- myndir. Hann heimsækir sveitaþorp og lætur blaða- menn tala við sig. En allt er þetta unnið fyrir gýg. Þjóðin hatar hr.nn. Því hefur hann skapað sér gerviást og aðdáun með því að láta embættis- menn sína syngja sér lof og dýrka persónu sína. Sú dýrk- un er nú helzta merkið um stalínisttia Ulbrichts. Skap- gerð hans, saga hans og nú- verandi aðgerðir gefa engin grið. Hunn er ófær um að sannfæra, hann getur aðeins skipað. Engu að síður styrkir Nikita Krúsjeff hann. Hann virðist óttast, að færi hann að aðal- kröfu þýzku verkamannanna: „Niður með Geitskegg", yrði það til að óeirðir brytust á ný út við vesturmörk kommún- ismans. Hann óttast, að eftir- beygja heilar þjóðir til hlýðni. Til þess þarf menn af gerð Ulbrichts. Hatrið er þeirra aðalsmerki: HAIVR Hata! Hrópa undir hverju þaki hatur þitt svo undir taki. Berðu hatur í beðin moldar blómum kenndu það öllum foldar. Mundu að hata hverja stund, hatrið berðu á vinafund. Hatur, minn herra vertu og vinur, veikur svo styrkist svevðahvinur. Fylltu minn penna af hatri hörðu. Hljómi þess söngur um alla jörðu. Hata! Og elska? Engan kærleik. Hatrinu einu er hefndin gæfa, hatrið skaltu stunda og æfa. Stétt vor með hatri rísi og reiði, rösklega fjendunum höggið greiði! Kvæði þetta birtist í „Frei- heit“ (frelsi), málgagni hins Sameinaða sósíalistaflokks Þýzkalandi (Kommúnista- flokks Þýzkalands í Halle, en getur verið gott nigurlag á grein um Walter Ulbricht 4 ára barn hitaveituskurð r I KVEÐINNN hefur verið upp í Hæstarétti dómur í máli, er Sig- mundur Sigfússon, Sigtúni 27, Reykjavik, höfðaði f.h. ólögráða sonar síns Guðmundar á hend- ur borgarsjóði Reykjavíkur til greiðslu skaðabóta vegna slyss, er Guðmundur varð fyrir. Málavextir eru á þá leið, að sumarið 1959 stóðu yfir hita- veituframkvæmdir í Laugames hverfi. Grafið hafði verið fyrir hitaveitustokfcum í götunum Sig túni og Gullteigi. Á homi gatna þessara, þar sem hitaveituskurð irnir mættust, hafði verið graf- inn hitaveitubrunnur, um það bil 314 m. x 4% m. að stærð og oa 2% m. að dýpt. Laust fyrir hádegi hinn 13. ágúst 1959 vildi það slys til, að sonur stefnanda, Guðmundur Sigmundsson, þriggja ára gam- aU, féU niður í brunninn og slas aðist. Guðmundur litli hafði ver ið sendur út með brúsa til mjólfc urfcaupa og mun hafa verið á heimleið, er slysið varð. Starfsmenn hitaveitunnar, er voru að vinnu í skurði þeim, er lá frá brunninum eftir Gulá- teigi, sá Guðmund koma gang- andi eftir skurðinum og blæddi úr höfði hans. Einn verkamann- anna fór þá með drenginn heim til móður hans. Þaðan var dreng urinn þegar fluttur í Slysavarð stofuna, þar sem gert var að meiðslum hans. í ljós kom að drengurinn var með 3 om. langan skurð framan á höfði og bæði framhandleggs- bein hægri handar voru brotin rétt ofan við úlnlið. Skv. framburði vitna var gryfjan girt þannig, að tunnur höfðu verið settar í um eins meters fjarlægð frá börmum hennar og þær háMfylltar af sandi. Voru þær ca. 80 cm að hæð. Hafði þeim verið komið þannig fyrir, að tunna var á hverju horni og ein í hverju bili, þannig að um það bil 2 metrar voru á milli hverrar tunnu. Utan á tunnumar voru negldar tvær raðir af fjöggurra þumlunga borðum. Neðri röðin var u.þ.b. 30—40 om frá jörðu, en efri brúnin laust við efri brúnina á tunnunum. ★ KRÖFUR UM BÆTUR. Stefnandi byggði kröfur sínar um skaðabætur á því, að um- búnaður um brunninn hefði ver ið algjörlega ófullnægjandi til varna því, að böm gætu farið sér að voða á þessum hættu- lega stað. Svo langt hefði verið á milli langbandanna tveggja, að börn hefðu hæglega getað komizt þar á milli, enda hefði verið mifcil umferð og ekki sízt barna, því að barnaileikvöllur sé þarna skammt frá og barna- skóli, sem að visu hafi ekki verið tekinn til starfa, er slysið varð. Lagning hitaveitu tæki og jafnan langan tíma og því sé slysahættu fyrir börn beinlínis boðið heim, ef. efcki séu gerðar allar þær varúðarráðstafanir, sem af nokkurri sanngirni má vænta, að viðhafðar séu við slíkar mannvirkjagerðir. Stefndi, Reykjavíkurborg, krafðist sýknu og byggði kröfu sína á því, að óverjandi hefði verið af foreldrum Guðmudar að senda hann, þriggja ára gamlan, einan í verzlun fram hjá brunnl þessum, sem foreldrum hans hljóti að hafa verið kunnugt um. Hefði Guðmundur því verið á ábyrgð foreldranna, er slysið vildi til og söikin því þeirra. Þá taldi stefndi, að brunnur- inn hefði verið forsvaranlega girtur tii að koma í veg fyrir, að slys hlytist af vegna gáieys- is, enda efcki unnt að gera þær öryggisráðstafanir, að menn gætu ekfci farið sér að voða, ef ásetningur væri fyrir hendi. Eins og girðingu bmnnsins hefði verið háttað, væri það ljóst, að Guðnvundur hefði í 6- vitaskap klifrað á milli lang- borðanna og við það fallið nið- ur í brunninn, en á slíku til- tæki bæri stefndi ekki ábyrgð, heldur foreldrar Guðmundar. í héraðsdómi féli dómur á þá leið, að talið var, að steto- andi ætti sjálfur að bera V* tjónsins, en stefndi %. ★ DÓMUR HÆSTARÉTTAR. í niðurstöðu Hæstaréttar segir svo: „Þegar slysið gerðist, var drengurinn Guðmundur sem næst 3ja ára og 10 mánaða að aldri. Foreldrar hans höfðu sent hann til mjólkurkaupa í búð, sem var I 220—230 metra fjar- lægð frá húsi þeirra, og þunfti ekki yfir götu að fara. En í gö>t- ur fram með leið drengsins höfðu verið grafnir hitaveitu- skurðir, og var umræddur hita- veitubrunnur í nánd við götu- hom, sem leið drengsins lá um. Það verður að vísu ekki talið nægilega varlegt af foreldrum drengsins að láta hann fara i sendiferð fram með jarðraski þessu, en ekki á það að skerða rétt drengsins sjálfs til bóta fyrir tjón, sem um getur í 1.—4. kröfulið" (þ.e. fyrir læfcnis- hjálp, bílfcostnað, læknisvottorð og bætur fyrir þjáningar Og lýti) alls að upphæð kr. 5.450.00 Hinsvegar segir síðan: „Með tilliti til þess, sem áður segir um varúðarskort af hálfu for- eldra drengsins, teljast bætur skv. 5. kröfulið þ.e. vegna 6- næðis og fyrirhafnar foreldr- anna, nægilega hátt ákveðnar kr. 1.000.00 (Krafist var 1.500.00) Borgarsjóður Reykjavífcur var því dæmdur til að greiða í bætur vegna slyss þessa alls. kr. 6.450.00 ásamt vöxtum og málskostnaði í héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals kr. 4.500.00. Ný fataverzlun í Neskaupsiað NESKAUFSTAÐ, 1. júní. — í dag opnaði Ari Jónsson klæð- skerameistari fataverzlun hér í bæ á Hafnarbraut 22. Þar er á boðstólum herra- og drengjaföt, svo og dömufatnaður. Ari rekur verzlunina FACO í Reykjavík, FONS í Keflavík og þessi þriðja verzlun hans ber nafnið FÖNN. Ari er borinn og barnfæddur Norðfirðingur og hyggja Norð- fiðingar gott til viðskipta við hann. Breytingar verða gerðar á fötum, eftir því sem viðskipta menn kunna að óska. — Verzl- unarstjóri er ólöf Stefánsdóttir. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.