Morgunblaðið - 07.06.1962, Side 9
Fimmtudagur 7. júni 1962
MORGUNBLAÐ1Ð
9
ÞAÐ ER heilagur sannileikur, þó
ótrúlegur sé, að 1 Þjóðleiikhúsi
íslendinga hefur ekiki farið fram
leiksýning undamfarna tivo mán-
uði, sú síðasta var í byrjun
apríL Hins vegar haia tvær kaib
arett-sýningar, önnur íslenzk,
Ixin erlenid, fyllt hiúsið álhiorfend
um svo til hvert kvöld þessa
itvo mámuði, og hefur það að
vonuitn glatt hjörtu þeirra sem
lb%ra fjárhag hinnar merku stofn
iinar fyrir brjósti, einikanlega
þar sem önniur þessara sýninga
var í upplhafi mjög tvísýnt fjár-
gróða)fy(rirtseki. Þjóðleiiklhiú'SÍð
getur þvi horft um öxil í gleði
ytfir fundnu fé — og það sem
meira er: þau tvö íslenzk'U leik-
a-it, sem tekin voru til sýningar
í vetur, voru aldrei þessu vant
hallalítil, og annað þeirra færði
leikhúsinu jafnvel einhvern á-
góða.
'' Er þá ástæða til annars en
samfagna Þjóðleikihúsinu? Er
ekki framtíð þess borgið ef hald
ið verður í sama horfinu?
Um það kunna að vera skipt-
ar skoðanir. Þess er ekki að
dyljast að mörgum finnst harla
bjart framundan og telja að við
höifum ioks slitið barnssfcónum í
leiklistinni með erlendu kaba-
rett-sýningunni, „My Fair
Lady.“ Ég tilfæri hér til gam-
ans umimæli þriggja leikdóm-
ara:
„Ég sagði hér að framan að
ég hefði aldrei notið leiksýning-
ar í jafn ríkum mæli og sýning-
arinnar á „My Fair Lady“ í
í London haustið 1960. Ég vil
bæta Því við, að ég hef aldrei
séð á íslenzku leiksviði jafn glæsi
iega og skemmtilega leiksýn-
ingu og sýninguna í Þjóðleik-
húsinu nú á „My Fair Lady“.
Á Þjóðleiikbiúsið vissulega þafck
ir skilið fyrir það mikla fram-
tak og þann stórhug að taka
þetta mifcla og heillandi leikhús
verk til sýningar.“ (Sigurður
Grímsson í Morgunblaðinu 13.
marz).
„Það er ástæða til að óska
Þ j óðleilkhúsinu til haming j u
með þennan einstæða leiksigur,
sem ætia má að marki tímamiót
í leiklistinni. . Með þessari sýn-
ingu hefur Þjóðleikhúsið slitið
barnsskónum og sannað í fyrsta
sinn, að það er fært um að leysa
hin erfiðustu verkefni." (Gunn-
ar Dal í Tímanum 14. marz).
„Frumsýning Þjóðleikhússins
á söngleiknum My Fair Lady
6.1. laugardagskvöld er einn
mesti viðburður, er hér hefir
6ézt á leiksviði. . . .“
(Gunnar Bergmann í Vísi 12.
marz).
Þegar slíkir dómar birtast um
skemmtilega útþynningu á
heimskunnu snilldarverki, er dá
Játið erfitt að gera sér í hugar-
lund hivers konar meðferð sjálft
frumiverkið hefði fengið af hálfu
Jeikdómara, ef það hefði verið
eýnt hér undir góðri leikstjóm.
Slíkur samanburður kemur vist
aldrei til greina hér á landi, því
„Pygmalion“ Shaws verður
aldrei snúið á íslenzku, svo vel
•é, og gildir raunar hið sama
um útþynninguna, „My Fair
Lady“, þó flestir virðist láta sér
i léttu rúmi liggja þann óskapn-
að, þá furðulegu afskræmingu á
íislenzku máli sem þar er boðið
upp á. Að ræða. um „My Fair
Lady“ sem merkilegt leikhús-
verk, en ekki hreinan kaibarett,
er hótfyndni sem ég kann ekki
#ð meta.
Um kabarett-sýninguna á
„Skuggasveini“ nœgir að geta
þess, að skólapiltar úr Mennta-
skólanuna í Reykjaivík gerðu
Þjóðleikhúsi fslendinga jþvílíka
háðung með sýningu sinni á
,,Útilegumönnunum“ 1 Háskóla-
báói í vetur, að frekari um-
ræður um fyrrnefndu sýning-
una enu þanflausar.
Og er þá komið að spurning-
wnni sem felst í fyrirsögn þessa
greinarkorns. Getum við unað
því að sjálft musteri .leiklistar-
innar hafi ekki upp á annað
að bjóða mánuðum saman en
meira og minna ómerkilegar
kabarettsýningar? Því er slegið
fram í afsökunarskyni, að fjár-
hagur Þjóðlei'khússins sé svo bág
borinn að það verði að leggja á-
herzlu á „kassastykki"; að smefck
ur almennings sé svo lágkúru-
legur að vonlaust sé að bjóða
upp á góð leikbúsverk — nema
svona rétt til að punta upp á
verkefnaskrána. Hvort tveggja
bann að vera nærri sanni, en
hvOrugt skiptir hér meginmálL
Það sem málli skiptir er, hvort
Þjóðleikhúsið hefur öðru hlut-
verfki að gegna en því að hatfa
ofan af fyrir mönnum eina og
eina kvöldstund með gríni og
iéttum. söngvum. Ef það telur
sig ekki hafa annað hlutverk,
hvers vegna ræður það þá ekki
til sín góða revíu-höifunda á föst
um launum? Það mundi eflaust
verða ábatasöm fjárfesting þegar
frá liði. Og því er þá verið að
baksa við alvarleg verkefni?
Er ekki hreinlegast að kasta
grímunni og nefna hlutina sín-
um réttu nöfnum? Ég er jafnvei
ekki frá því, að „Þjóðkabarett-
inn“ væri heppilegra nafn á
fyriTtækinu og betur til þess
fallið að laða smekkvana alþýð-
una í auðu sætin.
Annars verð ég að gera þá
játningu, að ég er dálítið van-
trúaður á þetta annálaða smeklk
leysi almennings — eða réttara
sagt: ég er vantrúaður á að
ekki sé hægt að bæta smekkinn,
ala upp í fólki listrænt mat á
sömuleiðis mjög góða aðsókn.
Hvað hafði gerzt? Því verður að
vísu ekki slegið föstu með nein-
um óyggjandi rökum, en mér
er nær að halda, að á umræddu
tímabili hafi reýkvískir leik-
húsgestir „menntazt“ til þeirra
muna, að þeir hafi lært að meta
leiklist Miilers og fengið áhuga
á verkum hans. Svipaða sögu
mætti segja um nofckra aðra
góða höfunda.
Sé það ekki verkefni Þjóðleik
hússins að þroska leiklistar-
smekk íslendinga, þá sé ég satt
að segja ekki á hvaða forsendum
við erum að kosta til þess af
opinberu fé. Verði fjárhagssjón-
armiðin sífellt látin sitja í fyrir-
rúmi fyrir þessu meginverkefni,
erum við komin á villugötur,
hjökkum í sama farinu og höld
um uppi svokölluðu Þjóðleifcbúsi
af fordild éinni saman.
Indriði Waage 1 „Sölu maður deyr“,
- eða kabarett?
Annað megirihlutverk Þjóð-
leikhússins hlýtur að vera síauk
in ailúð og rækt við íslenzka lei'k
ritun. Þessu hlutverki hefur
verið mjög slælega sinnt. Það
var t.d. að sjálfsögðu miklu
fremur í verkahring Þjóðleik-
hússins en „Grímu“ að standa
að kynningu á islenzkum leik-
ritum með upplestri af sviði, og
því ber tvímælalaust að leggja
til atlögu við verk ungra ís-
lenzkra höfunda, þó hagnaðar-
von sé engin eða minni en eng-
in. Þvá aðeins getum við gert
Okkur vonir um að hér verði
einhvern tíma samin frambæri-
leg leikrit. Það ætti að vera
stolt en ekki umkvörtunarefni
Þjóðleikhússins að tapa fé á þvi
að gegna skyldu sinni við ís-
lenzka höfunda. Það ætti líka
að leggja metnað sinn í að ala
upp íslenzka leikstjóra, sem við
eigum enga ennþá, t.d. með því
að kosta þá til náms erlendis.
Valur Gislason og Bessi Bjarnason i „Husvó rðurinn".
Leiktjaildamálarar og sviðsmenn
ættu einnig að fiá tækifæri til
að kynna sér nýjungar erlendis,
helat árlega. Að öðrum kosti
verður þetta leiikhúshokur ofck-
ar ekki annað en ámerkileg
skrautfjöður, sem við veifum í
fiávísu stolti þegar kóngar koma
í heimsókn.
í vetur var aðeins ein sóma-
samleg leiksýning í Þjóðleikhús-
inu, „Húsvörðurinn“. Hún var
illa sótt, enda ebki beinlínis
fagmannilega kynnt af þjóðleik-
hússtjóra á fundi með frétta-
mönnum. Dræm aðsókn að þessu
verki á ekki að fæla Þjóðleik-
húsið frá að halda áfrom á sömu
braut, og því verður ekki unað
að einungis eitt verulega gott
verk var sýnt á heilu leikári.
Af því það er lenzka á íslandi
að leggja mönnum til persónuleg.
ar hvatir, þegar þeir bera fram
gagnrýni, þykir mér hilýða að
geta þess hér að lokum, að þetta
greinarkorn er ekki sprottið af
neinni persónulegri óvild í garð
þjóðleikhússtjóra, því hann varð
fyrstur manna til að taka mínu
eigin leikriti vel og stuðla að
því að það var sýnt. Hins vegar
var meðferð Þjóðleikhússins á
því saga út af fyrir sig og sizt
til þess fallin að örva unga höf-
unda til frekari viðleitni á þess-
um vettvangi.
Sigurður A. Maemússon.
leikhúsverkum. Er ökki hið um
fangsmikila skólaibákn til þess
rekið að mennta æskulýðinn?
Gæti ekki verið að Þjóðleikhús-
ið ætti líka hlutverki að gegna
á þessum vettvangi, menningar-
legu uppeldishlutverki? Ein-
hvern veginn Skildist manni að
sú væri ætlunin þegar Þjóðleik-
húsinu var komið upp með ærn
um tilbostnaði, pomp og prakt.
Ef einhver kynni að vera í
vafa um að þetta uppeldishlut-
verk verði rækt með nokkrum
árangri, vil ég nefna hér nær-
tæfet dæmi sem sannar hið gagn-
stæða. Fyrir allmörgum árum
var tekið til sýningar í Þjóðleik
húsinu leikritið . „Sölumaður
deyr“ eftir Arthur Miller. Sýn-
ingin þótti tíðindum sæta, en
aðsóknin var ekki sérlega upp-
örvandi. Nolkkrum árum síðar
var enn sýnt verk eftir Miller,
„Hortft af brúnni“, og nú brá
svo við að aðsókn jókst veru-
lega, var jafnvel mjög góð, enda
var sýningin líka ágæt. Um svip
að leyti sýndi Leikfélag Reykja-
víkur verk eftir sarna höfund,
„Ailir synir mánir“, og fékk
Aðalfundur Fjölnis F.L.S.
i Rangárvallasýslu
AÐALFUNDUR Fjölnis, félags
ungra Sjálfstæðismanna í Rang
árvallasýslu var haldinn á
Hellu fimmtudaginn 12. apríl s.l.
Jón Þorgilsson, formaður fé-
lagsins flutti skýrslu stjórnar-
innar og urðu miklar umræður
um málefni félagsins og Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna.
Félagið á 25 ára afmæli á
næsta ári og ríkti mikill áhugi
á fundinum fyrir því að halda
veglega upp á afmælið.
í stjórn félagsins voru kjörn-
ir: Formaður, Jón Þorgilsson,
Hellu. Aðalstjórn: Eggert Hauk-
dal, Bergþórshvoli;' Hermann
Sigurjónsson, Raftholti; Jóhann
Bjarnason, Árbakika og Sæmund
ur B. Ágústsson, Bjólu. í vara-
stjórn: Baldur Ólafsson, Fit og
Ólafur Haraldsson, Miðey. —
Endurskoðendur voru kjörnir:
Guðni Jónsson, Hellu og Tryggvi
Magnússon, Hvammi.
Jón Þorgilsson
ByggðíiScifnið
í Skógum
BYGGÐASAFNIÐ í Skógum und
ir Eyjafjöllum var opnað til sýn
inga 16. maí og er ákveðið að
hafa það opið til 16. sept. eða
í fjóra mánuði. Margir gestir
hafa þegar lagt leið sína í safn-
ið og í maí komu m.a. fjölmarg
ir hópar unglinga í skólaferða-
•lögum.
Á sl. Vetri var unnið að breyt
ingu á uppsetningu sýningar-
muna og skipulagningu. Einnig
hafa verið gerðar nokkrar'endur
bætur á safnhúsi og aðrar ráð-
gerðar.
Þá hefur safnvörðurinn Þórður
Tómasson verið sívakandi 1 söfn-
un muna. Fjölgar þeim með
hverju árj og munu orðnir tals-
vert á þriðja þúsund. Er þar
margt ágætra gripa og segja má
að nú þegar gefi safnið allgóða
hugmynd um atvinnuhætti fyrri
kynslóða í Rangárþingi og Y-
Skaf tafellssýslu.
jóðleikhús