Morgunblaðið - 07.06.1962, Side 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
i
Fimmtudagur 7. júní 1962
i
marmaraplötur losnuðu og féllu.
Tvö sambyggð hús skildust að
um 30 sm ofan til, en 10 sm að
neðan. í jarðskjálftanum 11. þ.
m. skildust undirstöður þessara
húsa að um 30 sm. íbúar hús-
anna hlupu út eins og þeir voru
á sig komnir. Innanhúss komu
sprungur í veggi við loft og
gólf.
í fjölbýlishúsi nokkru greiþ
íbúana mikil hræðsla. í jarð-
skjálftanum mikla 1957 höfðu
margir þeirra lokazt inni í íbúð-
um sínum. Hljóp því hvert
mannsbarn út úr húsinu og
neita margir að flytja inn á ný,
Hús þetta skemmdist nokkuð.
í jarðskjálftanum 11. þ. rrú
var ég staddur heima hjá mér.
Minntist ég þá frásagna af jarð-
skjálftanum 1957 og fór því út.
Sá ég þá að fólk þusti út úr
nærliggjandi húsum. Sumir lögð
ust á hné á gangstéttunum og
báðust fyrir.
Hið opinbera hefur fyrirskip-
að nákvæma skoðun á húsum
þeim, er urðu fyrir einhverjum
skemmdum í þessum tveim
jarðskjálftum. Meðal annars
skemmdust tvö stór kvikmynda-
hús og eitt leikhús.
í háskólanum urðu engar
skemmdir, né heldur varð vart
nokkurrar hræðslu. Kennsla
stöðvaðist rétt á meðan húsin
skulfu, en hélt svo óhindrað á-
fram. Nemendur sátu kyrrir i
sætum sínum og hlustuðu á smá
bresti, er heyrðust frá veggjum
og lofti. Var hreyfingin lík því
og þegar skip ruggar hægt.
Háskólinn er byggður á ný-
legri hraunhellu, sem er sum-
staðar 9—10 metra þykk, en
undir henni er mjög mjúkur og
blautur jarðvegur, eins og ann-
arsstaðar í borginni. Hristingur-
inn var því minni en víðasthvar
annarsstaðar.
Eins og áður er getið eiga
upptök jarðskjálfanna sér stað
400 km í suð-suð-vestur frá
Mexíkóborg, en þar telja jarð-
fræðingar að sé að myndast
nýtt eldfjall. 11. þ. m. spóðu
þeir fleiri jarðskjálftum og
sannaðist spádómur þeirra í dag
— og enn má búast við fleiri
jarðskjálftum.
Börn að leik í klettum í ein-
um skemmtigarðanna, féllu of-
an er jarðskjálftinn hófst og
særðust þau nokkuð.
Víða greip menn ofsahræðsla,
sem olli nokkrum smáslysum. í
Hótel Hilton urðu gestirnir
gripnir ofsahræðslu meðan á
jarðskjálftanum stóð, en þjón-
unum tókst að forða slysum, er
þeir róuðu fólk með veitingum.
Viðgerðir þær, sem þegar höfðu
verið gerðar á hóteli þessu
vegna jarðskjálftans 11. þ. m.,
gáfu sig á ný.
Álareykhús stof n-
sett I Hafnarfirði
Um 500 álagildrur komnar í vatn
SL. laugardag var opnað í Hafn-
arfirði álareykhús, sem sjávar-
afurðadeild SÍS hefur komið þar
upp, og eru nú að hefjast ála-
veiðar, komnar um 500 gildur í
vatn og vinnsla á reyktum ál að
hefjast. Hafa verið gerðir samn-
ingar við hollenzkt fyrirtæki, um
að Hollendingar veiti allar nauð-
synlegar upplýsingar, sem varða
álaveiðar og álavinnslu, en í stað
inn fái Hollendingar einkakaup-
rétt til nokkurra ára af öllum ál
frá verksmiðjunnd í Hollandi og
öðrum Evrópulöndum. Hefur vör
unni verið valið heitið. ADMIR
AAL.
Hollenzkir kunnáttumenn
Sl. mánuð hefur Verið hér hol-
lenzkur álagildrumaður, sem hef
ur ferðazt um hluta hins vsentan
lega álaveiðisvæðis og kennir
endurgjaldslaust hverjum þtim
bónda, sem stunda vill veiðarn-
ar. Lagning gildranna er tiltölu-
lega einföld og fer fram á þann
máta, að gildran er strekkt milli
tveggja eða fleiri bambusstanga,
þannig að neðri teinn gildru-
vængsins sé fast við botninn.
Verður hverjum álabónda látinn
í té kassi, og getur þannig safn-
að saman veiðinni um lengrj eða
í tveim fangelsum greip fang-
ana ofsahræðsla, en slys á
mönnum urðu engin. Annað
skemmri tíma. Fara flutningar
til Hafnarfjarðar fram með
strandferðaskipum og bifreiðum
og jafnvel flugvélum, ef svo ber
undir. Telur Hollendingurinn
veiðimöguleika meiri hér en tíð-
kast í heimalandi hans. En áll
mun veiðast um allt land, nema
á svæðinu frá Eyjafirði til Lóns-
fjarðar.
Byggingarframkvæmdir við
reykhúsið í Hafnarfirði hófust í
janúar sl. og er verksmiðjan nú
tilbúin til að hefja reykingu. Var
gestum við opnunina á reykhús-
inu boðið að smakka á reykta
álnum og sýndur lifandi áll, sem
geymdur er í kerum. Við það
tækifærj töluðu Erlendur Einars
son, framkvæmdastjóri SÍS, Val-
garður Olafsson, forstjóri Sjáv-
afurðadeildarinnar og sjávarút-
vegsmálaráðherra Emil Jónsson,
sem óskaði fyrirtækinu heilla.
Gylfi Guðmundsson, forstöðu-
maður álareykhússins sýndi gest
um verksmiðjuna.
Fluttur kældur í flugvélum
Þann 25. maí sl. komu tveir
hollenzkir sérfræðingar til lands
ins, annar reyndur reykingamað-
ur og hinn hefur sérþekkingu á
verkun til reykingar, flökun og
pökkun á ál. Verður allur áll,
sem berst til reykhússins reykt-
ur, ef meíra berst í einu en hægt
er að afkasta verður állinn
geymdur í sérstökum kössum, og
er hægt að geyma allt að 3—4
lestir eða 3—4 daga vinnslu. —
Fullunnin vara verður flutt út,
bæði fryst og kæld, einkum þó
kæld, því örðugleikar munu á
sölu á frystum ál. Standa vonir
til að hægt verði að flytja álinn
til Amsterdam í flugvélum. Ætl-
ar verksmiðjan að ábyrgjast kr.
22,50 sem lágmarksverð fyrir kg.
af ál, komið til Hafnarfjarðar, en
greiða uppbót á það verð bænda
í hlutfalli við innlagt magn.
Höfrungur II.
fékk 1750 tunnur
á laugardag
Akranesi, 4. júní
HÖFRUNGUR H. er eini bátur.
inn héðan sem úti var á laugar.
dag. Hann fékk 1750 tunnur síld
ar í þremur köstum, bæði mið-
svæðis í Flóanum og vestur und
ir Jökli. — Á laugardag lestaði
þýzkt skip hér frosinn fisk. —
Norskt skip kom hingað í morg.
un og lestar brotajárn. — Land-
synningsslagvirði hefur verið hér
í dag.
Síldarbátarnir eru hættir veið-
um. — Oddur.
Vífili M. Magnússon er ungur íslenzkur stúdent, sem
stundar nám í byggingarlist við háskólann í Mexíkóborg.
Hóf hann nám sitt á sl. hausti. Hann er sonur frú Bar-
böru Arnason, listmálara, og Magnúsar A. Arnasonar,
myndhöggvara.
j • Vífill Magnússon mun e. t. v. skrifa fréttagreinar frá
Mexíkó hér í blaðið öðru hverju.
VífiH IV*:.
IVfagitússoai
Mexíkóborg, 19. maí.
Klukkan 8:58 fyrir hádegi 19.
þ. m. varð enn jarðskjálfti í
Mexíkó. Voru þá liðnir átta dag
ar frá þeim fyrri. Þessi entist
eina mínútu og tíu sekúndur.
Mældist jarðskjálftinn vera 6
stig eftir Mercalli-skalanum.
Upptök hans voru um 400 km
í suð-suð-vestur frá Mexíkóborg.
Hreyfingarnar voru láréttar,
cocilaterískar, eins og þær voru
11. þ. m.
Klukkukólfar, sem vógu 1700,
1300, 1200, 80 og 15 kg., slógu
út af sveiflu sinni, en ekki var
unnt að mæla það, því næsti
kippurinn kom strax á eftir.
Jarðskjálftamælarnir fóru aft-
ur að hreyfast, en útslögin voru
svo srná, að mælingar þeirra
voru gerðar með nákvæmnis-
tækjum.
Á þeim stað, sem verst varð
úti í jarðskjálftanum 11. þ. m.,
Mexico-borg
mældust nú 6 stig, en 7 stig
áður.
Acapulco, baðstrandar- og
ferðamannabær á Kyrrahafs-
ströndinni, varð mjög illa fyrir
jarðskjálftanum í dag. Símalín-
ur slitnuðu samstundis og hefur
ekkert símasamband náðs við
bæinn í dag. Fyrstu fréttir það-
an herma, að flugturn bæjarins
hafi orðið fyrir skemmdum.
Loftskeytasamband við Aca-
pulco rofnaði einnig vegna raf-
magnsbilunar, hinsvegar hefur
náðst samband við herskip, sem
statt er í höfn bæjarins.
Síðustu fréttir þaðan herma
að 17 manns hafi orðið fyrir
slysum meðan á jarðskjálftan-
um stóð, tvö þeirra voru alvar-
leg.
Aðrir bæir en Acapulco urðu
lítt fyrir skemmdum, að einum
undanskildum, Chilpancingo, en
þar hrundu tvö hús. Jarðskjálft-
inn í dag var vægarí en sá
fyrri, en tók lengri tíma, enda
mældist sá fyrri 7 stig, en sáfangelsanna er gamalt og virtist
síðari 6.
Mexíkóborg
Hér' í höfuðborginni varð
nokkur ringulreið og hræðsla.
Að minnsta kosti tveir létu líf-
ið, en nokkrir særðust.
Maður lézt af völdum bif-
reiðaslyss. — Bifreiðarstjórinn
missti stjórn á bifreið sinni og
ók á gangandi mann, er lézt
samstundis.
Kanadamaður nokkur lézt af
völdum hjartaslags, sem hann
fékk meðan á jarðskjálftanum
stóð.
Stúlka, sem var að sópa þak
á húsi nokkru, var stödd við
þakbrúnina þegar jarðskjálft-
inn hófst og féll hún ofan af
átta hæða húsinu. Hún er mjög
alvarlega særð.
það ætla að hrynja.
f nokkrum tilfellum fengu
menn lost af hræðslu.
Minnismerki þjóðhetjunnar
Benito Juaréz var að falli kom-
ið, þegar jarðskjálftanum lauk.
Nokkur önnur minnismerki
borgarinnar voru hætt komin.
Nokkrir steyptir" rafmagns-
staurar féllu, svo og eitt tré.
Urðu slökkviliðsmenn að hlaupa
til og koma í veg fyrir slys af
völdum rafmagns. Einn staur-
anna féll á bamaskóla og olli
nokkrum skemmdum.
í Avenida Juaréz, einni aðal-
götu borgarinnar, lyftist íbúða-
samstæða upp úr gangstéttinni.
Húsið hallast nú lítið eitt. Flest-
ar rúður hússins brotnuðu og
Þrjú börn særðust er steypu-
brot úr lofti féllu á þau.
í skólum urðu nokkur minni-
háttar slys.
Enn skelfur Mexico