Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVNfíT. 4Ð1Ð Flmmtudagur 7. Jðnl 19ð» NSU - PRINZ 4 5 manna fjö Iskyldubíllinn Framleiðendur: NSU Motorenwerke AG. Neckarsulm, Vestux-Þýzkalandi NSU-PRINZ er búinn 36 hest- afla, 2ja strokka 4-gengis vél, loftkældri, með 4 gírum áfram, sem allir eru „synkroniseraðir“. Vélin eyðir um 6 lítrum af benzíni á 100 km í langkeyrslu og gengur mjög hljóðlega. Skoðunarþyngd NSU-PRINZ er 500 kg. NSU-PRINZ fjaðrar á 4 gormum % og í aftur-gormum eru „PRINZ- AIR“-loftpúðar, sem gera bílinn einkar þýðan. NSU-PRINZ hefur aðeins 2 smurkoppa, sem smyrja á með hand þrýstisprautu. Ein og sama smurolían er á vél og gírkassa. NSU-PRINZ-eigendur geta sjálf- ir smurt sinn bíl. Farangursgeymsla er mjög rúm- góð. Allur frágangur NSU-PRINZ er einstaklega vandaður. Útsýni er sérlega gott, og lag bílsins er allt mjög nýtízkulegt. Verð: kr. 117 þúsund. NSU - PRINZ 4 ER • SPARIM EYTN ASTI Lögð verður áherzla á fullkomna varahluta- og viðgerðarþjónustu • ODYRASTI • FALLEGASTI OG • VANDAÐASTI 5 manna fjölskyldubíllinn, sem enn hefur verið fluttur til landsins. SÖLUUMBOÐ FÁLKINN H.F. Laugavegi 24 — Sími 1-86-70 — Reykjavík KOMIÐ, OG SKOÐIÐ PRINZINN SJÁLF ---------------------------------------------------------------------------------------- Aðalskoðun bifreiða í DALASVSLIJ 1962 Aðalskoðun bifreiða í Dalasýslu fer fram sem hér segir: Búðardal miðvikudaginn 20. júní kl 10—12 f.h. og 1—5.30 s.d. . Búðardal fimmtudaginn 21. júní kl. 10—12 f.h. og 1—5.30 s.d. Skriðulandi í Saurbæ föstudaginn 22. júní kl. 10—12 f.h. og 1—4.30 s.d. Allir eigendur eða umráðamenn bifreiða skulu færa þær til skoðunar á tilskildum tíma, greiða af þeim lög- boðin gjöld, sýna gild ökuskírteini og skoðunarvottorð, ennfremur kvittun fyrir greiðslu á afnotagjaldi út- varps ef það er í bifreiðinni. Vanræki einhver að færa bifreið sína tli skoðunar verður hann látinn sæta ábyrgð lögum samkvæmt. Skrifstofu Ðalasýslu, 4. júní 1962 Sýslutnaður Dalasýslu. Stofustúlkur óskast Hótel Evropa í Kaupmannahöfn óskar eftir að ráða nokkrar íslenzkar stúlkur til starfa á gistihúsinu nú þegar. Gegn eins árs starfssamningi greiðir Hótel Evropa ferðakostnað frá íslandi. Kaup á viku er Dkr. 160,00 og frítt fæði. Þær sem hefðu áhuga fyrir þessari vinnu, vin- samlega snúi sér til forstjóra Hótel Evropu, Direktör Hansen Hótel Evropa. H. C. Andersen Boulevard 50, Kaupmannahöfn, Bezt að auglýsa í MORGUNBLADINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.