Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 14
14 VORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. júní 1962 „Oöinn“ tdk „Ross Stalker* Þessar myndir voru tefenar, þegar varðskipið „Óðinn“ kom að Grimsby-togaranum „Ross Stalker“ fyrir innan fiskveiði takamiörkin suður af Stokiks- nesi 31. maí sl. Skipstjórinn á togaranum kvað sínar eigin mælingar sýna, að hann hefði ebki verið innan manka og kvaddi brezkt herskip sér til fulltingis. Þegar sjóliðarnir höfðu kynnt sér málavexti, neituðu þeir að hafa afskipti af miálinu. Fylgdist botnvörp ungurinn síðan með „Óðni“ 'inn á Eskifjörð. Þar hlaut skipstjóri 200.000 kr. sekt, auk þess sem afli og veiðarfæri var gert upptækt, en það var metið á rúmar 250.000 krónur. Á fyrri myndinni, sem tek- in er frá „Óðni“, sést togar- inn og til vinstri við hann sést herskipið. Á hinni mynd inni er togarinn kominn inn á Eskifjörð og liggur þar ró- legur í blankalogni. (Ljósm.: Adolf Hansen). ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * < ★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ KÓPAVOGSBÍÓ: Mein Kampf. Sannleikurinn um hakakrossinn. ÞETTA er kvikmynd algerlega í sérflokki. Hún sogir frá atburð- um er gerðust með nazistum á valdatímum þeirra, frá valda- töku þeirra fyrst í Þýzkalandi, hversu þeir kúguðu undir sig aðrar þjóðir unz þeir hófu hið æðisgengna stríð og hinar hrylli- Iegu ofsóknir þeirra á hendur saklausu og varnarlausu fólki bæði heima fyrir og í löndum þeim, sem þeir brutu undir sig. Á það grimmdaræði enga hlið- stæðu í sögu mannkynsins. Hvert atriði þessarar myndar er raun- verulegt, allt sem þar er sýnt ihafuir gerzt, enda öitl atriðin kvikmynduð um leið og atburð- irnir gerðust. Þýzkur maður, Erwin Leiser hefur gert mynd- ina og unnið með því þarft og mikið verk. Hann hefur sótt efni hennar í skjala- og myndasöfn Austur- og Vestur-Berlín, en þó einkum í leynisafn Göbbels en einnig frá Póllandi, Frakklandi, Englandi Ameríku og Sovétríkj- unum. Gegnir furðu að nazistar skyldu kvikmynda öll þessi hryðjuverk sín, en það eitt sýnir hversu samvizkulausir og for- hertir þeir voru í ofstæki sínu. í myndinni er rakin valdaferill nazista, stríðssaga þeirra', hryðju verk þeirra í Póllandi og víðar og lokks algjör uppgjöf þeirra. Sjáum við þarna oft Hitler og heyrum þrumuraust hans slöngva fram áróðri sínum og innantómu orðagjálfri, sem er að mestu há- vaðinn einn, en nægir þó til að trylla múginn af taumlausri dýrk im á þessum meira og minna geggjaða leiðtoga. Göbbels, Himl er, Hess og Göring og fleiri naz- istaforingjum bregður og oft fyr- ir í myndinni. Fyrri hluti myndar innar fjallar að mestu um hversu nazistar ná völdunum með tak- markalausum áróðri, sem lífcja má við stórkostlega og vel svið- setta leiksýningu, en seinni hlut- inn sýnir hin óhugnanlegu hryðjuverk nazista, einkum í Póllandi og víða í fangabúðunum miklu, sem þeir starfræktu með djöfullegri hugkvæmni. Leiser segir um myndina með- al annars: birtast þessar myndir okkur nú og lýsa þvi, sem átti að gleymast, verða á- minning um það, hvað gerzt hef- ur og getur gerzt aftur, viðvör- un til lifenda og hetjuóður um þá, sem fómað var.“ Kvikmyndahát'iðin i Cannes: Brasilísk mynd hlaut gullpálmaverðlaunin Leiðtoga OAS leitað í hafnarborg Alsír Cannes, 23. m,aí. — NTB. BRASILÍSKA kvikmyndin „A pagador de premessas“ hlaut í dag gullpálmann, á kvikmynda- hátíðinni í Cannes, sem bezta myndin, sem þar hefur verið sýnd. Helztu keppinautar um verðlaunin voru ítalska myndin „Sólmyrkvinn“ og franska mynd in „Réttarhöldin yfir Jeanne D’ Arc“. Þær fengu báðar sérstök verðlaun. Verðlaun fyrir bestan leik féll í hlut Katherine Hepburn, Ralph Riohardson, Jason Robards og Dean Stookwell, fyrir leik þeirra í bandarísku kvikmyndinni „A Long Day’s Journey into Night“. Þá hlutu brezfcu leikararnir Rita Tushingham og Murray Melvin sömu verðlaun fyrir leik sinn í „A Taste of Honey“. Sérstök verðlaun vOru veitt fyrir bezta kvifemyndahandritið, voru þau veitt fyrir grísku mynd- ina „Elektra." Bezta gamanfevik- Klaki úr jörð - vegir batna Meðan klaki var að fara úr jörð, voru margir vegir iljir yfirferðar, enda bönnuð öll umferð um marga þeirra. Þessar myndir voru teknar fyrir um það bil mánuði í Eyjahreppi og Kolbeinsstaða hreppi á sunnanverðu Snæ- fellsnesi. Mikið klakaihlaup var í vegum þá. Voru mjólk urbílarnir dregnir yfir versta kaflann með dráttarbíl og jarð ýtu. Þá tók Jón Gunnarsson á Þverá meðfylgjandi mynd. En tími slæmra vega líður hjá eins og annað böl, og nú er fyrir nokkru búið að upp- hefja ferðabannið á vegunum á Snæfellsnesi og einnig öðr- um vegum, svo sem norður til Afeureyrar. myndin var tailin „ítalskur skiln- aður,“ mynd gerð á Ítaiíu. Brasiliska myndin, sem hlaut aðalverðlaunin þykir mjög góð. FjaJIar hún um bónda, sem á að- eins einn asna, sem veikist. Lof- ar bóndinn að skipta jörð simni með öðrum bærndum og bera kross til kirkju, ef asnanum batni. Asnanum batnar, og bónd- inn heldur hluta af loíorði sínu. Hann fær því hins vegar ekfei viðkomið að bera krossinn til kirkju. Fréttin kemst í blöðin, og sagan endar með því, að nokkr ir bændur festa hann á kross og flytja til kiikjunnar. Þá voru veitt verðlaun fyrir þrjár stuttar kvikmyndir. ALGEIRSBORG, 5. júní (AP) — Finrni þúsund manna franskt her lið umkringdi í dag hafnarborg ina Mostanganem : Vestur-AIsír í leit sinni að aðalstöðvum OAS- hreyfingarinnar. Allar samgöngur við borgina voru rofnar meðan frönsku her- mennirnir fóru götu úr götu með alvæpni og leituðu þar hátt og lágt. Herför þessi hófst í dög un, eftir gaumgæfilegan undir- búning, en í borginni búa um 60 þús. manns og er hún ein af aðal vínútflutningsborgum Alsír. Fréttist af Gardy og félögum. Franska herliðið kom á vett vang, eftir að borizt hofðu fregn ir af því, að Paul Gardy fyrr- verandi hershöfðingi, sem nú er landflótta, væri í felum á þess- um slóðum ásamt nánum sam- starfsmönnum sínum. Gardy varð að nafninu til leiðfogi OAS eftir handtöku Salans. Mostaganem, sem telur um 20 þús. íbúa af evrópskum uppruna, hefur verið vettvangur nær stöð ugra hryðjuverka. .Næstum dag lega hafa Múhameðstrúarmenn verið skotnir þar til dauða, enda hafa menn af evrópskum upp- runa langt mikla áherzlu á að búa sem bezt um sig í borginni. Á sl. ári gáfu hjónin Anna Magnúsdóttir og Björn Jó- hannesson, fyrrv. skólastjóri, Vopnafjarðarkirkju 10 þús. kr. Var það minningargjöf um son þeirra, Einar, sem fórst með vitaskipinu „Her- móði“. Samkvæmt ósk þeirra hjóna hefur peningunum verið var- ið til þess að kaupa skírnar- font fyrir kirkjuna. Skírnarfontur þessi, sem er Vopnufjarðorkirhju gefinn skírnnrfontur og skírnurskul gerður af Wilhelm. Beck- mann, myndhöggvara í Reykjavík, er hinn fegursti gripur. Var hann vígður í Vopnafjarðarkirkju 20. maí sl. og voru þá skírð 3 börn. — Þennan sama sunnudag fór einnig fram fermingarathöfn í kirkjunni og voru þar fermd 10 börn. Hivert sæti í kirkj- unni var fullskipað. Silfurskálin, sem stendur á skírnarfontinum, gáfu börn Árna Vilhjálmssonar, fyrrv. héraðslæknis á Vopnafirði. Hafa þau systkin sýnt hlýhug sinn til æskustöðvanna með þessari gjöf. Myndina tók Sigurjón Jóns son, Vopnafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.