Morgunblaðið - 07.06.1962, Side 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. júní 1962
— Loftleiðir
Frarmh. af bls. 10.
nægju meðal farþeganna,
þegar við framreiðum hér
lúðu, svo að segja spriklandi
upp úr sjónum. Margar kon-
ur hafa jafnvel beðið mig um
uppskriftir, en því miður er
það allt of sjaldan, sem hægt
er að fá nýjan fisk hérna.
— En við höfum hér mat
fyrir alla árganga, meira að
segja barnamjöl ef því er að
skipta. Sumir biðja um skyr,
það er fólk, sem flogið hefur
áður með Loftleiðum og
kynnzt skyrinu, því við höfð-
um það á boðstólnum úti á
velli og byrjum bráðum með
það hérna.
— Og þetta er orðið æði-
mikið starf. Við erum á þrí-
skiptum vöktum allan sólar-
hringinn, átta í senn, og veit-
ir ekkert af, segir Elías, sem
hefur annazt matreiðslu og
framreiðslu á sjó og landi síð
an hann var strákur, byrjaði
1014 og var lengst af hjá
Ríkisskip og Landhelgisgæzl-
unni.
— En þeir báðu yfirleitt
ekki um uppskriftina, þegat
ég var á sjónum, segir Elías
og hlær. f>að er ágætt að vera
á sjónum, en þó betra í
Reykjavík. Mér þykir vænt
um borgina, segir hann, þeg-
ar við göngum fram í eldhús-
ið. — Það var eiginlega til-
viljun að ég byrjaði á þessu
hjá Loftleiðum. Ég var í fríi
hjá Land'helgisgæzlunni, —
strákarnir lentu í vandræð-
um með mannskap — og ég
fór að útbúa matinn fyrir þá
í vélarnar. En ég hef ánægju
af þessu starfi, bað er fullt af
lífi — og er ekki maturinn
mannsins megin? I>að er
ekki vanþakklátt starf að
framreiða góðan mat, jafnvel
ekki til sjós.
— Við þurftum að gjör-
breyta öllu eldhúsinu hér,
eins og þú sérð, og niðri i
kjallaranum er búrið þar sem
við útbúum matinn á bakk-
ana. Á vesturleiðinni eru bað
nær 200 bakkar, ekkert smá-
ræði, maður.
Nú eru liðnar 40 minútur
frá því að flugvélin lenti og
fólkið er að ljúka við máltíð-
ina. Við hittum nokkra far-
þega að máli frammi í saln-
um, fjölskyldu, Charles E.
Rider, rafmagnsverkfræðing-
ur, konu hans og þrjú börn
frá Bhinebeck í New York.
Þau eru á heimleið eftir
þriggja vikna ferð um Eng-
land og Skotland, fóru með
Loftleiðum báðar leiðir.
— Af hverju við fórum
Jóhannes Óskarsson, stöðvarstjórí, lítur á töfluna í flugumsjón. — Þar eru flugvélarnar
skráðar, brottfarar- og komutími á hverjum stað og breytingar, sem verða á áætlun. —
Nú kveður við i hátalaran-
um. Hlaðfreyjan segir, að
flugvélin sé ferðbúin — og
eftir nokkrar mínútur eru
bílarnir á leið út á flugvöll
með farþegana. Þetta er stutt
íslandsheimsókn hjá þeim, en
nægilega löng til þess að þeir
gera sér nokkra grein fyrir
Reykjavík. Þeir eiga e. t. v.
eftir að koma aftur.
Bílarnir aka að landgangn-
um, allir eru komnir um borð
eftir örskamma stund. Aðeins
Þórunn Alexandersdóttir útbýr mat i flugvélarnar.
með Loftleiðum? Af því að
við kæmumst ekki annars.
Það er svo miklu ódýrara en
með hinum, segir heimilis-
faðirinn brosandi. Þetta hefur
verið dásamleg ferð — og
þjónusta félagsins prýðileg.
— Þið sjáið þá ekki eftir
öllu 'því, sem þið hafið eytt?
— Nei, síður en svo — og
við byrjum að spara til ann-
arar ferðar, þegar við komum
heim.
— Og þá förum við líka
með Loftleiðum, skýtur kon-
an hans inn í, ef önnur flug-
félög bjóða okkur ekki enn
lægri fargjöld. Það var fjöl-
skyldufargjaldið þeirra, sem
freistaði okkar. Annars hefð-
um við sennilega aldrei farið
til Evrópu.
þrír farþegar bætast hér 1
hópinn, enda er ekki rúm
fyrir fleiri. Þannig verður
það hjá Loftleiðum í sumar.
Öll sæti setin í flestum ferð-
um og sums staðar lang-
ir biðlistar. „Víkingasveitin“
rennir landgöngubrúnni frá
flugvélinni, hreyflarnir fara
í gang með miklum hvini,
einn af öðrum, flugstjórinn
kinkar kolli til afgreiðslu-
mannanna, Jóhannes stöðvar
stjóri lítur á úrið og segir:
„Þið stóðuð ykkur, strákar,
58 mínútur! Og flugvélin
rennur af stað niður á braut-
arenda.
Með miklum gný öslar flug
vélin af stað, eykur stöðugt
ferðina, komin á loft — og
hækkai stöðugt flugið út i
eldrauðan vesturhimininn. í
nótt snæða farþegarnir morg
unverð með kveðju frá Elíasi
og hans fólki, snemma í fyrra
málið, skömmu áður en kom-
ið er til New York, er rjúk-
andi árdegisverður framreidd
ur — með m»iri kveðju frá
Eliasi.
En á flugvellinum er ekki
til setunnar boðið. Nýr flug-
vélardynur heyrist í lofti.
Þarna er Osloar-vélin að
koma, Elías bíður með súpu
og steik, en endurnar á Tjörn
inni hafa tekið á sig náðir.
Féll sjjö metra
niðui* á steingólf
Siglufirði, 5. júní
ÞAÐ slys varð hér um klukkan
eitt í dag að 15 ára piltur, Jósep
Blöndal, sonur Óla J. Blöndals
kaupmanns, féll niður um þak
mjölgeymslu síldarverksmiðjunn
ar Rauðku og kom niður á stein-
gólf, sjö til átta metra fall. Þak
skemmunnar er asbestklætt og
mun ein platan hafa brotnað með
fyrrgreindum afleiðingum. Pilt-
urinn marðist nokkuð, fékk heila
hristing og sár á höfuð, en svo
er forsjón fyrir að þakka að
hann virðist óbrotinn. Meiðsli
hans voru þó ekki fullkönnuð er
fréttaritari spurðist fyrir um líð-
an hans síðari hluta dags í dag,
en Jósep hafði þá fulla rænu og
gat talað við viðstadda. — Ef
Jósep hefði fallið gegnum þakið
um einn metra fjær hefði hann
lent á mjölpoka og hefði fallið
ekki verið nema einn meter.
efán
Fundur eigenda
Opel-bifreiða
FYRIR skömmu boðuðu nokkrir
menn, eigendur Opel-bifreiða,
til fundar í Breiðfirðingabúð,
og var tilefni fundarins óánægja
með þjónustu umboðs Opel-bif-
reiðanna. Voru mættir um 50
menn og kaus fundurinn þriggja
manna nefnd til að leita vinsam
legrar samvinnu við umboðið
og sjá um frekari framkvæmdir,
m. a. að boða til fundar til stofn
unar Opeleigendafélags. Er Árni
Brynjólfsson formaður nefndar-
innar. Hefur nefndin þegar átt
viðræður við umboðsmann.
Verðbréf falla
og liækka
NEW YORK, 5. júní (NTB). —
VERÐBREYTINGAR Á verð-
bréfamarkaðinum í Wall Street
nú í byrjun þessarar viku
hafa á margan hátt verið svipað
ar og áttu sér stað í fyrri viku.
Þó hafa þær ekki verið eins
stórkostlegar. í gær lækkaði
verðmæti skráðra verðbréfa um
nálægt 11 milljónum dala — en
hins vegar um 2il milljón _ dala
mánudaginn þar ó undan. í dag
héldu verðbréfin áfram að falla,
en stigu síðan nokkuð á ný;
þegar kom fram á daginn. Verð
lag var þó allótryggt.
Átök stúdenta o;
lögreglu í Lissabon
Lissabon, 4. júní
(NTB/AFP)
TVEIR prófessorar og allmargir
stúdentar meidijust í átökum,
sem urðu við háskólann í
Lissabon snemma á mánudag.
Neituðu stúdentamir að aflýsa
fundi, sem bannaður hafði verið
af yfirvöldunum. Varð það til
þess, að lögreglan réðist á hóp-
inn með gúmkylfum.
PRÓFESSORAR MEIÐAST
Prófessorarnir tveir, Linley
Cintrax úr heimspekideildinni
og Celestino Costa úr læknadeild
háskólans, urðu fyrir höfuðhögg-
um, þegar þeir reyndu að stöðva
lögreglumennina og koma á friði
og spekt að nýju.
Fundurinn var haldinn undlr
berum himni, en síðan leituðu
stúdentarnir athvarfs í byggingu
læknadeildarinnar, þar sem lög-
reglan sat u-m þá. Allir stúd-
entafundir hafa verið bannaðir |
Portúgal síðan stúdentar hófu
verkfall sitt og neituðu að sækja
fyrirlestra eða próf.
MIKLAR FJARVISTIR !
Við sumar deildir háskólans
eru fjarvistir frá prófum jafnvel
meiri en búizt hafði verið við, að
því er góðar heimildir úr röðum
stúdentana herma. í lagadeild-
inni hefur vantað nálægt 9094
stúdenta og í læknadeild næst-
um alla