Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 8
8 r MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. júní 1962 TóiQlistarskólanum á Isaiirði sagt upp Tónlistarskólanum á ísafirði var sagt upp í 14. skipti fyrir skömmu. Af því tilefni var efnt til lokahátíðar, þar sem nemend ur komu fram. Leikin voru verk eftir Sohúbert eingöngu. 30 nemendur stunduðu nám við skólann að þessu sinni. Vegna mjög bagalegs skorts á kennurum, var ekki unnt að kenna annað í vetur en píanó- leik og tónfræði. Skólastjóri er Bagnar H. Ragnar. & Myndirnar sýna tvær stúlkur, sem hrepptu aðalverðlaunin, verðlaun ísfirðings h.f. Sú, sem er að leika á píanóið, heitir Anna Málfríður Sigurðardóttir og er 13 ára. Hún lék imipromtu, menuett og seherzo eftir Sohu- bert. Hin heitir Anna Áslaug Ragnarsdóttir og er lö ára. Hún lék fantasíu opus 15 eftir Sohu- bert, Wanderer-fantasíuna svo- kölluðu. (Ljósm.: Árni Matthíasson). Hæsta eínkunn sem tekin hefur ver/ð v/ð Vélskólann Vélskólanum var sagt upp í 40. sinn laugardaginn 12. þ. m. í skólaslitaræðu sinni gat skóla- stjórinn, Gunnar Bjarnason, þess að þrátt fyrir mikinn skort á vél- stjórum og öðrum tæknimennt- uðum mönnum hér á landi, hefði aðsókn að skólanum frá fyrstu tíð verið mjög misjöfn frá ári til árs og aldrei mikil. Taldi hann meginorsakir þessa, að skólinn er ekki í tengslum við almennt skólakerfi landsins og að inntökuskilyrðin eru m. a. 4 'ára iðnnám á vélaverkstæði. Ekki værj þess að vænta að öll ungmenni, sem hug hefðu á vél- stjóranámi hefðu aðgang að iðn- námi. Á döfinni væri að setja upp undirbúningsdeild við Vél- skólann og gætu þá allir, sem lokið hafa prófi frá Gagnfræða- skóla verknáms, átt greiða leið Gag nf ræðaskóla Austurbæjar slitið GAGNFRÆÐASKÓLA Austur- ' fræðaprófi fengu verðlaunabæk bæjar var slitið 30. maí Svein-' ur frá skólanum fyrir ástundun björn Sigurjónsson skólastjóri ' og góðan námsárangur, en auk gaf yfirlit yfir störf skólans og ] þeirra hlutu verðlaun þeir nem félagslíf á liðnu skólaári og ( endur annarra bekkjardeilda, lýsti úrslitum prófa. sem náð höfðu ágætiseinkunn. Innritaðir nenr.endur síðastlið-. Einn gagnfræðinganna, Sigurð- tS haust voru 640, og var þeim ur H. Sigurðsson, hlaut auk kennt í . 22 bekkjardeildum. --------------------------- Fastir kennarar, starfandi við skólann, auk skólastjóra voru 25, en 11 stundakennarar. Úr 4. bekk brautskráðust að þessu sinni 130 gagnfræðingar, 100 úr bóknámsdeild og 21 úr verknámsdeild. Hæsta aðaleink- unn í bóknámsdeild hlutu bau Guðrún Haraldsdóttir, 8,35, og Sigurjón Kristjánsson, 8,20, en i Verknámsdeild Guðríður Kjart ansdóttir, 8,30. f landsprófsdeildum 3. bekkj- ar þreyttu 86 skólanemendur próf og 1 utan skóla. Úrslit landsprófs verða eigi kunn fyrr en síðar. f almennum 3. bekkjar deild- um gengu 57 skólanemendur undir próf og 2 utan skóla. Af þeim luku 47 prófi og stóðust. Hæsta einkunn hlutu þau Sól- veig Birgisdóttir, 7,06 og Þórir B. Haraldsson, 7,01. Unglingapróf þreyttu 172 nem endur. 148 lu'ku prófi og stóðust. Hæsta aðaleinkunn hlutu beir Þórarinn Hjaltason, 9,62, og Ei- rikur Bjarnason, 9,31. En auk þeirra hlutu þessir 6 nemendur ágætiseinkunn: Stefán Stefánsson, 9,23, Kol- brún Haraldsdóttir, 9,21, Har- aldur Helgason, 9,17, Karl Tryggvason, 9,17, Fovl Amm- endrup, 9.13 og Snorri Kjaran, 9,11. Hafa aldrei svo margir nem endur skólans hlotið ágætiseink unn á unglingaprófi. Úr 1. bekk luku 173 nemendur prófi. Hæstir urðu Erlendur Jónsson, 9.00 og Einar Thorodd- sen, 8,93. Þrír hæstu nemendur á gagn- þess bókaverðlaun frá Sendiráði Vestur-Þýzkalands fyrir góðan námsárangur í þýzku. f lok ræðu sinnar kvaddi skólastjóri hina ungu gagnfræð- inga, árnaði þeim heilla og bað þá duga vel þjóð sinni og fóst- urjörð. Síðan þakkaði hann kennurum, nemendum og öllu starfsfólki góða samvinnu og far sæl störf og sagði 34. starfsári skólans lokið. P. Eiríksson. Glæsúleg sýning Kvenna skólans á Blönduósi KVENNASKÓLINN á Blöndu- ósi hélt sýningu á handavinnu nemenda dagana 19. og 20. maí. Á sýningunni var mikið af vel unnum munum nemenda sem hafa notið frábærrar tilsagnar hjá kennurum skólans. Þótt undirritaður sé leikmað- ur í þessum fræðum þá dylst honum ekki, að hér var á ferð- inni geysilega vönduð og vel uppfærð sýning. Frú Hulda Á. Stefánsdóttir, forstöðukona skólans, kennir út saum og tóvinnu. Er hún svo þjóðleg í sér, að hún lætur náms meyjar sjálfar spinna og kemba ullina sem fer í eitt af skyldu- stykkjunum, ungbarnaskyrtu. — Einnig lætur hún þær gera ör- litla sauðskinns'kó, verpta, með ristarböndum og þvengjum og prjónuðum rósaíleppum. Er ánægjulegt til þess að vita. að stúlkunum skuli vera sýnt handbragð við gerð þessara flíka, eins og tíðkaðist fyrr á tímum. Frú Ragnheiður Brynjólfsdótt ir kennir fatasaum og föndur- vinnu. Var sjáanlegt, að hjá henni höfðu námsmeyjar notið góðrar tilsagnar, þvi að þar kenndi margra grasa, t. d. voru þar mjög vandaðir kjólar saum- aðir af stúlkum, sem varla höfðu tekið á nál og enda, þegar þær komu á skólann sl. haust. Einnig var föndurvinnan tii fyrirmyndar, og þá sérstaklega mjög smekklegt úrval af lömp- um. Sólveig B. Sövik kennir mat- reiðslu og bakstur af kunnáttu. Er aðbúnaður allur hinn bezti til þeirrar iðju. Lára Jónatansdóttir kennir meðferð á þvotti og ræstingu. Er unun að sjá, hve umgengni er góð í skólanum og allt snyrti legt. Sólveig Arnórsdóttir kennir vefnað. Var mikið af fallegum munum í þeirri deild, svo sem glæsilegum ullarteppum og fall- egum gólfmottum. Af þeim nemendum, sem skör uðu sérstaklega fram úr -að vandvirkni og afköstum, má nefna Kristínu Þorgeirsdóttur frá Ytra-Nýpi í Vopnafirði. Átti bún mjög mikið af munum í öll- um deildum, og hafa önnur eins afköst víst ekki sézt x skólanum í útsaum og vefnaði fyrr. Kristín Jónsdóttir frá Skarf- hóli í "Miðfirði átti mikið flall- egra muna í útsaum og fata- saum og Auður Bárðardóttir frá Ólafsvík í fatasaum. Sýning 'þessi ber öll vott um hina mestu alúð og vandvirkni, enda er skólinn einhver hinn bezti sem slíkur á landinu. í Vélskólann að loknu sveins- prófi, sem séð yrði um að þeir ættu kost á að taka. Skólastjóri skýrði frá að nefnd hefði fjallað um þetta mál og skilað áliti og frumvarpi til laga. Virðast allir er hagsmuna eiga að gæta um þessi atriði vera meðmæltir þess- ari nýju tilhögun, svo varla gæti lengi dregist með framkvæmdir. Þá skýrði skólastjórinn frá því að líka sögu væri að segja um rafvirkjadeildina, aðsókn að henni hefði frá upphafi verið ófullnægjandi. Ekki kvaðst hann vilja geta sér til hverjar orsakir lægju að því, en kvað líkur til að úr myndi bætast innan tíðar, enda væru samtök rafvirkja- meistara farin að gefa þessu ástandi meiri gaum en áður og ynnu að endurbótum á því. Ekki kvað skólastjóri neina verulega breytingu hafa orðið á kennslutilhögun á þessu skóla- ári, frá því næsta á undan. Helzt mætti nefna að verið væri að bæta og auka verklegu kennsl- una eftir því, sem frágangi í vélasölum miðaði áfram. í vetur voru prófaðar nývið- gerðar dieselrafstöðvasamstæður fyrir rafmagnsveitur ríkisins. Fór sú prófun fram í gamla véla- salnum og sáu starfsmenn raf- veitnanna um hana, en kennarar skólans aðstoðuðu og nemendur rafmagnsdeilda fengu tækifæri til að fylgjast með, að svo miklu leyti, sem við var komið og henta þótti. Er hér um nýjung að ræða, sem líklegt er að fram- hald verði á. í skólanum hafa íarið fram 2 námskeið, á þessum vetri. Ann- að þeirra, sem er hið 4. sinnar tegundar. var fyrir bifvélavirkja og fjallaði um vinnslumáta dies- elvéla og eldsneytisútbúnað þeixra, ennfremur stutt ágrip um smurningsolíur. 11 bifvélavirkjar tóku þátt í því og fengu afhent skírteini að lokum. AUs hafa nú 48 bifvélavirkjar sótt slík nám- skeið. Hitt námskeiðið var haldið á vegum rafmagnsveitna ríkisins og fyrir starfsmenti þeiærar stofn- unar víðsvegar að af landinu. Skólinn léðj húsnæði, kennslu- tæki og kennara en starfsmenn rafveitnanna sáu um námskeið- ið. Námskeið þessi þóttu takast ágætlega. Námskeið fyrir bifvélavirkja voru haldin fyrsta sinni í febr. 1960 og þá haldin 3. Næsta vetur lágu þau niðri vegna þess að þá var verið að flytja vélar og áhöld í nýja vélasalinn og koma þeim fyrir. Frumkvæði að þessum námskeiðum átti félag bifvéla- virkja, en formaður fræðslu- nefndar þess félags, Svavar JúU- usson, var milligöngumaður þeirra félaga og skólans. í haust mun þessum námskeiðum haldið áfram. Við fögnum því að starfsvið skólans skuli á þennan hátt víkka og fræðslumöguleikar hans ná til stærri starfsmanna- hópa. Er hér vissulega um heilla- ríka þróun að ræða. Margir vél- stjórar hafa látið í ljós óskir um námskeið fyrir fyiri nemendur skólans, svo þeim gefist kostur á að kynnast nýjungum í kennslu háttum, svo sem um smurnings- olíur, ketilvatnsmeðferð o. fl. Er hér um augljósa þörf að ræða, en erfitt um vik fyrir siglandi vélstjóra að sækja slík námskeið. Taldi skólastjóri að þetta yrði varla framkvæmanlegt fyrr en reiðarar skipanna kæmu auga á þessa nauðsyn, hvettu starfs- menn sína til að sækja þau og gæfu þeim frí frá störfum í því skyni, líkt og raforkumálastjórn- in hefur nú riðið á vaðið með, að því er snertir starfsmenn sína. Sú nýbreytni var tekin upp í vetur að Skrúfudagurinn var há- tíðlegur haldinn fyrsta sinni. Frumkvæðið að þessari nýlundu átti einn af fyrri nemendum skólans og velunnari fyrr og síð- ar, Þórður Runólfsson öryggis- málastjóri. Skrúfudagur verður haldian 12. febr. árlega og taka þátt í honum allir nemendur skólans eldri og yngri, ásamt konum þeirra. Starfsemi skól- ans er kynnt, heiðursgjöf er af- hent einum kennara (skrúfa á fæti) og nemanda er afhent verðlaun. Skrúfuráðið sem sér um dagskrá dagsins, er skipað nem- endum slsólans og 2 starfandi vélstjórum en skólastjóri er hafður með í ráðum. Nemendur í skrúfuráði ákveða hvaða kenn- ara er afhent skrúfa, en kennara- fundur ákveður um verðlaun til nemenda. Vonast er til að þessi dagur verði almennur nemenda- mótsdagur allra Vélskólamanna til ánægju og gagns fyrir skól- ann og þátttakendur mótsins. Á skólaárinu kvað skólastjór- inn að keypt hefðu verið nokkur kennslutæki: ein 180 hestafla Lister-dieselvél, skuggamynda- vél og nokkuð af rafmagns- og eðlisfræðistækjum auk .næli- tækja. Gjafir höfðu skólanum borist á skólaárinu. Hópur nemenda, sem áttu 10 ára vélstjóraafmæli við síðustu uppsögn afhentu skól anum kvikmyndasýningarvél af fullkomnustu gerð. Þorsteinn Ársælsson vélstjóri afhenti bóka- safni skólans að gjöf safn bóka eftir föður sinn Ársæl Árnason bókbindara. Voru það ýmist frumsamdar bækur eða þýðing- ar. Er skólanum mikill fengur að gjöfum þessum og ekki síður að því hugarfari, sem þær bera vott um. Þvínæst lýsti skólastjórinn ný- loknum prófum: 62 nemendur gengu undir próf: 35 vélstjórar undir fullnaðarpróf úr rafmagns- deild, 15 undir vélstjórapróf og 12 undir fullnaðarpróf rafvirkja. Af fullnaðarprófs vélstjórum hlutu 2 ágætiseinkunn, þeir Gísli Gíslason (7,44) og Sigurður Har- aldsson (7,01), tíu hlutu fyrstu einkunn, 16 aðra betri, 6 aðra lakari, en éinn stóðst ekki. A£ þeim, sem luku vélstjóraprófi hlutu 3 ágætiseinkunn, þeir Magnús Már Sævar Gústafsson (7,74), einhver hæsta einkunn, sem tekin hefur verið við skól- ann,) Björgvin Þór Jóhannsson (7,51) og Adolf Tómasson (7,15), 3 hlutu fyrstu eink., 7 aðra betri og 2 aðra lakari. Af rafvirkjum hlutu 3 ágætiseinkunn, þeir Ólaf ur Jóh. Sigurðsson (7,61), Sigur- jón Antonsson (7,45) og Bj. Páll Óskarsson (7,01). 5 rafvirkjar hlutu 1. einkunn, 1 aðra betri og 3 aðra lakari. Skólastjóri afhenti hverjum nemanda skírteini, síðan afhenti hann bókaverðlaun til þeirra, sem hæsta einkunn höfðu hlotið í hverri deild. Þessir hlutu verð laun: Gísli Gíslascm, Magnús Gústafsson og Ólafur Jóh. Sig- urðsson. Að þessu loknu ávarpaði skóla stjórinn nemendurna, árnaði þeim heilla og kvatti þá til dáða í framtíðinni. Þorsteinn Árnason vélstjórl kvaddi sér hljóðs, en hann er nú einn á lífi þeirra, sem luku prófi fyrir 45 árum. Sagðist Þorsteini* minnast með ánægju veru sinnar í skólanum, sem lauk fyrir 45 árum og árnaði hinum nýútskrií uðu vélstjórum og skólanum 'heilla með hlýjum orðum. Skóla- stjóri þakkaði Þorsteini langt og heilladrjúgt starf í þágu skólans sérstaklega og vélstjórastéttar- innar í heild, en hann hefur m.a., verið prófnefndannaður við skól ann um árabil og var löngum framarlega í félagsmálum vél- stjóra. í upphafi þessarar athafnar kvaddi Hákon Þorsteinsson vél- stjóri sér hljóðs og mælti fyrir hönd 10 ára vélstjóra. Afhenti hann skólanum vandaðan ræðu- stól, með merki skólans, að gjöf frá þeim félögum. Skólastjóri þakkaði þessa veglegu gjöf og tók hana í notkun. Síðan sagði akóiastj. skólanum slitið. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.