Morgunblaðið - 09.06.1962, Síða 3

Morgunblaðið - 09.06.1962, Síða 3
' Laugardagur 9. 5únr 1962 MO RC T’w ni A fí fh 3 I <$*■$ y >v<^? **M ***£*>«* Finnur, Hafíiói og Kristján fyrir aftan fugla skiltið á Þorfinnstjörn, en þar eru myndir og heiti á öllum andategundunum á Xjörninni. (Ljósm. Mtoi.: ól. K. M.) Alltof mikiö Á HÓLMANUM á Þorfinns- tjörn kúra nú tuttugu æða- kollur á hreiðrum og skart- búnir blikarnir synda á gár- óttu vatninu umíhverfis hólm ann, þenja út bringuna, teygja úr hálsinum og á- nægjulegt úúú-hljóð fyllir loftið. Næstu dagana má bú- ast við að ungarnir brjótist úr eggjunum og örsmáir hnoðrar bregði sér á sund. En æðarfuglinn er ekki alveg einráður á Þorfinns- tjörn. Á hólmanum hafa einn ig tíu kríupör gert sér hreið- ur; kríunni og æðarfuglinum kemur vel saman á Tjörninni sem annars staðar, krían er varðstjóri varplandsins og ver það grimmilega, ef vargfugl kemur í óboðna heimsókn. Þá hafa ein húsandarhjón gert sér hreiður í hólmanum — einu húsandaihjónin á Tjörn inni — en húsandarkollan verpir í 'holur. Húsöndin er mjög merkilegur fugl. Eini staðurinn sem hún lifir á hér á landi er við Mývatn og verpir þar gjarnan í fjárbús- um og af því hefur hún hlot- ið nafn sitt. Húsandarhjónin/ á Tjörninni eru sem sagt ætt- uð frá Mývatni og voru flutt á Tjörnina haustið 1956, eins og fleiri fuglar, en þá ..... Tíu andartegundir Við skulum gefa Hafliða Jónssyni, garðyrkjuráðunaut bæjarins, orðið. ..... Vorið 1956 var á- kveðið í bæjarstjórn Reykja- víkur að fela Kristjáni Geir- mundssyni að gera tilraun til að ala upp endur til að setja á Reykjavíkurtjörn. Kristj’áa varð við tilmælum bæjar- stjórnarinnar og um haustið voru fluttar níu andategund- ir á Tjörnina: æðarfugl, dugg önd, skúfönd, húsönd, graf- önd, gargönd, urtönd, rauð- höfðaönd 'og sikeiðönd. Fyrir var stokköndin svo alls urðu andategundirnar tíu. Fuglun- um var komið fyrir á Þor- finnstjörn, þeir stýfðir, girð- ing reist meðfram tjörninni, toakkar lagaðir og búin til sandfjara. Samtímis var ráð- inn maður til að gefa fuglun- um og fá þeir mikið af mat, þótt bæjarbúar haldi stund- um að fuglarnir séu vannærð ir. Þeim er gefinn fiskúr- gangur, korn og brauð og má segja að þeim hafi aldrei liðið betur en seinustu árin. Stokkönd 90% í könnunarferð umhver.fis Tjörnina, sem við förum með Hafliða Jónssyni, dr. Finni Guðmundssyni og Kristjáni Geirmundssyni síðdegis í gær, bar ýmislegt fróðlegt á góma. Finnur sagði, að þessi tilraun til að fá meiri fjölbreyttni í af stokkönd á Tjörninni fuglalífið á Tjörninni, hefði tekizt betur en gert var ráð fyrir í upphafi. Brátt myndi girðingin, sem sett 'hefði verið upp meðan fuglarnir voru að venjast hinu nýju umhverfi, hverfa, og væntanlega yrði stytta af Þorfinni Karlsefni flutt. Þeir ungar, sem klak- izt hefði út á Tjörninni væru fleygir og gætu flogið frjáls- ir allra sinna ferða. En það væri eðli þeirra að halda tryggð við bernskustöðvarnar. Einnig hefðu drifið að fuglar sömu tegunda og þeir sezt að á Tjörninni um lengri eða skemmri tíma. — Æðarvarp stæði með miklum blóma, nú lægju 20 kollur á hreiðrum, og þyrfti ekki nema 20 hreið- ur í viðbót, svo dúntakan næmi einu kílói. — En mesta vandamál okk- ar núna er stokköndin, sagði Finnur. Yfir 90% af öndum Tjarnarinnar eru stokkendur og er það of mikið af sömu tegundinni. Hún hefur, ásamt svönunum, átt sinn þátt í að fæla kríuna úr stóra hólman- um, og hefur krían nú flutt sig yfir á litla hólmann og hólmann á Þorfinnstjörn. — Álftirnar væm einnig að verða of margar, bæði íslenzki svanurinn og hnúðsvanurinn, Framih. á bls. 8. Krían ver æðarvarpið á Þorfinnstjörn. Þér skuluð vitni bera eftir séra Jónas Gíslason, .Vík Þér skuluð vitni bera .. 5555 „En þegar huggarinn kem- ur, sem ég mun senda yöur frá fööurnum, sannleiksand- inn, sem útgengur frá föö- urnum, hann mun hera mér vitni, en þér skuluö og vitni bera, því að þér hafiö frá upphafi meö mér veriö. — Þetta hef ég talað til yöar, til þess aö þér hneyksluöust ekki. Þeir munu gjöra yöur samkundurœka, já, sú stund kemur, aö hver, sem líflœt- ur yöur, mun þykjast vinna Guöi þœgt verk. Og þetta munu þeir gjöra, af því að þeir hafa hvorki þekkt föð- urinn né mig. En þetta hef ég talað til yöar, til þess aö þér, þegar sú stund kemur, minnist þess, að ég hef sagt það. En ég hef ekki sagt yöur þetta frá upphafi, af því að ég var meö yöur.“ — Jóh. 15, 26—16, 4. I. „ÞÉR skuluð og vitni bera, því að þér hafið frá upphafi með mér verið.“ Mér þykir vænt um þessa setningu guðspjallsins. Hún er mér örugg sönnun fyrir sann- leika þess boðskapar, sem Biblí- an flytur mér um Jesúm Krist, kenningu hans, líf og starf. Frásagan byggist ekki á ein- hverjum óljósum sögum og sögnum, sem gengið hafa milli manna kynslóðum saman. Rit- arar frásagnanna eru sjálfir sjónar- og heyrnarvottar þess, sem þeir greina frá. Þeir höfðu verið með Jesú allan starfs- tíma hans, hlustað á boðskap- inn af vörum hans og séð hann vinna máttarverkin, lækna sjúka og þjáða og vekja dána aftur til lífsins. Postularnir vissu, hvað þeir voru að segja, er þeir boðuðu trúna á Jesúm Krist sem ein- getinn son Guðs. Þeir voru að- eins að greina frá staðreynd- um, sem þeir höfðu sjálfir reynt, að voru sannar. Og þeir leggja sjálfir áherzlu á þetta. í fyrsta bréfi sínu seg- ir Jóhannes postuli: „Efni vort er það, sem var frá upphafi, það, sem vér höfum heyrt, það, sem vér höfum séð með aug- um vorum, það, sem vér horfð- um á og hendur vorar þreifuðu á, það er orð lífsins. Og lífið var opinberað, og vér höfum séð og vottum og boðum yður lífið hið eilífa, sem var hjá föðurnum og var opinberað oss. Já, það, sem vér höfum séð og heyrt, það boðum vér yður.“ Postularnir gátu borið fram vitnisburðinn um Jesúm Krist af fullri djörfung og sannfær- ingu þeirra manna, sem sjálfir höfðu reynt sanngildi hans. Eng inn hafði þekkt Jesúm Krist betur en þeir. Enginn hafði verið lengur með honum en þeir. Og þegar þeir velja mann í sinn hóp í stað Júdasar, þá völdu þeir mann, sem einnig hafði verið með honum frá upp- hafi. Það þarf því engan að undra, að margir veittu viðtöku vitn- isburðinum um Jesúm Krist af vörum postulanna. Menn sann- færðust af sannfæringarkraftin- um, sem fylgdi orðum þeirra. Þeir voru fylltir anda Guðs. Engir viðburðir í sögu okk- ar mannanna frá þessum sömu öldum eru jafnvel staðfestir af sjónar- og heyrnarvottum og saga Jesú Krists. Það er óhætt að trúa boð- skap Biblíunnar. II. Jesús var ekki að gylla fyrir lærisveinum sínum það hlut- skipti, sem beið þeirra í þjón- ustu hans. „Þeir munu gjöra yður sam- kunduræka, já, sú stund kem- ur, að hver, sem líflætur yður, mun þykjast vinna Guði þægt verk.“ Þessi orð Jesú Krists hafa rætzt áþreifanlega í sögu kristn innar hér á jörð. Þúsundir og milljónir manna hafa dáið písl- arvættisdauða fyrir trú sína á Jesúm Krist, allt frá ofsóknum rómversku keisaranna á fyrstu öldunum eftir Krist til okkar daga. Og þannig mun það ef- laust enn verða, meðan mann- kynið byggir þessa jörð. Okkur mönnunum er alls ekki eiginlegt að veita boð- skap Guðs viðtöku. Við vildum gjarna breyta ýmsu í kenning- um hans, svo að það félli bet- ur að vilja okkar sjálfra og geðþótta. Ákveðin og afdrátt- arlaus boðun þeirrar kenning- ar, sem Jesús Kristur sjálfur flutti fyrstur hér á jörð, kallar oft fram sömu andstöðu hjá ýmsum og hann mætti sjálfur af hendi faríseanna. En þrátt fyrir allar ofsóknir og andbyr, sem lærisveinar Jesú Krists hafa mætt í starfi sínu að útbreiðslu ríkis hans, hafa þeir ekki gefizt upp, heldur haldið ótrauðir áfram, ekki í eigin krafti, heldur í krafti hins lifandi og upprisna frelsara, sem sjálfur hefur kallað þá til starfs fyrir sig. Þeir hafa átt sömu trúarfullvissuna, sem einkenndi hina fyrstu lærisveina Jesú. Og þannig er þessu varið enn í dag. Við kristnir menn sækj- um styrk og kraft í trúna á Jesúm Krist. Við eigum full- vissu trúarinnar um sannleiks- gildi hins guðlega boðskapar, sem okkur er gefinn í Biblíunni. Við flytjum enn sama boðskap- inn og fluttur var í frumkristn- inni. Við eigum hlut í fyrir- heitinu um fylling Heilags anda, sem skapar trúna i hjörtunum. Þess vegna er enn unnið að útbreiðslu guðsríkisins hér á jörð. Þess vegna er hinn gamli, en þó síungi fagnaðarboðskáp- ur enn fluttur mannheimi. Við, sem í dag lifum, höfum sömu þörf á þeim boðskap og þeir menn, er lifðu á þeim tíma, er Jesús gekk hér um í mannlegu holdi. Það hefur margt breytzt í mannheimi síðan. En þörf okk- ar á náð Guðs er enn hin sama og áður var. Við erum enn syndarar og þörfnumst náðar og fyrirgefningar til guðssamfélags. Fórn Jesú Krists á krossinum á Golgata var einnig færð fyrir okkur. Dómur Guðs gengur yf- ir líf okkar. En kærleiki Guðs er einnig óbreyttur. Við eigum enn að- gang að náð hans fyrir trúna á Jesúm Krist. Fagnaðarboðskapur kristinnar trúar breytist ekki. Hann er enn hinn sami og hann hefur verið frá upphafi. Hann er til okkar kominn fyrir sjónar- og heyrnarvottana, sem sjálfir lifðu og störfuðu með honum. Og fyrir vitnisburð þeirra eig- um við enn sama trúarörygg- ið og trúarfullvissuna og þeir. Við erum einnig kölluð til að halda starfi þeirra áfram. Við eigum einnig að bera vitni þeim frelsara, sem af kærleika sín- um til okkar hefur opnað okk- ur aðganginn að allri náð Guðs. Hlýðum því kalli Guðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.