Morgunblaðið - 09.06.1962, Page 12

Morgunblaðið - 09.06.1962, Page 12
12 MORGVNULAÐIÐ Laugardagur 9. júni 1962 wpntfrloMft Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritsfjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. . TRA USTUR FJÁRHAGUR KínversK stúlka, í flóttamannabúðum í Hong Kong, sést hér bíta í brauðsneið, vafða í cellophanpappír. Verksmiðjum lokað — verka- menn í sveitir A fyrsta fundi hinnar ný- kjömu borgarstjórnar Reykjavíkur var reikningur borgarinnar fyrir árið 1961 lagður fram. Af honum verð- ur það enn greinilega ljóst, að fjárhagur höfuðborgarinn ar er mjög traustur og allar fjárreiður hennar til fyrir- myndar. Samkvæmt þessum reikningi urðu rekstrarút- gjöldin 7,3 millj. kr. lægri en fjárhagsáætlun borgarinn ar gerði ráð fyrir, eða 2,66% undir áætlun. Eigna- aukning varð á árinu er nam 115,4 millj. kr. og skuldir lækkuðu um 3,8 millj. kr. Þetta gerist þrátt fyrir það að Reykjavíkurborg hefur á sl. ári haldið uppi meiri fram kvæmdum en oftast áður. Þannig var á árinu 1961 var- ið úr borgarsjóði 14 millj.kr. til skólabygginga. Hefur á sl. fjórum árum verið varið 38,4 millj. kr. úr borgarsjóði til skólabygginga. Til heilbrigðismála var á árinu 1961 varið 8,1 millj. kr., til mannvirkja vegna fé- lagsmála, nýs verkamanna- húss og barnaheimila, 4,4 millj. kr., til byggingar íbúð- arhúsa 19 millj. kr. Hér hafa aðeins verið nefndar örfáar tölur, er sýna hinar stórfelldu framkvæmd ir borgarinnar. Sjálfstæðismenn munu halda áfram að framkvæma uppbyggingarstefnu sína í höf uðborginni. Þeir munu fram vegis sem hingað til leggja áherzlu á að fjárhagur borg- arinnar sé sem traustastur, jafnhliða því sem þess verð- ur gætt að íþyngja ekki gjaldþoli borgarbúa um of. ÞJÓÐFYLKING í BORGARSTJÓRN IV ommúnistar og Framsókn- armenn höfðu með sér náið bandalag um nefnda- kosningar í borgarstjóm Reykjavíkur. Þar með er þjóðfylking þeirra orðin að raunveruleika í stjórn borg- armála. — Framsóknarmenn kepptust við að afneita öll- um slíkum áformum fyrir kosningarnar. En þeim var ekki fyrr lokið en samningar hófust við kommúnista. Af þessu geta kjósendur m. a. séð, hvað mundi ger- ast að loknum næstu alþing- iskosningum ,ef kommúnist- ar og Framsóknarmenn fengju þá þingmeirihluta. Tíminn segir í gær, að þ: ð „sögulegasta“, sem gerzt hafi á fyrsta fundi borgarstjórn- ar, hafi verið það „að Al- þýðuflokkurinn endumýjaði samstarf og samstöðu við í- haldsmeirihlutann". Honum finnst það hinsvegar engum tíðindum sæta að Framsókn gekk í þjóðfylkingu með kommúnistum. Það var að áliti Tímans alveg sjálfsagt og taldist því alls ekki til hins „sögulegasta“H SPÁNN Á VEGAMÓTUM A tburðirnir á Spáni á þessu vori benda til þess, að nú sé komið að vegamótum í sögu hins 24 ára gamla ein- ræðis þar í landi. Slíkir stjómarhættir virðast og ó- hugsandi til lengdar á vor- um dögum í einu af hinum miklu vestur-evrópsku menn- ingarríkjum. Að sjálfsögðu hefur Franco hershöfðingi notið þess, bæði hjá þjóð sinni og lýðfrjálsum heimi, að hann stóðst allar ginning- ar Hitlers, sem bæði lofaði honum Gibraltar og ýmsu öðru freistandi, að stríði loknu, ef hann vildi segja Frökkum og Bretum stríð á hendur. En nú í vor hefur Franco átt miklu alvarlegri mót- spyrnu að mæta en nokkru sinni fyrr eftir að borgara- styrjöldinni lauk. Verkföll eru bönnuð á Spáni. En all- an veturinn hafa veriðvinnu stöðvanir víða um land, og rétt fyrir páska gengu kola- námumenn í Astúríu-héraði frá vinnu, heimtuðu hærra kaup, og rituðu á spjöld sín: „Við emm ekki kommúnist- ar. Við viljum fá meira að borða.“ Verkfallið óx með hverjum degi, unz það náði til 80 þús. manna, og olli erf- iðleikum fyrir allan iðnað landsins. Samúðarverkföll hófust í Bilbao, Barcelona og fleiri borgum. Eins og kunnugt er hefur Franco alltaf notið öflugs stuðnings af hálfu kirkjunn- ar, sem er voldugri á Spáni en í nokkru öðru Evrópu- landi, En nú fékk Franco al- varlega aðvörun frá opin- beru málgagni kirkjunnar, Eccelsia. Hann hafði sjálfur tekið málið í sínar hendur, fyrirskipað undantekningar- ástand í Astúríu, bannað fundarhöld án leyfis. Fang- elsanir hófust. Ýmsir kirkjunnar SÍÐASTA ráðið, sem opinberir aðilar hafa gefið kínverskri al- þýðu, lii þess að afla sér fæðu, er að veiða gæsir sér til matar. Aðferðin er eitthvað á þessa leið: Ef gæsir setjast á polla eða tjarnir að næturlagi, á að læð- ast að tjörnunum með blys. Kveikt skal á blysinu, en slökkt á því mjög snögglega. Þetta skal endurtaka nokkrum sinnum, og þá< eiga gæsirnar að telja, að ekki sé um neina hættu að ræða. Eftir það er hægt að ganga að þeim og taka þær með höndum. Nýstárleg veiðiaðferð, segja sumir vafalaust. Sennilega hef- ur enginn heyrt getið um hana áður — og hver árangurinn er, veit sennilega enginn heldur. Enn hungur Fjórða ár hungursneyðar vof- ir nú yfir Kína. Á flestum stöð- um hefur herjað ill veðrátta, flóð og aðrar nátúruihamfarir, og fyrirsjáanlegt er, að korn- uppskeran verður langt fyrir neðan það, sem nauðsynlegt verður að teljast, til bess að fæða íbúana, 670 milljónir. Aiþýðudagblaðið í Peking, málgagn stjórnarinnar, birtir nú dag hvern, gagnstætt því, sem áður var, frásagnir af ham förum og óáran víðsvegar um landið, og dregur enga dul á, að alþýða manna í Kína má búast við því versta. 1950 hitaeiningar á dag Talið er nú, að dagskammtur ihvers Kínverja, að meðaltali, nemi um 1950 hitaeiningum. Þá vantar um 350 hitaeiningar til þess að náð sé því lágmarki, sem Matvæla- og landbúnaðar- stofnun S. Þ. telur, að hver íbúi >urfi að fá, til þess að þjást ekki af næringarskorti. létu í ljós samúð sína með kröfum verkamanna. Þegar á annað þúsund verkamenn söfnuðust fyrir utan erki- biskupssetrið í Barcelona og báðu um hjálp í deilu þeirra við stjórnarvöldin, og lög- regla kom á vettvang, dreifðu prestar sér innan um hópinn. Franco forðaðist að beita valdi í Astúríu. Hann bauð fram kauphækkanir, ef verka menn vildu taka aftur upp vinnu. Flestir þeirra urðu við þeirri áskorun, fengu síðan allverulegar kjarabæt- ur. Þessi málalok eru góðs viti. Þau benda til þess, að báðir aðilar hafi mikið vilj- að til vinna, að ekki kæmi til hinna mestu vandræða. Pólitískar og þjóðfélags- legar deilur hafa veriðharð- ar á Spáni. Borgarastyrjöld- in var bæði löng og hrylli- leg. Einhverntíma kemur að því að Franco, nú 69 ára, stjórni ekki framar. Þá er það von allra lýðræðissinna að réttlæti og sáttfýsi megi Það ráð, sem sjórnarvöldin hún að vera 25 milljónum tonna hafa gripið til, í því skyni að auka landbúnaðarframleiðsluna, er að senda iðnverkafól'k í sveit irnar. Fjöldamörgum verksmiðj um hefur verið lokað, bæði vegna þess, að talið hefur verið, að vinnuaflið kæmi að meira gagni í landbúnaðinum — og einnig vegna þess, að um stöð- ugan uppskerubrest hefur verið að ræða síðustu 3 árin. Þannig hefur ekki tekizt að afla hrá. efna, s. s. baðmullar, fyrir verk- smiðjurnar. Margt þykiv þó benda til þess, að þetta ráð hafi ekki reynzt vel. Landbúnaðarframleiðslan hafi ekki aukizt við fólksstraum inn til sveitanna, heldur hafi hann valdið enn meiri matvæla- skorti á sumum svæðum. Fólk- ið, sem þar var fyrir hafði held- ur ekki nóg að bíta. Uppreisnir hafa orðið sums staðar, og vitað er, að á nokkr- um stöðum hafa menn verið teknir af lífi fyrir að standa að mótmælum gegn hungurástand- inu. Sjúkdómar af völdum skorts Ferðamenn, sem nýlega hafa verið á meginlandi Kína, segja, að ekki sé um algert hungur að ræða, en greinilega megi merkja, að fólkið býr við mik- inn matarskort, en honum fylgja alls konar sjúkdómar. Þá hafa fregnir borizt um mikla spillingu meðal ráða- manna, og sagt er, að sumir op- inberir starfsmenn, sem dreifa eiga skömmtunarseðlum til «1- mennings, hafi tekið að selja þá. Hve mikil er kornuppskeran? Hvergi er í kínverskum blöð- um, eða opinberum málgögnum, getið um hver kornframleiðslan er í raun og veru. 1958 átti hún, skv. áætlun, að vera um 250 milljónir tonna, og næsta ár átti meiri. Ljóst er, að þessu markl var ekki náð þá, og hefur ekki verið náð síðan. Hver fram- leiðslan er, í raun og veru, er erfitt að segja, en landbúnaðar- sérfræðingar í SA-Asíu telja, að hún sé um 180 milljónir tonna árlega, en viðurkenna þó, að hér sé um getgátur að ræða, að miklu leyti. f vor hafa miklir vatnavextir á vatnasvæði Yangtse árinnar valdið miklum skemmdum. Þá gekk í síðustu viku yfir Liaot- ung-skaga versta hagl, sem fall- ið hefur árum saman, og oili stórskemmdum á ávaxtatrjám. Einnig er getið um náttúru- hamfarir í öðrum landbúnaðar- héruðum, s. s. Kiangsu og Kwangsi. Þetta eru aðeins nokkur dæmi. Hitt er löngu Ijóst, af skrifum í kínverskum blöðum, að iðnvæðingaráætlunin mikla, sem átti að gera Kína að stór- veldi á sviði iðnaðar, hefur brugðizt. Því hefur verið lýst yfir, að mesta verkefni kín- versku þjóðarinnar sé að auka landbúnaðarframleiðsluna. Næst komi léttur iðnaður og í þriðja, og síðasta sæti, þungaiðnaður. Það eru ek'ki aðeins náttúru- hamfarir, sem valdið hafa þvl hörmulega ástandi, sem nú ríkir í Kína, heldur óstjórn ráða- manna. f upphafi átti að sækja vinnuafl til iðnaðar í ?veitir. En samyrkjubúafyrirkomulagið gafst ekki heldur í Kína, frekar en í öðrum kommúnistaríkjum, og er ilit árferði bættist við, þa stóð vá fyrir dyrm. Ástandið í landbúnaðinum er nú verra en það var fyrir stríð, og verksmiðjurnar standa marg ar hverjar tómar. Hvort það verða örlög Kínverja næstu ár- in, að berjast við hungur, sker tíminn einn úr. Á meðan flýja þeir úr landi, sem lcomast, og nú á næstunni fara milli 5000 og 6000 kínversk- ir flóttamenn til Bandaríkj- anna, þar sem þeim hefur verið veitt landsvistarleyfi. sem mestu ráða og lýðræðis- skipulagi verði komið á í mennjþessu forna menningarríki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.