Morgunblaðið - 09.06.1962, Page 22

Morgunblaðið - 09.06.1962, Page 22
22 morgvwblaðið •taugaraagur 9. júnf 1962 Eg veit ekkert — sagði Þóróifur Beck — Eg hef ekkert um þetta hollen/.k.i tilboð heyrt. Eg sá þetta í skozku blaði og ég veit ekki hvort að það er ó- hætt að trúa öllu sem þið blaðamennirnir segið, sagði Þórólfur Beck er við hittum hann í gærdag, þar sem hann var bullsveittur við að kasta kúlu uppi á íþróttavelli í gær. — En hvernig myndir þú taka þvi ef þér byðist það? — Það er ekki gott um það að segja. Það veltur á svo mörgu. Ef tilboðið er gott þá myndi ég sjálfsagt athuga það vel. Þetta kemur óvænt og kannski er þetta ekkert nema fréttin ein í blaðinu. Að minnsta kosti veit ég ekkert meir. — En hefirðu hug á að skipta um félag ef til kæmi? — Eg hef ekkert um slíkt hugsað, en ég mundi skipta um félag ef ég fengi hagstæð- ari samninga. Það væri t. d. ánægjulegt að vera svo góð- ur er leikirnir byrja í haust, að tilboð kæmi frá enskum klúbb. Um hitt hef ég ekki hugsað að fara til meginlands- ins t. d. Hollands, en með för þangað gæti orðið styttra í Valur vann Fram 1-0 VALUR vann Fram í íslands- mótinu í gærkvöldi með 1 marki gegn engu. Leikurinn var með lélegra móti og er þá ekki við hátt mark miðað. Valur skoraði sigurmarkið eft- ir nokkra 'mínútna leik. Gott út- spark kom frá Frammarkinu og Bergsteinn einlék að endamörk- um, og tókst að senda framhjá úthlaupandi Geir markverði. — Björgvin Dan fékk svo að skora í tómt markið. Leikurinn bauð upp á lélega knattspyrnu og sýna úrslitin að það verður ekki treyst til halds á þau lið sem forystu hafa í deildinni hverju sinni. Þvert á móti virðist alger hending ráða því hver sigrar hverju sinni, eins og það er hending hverju sinni hvert boltinn fer er sent er. Samkomur FÍLADELFÍA Samkomur falla niður á hvíta- usnnunni, vegna samkomu Ós- valds Smith í Fríkirkjunni. En fyirir söfnuðinn verður brotning bráuðsins á 2. í hvítasunnu kl. 4. K.F.U.M. Samkomur um hátíðina: Á hvítasunnudag kl. 8,30 e.h. almenn samkoma. Sverrir Sverr- isson, guðfræðingur, talar. Annan hvítasunnudag: Sam- koma kl. 8.30 e. h. Ástráður Sig- ursteindórsson, skólastjóri, og Sigurður Pálsson, kennari, tala. Allir velkomnir á samkomurn- ®r. ■ ■ áhugamennskuna aftur. — Hefurðu nokkur kynni af þessu liði í Hollandi? — Eg veit bara að Sparta er gott félag. Það hefur oft ver- ið í Evrópubikarkeppninni og þangað fara aðeins meistarar hvers lands. — Þeii virðast heldur ekki þekkja þig nema af afspurn, eftir blaðafréttinni að dæma? — Nei, og það gæti m. a. stafað frá því er hollenzka landsliðið var hér. Eg minnist þess að 3 eða 4 leikmanna þess voru úr Sparta. Vera má að framkvæmdastjórinn hafi fengið sögusagnir um mig frá leikmönnum eða fararstjórum þess landsliðs. En á meðan við heyrðum ekkert meira en blaðafréttina, þá getum við oll verið róleg. Fjöldi norrænna íþrdtta- fréttamanna á móti hér Rætt um mörg mál er efst eru á baugi innan * ibróttahreyfingarinnar Á T T U N D A mót norrænna íþróttafréttamanna verður haldið í Reykjavík dagana 12—18 þ. m. Mótið sækja íþrojtafréttamcnn frá öllum Norðurlöndunum og verða rædd ýmis mál er varða skipti íþróttafréttamanna við íþróttahreyfinguna. Auk þess verða fræðsluerindi flutt og f jallað verður um önnur mál sem ofarlega eru á baugi innan íþróttahreyfingarinnar. Samtök iþróttafréttamanna hér á landi hafa tekið þátt í norrænu samstarfi síðan 1955 og fsl. íþróttafréttamenn sótt slík mót sem þetta til allra hinna Norð- urlandanna. Mótið nú verður sett í Háskól- anum n. k. þriðjudag og síðan flutt erindi flesta mótsdagana. Auk þess verða farnar ýmsar kynnisferðir, skoðuð íþrótta- mannvirki í Reykjavík undir for ystu ÍBR og sögustaðir í ná- grenni Reykjavíkur heimsóttir. Meðal mála sem mótið tekur til meðferðar má nefna „Er hættu- Hvað getur þú? i frjálsum íþróttum spyr FRÍ ÍÞRÓTTAVIKA Frjálsíþrótta- sambandsins hefst 10. júní og stendur til 17. júní. Takmark hennar er að fá allan almenning til að spreyta sig við eina, tvær þrjár eða fjórar greinar iþrótta. Þetta á að vera skemmtun ekki síður en alvara. Skemmtunin er í því fólgin að reyna hvað hver getur, álvaran í því að veita byggðarlagi sínu stig í keppni sem stendur annarsvegar ‘milli kaupstaðar og hinsvegar milli héraðssambanda. Það er hægt að reyna sig í 2 reynt sig í þremur. Keppnis- greinar karla eru 100 m hlaup 1500 m hlaup, hástökk og kúlu- varp. Það hefur oft verið fjör þegar t. d. starfshópar fara saman á völlin og reyna sig í ofangreind- um greinum. Vikuna 10—17. júní verða „lögsögumenn“ á Melavell inum frá kl. 5—8 dag hvern. Svo er haegt að fá merki fyrir að riá stigi í keppninni. Sambönd utan- bæjar geta fengið þau hjá gjald- kera sambandsins Birni Vilmund arsyni. Þeir fengu bikara fyrir 10 landsleiki eða meir fyrir ísland í handknattleik. Frá vinstri: Karl Benediktsson, Birgir Björnsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Sigríður Lúthersdóttir, Rut Guð- mundsdóttir, Einar Sigurðsson, Ragnar Jónsson og Karl Jóhannsson. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Handknattleikssambandið heiðrar sitt bezta fólk HANDKNATTLEIKSSAMBAND ílasnds minntist 5 ára afmælis síns • Þjóðleikhúskjallaranum í fyrrakvöld. Ásbjörn Sigurjóns- son formaður ambandsins minnt- ist stofrienda og sagði að þá hefði varla grunað er þeir fyrir 5 ár- um sátu stofnfundinn, hversu ör- um vexti Og viðgangi sambandið mundi taka. Handknattleikssam- bandið er næst yngsta sérsam- bandið hér á landi sagði Ásbjörn, en það er í dag næst stærst sam- bandanna. Ásbjörn drap á stærstu sigra handknattleiksins og sagði að þeir hefðu unnizt fyrir eljustarf margra, pilta og stúlkna sem létu ekki húsnæðisskort aftra sér frá afrekum, heldur sameinuðust til stórra átaka. Axei Einarsson varaform. sam- bandsins afhenti síðan heiðurs- merki. Sérstök merkí HSÍ fengu tveir menn, Valdimar Svein- björnsson, sem fyrstur kenndi handknattleik hér á landi, og Benedikt G, Waage forseti ÍSÍ. Síðan var öllum er leikið hafa 10 landsleiki eða meir veittur bikar að verðlaunum og öllum öðrum er leikið hafa fleiri eða færri landsleiki veitt landsliðs- merki. Við birtum skrá yfir þau öll síðar. AUs hafa á 5 árum frá stofnun sambandsins verið leiknir 16 landsleikir karla og 11 landsleik- ir kvenna. í þessum leikjum hafa tekið þátt 38 karlar og 23 konur. Hafa mörg þeirra leikið fjöl- marga leiki og gert veg íslands stóran. í hófinu fluttu ræður Bene- dikt G. Waage. Valdimar Svein- björnsson, Gunnlaugur Hjálmars son sem þakkaði fyrir hönd landsliðsmanna og Jón Ás- geirsson. Að endingu voru sýndar tvær ágætar kvikmyndix sem MSÍ hef ur fengið, mynd frá Norðurlanda móti kvenna er ísland varð í 2. sæti og mynd frá heimsmeistara- keppni karla í Þýzkalandi er ís- land lenti í 6. sæti við góðan orðstír, eftir m. a. að ná jöfnu við fyrrverandi heimsmeistara. ★ Á annað hundrað manns sóttu þetta afmælismót HSÍ sem var hið ánægjulegasta og sýndi á eftirtektarverðan hátt, þá grósku sem er í handknattleiksíþrótt- inni legt að iðka íþróttir“ framsögu- maður verður Jón Eiríksson íþróttalæknir; „Á að banna hnefaleika“, framsögumenn Ew- ald Andersen Danmörku og Thor olf Smith; „íþrótta-maðurinn, íþróttaleiðtoginn og fréttamaður- inn“, framsögumaður verður Torsten Tegner ritstjóri sænska íþróttablaðsins; „Þjóðarrembing- ur og íþróttafréttamennska", framsögumgður Sigurður Sigurðs son. Auk þess verður m. a. tekin ákvörðun um hvernig haga skuli kjöri „íþróttamanns Norður- landa“ en Caltex-olíufélagið I Sviþjóð hefur heitið að gefa veg legan grip til verðlauna í slíkri kosningu, sem fram færi meðal norrænna íþróttafréttamanna. Ráðstefnuna hér sækja nokkr- ir af þekktustu íþróttafrétta- mönnum Norðurlanda, viðkunnir blaðamenn á fleiri sviðum. Má nefna Torsten Tegner, sem nú er 72 ára gamall, heimsfrægur fyrir afskipti sín af íþróttamálum og menningarmálum yfirleitt, Sven Ekström varaforseta alþjóðasam- bands íþróttafréttamanna, Ewald Andersen ritstjóra Idrætsliv í KauQmannahöfn og meðlimur dönsku Olympíunefndarinnar, — Einar Öiseth frá Sportsmanden í Oslo, Stig Haggblom frá Hufvur- stadblad í Helsingfors og Stig Pettersson frá sænska útvarpinu og sjónvarpinu. Mót norrænna íþróttafrétta- manna hafa mjög eflt samvinnu- norrænna íþróttafréttamanna og styrkt aðstöðu þeirra á alþjóða- mótum. Samstarf norrænu klúbb anna hefur víða vakið athygli, svo að óskir hafa komið frá öðr- um löndum um að fá að taka þátt 1 hinum föstu mótum. Samtök Iþróttafréttamanna hér á landi hafa nú starfað í 7 ár. Þau eru fámenn samtök, en hafa mætt miklum og góðum skilningi íþróttaleiðtoga og ráða- manna við undirbúning þessa móts. Menntamálaráðuneytið og borgarstjórn taka á móti þátt- takendum mótsins eða bjóða til ferðalags og fleiri aðiljar hafa sýnt undirbúningsnefndinni mik- inn velvilja. Stjórn Samtaka íþróttafrétta- manna skipa nú Atli Steinarsson formaður, Frímann Helgason og Örn Eiðsson. Sérstök undirbún- ingsnefnd hefur annazt fyrirhug- að mót og formaður hennar er Sigurður Sigurðsson. Minnst 4 á EM ÞAÐ er ákveðið að Island tekur þátt í Evrópumeistara- móti Evrópu í frjálsíþróttum, sem fram fer í Belgrad 12.— 16. sept. nk. í viðtali, sem Frjálsíþrótta- sambandið átti við frétta- menn í gær, kom fram að líklegt er — eins og nú stendur — að 4 íslendingar taki þátt í mótinu, þeir Vil- hjálmur, Valbjörn, Jón ól- afsson og Kristleifur Guð- björnsson. Hins vegar hefur FRf sett ákveðin lágmörk, sem það miðað þátttökuna við. Fleiri gætu komið til greina og það vona sjómar- menn FRf. Mótin fara nú að byrja og spenningurinn aðl vaxa. Endanlega verður þátttakan ekki ákveðin fyrr en í ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.