Morgunblaðið - 09.06.1962, Page 23

Morgunblaðið - 09.06.1962, Page 23
Laugardagur 9. júní 1962 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Erlend tíóindi f'ramhald af bls. 13. og Souvanna Phouma, mála- miðlarinn. Má telja árangur undir því kominn, hvernig takist til um skipan í embætti landvarna- málaráðherra (fer með her- mál) og innanríkisráðherra (yfirstjórn lögreglu). I>að má því segja, að ör- lög Laos verði ráðin í næstu viku. Hverfi Souvanna Phouma til Frakklands, eftir árangurs lausar viðræður, þá er ekki um margar leiðir áð velja, til þess að bjarga þeim hluta Laos (um V3), sem ekki er undir valdi komm- únista, frá því að falla þeim í hendur. Her Nosavans, stjórnarher- inn, hefur reynzt óhæfur til varnar, þrátt fyrir þjálfun þá, sem hann hefur fengið hjá bandarískum hernaðarsér- fræðingum, og flestir telja, að hann muni ekki standa sig betur £ annað siim, en nú um daginn. Því virðist ekki önnur leið til að bjarga Laos undan því að falla algerlega í hendur kommúnista, ef myndun þjóðstjórnar mistekst, en hernaðaríhlutun Bandaríkja- manna. Slíkt gæti haft þær afleið- ingar í för með sér, að til styrjaldar drægi í Laos, á svipaðan hátt og í Kóreu forðum. Vafalaust beita því Banda- ríkjamenn áhrifum sínum til hins ítrasta, þann tíma, sem fundur prinsanna þriggja stendur, þar sem einnig er vitað, að Rússar styðja hug- myndina um þjóðstjórn, þótt tilgangur þeirra kunni að vera annar en Bandaríkja- manna. rt< Samkomulag um sumarfri 1 tæpa þrjá mánuði hafa staðið umræður í Genf, á af- vopnunarráðstefnunni. Lítt hefur miðað í samkomulags- átt. Um tíma virtist, sem Bandaríkjamenn og Rússar hefðu komið sér saman um tillögu, sem bannaði stríðs- áróður. Sú von stóð þó að- eins í nokkra daga, en hún varð skammlíf, þar eð Zorin aðalfulltrúi Rússa skipti um skoðun og bar fram breyt- ingartillögur, sem vitað var, að Vesturlönd gátu ekki að- hyllzt, vegna prent- og mál- frelsis. Breytingartillögur Rússa hefðu þýtt, að það frelsi hefði orðið að afnema að miklu leyti. Segja má, að aðeins hafi náðst samkomulag um tvennt, á ráðstefnunni. Annars vegar samþykkt um að gefa SÞ skýrslu um störfin sl. mán- uði. — Hins vegar samþykkt um að nefndin tæki sér sumar- frí, í mánuð, og hefst það 15. þ. m. Virðast flestir heldur von- litlir um árangur, er störf hefjast aftur í júlí. -X Óhkt og 1929 Þessa viku hefur nokkurs óróa gætt í kauphallarvið- skiptum vestan hafs, þótt verðsveiflur hafi ekki orðið neitt líkar því, sem var í fyrri viku. Eins og áður hef- ur verið skýrt frá (Mbl. 2. júní) virðist ekki beinlinis hægt að rekja verðfallið í síðustu viku til neinnar einn ar orsakar, en miklu fremur til þróunar efnahagsmála í heild, þ.á.m. til verðhækkun- ar verðbréfa undanfarin ár. Svo virðist, sem endurmat hafi farið fram, og verð ein- stakra bréfa sé nú um 15 fald ur árságóði, sem flestir telja ekki fjarri sanni. Verðsveiflurnar tákna ekki, að kreppa sé í aðsigi, enda bendir almenn þróun til ann- ars. Framleiðsla Bandaríkj- anna hefur aukizt um 10%, síðan Kennedy kom til valda. Atvinnuleysi er um 1.6% minna en á sama tíma í fyrra, og ráðamenn telja nokkrar líkur fyrir því, að næsta ár verði hægt að af- greiða hallalaus fjárlög í Bandaríkj unum. — Abalfundur SÍS Framhald af bls. 6. Guðbrandur Magnússon. Stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga er nú þannig skipuð: Jakob Frí- mannsson, formaður, Eysteinn Jónsson, .varaformaður, Þor- steinn Jónsson, Þórður Pálma- son„ Skúli Guðmundsson, Finn- ur Kristjánsson, Guðmundur Guðmundsson. í varastjórn eru: Guðröður Jónsson, Kjartan Sæm undsson og Bjarni Bjarnason. í gærkvöldi sátu fulltrúar og gestir á fundinum kvöldverðar- boð Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga í Bifröst. Fréttatilkynning frá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Erlendar fréttir í STUITU MÁLI Kaupm.höfn, 8. júní (NTB) FJÖGURRA ára drengur var lagður í sjúkrahús í Kaup- mannahöfn í dag og leikur grunur á að hann sé með bólusótt. Drengurinn kom fyrir viku með foreldrum sín um frá Nigeríu. Foreldrar drengsins, starfsfólk sjúkra- hússins og um tuttugu manns, sem samgang hafa haft við drenginn, hafa verið bólu- sett. Róm, 8. júnf _ (AP) — ÍTAL.SKIR fornleifafræðing- ar telja hugsanlegt að þeir hafi fundið rústir af húsi í Róm þar sem Pétur postuli hjó um skeið. Rústirnar fund ust tíu metrum undir gólfi St. Pudenciana kirkjunnar, sem er elzta kirkja Rómar. Segja fornleifafræðingarnir að rústirnar geti verið afhöll rómverska senatorsins Pud- ente, sent> gerðist kristinn og hlaut skírn hjá Pétri postula. Pétur postuli bjó um tíma í höllinni, en kirkjan heitir eftir dóttur senatorsins St. Pudenciana. • Washington, 8. júní (AP) Bandaríkjamenn sprengdu í dag kjarnorkusprengju í gufuhvolf- inu yfir Kyrrahafi í nánd við Jólaey. Sþrengjan var lítil, inn- an við eitt megatonn, og var varpað úr flugvél. Genf, 8. júní (NTB-AP) FULLTRÚAR Bandarikjanna og Sovétríkjanna á geimrann sóknaráðstefnu, sem haldin er í Genf, gáfu út tilkynningu í dag þar sem þeir skora á ríkisstjórnir sínar að ganga nú þegar frá samningi um sam.vinnu um veðurathuganir, rannsóknir á seguláhrifum og notkun gervihnatta til upp Iýsingamiðlunar og fjar- skipta. í þessu sambandi lýsti alþjóða veðurfræðistofnunin (WMO) því yfir í dag að með samvtnnu um veðurspár með hjálp bandarískra og rúss- neskra gervihnatta yrði unnt að spá fyrir um alla storma og óveður hvar sem væri á jörðinni. austurríki SVARTAHAFIÐ BOlo-AIMA 'ital'iA Pmu3kupaR>::. AIBANÍA íánkaraM TYRKLAND ARIKKLAND ■V þ [ahna 5YRIAND KÝPUREY R'lKI '| 5AMT0KUM VESTURLANDA kOMMÚNISTARÍKI ISRAEL, SAUOI arab’ia SDVET llANPÍW Tyrkland - útvöröur NATO í austri EINS OG sjá má á kortinu, er hernaðarlegt gildi Tyrklands mikið. öldum saman hefur rússneska heimsveldissinna dreymt um aðgang að Miðjarð arhafi frá Svartahafi um Hellusund, Marmarahaf og Sæviðarsund (Bosphorus- Dardanelles), en Tyrkir jafn an komið í veg fyrir það. Þeir voru að vísu hraktir frá Krím skaga, sem Rússar hafa fyrir löngu innlimað í nýlendu- veldi sitt, en sundin milli Eyjahafs og Svartahafs eru enn umlukin tyrknesku landi, þrátt fyrir tilraunir zaranna og Stalíns. Þá mistókust og tilraunir Sovétríkjanna eftir síðari heimsstyrjöldina að tryggja sér aðgang að Miðjarð arhafi um Búlgaríu eða Grikk land. Þrakía er enn grískt land, en ekki búlgarskt, og valdatilraunir kommúnista í Norður-Grikklandi mistókust eftir blóðuga baráttu. Bæði Grikkir og Tyrkir vita, að frelsi þeirra er hætta búin, meðan útþenslustefna ISovétríkjanna er enn við lýði. Því hafa báðar þessar þjóðir gengið í NATO,_ — Atlants- hafsbandalagið. í austri hafa Sovétríkin gert landakröfur á hendur Tyrkjum. Þau hafa kúgað undir sig þjóðir Kákas usfjalla, sem voru leystar und an oki rússneska keisaraveld isins eftir fyrri heimsstyrjöld en glötuðu brátt frelsi sínu í hendur nýrrar tegundar heims veldissinna — rússnesku kommúnistanna. Tyrkir vita vel, að Sovétrfk in girnast enn hafnir við Mið jarðarhaf. Vitað er. að í Svartahafi hefur sovézki her inn mikinn fjölda kafbáta, fleiri en svo, að þeim sé ætl að það hlutverk eitt að verja hafnir Úkraínu, heldur eiga þeir að brjótast vestur úr sund um, ef til styrjaldar kynni að draga og Sovétríkin næðu tangarhaldi á þeim. Þetta er Sovétríkjunum því mikilvæg ara nú, eftir að Hoxha, ein- ræðisherra kommúnista í Al- baníu, varð ósáttur við harð- stjórann í Kreml, og sovézka kafbátabækistöðin í Albaníu á austurströnd Adríahafs var lögð niður. Tyrkir vita vel, að veikar varnir bjóða hætt- unni heim, ekki sízt, þegar Sovétríkin eru annars vegar. Því hafa þeir eflt her sinn eftir mætti, og hermenn þeirra eru í góðri þjálfun. Gátu þeir sér hið bezta orð í Kóreu- stríðinu fyrir harðfylgi og baráttuþrek. Helztu vandamál Tyrkja £ innanlandsmálum eru tvö: lé leg lífskjör og óstöðugt stjórn arfar. Stöðugt er unnið að því að útrýma fátækt meðal alþýðu, og skiptir þá ekki máli, hver stjórn fer með völd, þótt stjórn Menderesar hafi að vísu lagt meiri áherzlu á að bæta kjör fólks í sveitum en í þéttbýli. Ekki er hægt að segja, að eymd ríki meðal al- þýðu og aldrei hefur hún bú ið við betri kjör áður, þótt þau séu ekki góð miðað við lífskjör, þar sem þau gerast nú bezt: í Vestur-Evrópu, N- Ameríku, Formósu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Útgjöld til varnarmála eru allmikil, enda eru Tyrkir sammála um það, að betra sé að vera fátækur og frjáls en fátækur og kúg aður undir oki kommúnista og nýlenduveldis Sovétríkjanna. Stjórnmálaástandið er enn óstöðugt í Tyrklandi. Mender es beitti bolabrögðum til þess að halda völdum, og eftir- manni hans, hinni öldnu sjálf stæðishetju, Ismet Inöny, hef- ur reynzt örðugt að stjórna landinu. Fylgismenn flokks Menderesar eru öflugir, einik um upp til sveita, og margir meðal hinna yngri yfirmanna ^ í hernum vilja hálfgert her- . ræði til þess að knýja fram- J farir fram með meiri hraða 1 en hingað til, í líkingu við 1 stjórn Ajúbs Khans í Pakist an. Hvað sem stjórnarháttum líður, þá eru Tyrkir nútím- ans framfarasinnaðir og út- verðir NATOs í austri, og At- lantshafsbandalagið er ekki stofnað til þess að hafa af- skipti af innanríkismálum bandalagsþjóðanna og knýja fram ákveðið stjórnarform, eins og t.d. lýðræði, setn flest ar þeirra aðhyllast, heldur til þess að mæta sameiginlegri hættu, er að þeim steðjar af heimsvaldastefnu kommúnism ans, og standa vörð um sam- eiginlega menningararfleifð. Það eru ekki nema fjórir ára tugir liðnir frá því að mið- aldamyrkur hins gamla sóld- ánaveldis grúfði yfir Tyrk- landi. Þegar ltið er á sögu Tyrklands síðan, ekki sízt hin ar pólitísku og efnahagslegu framfarir, þá hlýtur sú öra framvinda að vekja furðu og aðdáun og veita vonir um bjartsýni á framtíðina. (Með einkarétti: Morgun- blaðið og Nordisk Presse- bureau). 7 Tdnleikor Tdnlistaríélagsins Tónleikar í Laug- arneskirkju NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld kl. 9 verða haldnir tón- leikar í Luugarnesklrkju. Flytj- endur verða Snæbjörg Snæbjarn ardóttir, M. Kantorek sellóleik- ari og Karel Paukert organleik- ari. Á tónleikunum mun Snæ- björg syngja lög eftir Brahms og Beethoven. Tékknesku hljóð- færaleikararnir, sem báðir hafa starfað í Synfóníuhljómsveit fs- lands í vetur, munu flytja hér verk eftir gamla tékkneska meist ara og seinni tíma höfunda. Með- al annars leikur M. Kautorek Eoectes sónötu, en Karel Paukert sem í janúar í vetur hélt eftir- minnilega tónleika í Kristkirkju í Landakoti á vegum Musica AMERÍSKI baritonsöngvarinn John Langstatt, sem hélt tón- leika á vegum Tónlistarfélagsins í gærkvöldi með aðstoð píanó- leikarnas Charles Crowder, er ekki mikill raddmaður, en hann fer vel með viðfangsefni sín, og verður honum því einatt meira úr röddinni en líklegt mætti þykja. Meðal verkefna hans voru fjögur gömul ensk lög, eftir Henry Purcell og John Dowland, Nova, leikur nú verk eftir Seger, Cernohovsky, Kusher, Mozart o. fl. — Aðgöngumiðar að þessum tónleikum verða seldir í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar á þriðjudag. Svar við gátu dagsins: BIT. sem gaman var að fá að heyra. eftir franska tónskáldið Francis Minni fengur var í lagaflokki Poulenc, og fjögur sönglög eftir ameríska tónskáldið Charles Ives gerðu lítið til að staðfesta það frægðarorð, sem á síðutu áratug- um hefir farið af þeim einkenni- lega manni. Þrjú lög úr flokkn- um um „Malarastúlkuna fögru“ eftir Schubert nutu sín ekki sem skyldi, m. a. vegna þess hvernig þeim var raðað á efnisskrána. Hæst bar á tónleikunum sex brezk og amerísk þjóðlög, — þar virtist söngvarinn loks kominn í essið sitt, og var meðferð hans á þesum lögum mun blæbrigða- ríkari og á sinn hátt tilþrifa- meiri en á hinum íburðameiri verkefnum. Tónleikarnir verða endurtekn- ir í dag kl. 4 síðdegis. Jón Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.