Morgunblaðið - 09.06.1962, Page 24

Morgunblaðið - 09.06.1962, Page 24
Fréttasímar Mbl — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 Erlend tíÖindi Sjá bls. 13 130. tbl. — Laugardagur 9. júní 1962 Mikil síld og mikil áta komin á miðin Gott síldveiðiútlát, a.m.k. í júní Akureyri, 8. júní. Síldarrannsóknarskipin Ægir og Johan Hjort komu til Ak- ureyrar í dag eftir að hafa verið við síldarrannsóknir og mælingar á sjávarhita og átu, þörungagróðri o. fl., en þetta er allt í sambandi við síldargöngurnar í sumar. Um borð í Johan Hjort eru 3 fiskifræðingar, 2 aðstoðar- menn og auk þess 3 asdiksér- fræðingar. Þar að auki er einn gestur um borð í skipinu, fiski- fræðingur frá Argentínu. — Um borð í Ægi eru tveir fiskifræð- ingar og þá hefur skipshöfnin aðstoðað eftir þörfum. Aðspurðir um útlit fyrir síldveiði í sumar, svöruðu báð- ir leiðangursstjórarnir, Jakob Jakobsson og Ole J. östvegt, að ef byggja mætti á þeim rann- sóknum, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, þá væri útlitið mjög gott, a.m.k. í júní. — Það er öruggt, segja þeir, að það er mikil síld komin á mið- in. Það er einnig öruggt að mikil áta er á miðunum, eins og sakir standa. Ef átan helzt á miðunum, þá verður síld, en það er mikið undir hitastigi og straumum komið. Síld N-NA af Kolbeinsey Jakob Jakobsson sagði, að Ægir hefði farið frá Reykjavík 26. maí. Fór þá norður með vesturströnd landsins og varð var við síld nokkuð djúpt vest- ur af Vestfjörðum. Það voru litlar torfur, en eftir því sem norðar kom urðu þær stærri, en lengra á milli þeirra. Ægir fór um 150 mílur norður fyrir fs- land eða eins langt og hann komst vegna íss. Þaðan hélt hann í austurátt og nær landi og er komið var N-NA af Kol- beinsey varð hann var mikillar síldar. Þar voru torfurnar mjög stórar, en nokkur vegalengd á milli. Leiðangursstjórinn á Johan Hjort segir: Við fórum frá Nor- egi 23. maí og byrjuðum mæl- ingar og rannsóknir strax norð- an við Færeyjar. Þar fengum við lóðun á mikið magn af ein- hverskonar fiski og höldum helzt að það hafi verið kol- munni. En er nær dró Aust- fjörðum, urðum við varir við strjálar síldartorfur norður af Langanesi, en nokkuð djúpt, var að finna mikla síld. Þar gerðum við veiðiprufur og var þarna um 36 sm löng síld, nokkuð feit og sérstaklega inn- anfeit. Svo héldum við vestur með Norðurlandinu og mældum sjávarhita, átumagn og þörunga gróður. Norður eða NA af Kol- beinsey urðum við varir við mikla síld og það er einmitt á þeim slóðum sem Ægir hafði Fyrsta síldveiði- skipið á Norður- landsmiðum GRÍMSEY, 8. júní — Fyrsta útlenda sildveiðiskipið kom hingað í dag og er það vafa laust fyrsta síldveiðiskipið á miðin Norðanlands. Þetta er finnskt skip, Eila að nafni, 350 lestir að stærð. Það fékk toll- afgreiðslu hér í morgun og ætl ar síðan á veiðar. Eila mun ætla að fylla skipið og sigla með síldaraflann heim. Hér hefur verið kalt í vor, með einstöku hlýjum dögum þó, t.d. var 15 stiga hiti þann 4. júní. Sæmilega góður afli er hjá bátunum hér. — M.S. Jón Gunnarsson lætur af störfum hjá SH MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá SH: „Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna vill skýra frá því, að á stjórnarfundi SH 8. júní 1962 sagði Jón Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, starfi sínu lausu hjá samtökunum“. Jón Gunnarsson hóf starf sitt hjá SH 1944. Síðan hefur hann aðallega unnið að því að afla markaða fyrir hraðfrystar sjáv- arafurðir, einkum á Bandaríkja- markaðnum, þar sem söluaukn- ing hefur orðið mjög mikil á síð ustu árum. Er nú svo komið að þar í landi er stærsti markaður fslendinga fyrir hraðfrystar sjávarafurðir. Hefur Jón Gunn- arsson unnið merkilegt braut- ryðjandastarf á sviði markaðs- mála. orðið var við síldargöngur. Fiskifræðingarnir eru ekki ennþá fyllilega búnir að bera saman bækur sínar, en þeir munu dveljast á Akureyri fram á þriðjudag. 1k'« *? ..v Rannsóknarskipin Johan Hjort og Ægir í höfn á Akureyri. Fiskifræðingar af íslenzku og norsku fiskrannsóknarskipun- um, talið frá vinstri: G. Sangolt, M. Lie, G. Berge, Þórunn Þórðardóttir, Guðm. Sv. Jónsson, O. J. Östvedt, leiðangurs- stjóri, Jakob Jakobsson, leiðangursstjóri, og Ingvar Hall- grímsson. (Ljósm.: St. E. Sig.) „Þjóðfylking“ á Húsavik Framsókn styður kommunista til embætta Verkffalli fárniðnað- armanna FYRSTI fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar á Húsavík var haldinn s.l. þriðjudag. Hún er nú þannig skipuð, að Alþýðuflokk- urinn hefur 2 fulltrúa, Fram- sókn 3, Sjálfstæðisflokkurinn 1 og kommúnistar 3. Á fundi þessu var hvorki kos- ið í bæjarráð né fastanefndir, eins og venja er til á fyrsta fundi, heldur einungis bæjar- stjóri kosinn, forseti bæjarstjórn ar og varaforsetar. I ljós kom, að Framsóknar- menn höfðu fallizt algerlega á kröfur kommúnista um mynd- un „Þjóðfylkingar“ samikvæant forskrift Einars Olgeirssonar og fyrirmyndum austan járntjalds. Efsti maður á lista kommúnista, Jóhann Hermannsson, var kos- inn forseti bæjarstjórnar með atkvæðum eigin flokksmanna og Framsóknarmanna. Framsóknar- menn féllust einnig á að láta kommúnistum eftir 2. varafor- Samkomulag um hækkun á Vestfjörðum SAMKOMULAG hefur orðið milli Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vest- fjarða um hækkun á kaupgjald- ákvæðum samnings um kaup og kjör landvfcikafólks og nær samn ingurinn til allra stéttarfélaga á Vestfjörðum. Skv. þvi hækkar dagvinnu- kaup karla í almennri vinnu úr 23,15 á klst. upp í 25.25 og kvennakaup í almennri vinnu úr 19.69 í 21.45 á klst. Kaup verka- manna í fagvinnu, þeirra er leggja sér til handverkfæri, hækkar úi 26.62 í 29.00 á klst. seta, sem var kjörinn Hallmar Freyr Bjarnason, en fengu að launum 1. varaforseta. í það embætti kusu kommúnistar (á- samt Framsóknarmönnum) kaup félagsstjórann, Finn Kristjáns- son. Bæjarstjóri var kosinn sá hinn sami og verið hefur, Ás- kell Einarsson. aflýst VERKFALLI járniðnaðar- manna í Reykjavík er lokið. Genga samninganefndir frá , samningsuppkasti á fundi sínum í gærmorgun og var það samþykkt í Félagi járn- iðnaðarmanna á fundi þe kl. 3 og í Meistarafélagi járn- smiða á fundi kl. 1,30. Var samið um grunnkaupshækkun 5,7% hækkun auk þeirra 4% Itækkunar sem koma átti 1. júní, og einnig um einhverja starfsaldurshækkun. Verkfall inu, sem staðið hefur í 5 vik- ur, hefir því verið aflýst. Þingvallaprestur UM síðustu helgi fór fram prestskosning í Þingvallapresta- kalli. Séra Eiríkur J. Eiríksson var kjörinn lögmætri kosningu. innisblað lesenda ! Messur. Sjá dagbók. Læknar. Sjá dagbók. Slysavarðstofan. Sjá dagbók. Lyfjaverðlanir. Sjá dagbók. Rafmagnsbilanir. Tilkynnist í síma 15359. Hitaveitubilanir. Alvarlegar bilanir tilkynnist í síma 15359. Símabilanir. Tilkynnist í síma 05. — Mjólkurbúðir. Þær verða opn- ar eins og á sunnudögum á hvítasunnudag og annan í hvíta sunnu, þ.e.a.s. frá kl. 9 til 12. Á laugardag frá kl. 8—14. Söluturnar verða ekki opnir á hvítasunnudag, en eins og á sunnudögum á annan í hvíta- sunnu. Benzínstöðvar verða opnar sem hér segir: Á hvítasunnudag frá kl. 9.30 til 11.30 og 13 til 15. Á annan dag hvítasunnu frá kl, 9.30 til 11.30 og 13 til 18. Reykjavík — Hafnarfjörður. Á hvítasunnudag hefjast ferðir kl. 14, en á annan í hvítasunnu kl. 10. Ekið verður til kl. 0.30 báða dagana. Strætisvagnar Reykjavíkur. Hvítasunnudag ekið frá ltl. 14—, 24. Annan hvítasunnudag eins og á sunnudögum. Innanlandsflug. Ekkert verð- ur flogið á hvítasunnudag, en að öðru leyti eftir áætlun og reynt að fara aukaferðir eftir því sem flugvélakostur leyfir. Bifreiðastöðvar. Bifreiðastöðv- arnar verða opnar allan sólar- hringinn. Keflavík — Grindavík. Ekið verður til Keflavíkur og Grinda víkur báða hvítasunnudagana líkt og á sunnudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.