Morgunblaðið - 20.06.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1962, Blaðsíða 2
MOR ÓttJriÖ LAfrlB Miðvlkudagur 20. júni 1962 ,Rekk jan‘ út á land 1 D A G leggur leikflokkur úr Reykjavík af stað í leikför um landið. Fyrst verður sýnt á Vesturlandinu og verður fyrsta sýningin í Króksfjarðarnesi í kvöld. Þaðan verður haldið til Vestfjarða og sýnt á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungar- vík, ísafirði og víðar. Þeir, sem taka þátt í þessari leikför eru Ieikaramir Herdís Þorvaldsdóttir, Gunnar Eyjólfs- son, Klemenz Jónsson og Guðni Bjarnason, leiksviðsstjóri Þjóð- leikhússins. Leikritið, sem þau sýna er Rekkjan eftir Jan de Hartog. Leikflokkur þessi heit- ir Rekkjuflokkurinn og ber að sjálfsögðu nafn af leikritinu, sem hann sýnir. Rekkjan var sýnd í Þjóðleik- húsinu fyrir tíu árum og urðu sýningar á leiknum 47 að með- töldum nokkrum sýningum ut- an Reykjavíkur. Rekkjan varð eitt vinsælasta leikrit, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu eins og sýningafjöldi á leiknum ber vitni um. Leikurinn hlaut mjög góða dóma bæði hjá gagnrýn- endum og leikhúsgestum. Rekkjan er gamanleikur eða nánar tiltekið „hjúskaparsaga“ í sex atriðum og nær yfir 50 ára tímabil. Leikurinn hefst á brúðkaupskvöldi ungra hjóna og sýnir síðan ýms atriði úr sam- búð þeirra næstu 50 árin. Höf- undur leiksins er Hollendingur að ætt og uppruna og er fyrir löngu orðinn þekktur sérstak- lega fyrir skáldsögur sínar, t.d. bókina Heiður Hollands. Rekkj- an var frumflutt í London árið 1950 og hlaut strax mjög góðar viðtökur. Síðan hefur leikurinn verið sýndur í mörgum leikhús- um víða um heim. Kvikmynd hefur verið gerð eftir leiknum og var hún sýnd hér fyrir skömmu. Þýðandi leiksins er Tómas Guðmundsson skáld. Hlutverkin I leiknum eru að- eins tvö og eru þau að sjálf- sögðu mjög erfið. Þeir, sem fara með þau eru Herdís Þorvalds- dóttir og Gunnar Eyjólfsson. — Leikstjóri er Klemenz Jónsson. Leiktjöld eru gerð af Guðna Bjarnasyni. Eftir að sýnt hef- ur verið á Vestfjörðum og ná- grenni kemur leikflokkurinn aft ur til Reykjavíkur 4.—5. júlí n. k. Þá verður gert hlé á leik- förinni því að Gunnar Eyjólfs- son hefur verið ráðinn til að fara með aðalhlutverkið í kvik- myndinni Sjötíu og níu af stöð- inni og mun taka hennar hefj- ast snemma í júlí. Síðar í sum- ar mun Rekkjan svo verða sýnd á Norður- og Austurlandi og í nágrenni Reykjavíkur. Bindindis- og umferðarsýning BINDINDISFÉLAG ökumanna og fslenzkir ungtemplarar efna til bindindis- og umferðarmála- sýningar í og við Góðtemplara- húsið og hefst sýningin nk. laugardag og mun henni ljúka á þriðjudagskvöld í næstu viku. Á sýningunni verða flutt er- indi og sýndar kvikmyndir, bæði til fróðleiks og skemmt- unar. Þá munu samtökin kynna starfsemi sína og tryggingarfé- lagið Ábyrgð sína starfsemi, en sem kunnugt er, er það trygg- ingarfélag bindindismanna. Fjölbreytt bifreiðasýning Einn liður sýningarinnar er bifreiðasýning á bílastæðinu við Góðtemplarahúsið og mun sýn- ingin standa yfir laugardag og sunnudag. Verða þarna sýndar 10 gerðir nýrra bifreiða. Inni í húsinu verður ennfremur kynnt ur vamingur fjögurra fyrir- tækja, sem verzla með bifreiða- vörur og vörur til ferðalaga. Hljómsveit Svavars Gests mun leika og syngja úti fyrir Góð- templarahúsinu á sunnudag. Eins og áður segir, verður sýningin sett á laugardag kl. 4 og munu þá verða flutt stutt ávörp. Mun formaður undirbún- ingsnefndar setja sýninguna og þessir tala: Pétur Sigurðsson, formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu, Helgi Hann- esson frá BFö og séra Árelíus Níelsson, formaður ÍUT. — Að loknum ávörpum verða sýndar kvikmyndir. Svart: Svein Johannessen, ósló ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. 29. He2—c2 ......... — Kanada Framh. af bls. 1. Diefenbaker hefur lítið vilja láta eftir sér hafa um úrslit kosn inganna, en minnir þó á, að hann gegni enn embsetti forsætisráð- herra. Hann segist ekki munu gefa neina opinbera yfirlýsingu um stefnu flokksins, fyrr en tal- in hafa verið atkvæði hermanna, en það verður ekki fyrr en á föstudag. Kosningar í Kanada hafa á und undanförnum árum raskað hlut- Jöllurn flóklkanna á þingi. Nú fóktk íhaldsfloklkurinn 118 sæti (208 árið 1058 og 113 1057). Frjáls lyndir fengu nú 96 (46 — 106), Sósíalkreditflokkurinn hlaut nú 30 sæti (engin 1958, 19 1957) og Nýi deinokrataflokurinn 19 — (8 — 25). Hindra kröfur hægri- Vientiane, 19. júní. (NTB-AP) S V O virðist, sem ágreiningur sá, sem kominn er upp milli prinsanna þriggja í Laos, hafi heldur vaxið i dag, en að úr honum hafi dregið. Af fregnum er það helzt að ráða, sem Boun Oum og Nosavan, forystu- menn hægrimanna, hafi reynt að koma þjóðstjórninni nýju, undir valdsvið þingsins, sem er hægrisinnað. Telur Souvanna Phouma, væntanlegur forsætis- ráðherra og forystumaður hlut- lausra, að með því hafi grund- vellinum verið svipt undan stjórninni, sem þá yrði aðeins stjórn að nafninu tiL Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, samþykkti þingið, í fyrri viku, samkomulag það, sem náðist 12. þ.m. milli hlut- lausra, hægrimanna og leiðtoga Pathet Lao. Souvanna Phouma efndi til blaðamannafundar síðdegis í dag, og lýsti því yfir, að Nosa- van, hershöfðingi, hægri hönd Boun Oums, hefði brotið sam- komulagið, með því að krefjast þess, að þjóðstjórnin skyldi ekki hafa neitt vald í borgarstjórn- armálefnum. Ætlunin hefði ver- ið að efna til nýrra kosninga, er þjóðstjómin tæki til starfa. „Falli Nosavan ekki frá kröfu sinni“, sagði Souvanna Phouma, „þá er ekki annað fyrir mig að gera en halda aftur til Krukku- sléttu". Souvanna Phouma hafði átt fund með Vatthana, konungi, fyrir hádegi. Að honum lokn- um, bað Phouma þess, að send yrði flugvél eftir Souphanou- vong, leiðtoga Pathet Lao, en hann hefur enn ekki komið til Vientiane. Héldu menn þá, að eitthvað hefði miðað í sam- komulagsátt. Það var hins veg ar ekki að heyra á Souvanna Phouma, á fundi þeim, sem hann átti síðar með blaðamönn- um. Umferðarmál Reykjavíkur Á mánudagskvöld verður efnt til sérstaks kvölds fyrir bif- reiðastjóra. Þar mun Guðmund- ur Pétursson, framkvæmdastjóri Umferðarnefndar Reykjavikur, flytja erindi um umferðarmál borgarinnar og að loknu erindi verða sýndar kvikmyndir. Æskulýðskvöld Sýningunni lýkur svo á þriðju dagskvöld með sérstöku æsku- lýðskvöldi. — Mun Sigurður Ágústsson, lögreglumaður,, ræða þar um vandamál umferðarinn- ar við ungu kynslóðina og að því búnu verða sýndar kvik- myndir. Þetta kvöld er ætlað fólki á aldrinum 14 til 20 ára. Pétnr BlöndaL Þýzkur ræðls- maður á Seyðis- firði ÞANN 11. júní veitti sendiherra Sambandslýðveldisins Þýzkaland í Reykjavík, Hr. Hans- Richard Hirscfeld, Pétri Blöndal viður- kenningu sem ólaunaður ræðis- maður Sambandslýðveldisins á Seyðisfirði, en umdæmi vararæð- ismannsins er Norður-Múlasýsla, Suður-Múlasýsla og Austur- Fyrirrennari Péturs Blönd^ls sem ræðismaður á Seyðisfirði var Benedikt Jónasson, sem nú er látinn. Pétur er framkvæmda- stjóri vélsmiðjunnar Stál á Seyð isfirði og vel metinn borgari þar í bænum. j; h Erlendar fréttir I STUTTU MÁLI Tyrklandi, 19. júní. — Til kynnt var í dag, að Inonu hefði gefizt upp við tilraunj sina til að mynda stjórn. — Jafnframt var sagt, að hann hefði beiðzt lausnar frá störf um. —. Cape Canaveral, 19. júní, — AP. —, Bandaríkjamenn skutu í dag á loft nýju gervi tungli, Tyros V, sem er sendi ur á loft í veðurathugana- skyni. Mun tunglið senda til jarðar myndir af skýjamynd-1 unum. Þetta er í 5. skipti,i sem Bandaríkjamenn senda |á loft slíkt gervitungL Bangkok, 19. júni. — AP NTB. — Thailenzka stjómin hefur tilkynnt, að fulltrúar ennar muni ekki sitja fundi A-Asíu-bandalagsins, fyrst um sinn. Þá muni fulltrúar landsins í Laos-nefndinni Genf heldur ekki sinna störf um sínum þar. Ástæðan er sögð sú, að er Alþjóðadóm- stóllinn fjallaði um deilu- mál Thailands og Cambodiu, |er stóð um kirkjubyggingu, felldi dómstóllinn úrskurð Thailandi í óhag. Fulltrúi Bandaríkjanna í dómstólnu gat ekki fallist á málstað íThailendinga. • París, 19. júní. — AP. — Saksóknari franska ríkisins fór þess á leit í dag, að Bid- ault, fyrrverandi forsætisráð- herra, yrði sviptur þinghelgi. 'Fyrir lægju nú sannani: þess, að Salan hefði skipað hann yfirmann Evrópudeild- far OAS. — Dean Rusk Framhald af bls. 1. Þá hafa Bandaríkjamenn lagzt gegn þeirri hugmynd, bæði fyrr og nú, að Bretland, Bandaríkin og Frakkland taki algera forystu meðal vestrænna þjóða, í barátt- unni gegn kommúnisma. Telja þeir, að slíkt kynni að veikja tengsl þessara stórþjóða við smtærri ríki, en slík þróun er að þeirra áliti vafasöm. Þessi sjónarmið komu að nökkru leyti fram í ræðu, sem Rusk hélt á laugardagSkvöldið, en þar lagði hann sérstaka á- herzlu á auJkna stríðShættu, vegna fjölgunar kjarnorkuvelda í heiminum. I /” NA /5 hnú/or 1 S SV 50 hnú/ar SnjúÁomo t ÚSi 7 Skúrir K Þrumur W!Z, KMuki/ 'Zs' Hi/ookH H Hm» I L N ORÐ AUSTAN ÁTTIN var ákveðin um allt land í gær. Við Norður- og austurströnd- ina var víða rigning eða súld og hiti aðeins 3—6 stig um há- degið. Sunnan lands og vestan var hinsvegar ágætis sumar- veður með sólskini. Um nón- bilið var hitinn 14 stig í Reykjavík, en þá var 16 stiga hiti á Eyrarbakka og 17 á Hellu. Á Bretlandseyjum og einnig í löndunum austan og sunnan við Norðursjóinn var skúra- veður og víða þrumur, til dæm is í Hamborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.