Morgunblaðið - 20.06.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.1962, Blaðsíða 23
Miðvlkudágur 20. jðní 1962 MORGVNHLA&tÐ 23 MMMli MMMáMMMMi Á MSSUM tíma í fyrra var víða farið að slá, en mú hefur vorað seint. Það var ekki fyrr en um helgina að við fréttum af fyrstu slegnu túnunum í nágrenni Beykjavíkur. Það var Geir sem lengi bjó í Eski hlíff, en býr nú í Fossvogi, sem byrjaði. Þessa mynd tók Ijósmyndari blaðsins á túninu hjá honum í gær. Þrír röskir strákar voru að leggja af staff út á túnið meff hrífurnar sín- ar. En þar var verið að sæta. Leikvöllur opnað- ur á Ólafsvík —Ólafsvík 19. júní í DAG VAR fyrsti leikvöllurinn á Ólafsvík opnaður Kvenfélag Ólafsvíkur hefur á undanförnum árum haft forgöngu um fjáröflun til leikvallagerðar, og hafði allan veg og vanda af framkvæmdum. Afhenti Kvenfélagið leikvöll- inn 17. júní hreppsnefnd Ólafs- víkur til umsjónar og reksturs. Oddviti veitti vellinum móttöku og þakkaði fyrir hönd Barna- — Alsír Framnfeald af bls. 1. dæma aðgerðir OAS, sem ráð- herrann taldi að hefðu margbrot ið Evian-samkomulagið, með hryðjuverkum sínum. Sérstaka atygli vakti sá kafli ræðu BenKhedda, sem fjallaði um þátt frönsku yfirvaldanna og hersins, sem hann sakaði um að hafa stutt hermdarverkamennina í orði og verki undanfarna mán Uði. Þótti mönnum, sem ráðherrann hefði lítið lagt til friðarmála með ræðu sinni í dag, sérstaklega iþar sem- hann lét ógetið sam- komulagsins í Algeirsborg. Telja margir, að BenKhedda hefði stuðlað að því að friður næðist í öllu Alsír, ef hann hefði hvatt menn til að hlíta samkomulaginu og forðast ágreining. Frá Párís herma fregnir, að stjórnmálamenn þar telji að flestir af íbúum Alsír, bæði Serk ir og aðrir, séu hlynntir sam- komulaginu og lítl á tilraunir OAS í Oran, sem örvæntingarúr ræði manna, sem treysti því ekki að þeim verði veitt grið, er Alsír hlýtur sjálfstæði að kosn- ingum loknum. SÍÐUSTU FBÉTTIB: Jaques Susini, einn af for- ingjum OAS manna, sem hvað l'íkastan þátt átti að sam- komulaginu við bráðabirgða- etjórnina, tilkynnti í Alsír í gærkvöldi, að ef ekki hefði fengizt trygging fyrir því, inn an 48 stunda, að Evrópumenn fengju aðild að öryggislög- reglu landsins, þá gæti OAS- hreyfingin ekki ábyrgzt að brottflutningur Evrópumanna héldi ekki áfram. Ef svo færi, að jákvætt svar bærist ekki fyrir þann tíma, er nefndur var, mætti búast við alvarlegum afleiðingum e. t. v. hryðjuverkaöld á ný, þar sem nú ríkir friður. verndamefndar Ólafsvíkur og færði Kvenfélaginu fagurt kvæði af þessu tilefni. Framkvæmdir við leikvalla- gerðina hófust á s.l. ári. Hrepps- félagið lagði til lóð og girðingu kringum leikvöllinn, en Kvenfél agið sá um leikvallagerðna og keypti áhöld, sölt rólur renni- ■brautir báta o.fl. Um alla tré- smíði sá Böðvar Bjarnason, Hef ur verið byggt gott skýli á vell inum og það útbúið ölium hrein lætistækjum Tvær fóstrur hafa verið ráðnar til starfa á leikvellinum, en í sumar verða tekin 2—6 ára börn á tímanum 1—5 á daginn Kvemfélagiff er 12 ára í dag á Kvenfélag Ólafsvíkur 12 ára afmæli í stjórn eru. Elín ■borg Lárusdóttir form. María Sveinsdóttir varaform., Sigríður Jónsdóttir, Lára Bjarnadóttir og Gyða Vigfúsdóttr H.G. Brummel stökk 2,20 metra VALERI Brummel, rússneski heimsmetJhafinn í hástökki, er nú aftur að komast í góða þjálf- un. Sl. laugardag tók hann, þátt í miklu móti í Kiev, sem haldið var til að skera úr hverjir frá því héraði skyldu komast á meistaramót Rússlands. Brummel stökk 2,20 metra. í boði íslenzka sendi- herrans í Moskvu tilkynnti Furtseve, að Irena Ivinskaya hefði hefði verið látin laus Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Associated Fress, London, 19. júní Þaff var í boffi, sem dr. Krist- inn Guðmundsson, sendiherra íslands í Moskvu, efndi til í tilefni þjóðhátíðardags ís- lands, aff tilkynnt var, aff Ir- ena Ivinskaya hefffi veriff lát- in laus. Boð sendiherrans var hald ið daginn eftir hátíffardaginn, og var þaff Furtseva, mennta málaráffherra, sem skýrffi frá ákvörffun yfirvaldanna. Irena Ivinskaya og móðir hennar, Olga, voru báffar dæmdar til þriggja ára fang elsisvistar í desember 1960, j fyrir aff hafa haft hönd í i bagga með útgáfu bókar Nóbelsverfflaunaskáldsins Pasternaks, „Dr. Zivago“. Fregnir herma, aff þess J muni ekki langt að bíffa, þar 1 til Olga Ivinskaya verffur einn | ig látin laus. Ausfurríki býður námsstyrk AUSTURRÍSK stjórnarvöld bjóða fram styrki til náms við háskóla í Austurríki háskólaárið 1962—1963. Styrkirnir miðast við tímabilið 1. okt.—30. júní og nem ur hver þeirra samtals 16.300 austurrískum sdhillingum, sem greiðast styrkþega með 9 jöfn um mánaðargreiðslum. Er ætlazt til, að styrkfjárhæðin nægi ein um manni til greiðslu á lífsvið urværi og námskostnaði. Nægi- leg þýzkukunnátta er áskilin. Sérstök eyðúblöð um styrkina fást í menntamálaréðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjar torg. Umsóknir, ásamt tilskyld- um fylgigöngum, skulu hafa bor izt menntamálaráðuneytinu fyrir 15. júní 1962. Styifkir iþessir eru boðnir fram í mörgum löndum og er ekki víst, að nokkur þeirra komi hlut íslendings. (Frá menntamálaráðuneytinu) — Gúmmibát hvolfdi Framhald af bls. 24. um, en segir það ekki hafa ver- ið nema stutta stund. Engum mannanna varð meint af volk- inu, en sjór er allkaldur um þessar mundir. Skipverjar kváðust hafa hald- ið að gúmmíbáturinn þyldi meira, því þeir hafi farið á hon um milli skipa í verra veðri en þarna var. Þarna tókst mjög lánlega til, að allir skyldu hafa komizt á kjöl svona fljótt, og hefði getað ver farið. BÉTTARHÖLD A ESKIFIRÐI Eftir að svona fór um bátinn, var hætt við að fara yfir í tog- arann, og héldu skipin í var undir Hvalsnesi. Siglingafræð- ingur af brezka eftirlitsskipinu Malcolm kom yfir í Þór og gerði mælingar. Á miðnætti var loks hægt að fara milli skipanna. Fór Þór með togarann tjl Eskifjarðar og komu þeir þangað um hádegi gær. Hófust réttarhöld kl. 2 e.h. Dómari er Axel Tuliníus sýslu- maður og meðdómendur skip- stjórarnir Kristinn Karlsson og Steinn Jónsson. Hélt brezki skip stjórinn því fram að hann hefði ekki verið í landhelgi. Togarinn Northern Queen frá Grimsby kom við sögu í „þorska stríðinu" á Grímseyjarsundi, þegar 7 íslendingar stóðu and- spænis 16 brezkum sjómönn- um, eins og kunnugt er og mik- ið var um skrifað þá. Ekki mun togarinn hafa verið tekinn í landhelgi síðan, og skipstjórinn, Wallace Charles Nutten, hefur ekki fyrr komizt í kast við ís- lenzku landhelgisgæzluna, að vitað sé. Furtseva. Margir erlendir sendiirenn, auk rússneskra ráðamanna, sátu boð íslenzka sendiherr- ans. Sjötugsafmæli Steinþórs á Hala HÖFN, Homafirði, 16. júní — Mikið fjölmenni var samankom- ið í samkomuhúsinu á Hrollaugs stöðum til að heiðra Steinþór Þórðarson bónda á Hala á 70 ára afmæli hans. Sveitungar hans stóðu fyrir hófi þessu. Þar voru f jölda margar ræður fluttar og afmæliábarninu bár- ust mrgar og góðar gjafir. M.a. gullúr frá sveitungum hans. — Þetta var á hvitasunnudag 10 júní — Gunnar. — Iþróttir Framh. af bls. 22. lendu gestunum Gullfoss og irnir fóru einnig í flugferð yfir Geysi við mikla hrifningu. Gest- suðurströndina og sögufræga staði og sú ferð vakti ógleyman lega hrifningu enda var flug- maður Flugfélags íslands ein- einstaklega góður fyrir gestina. Síðast en ekki sízt voru þátt- takendur mótsins gestir mennta- málaráðuneytisins í kvöldverðar boði og stjórnaði því Birgir Thorlacius og frú. Borgarstjórn Reykjavíkur tók á móti blaða mönnunum í fundarsölum bæjar- stjórnar og hafði Gunnlaugur Pétursson orð fyrir gestgjöfum við það tækifæri. Næstu dagana verður vikið nánar að þessum þáttum í mót- inu, sem verulega settu svip á mótið og gerðu ferð hinna er- lendu blaðamanna þeim ógleym anlega. Á mótinu var fjallað um 6 efni og höfðu framsögu frægir íþrótta fréttamenn á öllum Norðurlönd- um og ísl sérfræðingar. Verður einnig vikið að þessum efnum síðar. Við lok ráðstefnunnar í gær töl uðu fulltrúar allra Norðurland- anna. Varaformaður finnska sambandsins Stig Haggblom (Hufvudstadsbladet) bauð til næsta þings í Finnlandi á næsta ári, en eftir það munu mótin sennilega verða annað hvert ár. Var Finnum þakkað boðið. Allir i-æðumenn Norðurlanda drápu á að mótið hér myndi hafa mikla þýðingu til að kynna ísL íþróttir erlendis og til að kynna land og þjóð. — Prestastefnan Framh. af bls. 1. an hefði ekki getað sent full- trúa á það þing. Biskup gat tveggja lagaþreyt inga, er kirkjuna varða og gerð ar voru á síðasta Alþingi. Lög- fest var einnar milljón króna friamlag í Kirkjutbyggingarsjóð til naastu 20 ára og úthlutunar- reglum breytt til samræmis við þessa hækkun á framlaginu. Þá var gerð sú breying á lögum um skipun prestakalla, að kirkju stjóm var heimilað að flytja til prestsetur, „aff fengnum tillögum sóknarnefnda prestaikallsins og með ráði héraðsprófasts og sókn- arprests". Taldi biskup bót að þessari breytingu. Merkasta viðburðinn að því er varðax afskipti ríkisvaldsins af kirkjumálum taldi biskup ótví rætt þá ákvörðun hæstv. kúkju mélaráðherra að fjölgað skuli prestum í Reykjavík Sagði bisk up að ráSherra hefði tjáð sér í bréfi 12. febrúar að hann féllist á „að undirbúin verði fram- kvæmd lagaákvæða um fjöigun presta I Reykjavík og samþykk ir að láta hefja athugun á lög- boðinni prestafjölgun og að fengnar verði tillögur um presta kallaskipun, með það fyrir aug um, að í embættin verði skipað frá næstu áramóum". Biskup gat þess að yfirgrips- mikið endurskoðunarmál væri á döfinni, en það er prentun nýrr ar biblíu fyrir landsmenn, og er frétt um það á öðrum stað 1 blað inu í dag. Loks skýrði biskup frá því að þjóðkirkjan væri í þann veginn að taka að sér húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði. Eig- andi hans, ungfrú Ingibjörg Jó- hannsdóttir, skólastýra, hefði nú nýlega áréttað fyrra tilboð sitt um að afhenda kirkjunni skólann til eignar og umráða með því skilyrði aff þar verði áfram rek inn skóli á kristilegum grund- velli. Hefði landbúnaðarmálaráð herra, sem skólinn heyrði undir, sýnt málinu skilning og góðvilja og í samráði við xáðherra sagði btókup að hann og kirkjuráð hefði tékið þessu höfðinglega tii- boði hinna miklu hugsjónakonu. Sagði biskup að skólanum væri tryggður sami styrkur af opin- berri hálfu og ætti fjárthagsgrund völlur því að vera öruggur. En nú þyrfti kirkjan öll af fullri alúð að standa saman um þessu stofnun sína og styðja hana til þess að verffa kristninni til efl- ingar og þjóðlífinu til blessunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.