Morgunblaðið - 20.06.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 20. júní 1962 MORGUNBLAÐIÐ 11 « • Onnum kafin iistakona UM þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Gerð- ar Helgadóttur, myndhöggv- ara, í Galleri Parnasse Wuppertal. í Rínardalnum. Var hún opnuð á föstudag- inn fyrir páska, en Wupper- tal er mikill listabær í Þýzkalandi og hefur Gerður * ^ sýnt þar áður. Einnig á hún & myndir á sýningu „nútíma myndhöggvara“, sem er í Musee Maison de la Culture du Havre í Le Havre í Frakklandi. í vetur var mynd eftir Gerði á sýningu í San Tro- pez og keypti hana fram- kvæmdastjóri Tate Gallerie í ^ London. Gerður er mjög önnum kafin um þessar mundir. — Hún vinnur nú að því að fullgera uppdrætti að kirkju gluggum í Kópavogskirkju, sem síðan verða gerðir Þýzkalandi. Eirmig viirnur hún talsvert að gerð kirkju- gripa fyrir kirkjur í Þýzka- landi og Frakklandi, og er meðfylgjandi mynd af einum slíkum, sem á að fara í kirkju í Cantal í Frakklandi. Myndin var tekin í vinnu- hefur hún gert hanann á stofu listakonunnar í litlum kirkjutoppinn á þessari sömu bæ sunnan við París. Einnig kirkju í Cantal. I Áburðarverksmiðjan gerði mjög hag- kvæma samninga ■Ma HÉR fer á eftir kafli úr ræðu, er stjórnarformaður Áburðar- verksmiðjunnar hf. flutti á aðal fundi fyrirtækisins hinn 8. þ.m. Það hefur verið nokkuð róstu samt í blöðum kring um þetta fyrirtæki um skeið, en nú síð- ustu daga hefur þó keyrt úr hófi með dylgjur og rógburð í tveimur vikublöðum. Þykir mér því rétt hér á þessum hluthafa- fundi fyrirtækisins, að taka fram eftirfarandi: Mér er ánægja að lýsa því yfir, að samstaða hefur alla jafna verið mikil og sérstaklega góð í stjórn Áburðarverksmiðj- unnar hf. Til dæmis má nefna, að allar ákvarðanir um framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar, ráðningu erlendra verkfræð- inga til skipulagningar verk- smiðjunnar, ákvarðanir um inn- kaup á vélum og tækjum og öðru, sem til stofnunar verk- smiðjunnar þurfti, voru allar undantekningarlaust gerðar með einróma samþykki allra stjórn- armanna. Að gefnu tilefni þykir mér rétt að minna hér á nokkur at- riði, sem gefa glögg dæmi um hve vel stjórnin hélt á hags- munum fyrirtækisins. 1. Þegar fyrsta stjóm hluta- félagsins tók við, var henni meðal annars afhent tillaga til eamnings um verkfræðilega þjónustu frá bandarísku verk- fræðingafyrirtæki, sem vildi taka að sér að vera leiðbeinandi og skipuleggja verksmiðjuna og lögðu sumir áherzlu á, að samið yrði við þetta fyrirtæki. — Þeg- ar stjórn Áburðarverksmiðjunn- ar hf. hafði látið athuga mögu- leika til samninga við þetta fyrirtæki og fleiri, var ákveðið að gera útboð í Bandaríkjunum og aflað tilboða í þessa þjón- ustu. Nokkur fyrirtæki gerðu tilboð, og var samið við Dr. C. O. Brown og Singmaster og Breyer, sem voru lægstir allra, sem buðu, og höfðu auk þess hin ágætustu meðmæli. Tilboð þeirra og þeir voru samþykktir af Marshall-stofnuninni. Þegar lokið var verki, varð heildar- greiðsla til þeirra rúmlega 600,- 000 dollarar. En fyrirtækið, sem fyrst var hér nefnt og sem kapp var lagt á, að samið væri við, hafði áskilið sér yfir 900.000 dollara fyrir stöjfin. Með því hvernig stjórnin hélt á þessu byrjunarmáli varð þessi útgjaldaliður um 300.000 dollur- um lægri en orðið hefði, ef far- ið var eftir ráðum þess, sem semja vildi við fyrsta fyrirtæk- ið. — 300,000 dollarar eru með nú- verandi gengi nærri 13 milljón- ir kr., sem þannig var sparað. 2. Kaup á öllum stærstu vél- um og megintækjum til verk- smiðjunnar voru gerð með þeim hætti, að óskað var samkeppnis- tilboða frá ýmsum fyrirtækjum, og var svo bezta boði tekið. Til þess að fylgja erm fastar eftir og tryggja lægsta fáanlegt verð og beztu kjör á aðalvélum og tækjum, fékk stjórnin lánaðan hér heima æfðan og harðsnúinn kaupsýslumarm, sem fór til Bandaríkjanna til þess að ganga frá kaupsamningum við þau fyrirtæki, sem beztu tilboðin gerðu. Þessi sendimaður stjórn- arinnar gekk ötullega fram, og á nokkrum vikum hafði honum heppnazt að fá lægstu boðin enn lækkuð um samtals rúm- lega 40.000 dollara. Með núverandi gengi gerir þessi 40,000 dollara sparnaður 1.720.000 krónjir. 3. Allar vélar áttu að kaup- ast í Bandaríkjunum og greið- ast af Marshall-fé. Engu að síð- ur öfluðu hinir ráðgefandi bandarísku verkfræðingar Áburð arverksmiðjunnar einnig til- boða frá Sviss í afriðla og spenna, en þetta voru mestu rafmagnstækin, sem til verk- smiðjunnar þurfti. Lægsti íbjóð- andi í Bandaríkjunum var Westinghouse, en svissneksa fyrirtækið bauð þessi tæki fyr- ir 332,000 dollurum lægra. Eftir mikla eftirgangsmuni fékkst loks leyfi til, að kaupa mætti þessi fvissnesku tæki. Stjórn Áburðarverksmiðjunnar vildi samt, þó svissneska tilboðið væri svona lágt, láta ganga úr skugga um, að tilboðið væri það lægsta fáanlega. Ákvað hún því að formaður stjóimarinnar færi til Zurich til þess að ganga frá kaupunum. Þetta bar þann ár- angur, að þegar kaupsamning- urinn var undirritaður, hafði söluverðið enn lækkað um nærri 28.000 dollara. Voru þessi tæki því keypt fyrir 360,000 dollurum lægra verð en lægsta tilboðsverðið í Bandaríkjunum. 360,000 dollárar eru með nú- verandi gengi rúmlega 15 millj. krónur. Þetta þrennt er hér tilgreint, sem dæmi um, hve stjórnln var samherít um að kosta kapps um að ná sem hagkvæmustum kjörum og hve henni heppnað- ist að gera hagkvæma samninga fyrir Áburðarverksmiðjuna. í sambandi við kornastærð Kjarna-áburðarins og það, að kornin hafa reynzt smærri en áætlað . var og nú er kostað til þess að gera kornin stærri, er vert að minna á þetta: Fyrst það, að krystalla-aðferð- in var valin frekar en perlu- aðferðin, af öryggisástæðum fyrst og fremst. Hefði perluað- ferðin verið tekin, var vissa um, að kornin (perlurnar) voru sæmilega stór. En bæði fram- leiðsluaðferðin með perlukornin og áburðurinn sjálfur var tal- inn vera mjög mikið varasam- ari hvað sprengihættu áhrærði. Sprengihætta við framleiðslu krystallanna og krystallaður j áburður var talinn miklu hættu minni, eða hættulaus. Þetta réði mestu um valið. Ætla ég, að allir, sem að þessu máli komu þá, hafi verið á einu máli um þetta val. — Stjórnin var einhuga í því. Annað var svo það, að perlu- aðferðin var miklu dýrari í stofnkostnaði en krystallaað- ferðin. Þetta átti alveg sérstak- lega við um svo litla verk- smiðju, sem hér var um að ræða. Bændur eru því búnir að njóta ódýrari áburðar þessi Framh. á bls. 17 , 77/ sölu m.a. 2ja herb. kjallaraíbúð við Guðrúnargötu. 2ja herb. kjallaraiibúð við Þórsgötu. 2ja herb. kjallaraíbúð við Blönduhlíð. Sér inng., sér hitav., tvöfalt gler. 3ja herb. hæð við Granaskjól, sér hiti. 3ja herb. risíbúð við Holts- götu. Útb. 50 þús. 3ja herb. hæð við Hringbraut í skiptum fyrir 6 herb. íbúð 3ja herb. iibúð við Hverfis- götu. Sér hitav., sér inng., sér þvottahús, bílskúr. 3ja herb. risibúð við Lauga- veg, sér hitaveita. 3ja herb. íbúð við Miðstræti. 3ja herb. jarðhæð við Rauða- læk. Falleg íbúð. 3ja herb. hæð við Stórholt. 4ra herb. íbúðarhæð við Eski- hlíð. — Eitt herb. fylgir í kjallara. Alt nýmálað. 4ra herb. íbúðarhæð við Sörla skjól góð kjör. 4ra herb. risíbúð við Hraun- teig. 4ra herb. íbúðarhæð við Lang holtsveg. 4ra herb. íbúðarhæð við Ljós- heima. Sér inng., sór þvotta hús. 4ra herb. fbúð við Austur- brún. 4ra herb. ibúðarhæð við Vest- urbrún. Sér inng., sér hiti. 5 herb. íbúðarhæð í vestur- enda samibýlishúss við Álf- heima. 5 herb. íbúðarhæð við Drápu- hlíð. Eftirst. kaupverðs lán- aðar til 1S ára. 5 herb. íbúðarbæð við Sól- vallagötu. 5 herb. íbúðarhæð við Hofteig 5 herb. íbúðarhæð við Mið- braut. Haeð og ris við Nesveg. Bíl- skúr. Hæð og ris við Kjartansgötu. Hæð og ris við Reykjahlíð. Hæð og ris við Stórholt. Einbýlishús við Asvallagötu. Einbýlishús í Silfurtúni. Einbýlishús við Kársnesbraut. Einbýlishús við Skógargerði. Parhús við Lyngbrekku. Húseign við Mánagötu. Hæð og ris við Nesveg. Bil- skúr. / smibum Einbýlishús við Auðbrekku. 5—6 herb. íbúðarhæðir við Holtagerði og Austurgerði. Allt sér. Góð kjör. 5 herb. iibúðarhæðir við Háa- leitisbraut. Lóð og teikning að einbýlis- nasi I SiHurtúni. HÖFUM KAUPENDUR A» nýlegum 4ra—5 herb. íbúð- arhæðum. Útb. allt að 500 þús. Nánari upplýsingar gefur Skipa- & fasteignasalan (Jihannes Urusson, hdl.) KIRKJUHVOLI Símar: 1491S 0( 1U42 ^BÍLALEIGAN LEIGJUM NÝJA AN ÖKUMANNS. SENDUM BÍLINN. SII^11-3 56 01 AKIÐ SJÁLF NÝJUM BÍL ALM. BIFREIÐALEIGAN KLAPPARSTÍC 40 SÍMI 13776 Renault ESTAFETTE (Fransk-brauðið) 800 kg sendiferða- og pick-up bifreiðir fyrirliggjantdi. Rúm- betri en aðrar sambærilegar bifreiðar. Drif á framhjólun- um, 4ra gíra kassi, kratt- mikil vatnsmiðstöð og rúðu- blásari — ryðvarinn — spar- neytinn. Útisöluverð: kr. 125.000,00. Columbus hl Brautarholti 20. Símar 22116 og 22118. Er einhleypur á góðan bíl. Vil kynnast myndarlegri útlendri stúlku 40—45 ára, sem ferðafélaga í sumarfrí. Þær sem vilja sinna þessú, leggi nöfn og heimilisfang ásamt mynd, senm endursend- ist til Mbl. fyrir 23 júní. Þag mælsku heitið. Merkt Ábyggilegur 12ö - 721®. 7ENITH-) Blondungar REDEXOLÍA. AURHLIFAR. GORMAKLOSSAR. GUMMIMOTTUR. HRINGIR HVÍTIR 13, 14, 15, og 16 tm. VERZLUN Friðrsks Berteisen Tryggvagötu 10. iBlLASALARi o, o Íl5-Q-Ii- OpelCaravan ’59. \ Taunus Station ’55 og ’56. Simca ’62 ókeyrður. Mercedes-Benz 180 ’58. Volkswagen ’62. -ngólfsstræti 11. Sími 19-18-1 Aðalstræti 16. Sími 19181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.