Morgunblaðið - 20.06.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1962, Blaðsíða 20
20 MORCVPBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. júní 1962 ___ Alexander Fullerton 10 Guli Fordinn Winn til vonar og vara, ef eldur hafði ég skilið eftir lykilinn skyldi koma upp eða eitthvað þessháttar. Vínsalan var enn op- in, svo að ég fór að ná í lyklana hjá frú Potgieter, í stóra kjallar- anum, sem var kallaður „Apótek iðl' þar sem hún stjórnaði fyrir innan búðarborð úr látúnsgyrt- um tunnum. Tveir bílar stóðu úti fyrir, en eigendur þeirra voru inni að kaupa vín. Ég beið að baki þeim meðan þeir voru af greiddir. Frú Potgieter var að leggja saman reikninginn fyrir við- skiptavin sinn. Hún var viðkunn- anleg og almennileg kona og við höfum lengi verið mestu mátar. l*að var hún, sem hafði útvegað mér kofann þegar fj*rri leigjand- inn hafði farið í Steininn fyrir svik eða víxilfals — ég man ekki, hvort var. En þangað til hafði ég alltaf ekið þangað frá leiðin- legu íbúðinni minni í Ronde- bosgh, til að birgja mig upp af víni. Þann dag hafði hún gefið mér til baka eins og vant var en sagði svo: Kærðirðu þig ekki um að eiga heima hérna útfrá. Ég áttaði mig ekki strax á. hvað hún var að fara, en þá sagði hún mér, að þarna væri laus kofi, rétt hjá, sem hún réði yfir. Hún fór svo með mig að skoða hann og áður e» ég hafði komið vín- inu fyrir í skottinu á bílnum, hafði ég undirritað aftan á verð- lista, samning þess efns, að ég tæki kofann á leigu fyrir átta pund á mánuði og mundi gera endanlegan samning þegar tími ynnist til. Sá samningur var nú reyndar aldrei gerður, svo að sá fyrri — á vínlistanum — gildir okkar í milli enn í dag. Frú Potgieter lauk við að leggja saman reikninginn og ýtti honum að manninum, sem var að skrifa ávísun. Hún sá mig þá standa að baki honum, en i stað- inn fyrir venjulega brosið kom áhyggjusvipur á breiða andlitið sólbrennda. Hún starði á mig og opnaði munninn en lokaði hon- um síðan strax aftur, svo sneri hún sér að síðasta viðskiptamann inum og afgreiddi hann eitthvað snögglegar en hún átti vanda til. Þegar við vorum orðin ein, lagði hún báðar hendur fram á tunnu- botninn, sem var búðarborð og studdist fram á þær og hallaði sér fram. og starði svo á mig án þess að segja orð. Eg sagði: Kom ið þér sælar. Er eitthvað Hún hristi höfuðið framan í mig. Eg beið. Hún mundi sjálf segja, hvað, henni lægi á hjarta. Hún byrjaði á því að spyrja hjá hverjum ég hefði skilið eftir lykilinn minn, og ég sagði henni, dálítið hissa, að ég hefði skilið hann eftir hérna, eins hún ætti manna bezt að vita, og nú væri ég kominn að sækja hann. Hún kinkaði kolli. En ætti ég ekki tvo lykla og hefði ég þá ekki týnt hinum? Þetta kom illa við mig. Eg átti sem sé tvo lykla og stúlkan með rauða hárið hafði annan þeirra í fórum sínum. En þá mundi ég, að hún var búin að skila honum. Það var þá ekki hún.......en út frá þessari umhugsun fór ég að muna fleira: að fyrir eitthvað þrem vikum hafði ég farið að heiman og þá skilið eftir lykilinn hjá Carpenterhjónunum. Enda þótt frú Potgieter bæri það ekki með sér var hún samt enginn kjáni. Hún sá svipinn á HETJUSOGUR íslenzkt myndablað fyrir börn 8-80 ára og kappar hans ■ hefti komið í blaðsölur kostar aðeins 10 krónur andliti mínu og líklega það með, að nú hefði allt í einu runnið upp fyrír mér, hvernig öllu væri hátt að. Hún sagði því ekki meira um þetta, heldur opnaði skúffu að baki sér og fékk mér lykilinn. Svo sagði hún: Það er víst eins gojt að heimta hinn aftur og skilja svo báða eftir hérna næst. Ég jánkaði því og kvaddi hana. Hún tók því og bætti við: Eg fór alls ekki inn í húsið. Þessi setning var að veltast fyrir mér, þegar ég sneri bíln- um í húsagarðinum og ók niður á aðalveginn. Það var dálítill spöl ur heim eftir aðalveginum og síðan brautinni að húsinu og allan tímann kom þessi setning upp aftur í hug mínum: „Eg fór alls ekki inni í húsið“. Og það var líka eins gott, að hún hafði ekki gert það. Það var ekki einasta, að þau höfðu alls ekki tekið þar til og skilið eftir óhrein glös og diska í vaskinum. Þau höfðu heldur ekki búið um rúmiéT .... Þau höfðu farið í skyndingi. Kannske höfðu þau séð til frú Potgieter. Eg er nú ekki vanur að láta. tilfinningar mínar í ljós með nein um ofsa, en höndin á mér skalf þegar ég tók símann og hringdi í skrifstofuna þar sem Ted Car- penter vann. Þegar hann kom í simann var hann álíka tauga- óstyrkur og hann var hissa og sagði mér, að hann hefði ekki búizt við mér heim fyrr en seinna. Eg lét sem ég heyrði það ekki. Eg skipaði honum — en bað hann ekki — að fara strax úr vinnunni og koma beint heim til mín. Hann hikaði og ætlaði eitthvað að fara að afsaka sig, en ég tók fyrir það með því að spyrja, hvort ég ætti heldur að biðja konuna hans að koma. Svo lagði ég símann, án þess að bíða eftir svari. Eg fór út eftir ferðatöskunni minni og setti hana upp við vegg í dagstofunni. Eg gat ekki tekið upp úr henni fyrr en búið væri að taka til í húsinu, en nú var farið að kólna, enda var sólin farin að lækka á lofti, svo að ég hreinsaði arininn og kynti upp í honum. Eg varð að kljúfa upp- kveikjuna og um það bil sem ég var búinn að lífga eldinn al- mennilega, heyrði ég í bíl Teds úti fyrir. Þegar ég stóð upp og sneri mér við, stóð hann í dyr- unum. Hann hlaut að hafa brotið hverja umferðareglu til þess að koma svona fljótt. Hann flýtti sér að segja: Mér þykir þetta afskaplega leitt, BiU; þú hlýtur að halda, að ég sé einhver .... Já, það held ég, Ted, sannax- lega held ég það. Hann hristi höfuðið eins og til að geta hugsað betur og sagði svo: Það var framorðið þegar þessi kelling kom og barði á gluggann. Það var alveg hræði- legt. Eg varð að koma henni heim í hasti og svo komast heim sjálfur. Eg gleymdi alveg hvað tímanum leið .-... ég hélt, að þú kæmir ekki heim fyrr en seint í kvöld eða jafnvel á morgun, og ætlaði að koma hérna við á heimleiðinni og laga allt til .... Eg svaraði engu, og-hann hélt áfram. Eg veit, að þeta lítur út eins og .... Það lítur ekki út. Það er. Eg sagði þér, Bill, að mér þætti þetta leitt. Augu hans staðnæmdust við hægri höndina á mér og ég varð nú þess var, að ég var með eldtöngina í hendinni. Eg sleppti henni og hún datt glymjandi á steingólfið. Þú getur þá tekið til núna. Skiptu um lök í rúminu — þú finnur 'hrein lök í skápnum. Eg benti á töngina, sem lá við fæt- ur hans. Þú þarft á þessari að halda. Hann hrökk við eins og ég hefði barið hann og anilitið varð álíka hvítt og veggurinn. Það var eins og honum væri að verða illt. Nú, jæja, ef ég bæri sjálfur líðan mína utan á mér, þá hljótum við að vera eitthvað líkir útlits. Eg sagði við hann. Eg kem aftur eftir svo sem fjöru tíu mínútur, og mér væri þökk á ef þú værir búinn að þessu og kominn burt fyrir þann tíma. Án þess að líta á hann aftur, gekk ég fram hjá honum og út í bílinn. Eg þurfti að fara á hunda- búið og sækja Pretzél. Svo mjög sem mig hefði lang- að til að hitta Carpenterhjónin alls ekki gat ég ekki sloppið við að fundum okkar bæri saman einstöku sinnum. Ef ég hefði forð azt þau eða ekki komið fram við þau eins og áður, hefði Penny tekið að leita ástæðunnar og sennilega fundið • hana. Mér fannst eins og hún hlyti að kom- ast að öllu saman innan tiðar, en eins og var, virtist hún enga hugmynd hafa, hvað á seiði væri. Meira að segjfl gaf hún það bein línis til kynna, að hún vissi ekki neitt um neitt með því að tala í kokteilsamkvæmi um „þessa sérkennilegu stúlku, sem hann Ted var að daðra við um kvöld- ið hjá Roberts". Hún stríddi Ted með þessu, eins og það hefði ver ið andartaks aðgæzluleysi hjá honum, og það var alveg greini- legt, að henni datt ekki í hug, að þau hefðu yfirleitt sézt síðan í boðinu. Eg nefndi þetta ekki á nafn við Ted. Þetta kvöld, þegar ég kom heim ,með hundinn, hafði hann komið öllu í lag og var farinn, og ég átti svefnlausa nótt af ein- tómri iðrun yfir því, hvernig ég hafði auðmýkt hann. Eg hefði ekki haft verri samvizku þó að ég hefði framið morð; ég hafði di-epið mína eigin sómatilfinn- ingu um leið og ég var að reyna að brjóta niður það stolt, sem hann kunni að hafa átt. Eg veit ekki, hvernig aðrir hefði brugð- izt við sömu atvikum, en mér leið illa út af hegðun minni, og hálfsofandi rifjaði ég upp það, sem okkur hafði farið í milli og orðin endurtóku sig í sífellu eihs og í martröð. Eg hefði helzt vilj- að þurrka þetta út úr minninu, eða jafnvel biðja hann fyrirgefn- ingar, en það gat ég ekki enda hefði það engu getað breytt. Það var enginn vafi, að hann hataði mig; ég gat séð það í augum hans, þegar enginn annar sá til, ef við urðum tveir einir saman í samkvæmi, eða hittumst af tilvilj un á götu. Hann hélt áfram að hitta Jane. Steve Roberts sagðist hafa séð þau saman í einhverri bílakrá á leiðinni út í Fishoek. Það þýddi sama sem, að kona Steves og all ir kunningjar þeirra hlutu að vita þetta. Það var erfiðast að skilja hvernig þetta gat farið fram hjá Penny allan þennan X X- * GEISLI GEIMFARI * X- X- Gt-ngin prófessor, viltu ekki út- skýra fyrir mér þennan mikla fjand- skap milli stjarnanna Asperx og Karz. — Spurðu hann dr. Hjalta, höfuðs- maður. Þetta er mjög viðkvæmtmál fyrir okkur. Seinna .... — Varð smávegis ágreiningur, Geisii? Deilur íbúanna á Aspen og Karz eiga sér langa sögu. Ég skal segja þér frá þeim.......... tíma — því að nú skipti það mánuðum — en hún virtist enga hugmynd um það hafa. Ef hún hefði einhvern grun, sýndi hún það að minnsta kosti ekki, og þegar hún tók arm Teds og brosti þessu daufingjalega brosi fram- an í hann, þá leið mér beinlínia illa að horfa á það. Sannast að segja var mér svo óþægilegt að búa yfir þessari vitneskju, og þurfa að vera með sífelld látalæti í návist Penny í þá átt, að allt væri í himnalagi og óbreytt frá því, sem verið hafði, að mér var meir en farið að detta í hug að segja upp kof- anum og flytjast í einhverja íbúð nálægt borginni. En svo var ég hins vegar farinn að kunna svo vel við mig í kofanum og farinn að meta friðsældina, sem þarna var, og loks gat ég ekki haft Pretzel hjá mér í venjulegri íbúð. Einn dag í miðri viku bringdi VIÐ MÆLUM MEÐ í kökuna SHUtvarpiö Miðvikudagur 20. júnf 8:00 Morgunútvarp (Bæn — Tónleik ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón* leikar — 10:10 Veðurfregnir). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 12:00 Hádegísútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tiikynningar). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16:30 Veðurfr. Tónl. — 17:00 Fréttir — Tónl.). 18:30 Óperettulög — 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. / 20:00 Varnaðarorð: Óskar Ólason lög- regluvarðstjóri talar um um- ferðarmál. 20:05 Tónleikar: Mantovani og hljóm- sveit hans leika. 20:20 Erindi: Börn og bækur; I. — (Dr. Símon Jóh. Ágústsson pró- fessor). 20:45 Flautuleikarinn frábæri'*. ball- ettsvíta eftir Walter Piston (Sin fóníuhljómsveit Berlínarútvarpa ins leikur; Arthur Rother stj.). 21:05 ..Fjölskylda Orra“, tólfta mynd eftir Jónas Jónasson. — Leikend ur: Ævar R. Kvaran, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Guðrún Ás- mundsdóttir, Halldór Karlsson. Valdimar Lárusson og Richard Sigurbaldursson. 21:35 „Sumarkveðja frá þýzku Ölpun- um“: Létt lög sungin, jóðluð og leikin. 21:45 „,Kosningadagur“, smásaga eftir Friðjón Stefánsson (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þriðja ríkið rís og fellur“, eftir William Shirer; IV. (Hersteinn Pálsson ritstj.). 22:30 Næturhljómleikar: Tónlist eftir Igor Stravinsky (Fílharmoníu- sveit New York leikur undir stjórn höfundar; fyrra verkið flytur einnig Scuola Cantorum kórinn): a) Sálmasinfónían. b) Sinfónía í þrem þáttum. 23:30 Dagskrárlok. Fimmtudagur 2l. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn — Tónleik ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón* leikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —• 12:25 Fréttir og tilkynningar), 13:00 „Á frívaktinni'*; sjómannaþátt* ur. (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16:30 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Tónl.). 18:30 Óperulög. — 18:45 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Synoduserindi; Iona-hreyfingin (Dr. Þórir Kr. I>órðarson próf.). 20:25 Tónleikar Danskar hljómsveitir leika í glaðværum tón. 20:40 Akureyrarpistill (Helgi Sæmundj son ritstjóri). 21:00 Óperettulög: Sandor Konya og Rita Streich syngja. 21:20 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 21:40 Tónleikar: Fiðlusónata nr. 2 | A-dúr op. 100 eftir Brahms -«• (Joseph Szigeti og Mieczyslaw Horszowski leika). 22:00 Fréttir og veðurfregnlr. 22:10 Kvöldsagan: „Þriðja ríkið ris og fellur“, eftir William Shirer; V. Hersteinn Pálsson ritstj.). 22:30 Harmonikuþáttur; Sending frg Hohner-skólanum í Trossingen (Henry J. Eyland og Högni Jónj son). 23:00 Dagskrárlolc.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.