Morgunblaðið - 30.06.1962, Blaðsíða 1
24 áíðui
19 Svgangur
146. tbl. — Laugardagur 30. júní 1962
Prentsmiðja Mcrgunbla'Csins
Krúsjeff ræöst á
Efnahagsbandalagið
í hádegisverðarboðL sem Gorbacli
forsætisráðherra Austurríkis var haldið
í Moskvu
Moskvu, 29. júní. (AP-NTB)
í K Æ Ð U , sem Krúsjeff,
forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, hélt í dag réðist hann
hastarlega á Efnahagsbanda-
lag Evrópu. Kæðuna hélt
hann í hádegisverðarboði
fyrir Alfons Gorbach, for-
sætisráðherra Austurríkis,
og utanríkisráðherra hans,
Bruno Kreisky, en þeir
komu til Moskvu í gær til
að skýra fyrir stjórnarvöld-
um þar, hvers vegna Aust-
urríki hyggðist sækja lun
aðild að Efnahagsbandalag-
inu. —
★
Krúsjeff sagði að það væri
ekkert launungamál, að Sovét-
ríkin væru andvíg Efnahags-
bandalagi Evrópu. Ástæðuna
kvað hann vera þá, að banda-
lagið kæmi ringulreið á við-
skipti milli Evrópulanda. Segði
það þeim þjóðum í Evrópu,
sem utan við það standa við-
skiptalegt stríð á hendur. —
Einnig lagði hann áherzlu á
það, að sjálfstæði og hlutleysi
smáríkja, sem ánetjuðust banda
laginu væri hætta búin.
Þetta er harðasta árás, sem
Krúsjeff hefur gert á Efnahags
bandalagið.
Krúsjeff sýndi Gorbach fulla
vinsemd og skálaði við hann
fyrir áframhaldandi vináttu
þjóða þeirra.
Tass-fréttastofan sagði, að í
viðræðum, sem Gorbach átti
við Krúsjeff fyrr um daginn,
hefðu þeir bæði rætt alþjóðleg
vandamál og samband Sovét-
ríkjanna og Austurríkis. —
Kreisky, utanríkisráðherra Aust
urríkis, Gromyko, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, og
Mikojan, aðstoðarforsætisráð-
herra Sovétríkjanna, voru
meðal þeirra, sem viðstaddir
voru viðræðurnar.
Franska fréttastofan AFP
segir, að Krúsjeff hafi varað
Gorbach við afleiðingunum, sem
það gæti haft fyrir hlutleysi og
sjálfstæði Austurríkis, ef land-
ið gerðist aðili að Efnahags-
bandalaginu.
Krúsjeff sagði enn fremur, að
aðild Austurríkis að bandalag-
inu myndi hafa slæm áhrif á
samband landsins við Sovét-
ríkin. Annars sagðist hann
vera ánægður með stefnu Aust-
urríkis í utanríkismálum, eins
og hún hefði verið frá því að
friðarsamningarnir 1955 voru
gerðir.
Gorbach lagði áher’zlu á, að
Austurríki hyggðist ekki sækja
Framh. á bls. 23
IMorræn
samvinna
Osló, 29. júní (NTB) —
Samningurinn um norræna
samvinnu, sem gerður var í
Helsingfors 23. marz sl. geng
ur í gildi 1. júlí n.k.
Samningurinn tekur til
þeirrar samvinnu, sem verið
hefur milli Norðurlandanna
og í honum eru tillögur um
aukningu hennar í framtið-
inni.
Heiðursdoktorar
CHAHLIE CHAPLIN tekur við heiðursdoktorsnafn-
bót sinni við Oxfordháskóla sl. miðvikud. T.h. á
myndirmi hér að ofan eru aðrir sem háskólinn heiðr-
aði með doktorsnafnbótum, en þeir eru, talið frá
vinstri: Dean Rusk, utanríkisráðherra; Eugene
Black, forstjóri Alþjóðabankans; list'»maðurinn
Graham Sutherland, dr. Helen Cam, sagnfræðing- .
úr, og George Otsrogorsky, prófessor frá Belgrad.
Á myndina vantar fiðlusnillinginn Yehudi Menu-
hin og Sir Frederick Charles Bartlett, sálfræðing.
— Þegar Chaplin tók við heiðursnafnbót sinni,
skýrði hann frá því að hann hefði nýlokið við að
semja handrit að nýrri kvikmynd.
Samvínna í Oran
tJtgöngubanni aflétt í dag
Oran, 29. júní (NTB).
í DAG komu leiðtogar Serkja og
evrópskra manna í Oran saman
TASS - frétt „Þjóðviljans"
birtist of snemma
!
‘
EINS og kunnugt er, birt-
ir „I»jóðviljinn“ daglega
fréttir frá sovézku frétta-
stofnuninni TASS á 5.
síðu. Fréttir þessar eru
oftast vel undirbúnar —
og stundum einum um
of. í gær varð Þjóðvilja-
mönnum það á í mess-
unni að birta TASS-frétt
a.m.k. einum degi of
snemma. — í gær kom
Kennedy Bandaríkjafor-
seti í opinbera heimsókn
til Mexíkóborgar. — I»á
um morguninn, mörgum
klukkustundum áður en
Kennedy kom þangað,
birti „Þjóðviljinn“ eftir-
farandi frétt undir fyrir-
sögninni: „Líkan Kenne-
dys brennt á báli“:
„Mexíkóborg. — Á föstu-
daginn var kom Kennedy
Bandaríkjaforseti ásamt eig-
inkonu sinni til Mexíkó-
borgar.
Höfðu stúdentar þar í
borg nokkurn viðbúnað og
létu óspart í ljós andúð sína
á bandarísku heimsvalda-
sinnunum. Meðal annars
höfðu þeir búið til brúðu í
líki forsetans og brenndu
þeir hana á báli er Kenne-
dy hélt innreið sína í borg-
ina“.
Hefur því það óhapp
hent „Þjóðviljann“ að
birta frétt um undir-
búning mótmælaaðgerða
kommúnista, áður. en þær
komust til framkvæmda.
Ekki ber að efa, að „mót-
mælaaðgerðirnar“ hafa
verið vel undirbúnar,
fyrst „Þjóðviljinn“ gat
sagt frá þeim fyrirfram
samkvæmt sovézkri heim-
ild. — Fréttum í gær-
kvöldi bar hins vegar
saman um, að Kennedy
hefði verið fagnað mjög
vel, ekki sízt af stúdent-
um. — Aftur á móti voru
um 300 kommúnistar sett-
ir í varðhald, grunaðir
um að ætla að stofna til
óeirða.
X»V
tii viffræðna bar í borg. Er þetta
fyrsti fundur þeirra af mörgum,
sem fyrirhugaðir eru. Ræffa leiff-
togarnir um væntamlegt samstarf
Serkja og evrópskra manna eftir
aff Aisír verffur sjálfstætt riki.
Frekar var rólegt í Alsír í dag,
en þó voru tveir Serkir drepnir
í Oran.
Leiðtogar Serkja og evrópskra
manna hafa hvorir um sig til-
nefnt 14 menn í viðræðunefnd-
ina og fór fundurinn í dag mjög
visamlega fram. Þá unnu Serkir
og evrópskdr menn sarnan að því
1 Oran í dag að rífa niður gadda-
vírsgirðingar á mörkurn Serkja-
hverfa borgarinnar. Serkir höfðu
fyrr í dag birt áskorun til evr-
ópskra manna um að taka upp
samvinnu og fullvissað þá um
að öryggi þeirra væri tryggt í
Alsír. „Gleymið því sem skilur
oss og takið á móti útréttri bróð-
urhönd vorri,“ segir í áskorun-
inni, sem dreift var um götur
Oran og birt í dagblaðinu Eclio
Soir.
Á morgun verður afnumið út-
gönguibann í Oran að því er yfir-
völd borgarinnar tilkynntu í
kvöild. En áður hefur verið dreg-
ið úr hömlum þessum í Algeirs-
borg.
París, 28. júní (NTB) —
Herréttur í Frakklandi dæmdi
í dag til dauffa OAS-foringj-
ann Roger Degueldre. Er hann
ákærffur fyrir aff drepa tugi
manna.
Degueldre var liffþjálfi í Út
lendingahersveitinni, en gerff
ist liðhlaupi og gekk í liff meff
OAS. k
Kennedy I IUexiko
Mexíkó, Washington, —
29. júní — (AP) —
Kennedy, Bandaríkjaforseti,
og kona hans Jacqueline komu
til Mexikó í kvöld í þriggja
daga opinbera heimsókn. For-
seti Mexikó, Adolfo Lopez
Mateos, tók á móti forsetahjón
unum á flugvelli Mexikóborg
ar, ásarnt ríkisstjórn sinni.
Mikill viffbúnaffur var í
Mexikó borg vegna komu for
setahjónanna. Fánar Banda-
ríkjanna og Mexíkó blöktu
viff hún og mikill mann-
fjöldi safnaðist saman á göt
um þeim, sem forsetahjónin
óku um til aff fagna þeim..
Áffur en forsetahjónin óku
inn í borgina höfðu yfirvöld-
in látið handtnka 300 komm-
únista, sem grunaðir voru um
aff hafa ætlað aff stofna til ó-
eirffa í sambandi viff komu
þeirra. Voru hinir grunuðu
hnepptir í varffhald og verff-
ur þeim ekki sleppt fyrr en
heimsókn forsetahjónanna er
lokið.