Morgunblaðið - 30.06.1962, Blaðsíða 8
8
MORGÍJISBL ABlÐ
Laugnrdagur 30. júrií 19G2i
i
Dregur til tíðinda
á Formósusundi?
HONG KONG, 26. júní. — Er
Mao Tse Tung, leiðtogi kín-
verskra kommúnista í þann
veginn að gera alvöru úr hinni
margendurteknu hótun sinni
að „frelsa“ Formósu? Eða ætl
ar Shang Kai-shek, hershöfð-
ingi, loks að framkvæma heit
sitt að losa meginland Kína
undan „oki kommúnistísks ein
ræðis“? Enginn utan innstu
hringanna kringum þessa
fjandsamlegu leiðtoga veit
svarið við þessum spurning-
um með vissu, en það er
greinilegt að kínverskir komm
únistar eru áhyggjufuliir og
búa sig undir bardaga, þjóðern
issinnar eru hinsvegar digur-
mæltir og virðast búa sig und
ir að gera „gagnárás" þá, sem
þeir hafa talað svo lengi um.
Yikum saman hafa heil her
fylki kinverskra kommúnista
haldið til strandhéraða Fuki-
en-fylkis, sem liggur andspæn
is Formósu, ým.ist gangandi,
með herflutningabifreiðum
eða járnbrautarlestum. Loft-
her kínverskra kommúnista,
sem talinn er haifa 3000 flug-
Shang Kai-shek
vélum á að skipa, þar af allt
að 2000 þotum, hefur aukið
starfsemf sína í. flugvöllum,
sem liggja nokkur hundruð
km frá ströndinni. Hins vegar
hefur ekki sézt nein hreyfing
á hinum sex framlínuflug-
völlum í Fukien-fylki. Kín-
verski sjófherinn, sem á vest
rænan mælikvarða er heldur
máttlaus en er búinn hrað-
skreiðum tundurskeytabátum
sem erfitt er að hafa upp á,
hefur ekki staðið í neinum’
mikilvægum flutningum. Eng
ar fregnir hafa borizt um að
djúnkar hafi safnazt saman
(það myndi vera tákn um inn
rásarfyrirætlanir) í höfnum'
og klettavíkum Fukiens, en
strandferðir lítilla djúnka
hafa aukizt. >eir hjálpa til
við herflutninga, því héraðið
er fjöllótt og erfitt að halda
vegum þess við.
Hernaðarsérfræðingar Vest
urlanda hafa árum saman á-
ætlað að kínverskir kommún
istar hafi her og lögreglulið
með 350 þús. til 400 þús.
manns í Fukien. Það er miklu
meira en þarf til að halda
uppi lögum og reglum og
nægilegt til að standa af sér
innrás. En hvernig stendur þá
á þessari skyndilegu athafna
semi?
f fyrsta lagi er hún ekki
eins snögglega til komin og
fyrst virtist. Um nokkurt
skeið áður en fréttirnar um
herflutningana bárust var tek
ið eftir því í Hong Kong, að
flutningavagnar sem komu á
járnbrautarstöð nýlendunnar
frá Kína voru í lélégu ástandi.
Yfirbreiðslur voru illa farnar
og rifnar, legur illa smurðar
og vagnatengsli ýmist mjög
slitin eða þau vantaði alveg.
Af þessu mátti annað hvort
álykta að járnbrautarkerfi
Kínverja væri að eyðileggjast
ennþá hraðar en flestir álitu,
eða að hinir betri vagnar
væru notaðir annars staðar.
Nú virðist einsýnt, að betri
vagharnir hafi verið notaðir
þar sem þeirra var mest þörf
— til að flytja lið og hergögn.
í öðru lagi hafa kínversku
kommúnistarnir ekki reyut að
f
Hersveit þjóðernissinna við æfingar á Formósu.
dylja liðsflutninga sína að
neinu ráði. Að vísu bönnuðu
þeir útlendingum að ferðast
með lestum um Fukien, en
það var ekki nóg til að dylja
herflutninganá, það gat að-
eins dulið smáatriðin, nefni-
lega hverskonar hersveitir og
hergögn voru flutt.
Hvers vegna voru hersveitir
kommúnista fluttar? Rökrétt
asta svarið fæst með því að
athuga ástandið í Kína og í
ríki Shang Kai-shek’ sem ligg
ur 160 km í burtu handan við
sundið. Nú stendur yfir mesta
efnahagskreppa, sem komið
hefur, síðan hersveitir Mao-
Tse Tungs tóku völdin fyrir
nærri 13 árum. Víða er mat-
vælaskortur, verksmiðjum og
skólum er lokað og óánægðir
verkamenn og stúdentar send
ir til að vinna á ökrum sveita
þorpanna, enda þótt bændur,
er hafa verið óánægðir lengi,
eigi meira en nógu erfitt með
að hafa í sig og á. Skýrslur um
spillingu í stjórnarháttum og
jafnvel meðal embættismanna
kommúnistaflokksins berast
æ oftar. Einnig er talað um
minnkandi opinberan - aga.
Flóttamenn sem þyrpast til
Hong Kong, segja að fleisi og
fleiri hlusti á „Voice of Ame
rica“ og Formó'su-útvarpið.
Og í Fukien-fyl/ki tína bænd
ur upp og geyma matarböggla
fulla af andkommúnistískum
áróðri, sem flugvélar þjóðern
issinna hafa kastað niður.
Handan sundsins, sem þotur
fljúga yfir á tíu mínútum, hef
ur-Shang Kai-shek greinilega
verið að búa sig undir að gera
innrás á meginlandið. Mán-
úðum saman hefur hann ver-
ið að safna hergagnabirgðum,
sem eru * orðnar miklu meiri
en nauðsynlegt er í varnar-
skyni, og amerískir róðgjafar.
hafa kvartað yfir að hergögn
frá Bandaríkjunum hverfi í-
skyggilega mikið. Mánuðum
saman hafa hersveitir Shang
Kai-sheks verið við stórfelld
ar heræfingar. Stutt er síðan
sérstakar hersveitir manna
ættaðra frá sama héraði voru
við æfingar í faUhlífarstök'k-
um. Æfingarnap voru skipu-
lagðar eins og innrás fallhlífa
hermanna í umræddu fyliki.
Kínversku kommúnistarnir
vita að heima fyrir er óá-
nægja og jafnvel svolítið um
opinbera mótspyrnu. Þeir vita
líka, hváð þjóðernissinnar eru
að gera. Ætla kommúnistarn
ir að verða á undan og koma
í veg fyrir að fyrirætlanir
Shang Kai-sheks heppnist? —
Eða reynir Shang að hamra
meðan hann heldur að járn
ið sé heitt? Þegar litið er á
hinar styrku varnir beggja að
ila, hin miklu herfræðilegu
vandamál og heimspólitísku
afleiðingar, verður að álykta
að árás anaars hvors aðilans
væri fífldirfska. Yfirstandandi
herflutningar hljóta því að
vera gerðir í varnar- og áróð
!
Mao Tse Tung
ursskyni. Fáir sérfræðingar
vilja þó útiloka þann mögu-
leika að eitthvað verði gert,
því fáir Vesturlandamenn
hafa nokkru sinni getað skilið
hugsanagang Kínverja til
fullnustu.
(Observer — öll réttindi
áskilin).
Sextugur í dag:
Gunnar Rockén
ÁRIÐ 1936 kom hingað til
lands ungur Austurgauti til
starfs við sænsku ræðismanns-
skrifstofuna í Reykjavík. Það
gengur á ýmsu um starfsmenn
utanríkisþjónustunnar, þá sem
úr landi eru sendir, hve lengi
þeir eru á sama stað; oftast eru
þeir látnir skipta heldur þétt,
sendir heimsendanna á milli;
sami maður kann að vera aðra
stundina norður við heim-
skautsbaug, hina suður í blá-
mannalöndum. Ekki veit ég
hvaða fyrirætlanir hinn ungi
Austurgauti hafði, en það togn-
aði heldur en ekki úr veru
hans hér, hann hefur dvalizt
á fslandi síðan, meira en hálfa
ævi sína, og er hann sextugur
í dag. Carl-Gunnar Rocksén
heitir maðurinn.
Svo segir í Heljarslóðaror-
ustu, að Metternich hafði lifað
allar umbyltingar í Norður-
álfu frá Cæsar. Gunnar Rocksén
hélt áfram því starfi, sem hann
var sendur til að gegna hér í
upphafi. Hann hefur séð ræðis-
mannsskrifstofuna breytast í
sendiráð, sem í fyrstu var veitt
forstaða af sendifulltrúa, síðan
sendiherra og loks af ambassa-
dor. Sendiherrarnir hafa komið
og farið, einn komið í annars
stað, stöðug umskipti. Gunnar
Rocksén hefur haldið áfram
sinni iðju, sem skrifstofumað-
ur, sendiráðsritari, varakonsúll,
og aftur og aftur hefur hann
gegnt starfi sendifulltrúa, stund
um skemur, stundum lengur,
þegar sendiherrar voru fjar-
verandi eða þegar tími leið frá
því einn fór og þar til annar
kom. Hann hefur verið vakinn
og sofinn í starfi sínu, rækt
það af mikilli kostgæfni og
elju. Eins og að líkum lætur
hefúr hann öðlazt mjög náin
kynni af íslandi og íslending-
um á þessum tíma, og sú
reynsla hans hefur verið ómet-
anleg fyrir sendiráðið. Gunnar
Rocksén á mikinn þátt í að
tengja saman starf þess á ýms-
um og ólíkum tímum.
Þegar á allt er litið, held ég
hann kunni býsna vel við sig
hér; hann hefur fest hér ræt-
ur. Áfið 1938 gekk hann að
eiga íslenzka konu, Helgu Jóns-
dóttur (ætt hennar er að
nokkru úr Mýrdal, en út í þau
fræði verður ekki farið nánar
hér), ágæta konu. Þau hafa
eignazt einn son, Karl-Erik,
stúdent, sem nú stundar há-
skólanám í Stokkhólmi.
Þau 32 ár, sem Gunnar Rock-
sén hefur dvalizt á Islandi,
hefur gerzt hér mikil saga,
fjölþættar og gagngerðar breyt-
ingar hafa gerzt á öllu þjóðlífi
íslendinga. Hann hefur lifað
það allt, kynnzt því öllu.
Kynni hans af íslendingum og
íslenzkum háttum eru geysi-
mikil. Hann þekkir galla vora,
en einnig það, seim vel kann
að vera um oss. Hann skil-
ur það allt innan frá og
með samúð. Honum er annt
um, að landar hans fái rétta
og staðgóða fræðslu um ísland.
Hann stenzt ekki reiðari en ef
einhver fáfróður blaðamaður
er að fleipra eitthvað um ís-
lendinga og honum þykir á þá
hallað, eða ef honum þykir
skorta skilning á málavöxtum
í dómum um þá. Getur hann þé
orðið allt eins örlyndur og þó
að Islendingur væri.
Þannig hefur Gunnar Rock-
sén verið dyggur sonur föður-
lands síns, en um leið traustur
vinur íslands. Slíkra manna er
þörf i skiptum þessara tveggja
frændþjóða. Ef til vill er aldrei
ljósara en nú, hve mikilsverð
er vinátta Norðurlandaþjóða.
Gunnar Rocksén er röskleg-
ur maður í framgöngu, hreinn
og beinn, prúðmannlegur, en
alþýðlegur og með öllu hé-
gómalaus. Hann er mjög hjálp-
samur og góðviljaður og trygg-
ur eins og tröll. Margir landar
hans, sem hingað hafa komið,
hafa notið góðra ráða hans og
fyrirgreiðslu, slíkt hið sama fs-
lendingar, sem til Svíþjóðar
hafa farið. Hann hefur kynnzt
mörgum mönnum í starfi sínu
og öðlazt glögga mannþekk-
ingu. Hann er sérlega gestris-
inn, öðlingur, og glaðsinna í
góðum hóp. Öllum gestum, sem
koma á hið fallega heimili
þeirra hjóna, líður vel hjá
þeim. Þarf varla að taka fram,
að þar á húsfreyjan sinn fulla
hlut að máli.
Allir vinir Gunnars Rockséns
þakka honum liðnar ánægju-
stundir og óska honum langra
lífdaga og allra heilla á kom-
andi árum.
E. Ó. S.
★
Fyrir eitthvað 30 árum fóru
Reykvíkingar að veita athygli
ungum, beinvöxnum og hýr-
leitum Svía, sem þá var ný-
orðinn aðstoðarmaður í aðal-
ræðismannsskrifstofu Svíþjóð-
ar. Slíkir starfsmenn eiga að ó-
breyttum aðstæðum fyrir hönd-
um að starfa eigi alllengi á
hverjum stað og flytjast síðan
í annað land. En fyrir þessum
manni átti það að liggja, sem
hann hefur sjálfan naumast ór-
að fyrir, að eiga öll sín beztu
ár á þessu landi, tengjast dótt-
ur þess órofa böndum, og skjóta
hér nýjum rótum, sem héðan
af munu eigi slitna.
Gunnar Rocksén, ræðismaður
Svía, er sextugur í dag, og það
kalla ég fréttir, því að svo lítið
hefur hann breytzt frá þvi
Framh. á bls. 16.